Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 49

Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 49 JOHANNA PETRA BJÖRGVINSDÓTTIR + Jóhanna Petra fæddist á Hlíðar- enda í Breiðdal 20. janúar 1911. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli 12. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar Petru voru bænda- hjónin Björgvin Jón- asson og Sigurbjörg Erlendsdóttir sem bjuggu á Hlíðarenda í Breiðdal. Petra var næstelst tíu systkina en af þeim eru þrjú enn lifandi. Petra giftist Páli Lárussyni og varð húsfreyja á móðurleifð hans Gilsá í Breiðdal. Þau eignuðust þrjá syni: Stefán Lárus, f. 1940, kvæntur Elsu Sig- í þessum fátæklegu kveðjuorðum til Petru frænku mun ég einkum minnast tímans sem Petra bjó í sambýli og samkrulli við fjölskyldu mína á Hlíðarenda. Fátt er mér minnisstæðara úr bernsku minni en atburðirnir í kringum flutning Petru. Það mun hafa verið í kring- um fardaga 1948 sem foreldrar mín- ir og amma ræddu það við okkur systkinin að við þyrftum að laga til í gamla bænum, sem svo var kallað- ur, því nú myndi Petra flytja til okk- ar með syni sína fjóra og búa hjá okkur, því hún og maður hennar væru að skilja. Þetta var fyrsta reynsla mín af hugtakinu skilnaður. Petra kom og með henni synir hennar, Björgvin Hlíðar sem var elstur, Stefán Lárus, Sigurður Pálmi og Sigþór. Fjölskyldan kom sér fyrir í gamla bænum en þar bjuggu þá einnig amma mín Sigur- björg, og föðurbræður mínir, Gunn- urðardóttur; Sigurð Pálma, f. 1943, kvæntur Hanni Hei- ler; Sigþór, f. 1945, kvæntur Þóreyju Þórarinsdóttur. Þessir þrír synir Petru lærðu til stýri- manns. Fyrir hjóna- band átti Petra Björgvin Hlíðar Guðmundsson, f. 1933, d. 1962. Kona hans var Valdís Heiða Þorleifsdóttir. Útför Petru fer fram frá Heydala- kirkju í Breiðdal laugardaginn 22. apríl og hefst athöfnin klukkan 13.30. ar, Herbjörn og Erlendur. Foreldr- ar mínir og við systkinin, þá þrjú, bjuggum í þeim hluta sem kallaður var nýi bærinn. Á heimilinu var einnig öldruð kona, Guðlaug Sig- urðardóttir, okkur vandalaus, sem oft var kölluð Lauga fingralausa, en hún var fötluð á höndum. Hlíðar- endabærinn var stór. Gamli bærinn var líklega fyrsta steinhús sem reist var í Breiðdal og við hann hafði síð- an verið byggt, því var talað um gamla og nýja bæinn þótt um eitt hús væri að ræða. Þótt þarna væru í reynd búandi þrjár fjölskyldur finnst mér eftir á eins og um eina fjölskyldu væri að ræða, því sam- starf ríkti um heimilishaldið og bú- reksturinn. Herbjörn frændi minn var að vísu með sjálfstæðan bú- rekstur en hann var alltaf inni á heimilinu í mat og þjónustu. Eftir að Petra kom að Hlíðarenda vorum við systkinin og synir Petru sem einn systkinahópur, ég leit á þá sem uppeldisbræður mína og geri enn. Síðar byggði faðir minn hús sem fékk nafnið Þrastahlíð en Petra bjó áfram á Hlíðarenda þar til hún flutti 1958 með Erlendi að Fellsási þar sem hún var bústýra hans þangað til hann kvæntist. í Fellsási var Petra þangað til hún fór á hjúkrun- arheimilið Skjólgarð á Höfn. Til baka til minninganna frá bernskunni. Barnahópurinn á Hlíð- arenda var þannig nokkuð stór og það var oft glatt á hjalla og ekki skorti okkur fullorðnar fyrirmynd- ir. Eftir að við byi-juðum í skóla, sem þá var farskóli með löngum heimanámshléum, vorum við saman í skóla, sem oft var á heimilinu, en þá var bætt við börnum frá fleiri bæjum. Mamma og Petra sáu um heimilishaldið, fyrst saman og síðar sín í hvoru húsi, en samvinnan um það og búskapinn var alltaf náin. Þær voru líka miklir dugnaðarfork- ar sem gengu til útiverka eftir þörf- um. Á þessum tíma var vélvæðing í landbúnaði ekki langt komin í Breiðdalnum og því var heyskapur stundaður upp á gamla lagið. Hlíð- arendi var ekki ríkur af engjum og því þurfti oft að sækja heyskap um langan veg, fá lánaðar slægjur þar sem slægjur var að fá. I engja- heyskapnum stýrðu pabbi og Petra mannskapnum, sem var barnahóp- urinn og fleiri eftir því hvernig á stóð. Þetta voru langir vinnudagar og ég minnist þreytunnar í skrokknum en samt held ég að þessir dagar hafi verið ljúfustu dag- ar bernsku minnar. Það var margt spjallað og bæði Petra og pabbi voru hafsjór af fróðleik sem þau höfðu ekkert á móti að deila með okkur. Það gafst einnig nægur tími til að ræða mál sem við börnin fitj- uðum upp á. Nokkur sumur fengum við slægj- ur á eyðibýlinu Kleifarstekk, ásamt Petru, og þá bjuggum við í gamla bænum og sváfum í flatsæng. Þetta + Jóhann Pétur Konráðsson fæddist á Hallbjarn- areyri í Eyrarsveit 3. apríl 1909. Hann lést á St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi 14. apríl síð- astliðinn. Jóhann Pétur var þriðji í röð sex systkina. For- eldrar hans voru Konráð Jónsson og Elísabet S. Hjaltalín. Árið 1936 kvæntist hann Jódfsi K. Björnsdóttur frá Látravík í Eyrarsveit. Foreldrar hennar voru Björn Bergmann Jónsson og Jósefína Ragnheiður Jóhannesdóttir. Börn þeirra eru: 1) Bára B. Pétursdóttir, gift Elísi Guðjónssyni, þau eiga fimm böm og átta bamaböm. 2) Elsa F. Pét- Nú er heillakarlinn Pétur Konn eða afi Konn, eins og við kölluðum hann, dáinn. Stór hópur stendur að honum Pétri, og öll söknum við og syrgjum hann sárt. Árið 1980 byrj- uðum við okkar búskap í íbúð sem Pétur átti, og hélt hann sínu her- bergi, sem sagt við bjuggum saman öll þrjú. Ekki var það erfið sambúð, síður en svo; þægilegri sambýlis- mann er örugglega erfitt að finna, alltaf glettinn og gamansamur, og ekki vantaði umhyggjuna fyrir okk- ur á alla kanta. Þegar sonur okkar Garðar fæddist 1981, þá líkaði hon- um afa sko lífið, barngóður eins og hann var alla tíð. Dekraði hann strákinn og spilaði við hann fótbolta heilu dagana á ganginum og út um alla íbúð ef því var að skipta. Enda varð Garðar svo hændur að afa sín- um að ef hann var í pössun sem smábarn og vaknaði upp grét hann jafnt eftir afa Konn og mömmu og pabba. Ómetanlegur var félagsskap- urinn fyrir unga sjómannskonu með lítið bam, mörg kvöldin stytti hann ursdóttir, gift Aðal- steini Friðfinnssyni, þau eiga þrjú böm, fimm barnabörn og eitt barnabama- bam. 3) Ólöf R. Pét- ursdóttir, gift Garð- ari Gunnarssyni, þau eiga fimm börn og þrettán barnaböm. 4) Bima R. Péturs- dóttir, gift Tómasi Sigurðssyni, þau eiga tvö börn og tvö bamabörn. 5) Pétur G. Pétursson, kvænt- ur Hjördísi Vil- hjálmsdóttur, þau eiga íjögur börn og eitt barnabarn. titför Jóhanns Péturs fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 22. aprfl og hefst athöfnin klukkan 14. mér stundir með frásögnum af mönnum og málefnum fyrri tíðar. Ef mig langaði að skreppa út á kvöldin var það lítið mál hjá honum Pétri að hlusta eftir stráknum, hann sagðist nú bara hafa gaman af því. Svona létti hann okkur lífið á ýmsa lund. Það var erfitt bæði fyrir okkur og hann þegar við fluttum frá honum í okkar eigið hús eftir fimm ára ánægjulega sambúð. Margir Grund- firðingar eiga góðar og skemmtileg- ar minningar um þennan smáa en knáa mann, sem á göngu sinni um þorpið heilsaði öllum glaðlega sem á vegi hans urðu, ekki síst börnin, enda voru það ekki bara hans eigin barnabörn sem kölluðu hann afa heldur mörg önnur óskyld börn. Finnast okkur orð læknis sem kom að dánarbeði Péturs og þekkti hann vel orð að sönnu, en þau voru á þessa leið: „Það hefur verið vel vandað í þennan mann og ekki hefur skapferl- ið skemmt íyrir.“ Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk ogblikanditárum. Hannfólnarei en fagur geymist íhjörtumallra ástvina þinna. (H.L.) Hvíl í friði elsku afi Konn. Hafsteinn, Jenný, Garðar Tryggvi. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins me^ Þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. JOHANN PETUR KONRÁÐSSON voru miklir sæludagar og ekki síst vegna dugnaðar og skörugleika Petru. Á þessum tíma var allur fatnaður til heimilis enn unninn heima og voru þær Petra og mamma bæði duglegar og útsjónarsamar við að koma upp og halda við fatnaði á þessa stóru fjölskyldu. Það var saumað, spunnið, litað, prjónað og þæft. Ekki má gleyma þeim tíma sem fór í þvotta og viðhald. Þrátt fyrir þann mikla tíma sem verkin tóku var mikið lesið, Petra hafði un- un af ljóðum og söng og kunni mik- ið. Ég hef oft velt því fyrir mér síðar hvernig Petru leið á þessum árum. Þótt þessi ár séu björt í minni minn- ingu þykir mér líklegt að þau hafi ekki alltaf verið Petru létt. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir unga konu að standa allt í einu ein uppi með fjögur börn og lítil efni. Petra átti síðar eftir að verða fyrir ann- arri stórri sorg en það var þegar hún missti elsta son sinn Björgvin Hlíðar í sjóinn í janúar 1962. Björgvin dó frá konu og tveimur ungum börnum. Sterkar manneskj- ur vaxa með hverjum vanda og svo var það með Petru. Jóhanna Petra Björgvinsdóttir, sem var fædd 1957, óx síðan upp í skjóli ömmu sinnar og varð henni sem dóttir. Ég held að Petra hafi í raun litið á sig sem gæfumanneskju, enda ekki undar- legt, því trúlega hefur hún komist eins nærri því og unnt er að ná því markmiði sem ég tel að hún hafi sett sér í lífinu. En ég held að það hafi verið að reynast vel sínu fólki og láta gott af sér leiða. Bergþóra Gísladóttir. Mig langar í fáeinum orðum að kveðja föðursystur mína, Petru. Petra var dugnaðarforkur, nátt- úrubarn sem þekkti landið og dýrin vel. Hún var frammúrskarandi myndarleg til allra verka, hvort serrti var við sveitastörfin eða að prjóna og sauma flíkur. Petra var ávallt bein í baki, glað- sinna og lét ekki mótblástur í lífinu hafa áhrif á framkomu sína. Hún var okkur systkinunum góð og það var alltaf gott að vera nálægt henni því henni fylgdi gleði og kraftur. Einhvern veginn tókst henni að seiða okkur krakkana til sín með því að segja okkur spennandi sögur eða syngja fyrir okkur. Hún átti alltaf einhvern fjársjóð af fróðleik til að miðla okkur, það var gaman að vera, nálægt henni. Petra las oft uppúr bókum íyrir okkur en hún las einstaklega vel, var það alltaf hin besta skemmtun. Petra var mikill dýravinur og ein- staklega lagin við dýr. Hún hafði gaman af öllu sem sneri að útiveru, t.d.smalamennsku, safna fallegum steinum og að fara í berjamó. Mig langar að enda þessa stuttu kveðju með sálmi no. 402. Drottinn vakir, Drottinn valdr daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir dagá og nætur yfir þér. Kær kveðja. Þín frænka, Nína Midjord Erlendsdóttir. t Eigninkona mín, JÓNA SIGRÚN SVEINSDÓTTIR, Lindarsíðu 2, Akureyri, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 16. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Glerárkirkju miðvikudaginn 26. apríl kl. 10:30. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Bessason. Sverrir Einarsson útfararstjóri Markmið Útfararstofu (slands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað til útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Útfararstjórar Útfararstofu (slands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Koma á sambandi við þann prest sem aðstandendur óska eftir. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. - Fara með tilkynningu í fjölmiðla. Utfararstofa íslands útvegar: - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghóþa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Dánarvottorð og Ifkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri Baldur Bóbo Frederiksen útfararstjóri Útfararstofa (slands — Suðurhlíð 35 — Fossvogi. Sími 581 3300 — Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.