Morgunblaðið - 20.04.2000, Page 39
LISTIR
M ORGl i k BLADÍl)
FIMMTUDAGUR 2Ó. APRÍL 2000 39
LEITIN AÐ
VÍNLANDI
Sýning um landnám og Vínlandsferðir verður opnuð í Þjóðmenn-
- -----------------------7-------
ingarhúsinu í dag. Gísli Sigurðsson, fræðimaður á Arnastofnun og
höfundur sýningarinnar ásamt Sigurjóni Jóhannssyni leikmynda-
hönnuði, segir frá sýningunni. Greinin er fengin úr sýningarskrá.
Morgunblaðið/Kristinn
Á sýningunni eru engir fommunir heldur hefur Sigurjón Jóhannsson
leikmyndateiknari hannað allar sviðsmyndir.
VIÐ árþúsundamót er haldið
upp á landnám og sigling-
ar á Norður-Atlantshafi
fyrir þúsund árum. Þar
eru í miðdepli íslenskar sögur og
minningar um Eirík rauða, Þjóðhildi
og son þeirra, Leif heppna, sem varð
fyrstur Evrópumanna til að kanna
það meginland sem liggur vestan við
Grænland. Þar gaf hann nöfnin
Helluland, Markland og Vínland á
þeim slóðum sem nú er austurströnd
Kanada og jafnvel norðausturhéröð
Bandaríkjanna. Inn í þessi hátíðar-
höld blandast þjóðemismetnaður
okkar og annarra Norðurlandabúa og
samúð með innfæddum íbúum Norð-
ur Ameríku sem eiga ekki mjög góðar
minningar um fyrstu ferðir Evrópu-
manna yfir úthafið. Þrátt fyrir ýmsa
fyrirvara sem sumir hafa vegna slíkra
sjónarmiða er full ástæða til að minn-
ast þeirra merkisviðburða sem urðu
þegar þessir tveir meginstofnar
mannkynsins náðu fyrst saman og
hittust á austurströnd Norður-Amer-
íku fyrir þúsund árum - eftir að sigl-
ingatækni víkingaaldar hafði gert
fólki frá íslandi og Grænlandi kleift
að sigla alla leið yfir hafið.
Uppruni Eiríks rauða og
íslenskt landnám á Grænlandi
Tvennum sögum fer af uppruna
Eiríks rauða á íslenskum bókum. I
elstu heimildinni, íslendingabók Ara
fróða, er hann sagður „breiðfirskur"
og er það háttur Ara að lýsa fólki sem
er upprunnið á íslandi með þeim
hætti.
Fólk frá Noregi auðkennir hann
öðruvísi. í yngri heimildum, Land-
námu og sögunum af Eiríki, er hann
sagður frá Jaðri í Noregi og talinn
hafa komið út hingað með föður sín-
um. Þeir feðgar hafa þá fyrst búið á
Dröngum á Homströndum en Eirík-
ur flust suður í Dali þegar hann tók
saman við Þjóðhildi dóttur Jörundar,
sonar Bjargar sem var systir Helga
magra og dóttir Eyvindar, eigin-
manns Rafortu Kjarvalsdóttur Ira-
konungs. í móðurætt var Leifur, son-
ur Eiríks og Þjóðhildar, því kominn
frá Bretlandseyjum eins og svo
margt annað fólk í Dölum.
Ekkert kemur fram í ritheimildum
um hvar og hvenær Leifur heppni
Eiríksson fæddist en miðað við það að
fjölskylda hans flyst til Grænlands
985 eða 986, eftir þriggja ára könnun-
arferð Eiríks rauða um Grænland,
hefur verið áætlað að Leifur hafi
fæðst á íslandi til þess að vera orðinn
nógu gamall til að geta stýrt skipi til
Suðureyja (þar sem hann eignast son-
inn Þorgils með Þórgunnu) og Nor-
egs og aftur heim á árunum 999-1000.
Og þá er ekki ósennilegt að hann hafi
fæðst þar sem foreldrar hans bjuggu
fyrst, það er á Eiríksstöðum í Hauka-
dal.
Á Eiríksstöðum hefur Guðmundur
Ólafsson fornleifafræðingur nú grafið
upp 50 fermetra skála sem var búið í
skamma hríð á síðari hluta 10. aldar.
Tvö byggingarstig hafa verið greind
en skálinn var yfirgefinn skömmu eft-
ir að hann var byggður upp. Skálinn
er við austurmörk jarðarinnar Vatns-
homs, þannig að honum hefur verið
þrengt niður á milli bæja, og þær
upplýsingar sem fomleifafræðin get-
ur lagt til um sögu og staðsetningu
skálans koma heim og saman við sög-
umar um Eirík rauða.
Elstu fomminjar á Grænlandi um
búsetu fólks af norrænum upprana
era á þeim stað sem talinn er vera
Brattahh'ð, bær Eiríks rauða og Þjóð-
hildar í Eystribyggð. Þar era rústir
lítillar kirkju og benda kolefnisrann-
sóknir á beinagrindum úr kirkjugarð-
inum til loka 10. aldar. Kolefnisgrein-
ingar af elstu minjum frá
Vestribyggð, nú síðast frá „Bænum
undir sandinum", sýna að þar hefur
fólk sest að strax á fyrstu áratugum
11. aldar.
Fornsögur og leit
nútímamanna að Vínlandi
Grænlendinga saga og Eiríks saga
rauða geyma elstu rituðu lýsingar á
meginlandi Norður-Ameríku. Eldri
heimildir sýna líka að fólk þekkti til
Vínlandsferða, bæði á íslandi og á
meginlandi Evrópu, áður en sögumar
tvær vora ritaðar í upphafi 13. aldar.
Miklar rannsóknir og fræðiskrif hafa
vaxið af þessum sögum og fjölmargar
kenningar hafa komið fram um Vínl-
andsferðimar með sögumar einar að
heimild.
Elstu rituðu tilvísun til Vínlands er
að finna í verki Adams frá Brimum á
Saxlandi. Hann skrifaði sögu Ham-
borgarbiskupa um 1075 og segir frá
því sem hann frétti 1068-1069 hjá
Sveini Ulfssyni Danakonungi um
Vínland, eyju í vestri þar sem yxi
bæði vín og sjálfsáið hveiti. Ef ekki
væra til áreiðanlegri sögur frá íslandi
um þetta sama Vínland mætti ætla að
lýsing Adams væri af sama meiði og
fjöldi sagna um ævintýraeyjar í Atl-
antshafi, sem sagðar vora á Irlandi og
víðar.
Mun styttri tilvísun til Vínlands er
hjá Ara fróða í íslendingabók sem
hann ritaði á áranum 1122-1133. Þar
segir Ari frá því að Eiríkur rauði hafi
fundið „manna vistir" á Grænlandi
eftir sams konar fólk og byggði Vín-
land - sem Grænlendingar kölluðu
skrælingja. Svo virðist sem Ari geri
ráð fyrir að Vínland sé alkunnugt
enda var annar þeirra biskupa sem
Ari sýndi bók sína fyrst, Þorlákur
Runólfsson Skálholtsbiskup (1085-
1133), bamabarn Snorra Þorfinns-
sonar, fyrsta hvíta mannsins sem
fæddist í Norður Ameríku, og ætti
Þorlákur því að hafa vitað frá afa sín-
um það sem vitað var um Vínlands-
ferðir. Ari vinnur að Islendingabók
skömmu eftir 1121 þegar annálar
geta þess að Eiríkur upsi Gnúpsson,
biskup á Grænlandi, hafi farið að leita
Vínlands. Enda þótt ekkert hafi síðan
til hans spurst bendir sú landaleit til
þess að Vínland hafi verið ofarlega í
hugum manna á dögum Ara.
L’Anse aux Meadows: Norrænar
niinjar á Nýfúndnalandi
Þegar Anne og Helge Ingstad
fundu fornleifar á L’Anse aux Mead-
ows á norðurtanga Nýfundnalands
upp úr 1960 varð fijótlega Ijóst að
minjamar vora eftfr víldngaaldarfólk
frá Grænlandi og íslandi. Þar með
var í fyrsta sinn staðfest hvar þetta
fólk hefði öragglega verið í Norður-
Ameríku. Þegar Helge Ingstad
tengdi þennan stað síðan með nokkuð
vafasömum rökum við Vínland Leifs
eins og því er lýst í sögunum, trúði
hann á niðurstöður Jóns Jóhannes-
sonar um að Eiríks saga væri eins
konar umritun á Grænlendinga sögu
- sem er ekki lengur talið líklegt - og
gat með því að hafna sumu og velja
fyrst og fremst upplýsingar úr Græn-
lendinga sögu, sem sendir alla leið-
angrana eftir for Leifs til hinna svo-
kölluðu Leifsbúða, fellt allar lýsingar
sögunnar að L’Anse aux Meadows
eða Leifsbúðum. Þar með taldi Ing-
stad sig hafa fundið hið eina sanna
Vínland.
Af þeim fomleifarannsóknum sem
hafa farið fram í L’Anse aux Mead-
ows síðar er þó ljóst að þeir skálar
sem þar vora hafa verið notaðar sem
auðfinnanlegur viðkomustaður á
siglingaleiðinni frá Grænlandi til suð-
lægari landa. Þar hafa menn haft
vetursetu, tekið upp skip sín til við-
gerða, fyrir og eftir stranga sjóferð til
og frá Grænlandi, og safnað saman
þeim vamingi sem flytja átti heim til
Grænlands og Islands. Norðurtangi
Nýfundnalands er ekki þess konar
staður sem er líklegur til að skapa
minningar á borð við þær sem varð-
veittar era í sögunum um Vínland
Leifs.
Frásagnir Grænlendinga sögu af
ferðum Þorvalds og Freydísar gætu
þó fallið að L’Anse aux Meadows eins
og rakið verður hér á eftir.
Lýsingar á gróðri og dýralífi
Lýsingar á landgæðum, gróðri og
dýralífi hafa nýst vel við Vínlandsleit-
ina. Með því að gera ráð fyrir því að
vínviður sagnanna eigi við raunveru-
legar villtar vínþrúgur (Vitis riparia)
en ekki hvaða ber sem er þá er ljóst
að norðurmörk villtra vínberja liggja
um sunnanverðan SLLawrenceflóa -
en Nýfundnaland lokar mynni flóans
og gerir hann að hálfgerðu innhafi. Á
þeim slóðum vora villtar vínþrúgur
áberandi í gróðurfari þegar Evrópu-
búar komu á þessar slóðir á 16. öld og
franski landkönnuðurinn Jacques
Cartier (1491-1557) nefndi íle de
Bacchus (Bakkusareyju) nálægt
Quebec-borg, við mynni St. Lawrence
árinnar, og landnemar gáfu nafnið
Baie de vin (Vínflói) þar sem kallað er
Miramichi Bay í New Branswick.
Verður vart komist nær nafngift
Leifs á Vínlandi.
Sjálfsáið hveiti, sem getið er um í
sögunum, gæti átt við villtan rúg (El-
ymus virginicus) sem vex á þessum
sömu slóðum og minnir á hveiti.
Norðurmörk þessara tegunda era
svipuð og norðurmörk smjörhnetunn-
ar (Juglans cinerea) en þrjár slíkar
fundust í L’Anse aux Meadows ásamt
viðamýra (það er mösurviði eins og
það heitir í sögunum) af smjörhnotu-
tré sem hafði verið skorið í með jám-
áhaldi. Það er því víst að þessar hnet-
ur hafa verið fluttar til L’Anse aux
Meadows af því norræna fólki sem
þar var, frá þeim slóðum þar sem
villtur vínviður óx í miklum mæli.
Á Vínlandi fundu menn Leifs einn-
ig stærri lax en þeir höfðu áður séð.
Kanadíski fomleifafræðingurinn
Catherine Carlson hefur sýnt fram á
að á 11. öld hafi lax ekki gengið upp í
ár í Mainefylki í Bandaríkjunum né
þar suður af vegna þess hlýja lofts-
lags sem þá var ríkjandi. Amar við
sunnanverðan St. Lawrenceflóa vora
hins vegar fullar af laxi, þá eins og nú.
Og það sem meira er: Nú er það svo
að laxinn gengur í ámar á þessum
slóðum eftir tvö ár í sjó en eftir eitt ár
í ámar á Nýfundnalandi. Því er laxinn
sannanlega stærri við sunnanverðan
flóann en norðar. Að öllu samanlögðu
þrengja þessar upplýsingar Vínland
Leifs niður á svæðið á milli Maine í
Bandaríkjunum og norður að sunnan-
verðum St. Lawrenceflóa. Karlsefni
siglir langt suður frá Vínlandi Leifs
og ekki er getið um að hann hafi veitt
lax í Hópi - þótt allt hafi þar verið
fullt af öðram fiski og má þá hugsa
sér að hann hafi verið kominn suður-
fyrir syðri mörk laxins.
Vínland í sunnanverðum St.
Lawrence-flóa: Játvarðseyja
og Miramichi-flói
Lýsingamar í Vínlandssögunum
era mjög almennar en þær falla engu
að síður ágætlega að raunveraleikan-
um. Bjami gæti hafa séð Nýfundna-
land, Labrador og Baffinseyju, og
það sem segir um ferð Leifs vísar til
þess að hægt sé að leita að Vínlandi
hans inni í St. Lawrence-flóa. Leifs-
búðir Þorvalds (og síðar Freydísar í
GS) má hæglega staðsetja í L’Anse
aux Meadows á norðurtanga
Nýfundnalands og leið Karlsefnis og
Guðríðar (í ES) fellur ágætlega að
ferð suður með austurströnd Nova
Scotia, hugsanlega allt að Fundyflóa
og jafnvel enn lengra. Fundyflói væri
réttnefndur Straumijörður því að þar
er munur flóðs og fjöra meiri en
nokkurs staðar annars staðar á jörð-
inni (að meðaltali 15-16 metrar) og
straumar því veralegir. I fjarðar-
mynninu er eyja og helst þar íslaust.
Með slíkri túlkun má draga fram
hvemig hver leiðangur bætir nokkra
við hina fyrri. Landgæði á Vínlandi og
sú eyja og sundið milli lands og eyjai-
sem Leifur siglir um getur ekki með
nokkra móti fallið að staðháttum í
L’Anse aux Meadows. Það þýðir að
þær Leifsbúðir sem talað er um í síð-
ari leiðöngram geta ekki bæði átt við
lýsinguna á Vínlandi Leifs í Græn-
lendinga sögu og L’Anse aux Mead-
ows.
Sé rýnt í lýsingu Grænlendinga
sögu á ferð Leifs er óhætt að segja að
þar megi lesa nokkuð haldgóðar
leiðbeiningar um það hvemig eigi að
sigla víkingaaldarskipi frá Ný-
fundnalandi þvert yfir St. Lawrence-
flóa, eða Cabot sund, til Játvarðseyju
og inn í Northumberland-sund milli
lands og eyjar. Hægt er að taka land
á norðaustanverðri eyjunni, eins og
Leifur gerði, en eftir að komið er inn í
sundið er ekki Ijóst af sögunni hvort
sá sem hana ritar hugsar sér að farið
hafi verið í land á eyjunni sjálfri eða á
meginlandinu. Beggja vegna er
grunnsævi, mikið útfiri og sjávarlón
og sagan heldur því opnu að siglt sé
alla leið að Miramichi-flóa í New
Branswick sem opnast á bakborða
skömmu eftir að komið er vestur úr
sundinu milli Játvarðseyjar og lands.
Við Miramichi-flóa eru öll landgæði
Vínlands sem sagan lýsir, vínviður og
stórlaxar í einni þekktustu laxveiðiá
við flóann, enda þótt veturinn sé að
jafnaði nokkra harðari en sagan segir
- sem væri þá eina mishermið í
þessari tiltölulega nákvæmu frásögn.
Strauinfjörður og Hóp eru aust-
ur og suður af Vínlandi Leifs
Sé fallist á þá túlkun að Vínland
Leifs í Grænlendinga sögu sé við
sunnanverðan St. Lawrence-flóa er
hægt að skýra allar áttatáknanir sem
gefnar era í Eiríks sögu um ferðir
Karlsefnis og Guðríðar í samræmi við
þær hugmyndir sem þar ríkja um
Vínland Leifs. Sagt er að Karlsefni
hafi siglt norður frá Straumfirði að
leita Þórhalls veiðimanns sem taldi
sig mundu finna Vínland með því að
sigla fyrir Kjalarnes. Karlsefni siglir
síðan norður fyrir Kjalames og tekur
stefnu í vestur með landið á bakborða
- og er þá talið í sögunni að hann
stefni á Vínland Leifs. Þessar átta-
táknanir hafa merkingu ef Straum-
fjörður er sunnarlega í Nova Scotia
og Kjalames á nyrsta hluta Nova
Scotia. Þær ganga líka upp í ljósi þess
að Karlsefni siglir langt í suður að
Hópi, þar sem ekki er getið um neinn
lax - en á miðöldum gekk lax ekki í ár
þegar komið var suður í Maine í
Bandaríkjunum.
Hversu langt suður frá Straumfirði
Karlsefni hefur siglt er ómögulegt að
segja til um en stungið hefur verið
upp á ýmsum ám og sjávarlónum á
strönd Nýja-Englands, jafnvel þar
sem nú er New York eins og Páll
Bergþórsson hefur fært rök fyrir. Til
þess að komast svo langt suður hafa
þessir sægarpar þó þui-ft að beita allt
annarri siglingatækni en þeir vora
vanir, að sögn kunnugra skútumanna
á þessum slóðum. En þá er á það að
líta að þessi ferð var ekki farin nema
einu sinni og hún var mjög hættuleg
því aðeins eitt skip af þremur sneri
aftur heim til Grænlands.
Margir lifðu það að komast aftur
heim og segja frá ævintýrum sínum í
hinum áður óþekktu löndum vestan
Grænlands. Á íslandi var sögum
þeirra safnað á bækur nokkram
kynslóðum síðar og þær bækur era
nú helsta heimild okkar um fyrstu
ferðir Evrópumanna til meginlands
Norður-Ameríku. Þegar hafa fundist
minjar um dvöl þeirra þar vestra í
L’Anse aux Meadows á norðurodda
Nýfundnalands. Þær minjar stað-
festa að það fólk sem þar var kom frá
íslandi og Grænlandi og fór sannan-
lega lengra suður, á þær slóðir þar
sem smjörhnetur og vínviður vaxa.
Og hvert hefur það fólk farið sem var
í L’Anse aux Meadows um árið 1000
með reiðubúið skip í vör og heilt sum-
ar framundan til að kanna óþekkt
lönd og safna landsins gæðum með
það í huga að færa varninginn aftur
heim til Grænlands og íslands - eða
selja í Noregi? Greiðast var að halda
áfram suður og inn á St. Lawrence-
flóann. Þai- mátti safna ávöxtum og
jarðargróðri sem skorti á Grænlandi
og sumum gæti hafa dottið í hug að
verða eftir og eyða ævi sinni í þessu
gjöfula landi. En þeim sem þannig
hugsuðu hefur fljótt orðið Ijóst að hin
eftirsóttu lönd vora þegar þéttbyggð
innfæddum sem létu þau ekki eftir.
Það var því ekki um annað að ræða en
stíga aftur á skipsfjöl og halda heim á
leið og nota það sem eftir lifði ævinn-
ar til að segja frá því þegar menn
sigldu um höfin sjö til þess að kanna
áður óþekkt lönd þar sem alsælan,
ævintýrin og hættumar leyndust við
hvert fótmál... alveg eins og hermt er
í Vínlandssögunum.