Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur við lyklum að Hafnarhúsinu úr höndum Guðrúnar Jónsdóttur,
formanns byggingamefndar hússins.
Listasafn Reykjavflmr opnað í Hafnarhúsinu
Pakkhús breyt-
ist í listhús
Morgunblaðið/Kristinn
Dyr Hafnarhússins voru opnaðar upp á gátt í gær.
Nýtt húsnæði Listasafns Reykjavíkur
í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu var
formlega opnað í gær að viðstöddu
fjölmenni og þar voru jafnframt opn-
aðar tvær sýningar sem báðar hafa
verið valdar á dagskrá Reykjavíkur
menningarborgar Evrópu árið 2000.
UM LEIÐ og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri færði Eiríki Por-
lákssyni, forstöðumanni Listasafns
Reykjavíkur, veglega lyklakippu og
þar með lyklavöld í Hafnarhúsinu.
Kvaðst hún vona að húsið hefði svo
margar vistarverur að þar fengju allir
straumar og stefnur þrifist. Plássið
ætti að vera nóg, en safnið er á þrem-
ur hæðum og gólfflöturinn alls um
3.365 fermetrar, auk 306 fermetra
lagnakjallara og 349 fermetra hús-
næðis sem Islensk grafík hefur til
umráða á fyrstu hæð.
Hafnarhúsið var byggt í áföngum á
árunum 1933-1939 sem vörugeymslu-
og skrifstofuhús hafnarinnar en aðal-
hönnuðir þess voru þeir Sigurður
Guðmundsson arkitekt og Pórarinn
Kristjánsson hafnarstjóri. Arkitektar
breytinganna sem nú hafa litið dags-
ins Ijós eru þau Margrét Harðardótt-
ir og Steve Christer, Studio Granda.
Áætlaður kostnaður við hönnun, hús
og búnað var 665 milljónir króna mið-
að við verðlag í nóvember 1999.
Bryggja gegnum húsið
Hið nýja listasafn er á 1., 2. og 3.
hæð í miðhluta hússins þar sem áður
voru vörugeymslur. Gerður hefur
verið gangur, eða einskonar bryggja,
gegnum húsið, sem tengir saman sýn-
ingarsali í álmunum beggja vegna
portsins. A hliðum hins nýja gangs
eru stórar og miklar hurðir sem opn-
ast annars vegar inn í nýjan fjölnota-
sal og hins vegar út í portið.
Guðrún Jónsdóttir, formaður
byggingarnefndar Hafnarhússins og
menningarmálanefndar Reykjavík-
urborgar, sagði portið í miðju hússins
eiga sér fáar hliðstæður í íslenskri
byggingarsögu. Hún sagði Hafnar-
húsið ennfremur eitt af merkustu
dæmum sem varðveitt væri um ís-
lenskan iðnaðararkitektúr í anda
funksjónalisma kreppuáranna.
Listamaðurinn
verður bókhaldar-
anum yfirsterkari
Borgarstjóri sagði í opnun-
arávarpi sínu að í menningar-
legum efnum, sem og öðrum,
væri sjaldan ein báran stök
og það væri eins og langþráð-
ir landvinningar í menningar-
málum hefðu gjarnan í för
með sér fleiri slíka. „Fyrir 50
árum, þegar þjóðleg og
menningarleg vakning varð
meðal þjóðarinnar, eignuðust
íslendingar Ríkisútvarp,
Þjóðleikhús og Sinfóníu-
hjjómsveit, svo nokkuð sé
nefnt. Nú á sér líka stað viss vakning
meðal þjóðarinnar sem að þessu sinni
er fremur af alþjóðlegum toga en
tengist líka vitund um mikilvægi öfl-
ugrar menningar fyrir þjóðir og sam-
félög sem ætla sér stöðu og hlutverk í
þeirri alþjóðavæðingu sem nú gengur
yfir. Fátt skiptir meira máli fyrir
sjálfsmjmd og baráttuþrek fólks og
þjóða en þekking á fortíðinni, og þar
með sameiginleg vitund um sögu og
rætur þess fólks sem í landinu býr, og
svo öflugt menningarstarf sem býr að
fortíðinni, lætur að sér kveða í sam-
tíðinni og ætlar sér hlutverk í fram-
tíðinni. Fátt er líklegra til að efla
þrek, trú og bjartsýni manna þannig
að þeir setji markið hærra en þeir
hefðu ella gert. í þannig samfélagi
verður listamaðurinn bókhaldaranum
yfirsterkari og sköpunarkrafturinn
fær aukið svigrúm,“ sagði Ingibjörg
Sólrún.
Sögulegir tímar fyrir
menningarlífið í landinu
Rétt eins og það voru sögulegir
tímar fyrir 50 árum, kvaðst borgar-
stjóri halda að nú væru einnig sögu-
legir tímar fyrir menningarlífið í
Morgunblaðið/Kristinn
Verk Hreins Friðfinnssonar, Tjörn, frá
árinu 1991.
landinu. „Sjaldan, ef nokkum tíma,
hefur jafnmikil áhersla verið lögð á að
renna styrkari stoðum undir hvers
kyns menningarstarfsemi. Reykja-
víkurborg og ríki standa nú þegar
fyrir umfangsmiklum framkvæmdum
í menningarmálum - nægir að nefna
Listasafn Reykjavíkur sem við opn-
um hér í dag í Hafnarhúsi, aðalstöðv-
ar Borgarbókasafns við Tryggva-
götu, endurbyggingu Þjóðminjasafns
og Safnahúss við Hverfisgötu og við-
byggingu við Borgarleikhús sem nú
er unnið að. Öll þessi verkefni tengj-
ast því beint eða óbeint að Reykjavík
er menningarborg Evrópu á þessu ári
og mjög gott samstarf hefur tekist
milli borgar og ríkis um það verk-
efni,“ sagði borgarstjóri.
Eiríkur Þorláksson rifjaði upp
þann stóra áfanga í listalífi Reykja-
víkur þegar Kjarvalsstaðir voru opn-
aðir árið 1973 og þá miklu gerjun sem
síðan hefur átt sér stað í allri mynd-
list á Islandi. Um síðir hefðu Kjar-
valsstaðir verið orðnir of litlir til að
sýna með verðugum hætti listaverka-
eign borgarinnar. Nú væri að verða
bragarbót á, með tilkomu Hafnar-
hússins. Eiríkur sagðist vona að sýn-
ingar í Hafnarhúsinu ættu eftir að
auðga líf sem flestra og kvaðst stoltur
af að geta nú loks sagt: „Verið vel-
komin í Listasafn íslands í Hafnar-
húsinu.“
Hið ytra og innra
Áður en fyrstu tvær sýningamar í
hinu nýja húsnæði voru formlega
opnaðar léku félagar úr Caput-hópn-
um verk eftir Þorkel Sigurbjömsson
írá árinu 1998. Verkið nefnist Halar
og er skrifað fyrir Caput og segul-
band.
Sýningin „Myndir á sýningu“ er á
tveimur hæðum í þremur sölum. Efri
salimir era hvítmálaðir og fágaðir en
hinn neðri er öllu hrárri - og grárri. I
sýningarskrá er því þannig lýst að
verkin í neðri salnum skírskoti til
raunveraleikans - hins ytri heims, en
í efri sölunum tveimur til hugar-
heima, hins innra lífs, minninga,
drauma og ímyndana. Sýningin
stendur út menningarborgarárið
2000.
Hin sýningin ber yfirskriftina ,Á
eigin ábyrgð" og er innsetning
franska listamannsins Fabrice
Hyberts, en hann hlaut gullljónið á
Feneyjatvíæringnum árið 1997. Við-
fangsefni innsetningar Hyberts er
hvemig íslendingar tilbiðja tré og er
efniviðurinn tré og plöntur af ýmsum
stærðum og gerðum og myndbönd.
Sýningin stendur til 14. maí nk.
„ber“ til Litháen
DANSLEIKHUSI með Ekka hef-
ur verið boðið á alþjóðlegu nútíma-
danshátíðina New Baltic Dance
2000 í Vilnius, Litháen, nú um
páskana.
Það var dansleikhúsverkið „ber“
sem vakti áhuga forsvarsmanna
hátíðarinnar og mun það verða
sýnt á laugardaginn kemur í Viln-
ius.
Kolbrún Anna Bjömsdóttir leik-
ari segir boð þetta mikinn heiður
fyrir Dansleikhúsið en um stóra
hátíð er að ræða. Koma gestir víða
að úr Evrópu, meðal annars frá
Norðurlöndunum, Rússlandi,
Frakklandi og Belgíu, auk Eystra-
saltslandanna. Islenska dans-
flokknum hefur í tvígang verið
boðið á hátíðina.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Dansleikhús með Ekka sýnir á er-
lendri grand og segir Kolbrún mik-
inn hug í fólki. Gaman verði að
sýna fyrir nýja áhorfendur, auk
þess sem ómetanlegt sé að fá tæki-
færi til að kynna sér hvað dans/
leikhópar frá öðrum löndum séu að
fást við.
Hún segir ómögulegt að meta á
þessari stundu hvaða þýðingu
þetta komi til með að hafa fyrir
Dansleikhúsið - hvort einhverjar
dyr komi til með að opnast í
kjölfarið. „Það verður bara að
koma í ijós. Við rennum alveg blint
í sjóinn."
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Dansleikhúsinu því það
mun sýna á menningardegi íslend-
inga á EXPO 2000 heimssýning-
unni í Hannover, Þýskalandi, í
ágúst, í boði menntamálaráðuneyt-
isins. Segir Kolbrún þá ferð jafn-
framt leggjast vel í hópinn. Þá
framsýnir Dansleikhúsið nýtt
verk, Tilvist, á leiklistarhátíðinni Á
mörkunum í haust.
Dans, leiklist og tónlist hafa
jafnt vægi í sýningum Dansleik-
húss með Ekka og er „ber“ fimmta
sýning Dansleikhússins en verkið
var framsýnt í Tjarnarbíói í októ-
ber sl.
Ellefu manna hópur mun fara til
Litháen, en það era: Aino Freyja
Járvelá (leikari), Ema Ómarsdótt-
ir (dansari), Friðrik Friðriksson
(leikari), Guðmundur Elías Knud-
sen (dansari), Hrefna Hallgríms-
dóttir (leikari), Karen María Jóns-
dóttir (dansari), Kolbrún Anna
Björnsdóttir (leikari), Richard
Kolnby (leikari), Frank P. (tónlist-
armaður), Sigurður Kaiser (ljósa-
hönnuður) og Guðrún Ösp Péturs-
dóttir (framkvæmdastjóri).
Listrænn stjórnandi sýningarinn-
ar er Árni Pétur Guðjónsson.