Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 IvíORGUNBLAÐIÐ Sú hún- vetnska hirti öll verð- launin MorgunblaðiðA7 aldimar KIRKJUSTARF kl 19:30. 22 apríl: Samkoma kl 14:00. Ræðu- maður Helga R Armannsdóttir Páskadagur: Morgunbænastund kl 8:00. Upprisunni fagnað og Drott- ^Tm lofaður. 26 aprfl: Bænastund kl 20:30. 26 apríl: Samverustund unga fólks- ins kl. 20:30. 28 apríl: Bænastund unga fólksins kl 19:30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Skír- dagur: Brauðsbrotning kl. 16.30, ræðumaður Mike Fitzgerald. Páska- dagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30, ræðumaður Vörður L. Traustason. Annan páskadag: Maria samkoma kl. 20. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hf.Fyr- irlestur um árangursríkt bænalíf verður sýndur á myndbandi á stóru tjaldi þriðjudagskvöldið 25. april kl. 20.30. Fyrirlesari er Dwight Nelson. Allir velkomnir. Guðsþjónusta á páskadagsmorgun kl. 11. A undan kl. 10 verður boðið upp á morgunverð. Dagskrá þriðjudaginn 25. aprfl: Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. 10 ára afmæli foreldramorgna. Komum sjálfar með afmælisbakkelsi. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- gírests í viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl.11.15. Leikfimi ÍAK, léttur máls- verður, helgistund og samvera. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til fjresta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastund. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16.Starf fyrir 11- 12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðarstund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. KFUK fyrir stúlkur 9- 12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldra kl. 20- 22. Iljallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinuBorgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12.30. Fyrirbænaefn- ■Aim mákoma til prests eða kirkju- varðar Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10- 12. Boðunarkirkja. í kvöld kl. 20 verð- ur bænastund að Hlíðarsmára 9. Allir hjartanlega velkomnir. A fostudaginn langa kl. 20 verður kvöldmáltíðarsamkoma. Einstök og eftirminnileg vitnisburðarsamkoma með athöfn sem innifelur allar tákn- myndir biblíunnar, svo sem fóta- þvottinn, brauðið og bikarinn. Eftir samkomuna verður ávaxtahlaðborð. Allir velkomnir. Næsta laugardag, samkoma kl. 11. Steinþór Þórðarson með prédikun og Ragnheiður Ólafs- dóttir Laufdal með biblíufræðslu. jBama- og unglingadeildir. Súpa og brauð eftir samkomuna. Páskadagur kl. 8, upprisuhátíð. Hugleiðing, Stein- þór Þórðarson. Léttur morgunverð- ur eftir samkomuna. Allir velkomnir. Fermingar Ferming í Hjallakirkju, í dag skír- dag, kl. 11:00. Fermd verða: Jóhann Smári Gunnarsson, Bjarnastaðir. Sævar Logi Ólafsson, Kambahrauni 47, Hveragerði. 40TZophonías Friðrik Gunnarsson, Læk í Ölfusi. Ferming í Strandarkirkju 2. Páskadagur kl. 14:00. Fermd verða: Skúli Sigurbergsson, Heinabergi 21. ÞAU tíðindi gerðust nú á Hvann- eyri að einn og sami keppandinn í keppninni um Morgunblaðsskeif- una hirti öll þrenn verðlaunin sem í boði eru. Þar var að verki ung mær úr Vestur-Húnavatns- sýslu, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir frá Víðidalstungu, sem tamdi hestinn Tvist frá sama bæ. Sá er á sjötta vetur, undan Hervari frá Sauðárkróki og Hyllingu frá Skógum. Hlaut hún 72,5 stig. En hún gerði gott betur því hún fékk flest atkvæði í keppninni um Eið- faxabikarinn sem veittur er þeim nemanda sem þykir hirða hest sinn best. Greiða nemendur ásamt starfsmönnum í hesthúsi atkvæði um það hver þeim þykir hafa staðið þar best að verki. Þá töldu fulltrúar Félags tamninga- manna hana hafa setið og stjórn- að hesti sínum best allra í keppn- inni og hlaut hún að launum ásetuverðlaun félagsins. í öðru sæti með 69 stig varð Hildur Stefánsdóttir frá Laxárdal sem tamdi Kalda frá Skáney. Sá er fimm vetra undan Andvara og Blíðu frá Skáney. Orri Páll Jó- hannsson úr Reykjavík varð þriðji með 68,50 stig, en hann tamdi Júlíu frá Akri. Hún er undan Frama frá Bakka og Stjörnu frá Akri. í fjórða sæti með 60,5 stig varð svo Sigurður Þór Guðmunds- son frá Hvammstanga, en hann tamdi Rými frá Syðri-Reykjum. Sá er undan Stíganda frá Sauðárkróki og Spólu frá Gufunesi. I fimmta sæti með 55,5 stig varð svo Guðný H. Indriðadóttir frá Þúfu, en hún tamdi Mókoll frá Þúfu. Sá er und- an Orra frá Þúfu og Prinsessu frá Sperðli. Svanasöngur skeifukeppninnar? Það vekur athygli að þátttak- endur í skeifukeppninni voru að- eins fimm, sem er mun færra en verið hefur í gegnum tíðina. Vekur þessi staða óneitanlega spurningar um það hver sé framtíð tamninga bændadeildarnema á Hvanneyri og hvort styttist í svanasöng skeif- ukeppninnar á HvannejTÍ. Með samstarfssamningi Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri og Hóla- skóla fór áhersluþungi hesta- mennskunnar norður en tamn- ingar á Hvanneyri hugsaðar sem hagnýtur þekkingarauki fyrir verðandi bændur. Nú ber svo við að bændadeildin var óvenju fá- menn í vetur og mátti skilja á há- skólarektor, Magnúsi B. Jónssyni, að líklega mætti finna orsakirnar í neikvæðri umfjöllun um landbún- aðinn í þjóðfélaginu og þeim erfið- leikum sem við er að etja á þeim vettvangi. Framtíð skeifukeppn- innar á Hvanneyri er sem sagt í uppnámi þessa stundina. Ofan á bætist að Svanhildur Hall, sem kennt hefur tamningar á Hvann- eyri síðastliðna tvo vetur, hefur sagt starfi sínu lausu. I formála í skeifublaðinu segir formaður Grana, hestamannafé- lags Hvanneyringa, að þar sem Ijóst hafi verið að skeifukeppnina tæki fljótt af í dagskrá skeifudags- ins hafi verið ákveðið að bjóða upp á opna gæðingakeppni í samstarfi við hestamannafélagið Faxa. Var það góð hugmynd og reyndist hestakostur þar með ágætum. Að sögn heimamanna er heldur dauft yfir hestamennskunni á Vestur- landi og því athugandi hvort ekki sé tilvalið að stíla inn á slíka keppni á Hvanneyri á vordögum, hvort sem keppt verður áfram í tamningum nemenda bændadeild- ar eða ekki. Ætti slíkt að hleypa mönnum kapp í kinn og lífga upp á þjálfun hrossa í héraðinu. Úrslit í gæðingakeppni Grana og Faxa urðu sem hér segir: A-flokkur Ganti frá Hafnarfirði, eigandi Hulda Sigurðardóttir, knapi Sveinn Ragnarsson, 8,29/8,48 Snerpa frá Nýjabæ, eigandi Ólöf Guðbrandsdóttir, knapi Róbert L. Jóhannsson, 7,85/8,19 Hnísa frá Syðra-Skörðugili, eig- andi og knapi Þorvaldur Kristjáns- son, 7,55/8,13 Fól frá Feti, eigandi og knapi Gunnar Halldórsson, 7,54/7,69 B-flokkur Furða frá Nýjabæ, eigandi Ólöf Guðbrandsdóttir, knapi Róbert L. Jóhannsson, 8,69/8,70 Kola frá Laugabæ, eigandi Ólöf Guðbrandsdóttir, knapi Róbert L. Jóhannsson, 8,37/8,57 Góða Nótt frá Ytra-Vallholti, eigandi og knapi Þorvaldur Krist- jánsson, 8,30/8,37 Karkur frá Syðstu-Fossum, eig- andi Snorri Hjálmarsson, knapi Elsa Albertsdóttir, 8,34/8,30 Forkur frá Brjánslæk, eigandi og knapi Þorkell Þórðarson, 8,33/ 8,23 Ungmenni Þórdís Sigurðardóttir á Rumi frá Gullberastöðum, 8,15 Haukur Bjarnason á Blika frá Skáney, 7,85 Unglingar Sóley B. Baldursdóttir á Há- gangi frá Sveinatungu, 8,23 Elísabet Fjeldsted á Stjarna frá Þorkelshóli, 8,19 Birta Sigurðardóttir á Ragga frá Gullberastöðum, 7,85 Börn Sigrún Ámundadóttir Skugga, á Fannari frá Hofsstöðum, 8,12 Sveinn F. Guðmundsson Faxa, á Dúfu frá Geirshlíð, 7,99 Guðrún Ó. Ámundadóttir Skugga, á Ási, 7,94 Sigurborg H. Sigurðardóttir Faxa, á Odda frá Oddsstöðum, 7,86 Sigrún Sveinbjörnsdóttir Faxa, á Litla-Ljót frá Víðidalstungu, 7,77 ÍSLENSKT MAL Nafnliðurinn val er mjög al~ gengur. Ekki er alltaf ljóst hvað hann merkir. Nú skulum við velja úr nokkrum kostum. 1. val getur verið skylt sögn- inni að velja, eins og í úrval. Val er þá eitthvað sérlega gott. 2. val getur minnt á dauða menn á vígvelli. Kannski hafa Oðinn og Freyja valið þá úr. 3. val getur verið hið sama og í Valland = Frakkland. 4. val getur verið skylt latínu valeo = vera öflugur, blómstra, sbr. heillakveðjuna Vale! = vertu sæll. 5. val getur verið skylt vald, sbr. fornháþýsku waltan = ríkja, stjórna, sbr. nr. 4. 6. val getur verið stofn í fuglsheitinu valur, en það er kannski sama og nr. 3j það er „valskur fugl“, sjá Islenska orðsifjabók eftir Ásgeir Bl. Magnússon. ★ Algengast íslenskra nafna, sem hefjast á Val-, er Valgerð- ur. Gerður er skylt garður, er valkyrjuheiti og merkir þá sem verndar eða veitir skjól. Val- gerður mætti því merkja: Sú valkyrja sem verndar menn, verndarvættur. Nafnið Valgerður hefur alla tíð verið algengt okkar á meðal og forfeðra okkar. I Landnámu eru nefndar 17, í Sturlungu 22. Þegar fyrst var tekið alls- herjarmanntal, árið 1703, voru þær 634 og nafnið í áttunda sæti kvenna. Alla 19. öld eru á milli 400 og 500. Árið 1910 eru 559, en nafn- ið komið í 21. sæti, þar af 70 fæddar í Árnessýslu. Árin 1921-1951 eru 427 meyjar látnar heita Valgerður, og nafnið er númer 32 í hópi kvenna. Nú eru í þjóðskránni nær því 1.000, mjög mikill meiri hluti sem heitir Valgerður einu nafni eða fyrra. ★ Kunningi minn kom til mín áhyggjufullur og sagði: „Skyldi Schumacher halda höfðinu?“ Ég spurði hvað hann ætti eigin- lega við, og þá sagði hann mér frá því, að menn, sem lýstu kappakstri, kenndum við For- múlu I, hefðu sagt, að þjóð- söngurinn hefði verið spilaður Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1054þáttur til höfuðs Michael Schumach- er.“ Nú er það svo, að menn leggja stundum fé til höfuðs einhverjum, en þá er ekki þjóð- söngurinn leikinn, heldur bjóða menn fúlgur fjár, ef tiltekinn maður yrði drepinn. Menn eru enn að þessu. En hljóðfæraleik- urinn eftir ökukeppnina, giska ég á, að hafi verið til heiðurs M.S. ★ Þjóstólfur þaðan kvað: Þeir halda að ég segi það satt, að sú stórbrotna Hallfríður Matt. hefði engarvöflur, tvídósaði töflur og tæki Jóakim væna alveg fatt. ★ Mikil prýði er að myndhverf- um orðtökum í máli okkar, ef rétt er með þau farið. Það er vegna þess að við sjáum mynd, t.d. að bera kápuna á báðum öxlum. Líkingin er tekin af manni sem fer ekki í ermarnar á yfirhöfn sinni, „hagar sér eft- ir aðstæðum“, en það gerði Sæ- mundur fróði, þegar hann komst með naumindum út úr Svartaskóla. Á þýsku er sam- svarandi orðtak den Mantel auf beiden Schultem tragen. Að hafa hreinan skjöld merkir að vera saklaus, hafa góða samvisku. Karl nokkur heyrðist tauta: Sá bar nú ekki skjöldinn á báðum öxlunum, en hvað hann átti við, var óljóst. ★ Nota bene í latínu merkir: Athuga vel. Þetta eru fyrirmæli eða tilmæli. Ymislegt, sem upp hefur sprottið í seinni tíð, hef ég reynt að athuga vel, en ekki komist að neinni niðurstöðu. Hvers vegna er farið að nota „þess vegna“ í merkingunni jafnvel? Dæmi: Ég ætla að vera hér nokkrar vikur og þess vegna allt árið. Er þetta heima- smíðað rugl, eða er þetta fyrir erlend áhrif, og þá hvaðan? Nú segja bæði börn og full- orðnir: „Þetta var þvílíkt fal- legt“, og það á að merkja af- skaplega fallegt. Þvflíkt er fornafn og stendur því með nafnorðum, en allt í einu hefur það tekið stöðu atviksorðs. Hvers vegna? Mér þætti vænt um að fá skýringar á þessu. ★ Skalla-Grímur Kveldúlfsson var iðjumaður mikill og ramm- ur að afli sem hann átti kyn til. Hann var járnsmiður og sagði að sá þyrfti að vera árla uppi sem auðgast vildi á því starfi. I Raufarnesi í Borgarlandi fann hann engan svo góðan stein, að gott væri að lýja við hann járn. Hratt hann því fram skipi áttæru, fór fyrir borð og kafaði og hafði upp með sér stein sem hann lúði síðan járn sitt við. Steinninn var svo þungur, að ekki mundi þurfa minna til að hefja hann en fjóra menn full- fríska. Ekki er þess getið að Grímur kynni kaldabras eins og löngu síðar Snorri á Húsafelli; dætur hans, Engilfríður og Mikilfríð- ur voru líka góðir járnsmiðir. Sögnin að lýja merkir að „hamra, mýkja með barsmíð14. Hún beygðist lýja-Iúði-lúð. Síð- ar varð áhrifsbreyting, er nafn- hátturinn líkti eftir þátíðinni og varð lú(a) í stað Iýja. Af þessu kemur samsetningin lúbeija, og svo lýsingarorðið lúinn, sem upphaflega hefur verið lýsing- arháttur þátíðar í karlkyni af sögninni að lýja (lúa, lú). Þá var einnig til hvorugkyns nafnorðið lú = þreyta, svo og lúi sömu merkingar. Þá er lúalag = þreytandi aðferð, eða svívirði- leg framkoma, sbr. orðtakið að liggja á því lúalaginu. Auk þess fær Olafur Arnalds gildan staf fyrir lögulegt og lýtalaust málfar í sjónvarpsvið- tali. ★ Vilfríður vestan kvað: Gagnmerk í Hrísey var gonna, éggiskaá30tonna, og sætustu meyjar þeirrarágætueyjar voru æstar í róður með Konna. Auk þess var Landssíminn ekki tárhreinn í auglýsingu. Þar var „aur“ hafður í staðinn fyrir nefnifallið eyrir. Getur stofnun sem Landssíminn verið þekkt fyrir þetta? En Sigmundur Guðmun- dsson á Akureyri stingur upp á ágætu orði fyrir e. beautybox. Það væri fagurker á íslensku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.