Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LUZO.N; 'jr Suluhaf V' is . mindanao Davao //W*& ! •* ys { Samal-eyja \ Flugstysið á Filippseyjum Boeing 737 farþegavél fórst á Filippseyjum Búið að fínna annan af svörtu kössunum FARÞEGAÞOTA í eigu flugfélags- ins Air Philippines, af gerðinni Boeing 737-200, fórst í gær á smá- eyju skammt frá borginni Davao á Filippseyjum. Allir sem um borð voru, 131, fórust. Slysið er alvarleg- asta flugslys sem orðið hefur í sögu Filippseyja en orsök þess er enn ekki kunn. Þotan var að koma frá höfuðborg Filippseyja, Manila, og var í aðflugi að flugvellinum í Davao þegar slysið varð. Hugsanlegt er talið að veður- far kunni að hafa valdið einhverju um það að þotan hrapaði en lágskýj- að var á þessum slóðum þegar slysið átti sér stað. Sjónarvottur segist hafa séð þotuna hnita hringi í loftinu áður en hún féll til jarðar á kókos- trjáaakur. Þotan var fullsetin og voru flestir farþeganna á leið í páskaleyfi. Brak vélarinnar er dreift um stórt svæði og eru líkamsleifar farþeganna illa farnar, að sögn björgunarmanna. Þotan var ein tólf 737-véla í eigu Air Philippines og var 22 ára gömul. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu BBC átti hún að baki 68.475 flug- tíma í alls 79.522 ferðum. Ekkert bendir til tæknilegrar bilunar Fljótlega eftir að björgunarmenn komu á vettvang tókst að finna ann- an af svörtu kössum vélarinnar, þann sem hljóðritar samtöl í flug- stjórnarklefa. Um miðjan dag í gær 200 km Boeing 737-200 farþegaflugvél hrapaði fullhlaðin og varð alelda á eyjunni Samal í gær. Allir um borð fórust, 131 að tölu. :l| Aðeins stél Boeing 737-þotunnar sem fórst á Filippseyjum í gær er enn heilt. var eftir að finna hinn svarta kass- ann sem skráir stöðu flugstjórnar- tækja en talsmaður yfírvalda á Fil- ippseyjum sagðist þess fullviss að hann fyndist. Talsmaðurinn sagði einnig að ekkert í upptökum svarta kassans benti til þess að slysið hefði orðið vegna tæknilegrar bilunar af ein- hverju tagi. Hann tók sérstaklega fram að engin ástæða væri til að ætla að bilun í hliðarstýri hefði grandað þotunni. Vandamál tengd virkni hliðarstýris á Boeing 737 far- þegaþotum hafa víða komið upp síð- ustu ár og hafa m.a. verið til rann- sóknar hjá bandarískum flugmála- yfirvöldum. Reuters Allir um borð í þotunni fórust Mið-Asíuheimsdkn Albright lokið Lítill ár- angur af ferðinni Tashkent. AFP. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lauk í gær heimsókn sinni til þriggja Mið-Asíu- ríkja, Kasakst- ans, Kírgístans og Úsbekístans, en í viðræðum sínum við ráðamenn þar lagði hún áherslu á, að Bandaríkja- menn hefðu hug á að auka áhrif sín í þessum heims- hluta. Hvatti hún Madeleine þá einnig til að Albright. hafa í heiðri lýðræði og mannréttindi en margt bendir til, að í því efni hafi hún talað fyrir daufum eyrum. I ferðinni reyndi Albright að full- vissa ráðamenn í ríkjunum um, að með umbótum í efnahags- og stjóm- málum væri unnt að draga úr vax- andi hryðjuverkum og eiturlyfja- og vopnasmygli á svæðinu og veitti hún auk þessu hverju ríkjanna nokkurn styrk, um 220 millj. ísl. kr., til að herða landamæragæslu. Albright lagði áherslu á, að þótt Mið-Asíuríkin væru fjarri Bandaríkj- unum skiptu þau samt miklu máli fyrir bandaríska hagsmuni. Á síð- ustu öld var þetta svæði vettvangur „Glímunnar miklu“, sem svo var köll- uð, njósna- og undirróðursátaka milli breska heimsveldisins og Rússlands keisaranna. Að undanfómu hafa múslímskir bókstafstrúarmenn látið æ meir að sér kveða á þessum slóðum en Al- bright varaði ráðamenn við og sagði, að með því að kasta almennum mannréttindum fyrir róða í barátt- unni gegn hryðjuverkamönnum væm þeir aðeins að kynda undir frekari óöld. Var þeim ábendingum hennar tekið kurteislega en þó ekki meira en svo. Uppboð Breta á farsfmarásum Frönsk stjórnvöld endurskoða stefnu sína FRANSKA stjómin íhugar að taka mið af reynslu Breta sem bjóða nú upp réttinn til að nota rásir fyrir næstu kynslóð farsíma. Greiðslumar fyrir rásirnar í Bretlandi em nú orðnar rúmlega 20 milljarðar punda eða um 2.300 milljarðar króna. Talið er að samanlagt andvirði farsíma- rása svonefndrar þriðju kynslóðar slíkra síma geti í Evrópu orðið á bil- inu 25-40 milljarðar punda, að sögn Financial Times. Sjö fyrirtæki er enn inni í mynd- inni í breska uppboðinu sem hefur staðið í nær tvo mánuði. BT er enn í fararbroddi en á í harðri baráttu við Vodafone AirTouch, stærsta far- símafyrirtæki heims, um svonefnt B- leyfi og býður BT nú 5,3 milljarða punda eða rúma 600 milljarða króna. Reynslan af uppboðinu hefur sýnt að rásimar em mun meira virði en áður var talið og ætla nú margar rík- isstjómir í Evrópu að endurskoða stefnu sína í þessum efnum. Franska efnahagsmálaráðuneytið er sagt vera að kanna þá leið að láta fyrirtækin borga ákveðið gjald fyrir réttinn en jafnframt að árleg greiðsla verði hærri en áður var rætt um. Eldri hugmyndir gengu út á að árs- greiðslumar yrðu lágar og úthlutun rásanna færi eftir því hve fullkomna þjónustu fyrirtækin hygðust bjóða. Eitt frægasta sakamál í Frakk- landi tekið upp aftur Upplýsir DNA morðið á „Greg- ory litía“? Mulhousc. AFP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp aftur eitt dularfyllsta morð- mál í Frakklandi, morðið á „Greg- ory litla“ fyrir 16 ámm. Að þessu sinni er vonast til, að DNA-próf- anir geti varpað nýju ljósi á það. Saksóknari í borginni Dijon hefur fallist á ósk foreldra Greg- orys um að málið verði tekið upp aftur og DNA-prófanfr gerðar á munnvatnssýni á einu bréfi af mörgum, sem þeim vora send áð- ur og um það leyti er Gregory var myrtur. Búist er við, að áfrýjunar- réttur staðfesti þá ákvörðun sak- sóknarans. Gregory Villemin, sem var að- eins fjögurra ára gamall, fannst bundinn og látinn í á í Vogesafjöll- um í október 1984. í alllangan tíma áður höfðu foreldram hans, þeim Jean-Marie og Christine, borist hatursfull bréf og það síð- asta kom daginn eftir að lík drengsins fannst. Kvaðst bréfrit- arinn hafa myrt hann. „Nú hef ég hefnt mín,“ sagði í bréfinu. Nú hafa fundist leifar af munn- vatni á einu bréfanna, bréfi, sem sent var 27. apríl 1983, en sak- sóknarinn telur ástæðu til að ætla, að bréfritarinn sé með einhverjum hætti viðriðinn morðið og hugsan- lega morðinginn sjálfur. Myrti frænda sinn Þetta mál var mikill fjölmiðla- matur á sínum tíma enda kom í Ijós við rannsókn lögreglunnar, að inn- an Villemin-fjölskyldunnar, for- eldra Gregorys og annarra ætt- ingja, var mikið hatur og óvild. Beindist fyrst gmnurinn að Bern- ard Laroche, frænda Jean-Marie, en þegar ekkert sannaðist á hann og hann var látinn laus úr gæslu- varðhaldi gerði Jean-Marie sér lít- ið fyrir og myrti hann. Þá vaknaði granur um, að móðir Gregorys, Christine, væri sú seka og vora þær ásakanir ekki afskrifaðar fyrr en átta áram síðar. Hún býr nú í París ásamt manni sínum en þau hjón segjast ekki verða í rónni fyrr en málið upplýsist. Ef allt fer samkvæmt áætlun verður DNA-sýnið af bréfinu eða frímerkinu borið saman við DNA- sýni úr þeim, sem hugsanlega tengjast málinu. Reuters Réttað yfir her- mönnum í Aceh RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir 24 hermönnum og einum óbreytt- um borgara í Aceh-héraði á norðurhluta indónesísku eyjar- innar Súmötru. Mcnnirnir eru sakaðir um að hafa myrt 57 óvopnaða þorpsbúa í Beutogn Ateuh, vestarlega í Aceh, í fyrra. Herinn segir að hinir látnu hafi verið félagar í skæruliðasamtök- um og hafi fallið í orrustu. Litið er á réttarhöldin sem tilraun af hálfu stjórnar umbóta- sinna í Indónesíu, er setið hefur í sjö mánuði, til að friða íbúa héraðsins en þar hefur verið háð blóðug sjálfstæðisbarátta í aldarfjórðung. Á undanförnum áratug hafa um 5.000 manns fallið og herinn hefur verið sakaður um mikla grimmd og mannréttindabrot í átökunum. Margir Aceh-menn segja að spilltir stjórnarherrar í höfuðstað Indónesíu, Jakarta, hafi árum saman rænt afrakstrinum af auðugum oliu- og gaslindum héraðsins og ekki hirt um að draga úr fátækt á svæðinu. Gruna margir hershöfðingja um græsku, þeir ætli að gera lágt setta hermenn að syndahöfrum í réttarhöldunum. Á myndinni sjást Aceh-menn mótmæla lögregluofbeldi við dómshúsið í Banda Aceh í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.