Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 33
ERLENT
Hugsanleg bráðnun jökla og hafíss
Wolfgang SchUssel kanslari um ESB-deiluna
Sj ávary firbor ð
myndi hækka
JÖKLAR Grænlands og ísbreiður
heimskautanna stækkuðu og
minnkuðu á forsögulegum tíma í
takt við breytingar á hitastigi loft-
hjúps jarðarinnar, segir í grein eft-
ir dönsku vísindakonuna Christine
Schott Hvidberg í tímaritinu Nat-
ure. Á síðasta hlýskeiði, sem var
fyrir 130.000 til 110.000 árum, var
hitastig talsvert hærra en nú og þá
var sjávarborð á jörðinni um sex
metrum hærra en nú. En á síðustu
ísöld hlóðst upp gríðarmikfll ís á
norðurhvelinu og fyrir um 20.000
árum var sjávarborð 120 metrum
lægi’a en nú.
Hún segir að eitt af því sem
rannsakað sé nú séu líkurnar á að
sjávarborð gæti hækkað mjög ef
ísbreiðurnar í vesturhluta Suður-
skautslandsins létu undan síga.
Tvær gerðir ísmassa
„Ef ísinn í vesturhluta Suður-
skautslandsins bráðnaði allur
myndi sjávarborð hækka um sex til
sjö metra og valda ægilegum flóð-
um um allan heim,“ segir Hvidberg
sem starfar við jarðeðlisfræðistofn-
un Kaupmannahafnarháskóla.
Hún vitnar í rannsóknir tveggja
vísindamanna, Kurt Cuffeys og
Shawn Marshalls, er byggjast á
borkjarnarannsóknum. Niður-
stöðurnar sýni að Grænlandsísinn
hafi verið mun minni á síðasta
hlýskeiði en talið var.
Isinn í vesturhluta Suðurskauts-
landsins er að hluta til fljótandi
ísjakar, umluktir bergeyjum og að
hluta ís sem hvílir á bergi fyrir
neðan sjávarborð. Isjakabreiðurn-
ar ryðja þegar frá sér svo miklu
sjó að bráðni þær mun það ekki
valda hækkun yfirborðs hafsins en
öðru máli gegnir um landfasta ís-
inn. En Hvidberg segir að samspil-
ið milli skriðjökla er ryðjast fram í
sjó, rúmfræði allrar ísbreiðunnar
og annarra hreyfinga íssins sé ekki
fyllilega ljóst. Því sé afar erfitt að
búa til líkan af breytingum á ís-
massanum.
Hins vegar hafi menn haft mik-
inn áhuga á að rannsaka hegðun ís-
massans á síðasta hlýskeiði, hugs-
anlegt sé að þá hafi meðalhiti ekki
verið nema tveimur stigum hærri
en nú. Ef ísinn hafi bráðnað þá
gæti farið svo að hækkandi hitastig
á jörðunni nú vegna loftslagsbreyt-
inga muni valda því að hann bráðni
áný.
ísinn á Grænlandi er einnig
nógu mikill til þess að ef hann
bráðnaði allur myndi sjávarborð
geta hækkað um 6-7 metra. Hvid-
berg segir að hins vegar hafi vís-
indamenn ávallt talið að Græn-
landsísinn væri, öfugt við ísinn á
Suðurskautslandinu, mjög stöðug-
ur gagnvart loftslagsbreytingum
þar sem hann sé yfir sjó. Hafi því
verið talið að hæð miðbiks Græn-
lands yfir sjó hafi lítið breyst síð-
ustu 150 þúsund árin.
Hvidberg segir að nýjustu bor-
kjarnarannsóknirnar á Grænlands-
jökli hafi sýnt að munurinn á
lægsta meðalhitastiginu á síðustu
ísöld og hitastiginu nú hafi verið
20-25 gráður á efsta hluta jökuls-
ins en ekki 10 gráður eins og al-
mennt var álitið. Hún segir að áð-
urnefndir Cuffey og Marshall noti
nýjar aðferðir við ísótóparannsókn-
ir sem bendi til þess að mikil
bráðnun hafi orðið á Grænlandi á
síðasta hlýskeiði. Þeir noti skýrsl-
ur um ísótóparannsóknir í Vostok-
stöðinni á Suðurskautslandinu til
að reikna út líklegt hitastig meira
en 98 þúsund ár aftur í tímann.
Þótt erfitt sé að nota slíkan saman-
burð bendi niðurstöðurnar til þess
að ísinn hafí látið undan síga á
nokkur þúsund árum á hlýskeiðinu.
Aukin vitneskja
skiptir sköpum
Hún segir að fyrir strandþjóðir
sem óttist flóð vegna bráðnunar
skipti varla miklu hvort vatnið
komi frá Grænlandi eða Suður-
skautslandinu en aukin vitneskja
um líklegan hraða slíkra breytinga
geti skipt sköpum.
„Cuffey og Marshall telja að
mikil bráðnun Grænlandsíssins
hafi orðið á nokkrum árþúsundum
en myndin sem þeir draga upp er
ekki jafn hrikaleg og sú sem gerir
ráð fyrir að ísinn í vesturhluta Suð-
urskautslandsins geti skyndilega
bráðnað og sjávarborð í framhald-
inu hækkað hratt. Ef til vill er
hættan á slíkum hröðum umskipt-
um ýkt. Starf Cuffeys og Marshalls
byggist á takmarkaðri þekkingu
okkar á sögu loftslagsins. Með því
að halda áfram að stunda boranir á
Grænlandsísnum getum við ef til
vill fengið meiri innsýn í loftslags-
söguna og hugsanlegt munstur
loftslagsbreytinga í framtíðinni,"
segir Hvidberg.
London
með Heimsferðum
frá kr. 7 «900
alla fimmtudaga í sumar
Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London í sumar með
beinu flugi alla fimmtudaga í sumar. Þú getur valið um helgar-
ferðir, flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, en við
bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta London á ffábæru verði.
Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust.
Verðkr. 7.900
Flugsæti, önnur leiðin.
Skattar kr. 1.830 ekki innifaldir.
Verð kr. 14.200
Flugsæti fram og til baka.
Skattar kr. 3.790 ekki innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími
595 1000. www.heimsferdir.is
Austurríki kann að
leita réttar síns
Berlfn. Morgunblaðið.
WOLFGANG Schussel, kanzlari
Austurríkis, segir að Austum'ki
kunni að leita réttar síns fyrir
Evrópudómstólnum ef hin Evrópu-
sambandsríkin fjórtán brjóta á aðild-
arréttindum Austurríkis. Schussel
tjáði Vínarblaðinu Die Presse í gær
að austurrísk stjórnvöld myndu grípa
til allra þeirra lögfræðilegu ráðstaf-
ana sem þau geti í því skyni að verja
samningsbundin réttindi landsins.
Frá því í byrjun febrúar hafa ESB-
ríkin 14 beitt Austurríki pólitískum
einangrunaraðgerðum í mótmæla-
skyni við að hinn íhaldssami Þjóðar-
flokkur og hinn umdeildi Frelsis-
flokkur skyldu hafa myndað saman
ríkisstjóm.
Um hótun fjármálaráðherrans
Karl-Heinz Grasser, sem er í Frelsis-
flokknum, um að Austurríki kynni að
tefja greiðslu aðildargjalda sinna til
ESB og jafnvel hindra ESB-ákvarð-
anm, sagði Schussel að Austui-ríki
myndi örugglega ekki brjóta neina
samninga.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
„Market“-stofnunarinnar telja þrír
fjórðu Austurríkismanna aðgerðir
hinna ESB-ríkjanna óréttmætar.
Tryggðu þérfríiðtil
Costa
del Sol
frá hr. 42.455
í sumar meðan enn er laust
Costa del Sol er nú orðinn vinsælasti áfangastaður
Heimsferða, enda engin furða, þessi áfangastaður
hefur meira að bjóða í sólinni en nokkur annar
áfangastaður íslendinga. Frábærir gististaðir með
góðri aðstöðu, ströndin kosin hreinasta strönd
Evrópu síðustu 4 ár í röð, úrval veitingastaða í
hæsta gæðaflokki, frábært verðlag, veðurfarið
eins og best verður á kosið og spennandi kynnis-
ferðir til Afríku, Gíbraltar, Granada og Sevilla.
Heimsferðir bjóða 2 flug í viku á þennan ffábæra
áfangastað, alla mánudaga og fimmtudaga og þú
getur valið um þá ferðalengd sem þér hentar best
og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
Santa Clara
Beint flug alla
fimmtudaga og
mánudaga
Verð kr.
42.455
Vikuferð 18. maí, m.v. hjón með
2 böm, E1 Pinar.
Þjónusta Heimsferða
• Beint flug aila mánudaga og
fimmtudaga
• Kynnisferðir
• Ferðir til og frá flugvelli
• Viðtalstímar á hótelum
Verð kr.
53.590
Vikuferð 25. maí, m.v. 2 í stúdíó,
vika, E1 Pinar.
HEIMSFERÐIR
Verð kr.
59.990
2 vikur, m.v. 2 fullorðna í stúdíó,
E1 Pinar.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000
www.heimsferdir.is