Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 47
LISTIR
Ávarp á degi bókarinnar
á fslandi 23. aprfl 2000
Bækur,
gler o g blóð
FÓLK hefur skemmt sér við það
víða upp á síðkastið að kjósa mann
eða konu þúsaldarinnar sem nú er
að ljúka. Kanadamenn voru ekki í
vafa. Þeir kusu Johannes Guten-
berg sem fann upp prentlistina og
gerði með því bækur að almenn-
ingseign. Smám saman varð það
frumkrafa til hvers manns að hann
væri læs á bók.
Mörgum kann að þykja það
skrýtið að Kanadamenn skuli hafa
staldrað við uppfinningu prentlist-
arinnar frekar en til dæmis upp-
götvun þyngdarkraftsins eða þró-
unar h'fsins, eða þá tækniundur
eins og kjarnorkuver, geimför eða
tölvur. Þeim þykir það trúlega
skrýtið vegna þess hvað bækur
eru afspyrnu hversdagslegir hlut-
ir, og hafa verið öldum saman.
Bækur eru svo sjálfsagðar að við
þurfum ekki að taka eftir þeim í
kringum okkur, hvað þá að við
hugleiðum þær sem eitt af undrum
veraldar. Við tökum yfirleitt ekki
heldur eftir gleri í gluggum eða
blóðinu í æðum okkar, og eru þó
bæði gler og blóð undursamlegir
hlutir hvort á sína vísu. Við skoð-
um bækur í bernsku löngu áður en
við getum lesið þær, og nauðum
svo í öðrum um að lesa þær íyrir
okkur, og síðan fylgja þær okkur
alla ævina, í skóla, við störf og í
tómstundum. Þá er ekki von að við
hugsum út í það að án bóka hefðu
til dæmis engin siðaskipti orðið í
Evrópu, og án bóka hefðu engin
nútímavísindi og tækni orðið til.
A okkar dögum standa margir á
öndinni yfir nýjum aðferðum við
að dreifa efni bóka: þegar útvarp
og sjónvarp voru orðin nógu
hversdagsleg fengu menn tölvuna
með veraldarvefnum til að dást að.
Menn standa meðal annars á önd-
inni yfir öllum þeim fróðleik sem
hægt er að nálgast á vefnum með
litlum tilkostnaði og lítilli fyrir-
höfn. En enginn lofsyngur bóka-
söfn sem geyma þó margfalt meiri
aðgengilegan fróðleik.
Það er ekki til handhægari hlut-
ur en bók. Það má lesa hana í
fjallaferð eða í strætisvagni, og
hafa hana með sér í stólinn hjá
tannlækni. Ef maður á hana sjálf-
ur má skrifa aðfinnslur og aðrar
athugasemdir i spássíuna, og oft á
hún það til að svara manni þegar
lengra er lesið. „Bók er bezt vina“
segir gamalt máltæki. Ég held að
bækur séu einar um það meðal
allra dauðra hluta að bók má eiga
að vini. Það má til að mynda leita
til bókar í raunum sínum. Bók er
ekki bara gler sem leyfir okkur að
sjá um víða veröld.
Bók er líka blóð af blóði bæði
höfundar og lesenda.
Bókbindari sem ég þekki sagði
mér af orðaskiptum tveggja rosk-
inna manna sem báðir voru grónir
viðskiptavinir hans. Þeir söfnuðu
bókum, og létu stundum binda fyr-
ir sig, og nú hittust þeir á bók-
bandsstofunni. Annar þeirra var
einhleypur og barnlaus. Hinn
spurði hvað hann hefði hugsað sér
að yrði um bækumar hans þegar
að því kæmi að hann félli frá. „Æ
ég veit það ekki,“ var svarið. „En
ég vona að þær lendi hjá einhverj-
um bókamanni.“
Þorsteinn Gylfason
Morgunblaðið/Jim Smart
Elsa Guðjonsson sýnir smá-
myndir í Kaffistofu Gerðar-
safns.
A
Utsaumaðar
smámynd-
ir í Gerð-
arsafni
MYNDIR af Maríu sögu er sýning
fimmtán útsaumaðra smámynda eft-
ir Elsu E. Guðjonsson í Kaffistofu
Gerðarsafns í Kópavogi.
I myndröðinni eru smámyndir úr
sögu Maríu meyjar unnar sem reita-
munstur með líkum hætti og myndir
Elsu af Leifi heppna, Þorgeiri Ljós-
vetningagoða, Guðríði Þorbjamar-
dóttur og Snorra syni hennar, og
Gissuri Isleifssyni, sem prentaðar
vom á gjafakort sumarið 1999.
Isaumsbandið er íslenskt kambgam
og saumgerðin gamli krosssaumur-
inn sem tíðkaðist hér á landi undir
lok miðalda og fram á 19. öld.
Elsa starfaði sem sérfræðingur og
síðar deildarstjóri textíl- og búninga-
deildar í Þjóðminjasafni íslands í
rúm þrjátíu ár, þar til hún fór á eftir-
laun 1994.
Gerðarsafn er opið alla daga, nema
mánudaga, til kl. 11-17. Á skírdag og
annan í páskum er opið til kl. 17.
Passíusálm-
arnir lesnir
í Berlín
PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Pét-
urssonar verða lesnir upp í Hoch-
meisterkirkjunni í Halensee í Berlín
föstudaginn langa. Þýsk þýðing á
sálmunum verður lesin.
I tilkynningu frá kirkjunni segir
að sálmarnir séu í augum safnaðar
hennar „óvanalegur vitnisburður um
barroskan guðsótta og ljóðræna
tjáningu sem einnig megi finna í
hinni þýsku þýðingu."
M-2000
Fimmtudagur 20. apríl. Þjóðleikhús- og fyrirlestraaðstaða auk veitinga-
Parsifal í
Norræna
húsinu
RICHARD Wagner-félagið á
Islandi sýnir Parsifal á mynd-
bandi í Norræna húsinu á ann-
an páskadag kl. 14 en sú hefð
hefur skapast að sýna Parsifal
á páskum. Um er að ræða 90
mínútna bíómynd Tonys Palm-
ers, sem ber heitið „Parsifal -
The Search for the Grail“. í
myndinni leiðir sögumaður
(Placido Domingo) áhorfendur
í gegnum söguna um Parsifal
með brotum úr óperunni sem
tekin eru upp í Ravello á ítal-
íu. I aðalhlutverkum eru m.a.
Domingo og Salminen.
Á aðalfundi félagsins nýver-
ið var formaður þess frá upp-
hafi, Selma Guðmundsdóttir,
endurkjörin til tveggja ára.
Félagsmenn eru um 150 tals-
ins.
Aðgangur að sýningu Pars-
ifal um páskana er ókeypis og
öllum heimill.
ið. Draumur á Jónsmessunótt eftir
W. Shakespeare.
Hálf öld er liðin frá vígslu Þjóð-
leikhússins í dag, 20. apríl.
Tímamótanna verður minnst á
margvíslegan hátt allt árið, en
á sjálfan afmælisdaginn
verður frumsýndur hinn ljóð-
ræni og erótíski gamanleikur
Draumur á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare. Leikstjóri er Baltas-
ar Kormákur. www.leikhusid.is.
Þjóðmenningarhúsið opnað. Þjóð-
menningarhúsið verður opnað í dag,
sumardaginn fyrsta. Allt árið munu
lengri og skemmri sýningar prýða
sali hússins, en einnig er þar funda-
&
“ nnmirl
stofu. Allar fastasýningar hússins
verða opnaðar 20. apríl. Þjóðmenn-
ingarhúsið stendur við Hverfisgötu
þar sem áður var Landsbóka-
og Þjóðskjalasafn. www.kult-
Landafundir og ragna-
rök. I tilefni af opnun Þjóð-
menningarhússins verður
opnuð stór sýning á um 400 fer-
metra svæði sem ber yfirskriftina
Landafundir og ragnarök. Mun hún
standa í um 3 ár. www.kultur.is.-
www.reykjavik2000.is.
Miðasala Menningarborgar er í
Upplýsingamiðstöð ferðamála,
Bankastræti 2.
Myndlistar-
sýning hjá
KFUM og K
FJÖLLISTAMAÐURINN Ketill
Larsen opnar myndlistarsýningu í
aðalstöðvum KFUM og KFUK við
Holtaveg á páskadagsmorgun kl. 9.
Verkin hefur Ketill gefið KFUM og
KFUK og verða þau til sölu til fjár-
öflunar fyrir æskulýðsstarf félags-
skaparins.
Sýningin mun standa út maí.
Fimmaurastikk
og fallin spýtan
PÉTUR Pétursson þulur rifjar upp
bernsku- og æskuminningar sínar á
gamansaman hátt í dag, skírdag, kl.
16, á 6. hæð Grófarhússins, Tryggva-
götu 15.
Minningarnar eru frá 3. og 4. ára-
tug 20. aldar og er dagskráin liður í
sýningu Borgarskjalasafns Reykja-
víkur Mundu mig, ég man þig. Pétur
mun m.a. lýsa leikjum bama, segja
frá leikfélögum og skólafélögum og
frá eftirminnilegu fólki á þessum
tíma. Sýningin verður opin á skírdag
kl. 13-18 og er aðgangur ókeypis
bæði að sýningunni og erindi Péturs.
Ingunn Jensdóttir með eina af
myndum sínum.
Ingunn
Jensdóttir
sýnir í Eden
NU stendur yfir sýning Ingunnar
Jensdóttur á silki- og vatnslita-
myndum í Eden í Hveragerði.
Ingunn hefur haldið sýningar ár-
lega sl. 16 ár, m.a. niu sinnum í
Eden. Hún starfar einnig sem leik-
stjóri.
Sýningin stendur til 30. apríl.
BCRGARPLAST
Rotþró
1500 ltr. rotþró
frá Borgarplasti
35.995 kr
ÍLOOCL
Tilboðið
gildir til
15. maí
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Súreínisviirur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
l\l V LITAPREIMTVEL
HÁGÆÐA FILMUÚTKEYRSLA
HÖNNUN OG UMBROT
FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA
I ' * i ■ ’ ■ ' í J >'• .v x ** > ’ •'
FILMUGERÐ:
• mjög hraövirk útkeyrsla
• stœröir allt aö 550 mm x 609 mm
• Rastaþéttni allt aö BOOIpi
• upplausn allt aö 3000 dpi
• útskot I A2 6tæröum
• útskotnar filmur geta komiö tilbúnar
punchaöar
• 6työur PostScript Level 1 og 2,
PostScript 3, PDF 1.2, TIFF 6.O. EPS
og JPEG ,
• múguleiki á útkeyrslu I slembirasta
PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA
OFFSETPRENT
EHF.
AUÐBREKKU 8 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 5B4 B020 - 564 6021 • FAX 5B4 6022