Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJONUSTA/FRETTIR
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 69
Morgunblaðið/Lárus Karl
Fulltrúar Bílheima, Avis og Glitnis við undirritun samningsins.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Safnið er opið maí-sept
kl. 13-17 alla daga. Hægt er að panta hjá safnverði á öðr-
um tímum í síma 422-7253.
IÐN AÐARS AFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum. Sími
462-3550 og 897-0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið miðvikud. og Iaugd. 13-18. S. 554-0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu
116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30-16.
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.-sun. 12-17.
Lokað 20.4-24.4. (páskar) Sýningarsalur opinn þri.-sun.
kl. 12-17, lokað mán. Lokað 21.4. og 23.4. Kaffistofan op-
in mán.-laug. ki. 8-17, sun. kl. 12-17. Lokað 21.4. og 23.4.
Skrifstofan opin mán.-fóst kl. 9-16, lokað 20.-24.4. Sími
551-7030, bréfas: 552-6476. Tölvupóstur. nh@nordice.is -
heimasíða: hhtpvTww’w.nordice.is.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga
og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, 8.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu-
lagi. S: 565-4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, s: 530-
2200, netfang: aog@natmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-
17. S. 581-4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
UppUs: 483-1165,483-1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Sími 435-1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÓSSONAR, Ámagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til fóstudaga kl.
14-16 til 15. maí.__________________________
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13-18 nema mánudaga. Sírai 431-5566.
ÞJÓÐMINJ ASAFN ÍSLANÐS: Opið alla daga nema mánu-
dagakl. 11-17.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15,.
USTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14-
18. Lokað mánudaga.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81.
Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið sam-
band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í síma 462-
2983.
NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frál.júnl-
1. sept Uppl. í síma 462-3555.
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrákl. 11-17._____________________________
ORP PAGSINS
Reylyavík sími 551-0000.
Akurcyri s. 462-1840._________________________
SUNPSTAÐIR____________________________________
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl.
8-20.30. Kjalarneslaug opin v.d. 17-21, helgar 11-15. A
frídögum og hátíðisdögum verður opið eftir nánari
ákvörðun hveiju sinni. Upplýsingasími sundstaða í
Reykjavík er 570-7711.
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22.
Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar).
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.-fóst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun.
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mád.-
fóst 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.
VARMÁRLAUG f MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kL 16-21. Um helgar kl. 9-18._
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga ld. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555.
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
helgar 11-18.
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mámid.-fóstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.
SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-fóst kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kL 7-21. Laugard.
og sunnud. kL 8-18. Sími 461-2532.
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.-fóst 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30.
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.-fóst 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21,
UTIVISTARSVÆÐI
HÚSDÝRAGARÐURINN eropinn alla daga ki. 10-17. Lok-
að á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjöl-
skyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á veturna.
Sími 5757-800.______________________________
SORPA_________________________________________
SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur-
vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á
stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og
Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520-
2205.
Sálubót skemmt-
ir Þingeyingum
Húsavík. Morgunblaðið.
SÖNGFÉLAGIÐ Sálubót heldur
tvenna tónleika í vikunni; að Skútu-
stöðum miðvikudaginn 26. apríl og
að Stóru-Tjörnum laugardaginn 29.
apríl kl. 20.30 báða dagana. Sálubót
er blandaður kór, skipaður fólki í ná-
gi’enni Stóru-Tjarna í Ljósavatns-
skarði og hyggur kórinn á utan-
landsför á komandi sumri.
Stjómandi kórsins er Eistlending-
urinn Jaan Alavere, tónlistarkennari
að Stóra-Tjarnaskóla. Hann stefnir
að því að fara með kórinn á komandi
sumri til Eistlands, heimalands síns.
Hefur kórinn því æft sérstaklega
mikið á líðandi vetri og ætlar hann
eins og áður er getið að halda söng-
skemmtanir á nefndum stöðum og
væntanlega síðar í Eyjafirði.
200 Opel-
bílar til
Avis-bíla-
leigunnar
BILHEIMAR hf., umboðsaðili Opel
og Isuzu, undirritaði samning við
bflaleiguna Avis nýlega um af-
hendingu á 200 nýjum bílum.
Þetta er stærsti einstaki bflaleigu-
samningurinn sem Bflheimar og
Avis hafa gert til þessa.
Bflarnir eru allir teknir á
rekstrarleigu og er Glitnir hf. aðili
að samningnum. Flestir bflanna
eru af Opel Corsa-gerð en einnig
eru Astra-bflar og fáeinir Isuzu
Trooper-bflar. Júlíus Vífill Ing-
varsson, framkvæmdastjóri Bfl-
heima, segir að Avis hafi fengið
DAGUR umhverfisins verður hald-
inn hátíðlegur í annað sinn á íslandi
25. apríl næstkomandi. Viðburðir
verða af þessu tilefni á a.m.k. átta
stöðum á landinu. Dagurinn er hugs-
aður sem hvatning til skólafólks og
almennings um að kynna sér betur
samskipti manns og náttúru og sem
tækifæri fyrir stjómvöld, félagssam-
tök og fjölmiðla til að efla opinbera
umræðu um umhverfismál.
,Af þessu tilefni veitir umhverfís-
ráðuneytið viðurkenningar til fyrir-
tækja og fjölmiðla fyrir starf að um-
hverfismálum. Afhendingin fer fram
í húsnæði Vatnsveitu Reykjavíkur
við Gvendarbrunna kl. 12 þennan
dag. Að auki er umhverfísráðuneyt-
inu kunnugt um fjölmarga aðra við-
burði í tilefni dagsins víðs vegar um
land og er yfirlit yfir þá hér að neðan.
Dagur umhverfisins, 25. aprfl, er
fæðingardagur Sveins Pálssonar
landlæknis, fyrsta Islendingsins sem
lauk prófi í náttúrufræðum. Sveinn
var baráttumaður fyrir umhverfis-
vernd á sinni tíð, en hann vakti at-
hygli á hnignun íslenskra skóga og
hvatti stjórnvöld til að stemma stigu
við eyðingu þeirra. það er von um-
hverfisráðuneytisins að sem flestir
noti tækifærið og haldi upp á daginn
á þann hátt sem hæfir tilefni hans,“
segir í fréttatilkynningu.
Dagskráin verður svohljóðandi:
Akranes
Ákvörðun bæjarstjómar Akra-
ness um viðamikið verkefni á sviði
heimajarðgerðar verður kynnt kl. 10
á degi umhverfisins. Stefnt er að á
næstu 5 árum verði 25% heimila eða
um 500 heimili farin að jarðgera líf-
rænt sorp. Einnig verður kynnt starf
á Akranesi í verkefninu Vistvernd í
verki.
Akureyri
Viðamikil og fjölbreytt dagski-á
verður á Akureyri á Degi umhverfis-
ins og má þar nefna kynningu á
starfsemi Skógræktarfélags Eyfirð-
inga, opið hús hjá stofnunum á sviði
umhverfismála, kynningu á jarðgerð
lífræns úrgangs á Ráðhústorgi,
kvöldgöngu á Glerárgili og erindi um
skógrækt á íslandi í hnattrænu sam-
hengi.
Árborg
Vinnuhópur um Staðadagskrá 21 í
Árborg afliendir bæjarstjórn Ár-
borgar tillögu að Staðardagskrá 21
fyrir sveitarfélagið.
Fjarðabyggð
í tilefni af Degi umhverfisins býð-
ur Náttúrustofa Austurlands íbúum
Austurlands að koma og hlýða á fyr-
irlestra að kvöldi 25. aprfl frá kl.
20.00-23.00 í nýjum húsakynnum sín-
um í austurenda Verkmenntaskóla
Austurlands í Neskaupstað.
Skarphéðinn Þórisson, líffræðing-
ur mun fjalla um fuglalíf í Fjarða-
byggð.
Ölafur Arnalds, jarðvegsfræðing-
ur mun fjalla um ástand lands í
fyrstu Opel-bflana fyrir um þrem-
ur árum og eru nú allir fólksbflar
bflaleigunnar af Opel-gerð. Samn-
ingurinn hljóðar upp á hátt í þrjú
hundruð milljónir kr. Avis fær
Fjarðabyggð Guðný Zöega, fora-
leifafræðingur mun fjalla um fom-
minjar í Fjarðarbyggð.
(sjá frekar á www.simnet.is/na)
I tilefni af deginum hvetur um-
hverfismálanefnd Fjarðabyggðar
bæjarbúa til að draga úr notkun bif-
reiða og ganga eða hjóla í og úr vinnu
og skóla. Jafnframt er dagurinn upp-
hafsdagur á „Heilsudögum í Fjarða-
byggð“ þar sem félagasamtök, stofn-
anir og fyrirtæki standa fyrir
dagskrá frá 25. apríl og fram eftir
vori.
HafnarQörður
í Hafnarfirði verður ýmislegt á
döfinni: Fjölmargir leikskólar
standa fyrir bfllausum degi, rusla-
tínslu eða náttúruskoðun. Stýrihóp-
ur um Staðardagskrá 21 veitir 3.
bekk HSH í Setbergsskóla viður-
kenningu fyrir myndskreytingar á
ráðstefnu um Staðardagskrá í Hafn-
arfirði, en myndirnar verða til sýnis í
Firðinum vikuna 25. apríl til 2. maí.
Umhverfisnefnd Hafnarfjarðarbæj-
ar veitir umhverfisverðlaun fyrir
frumkvæði eða önnur verkefni sem
tengjast umhverfismálum.
Bæjarfulltrúar munu afneita
einkabflnum þennan dag og halda á
bæjarstjómarfund gangandi, hjól-
Mikið verður um að vera í Garða-
bæ á suniardaginn fyrsta og munu
skátar úr Skátafélaginu Vífli sjá
um dagskrána líkt og undanfarin
ár.
Skátamessa verður í Vídalíns-
kirkju kl. 13. Skátar munu standa
heiðursvörð og vígðir verða nýliðar
í félagið. Bæjarbúar eru hvattir til
þess að taka þátt í skátamessu.
Klukkan 14 leggur skrúðganga
af stað frá Vídalínskirkju og mun
lúðrasveit Tónlistarskóla Garða-
bæjar sjá um að allir gangi í takt.
Skátar úr Vífli munu ganga fyrir
göngunni með fánaborg.
Gengið verður að Hofsstaðaskóla
og þar verður mikið um dýrðir.
Lúðrasveitin leikur nokkur Iög og
gestir boðnir velkomnir. Stór og
mikil þrautabraut verður við skól-
ann og ýmiss leiktæki. Einnig verð-
ur boðið upp á andlitsmálun og
sitthvað fleira.
Hin árlega kaffisala Vífils verður
í hátíðarsal Hofsstaðaskóla og að
sjálfsögðu verður hið landsfræga
tertuhlaðborð skáta úr Garðabæ.
Sumardag’urinn fyrsti
á Seltjarnarnesi
Hátíðarhöld í Seltjarnarnesi hefj-
ast kl. 13 með skrúðgöngu frá
Sundlaug Seltjarnarness með
Lúðrasveit Seltjarnarness. Eftir
stutta skrúðgöngu verður farið inn
í íþróttasal og fylgst með 3. flokki í
hluta bflanna á rekstrarleigu til
fjögurra mánaða og annan hluta
til átján mánaða. Bflarnir koma að
þeim tíma liðnum á markað fyrir
notaða bfla.
andi, á hjólabretti eða annan vist-
vænan hátt.
Hornafjörður
í sveitarfélaginu Hornafirði verða
íbúar hvattir til að skilja bflinn eftir
heima og hjóla eða ganga á Degi um-
hverfisins. Frekari umfjöllun um
Dag umhverfisins verður á Eystra-
horni og Skjávarpinu á Hornafirði.
Hveragerði
Farið verður í göngu og skoðunar-
ferð um Hveragerði. Heilsustofnun
H.N.L.F.Í. og Olfusið. Gönguferðin
hefst á Hverasvæðinu kl. 13.00 í
Hveragerði og lýkur ferðinni á Garð-
yrkjuskólanum, en þar verður
fræðsla um lífrænar ræktunarað-
ferðir kl. 15.00. Þema ferðarinnar er
að benda á kosti þess að rækta líf-
rænt. Hveragerðisbær mun afhenda
umhverfisverðlaun, kirsuberjatréð.
Reykjavik
Viðurkenning frjálsra félagasam-
taka á sviði umhverfismála og nátt-
úruvemdar til einstaklings fyrir ein-
stakt framlag til náttúru- og
umhverfisvandamála verður afhent
við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi
Reykjavíkur, kl. 16.30. Forseti ís-
lands afhendir viðurkenninguna.
knattspyrnu etja kappi við bæjar-
stjórn.
Eftir leikinn er hægt að fara í
ýmsar þrautir í gamla íþróttasaln-
um eða á hestbak við malarvöllinn,
þar sem verður teymt undir krökk-
unum. Dagskánni lýkur um kl. 15.
Hátíðarhöld í Kópavogi
Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi
verður haldinn með hefðbundnum
hætti. Skátamessa verður í Hjalla-
kirkju kl. 11 þar sem sr. íris Krist-
jánsdóttir, prestur, messar og Helgi
Grímsson, fræðslustjóri Bandalags
íslenskra skáta, talar til kirkju-
gesta.
Kl. 13.30 fer skrúðganga frá
Kraftvélum við Dalveg að fþrótta-
Hátíðarfundur
AA-samtakanna
AFMÆLISFUNDUR AA-samtak-
anna verður haldinn að venju föstu^
daginn langa, 21. aprfl, í Laugardals-
höllinni kl. 20.30. Þar tala nokkrir
AA-félagar og gestur frá Al-Anon-
samtökunum, sem eru samtök að-
standenda alkóhólista. Kaffiveiting-
ai- verða að fundi loknum. Fundurinn
er túlkaður fyrir heyrnarlausa.
„AA-samtökin á Islandi vora
stofnuð föstudaginn langa 1954 eða
fyrir 46 áram. Síðan hefur þessi dag-
ur verið hátíðar- og afmælisdagur
samtakanna, alveg sama hvaða mán-
aðardag hann ber upp á.
AA-samtökin segja þetta um sig
sjálf: AA-samtökin eru félagsskapur^
karla og kvenna sem samhæfa
reynslu sína, styrk og vonir, svo að
þau megi leysa sameiginlegt vanda-
mál sitt og séu fær um að hjálpa öðr-
um til að losna frá áfengisbölinu. Til
þess að gerast félagi þarf aðeins eitt.
Löngum til að hætta að drekka. Inn-
töku- eða félagsgjöld era engin en
með innbyrðis samskotum sjáum við
okkur efnalega farborða. AA-sam-
tökin eru sjálfstæð heild og óháð
hvers kyns félagsskap öðrum. Þau
halda sig utan við þras og þrætur og
taka ekki afstöðu til opinberra mála.
Höfuðtilgangur okkar er að vera
ódrakkin og að styðja aðra alkóhól-
ista til hins sama.
í dag era starfandi um 272 deildif
um allt land, þar af á Reykjavíkur-
svæðinu 136 deildir, erlendis era 8 ís-
lenskumælandi deildir. Hver þessara
deilda heldur að minnsta kosti einn
fund á viku og er fundarsókn frá 5-10
manns og upp í 150 manns á fundi.
Upplýsingar um fundi og fundar-
staði er hægt að fá á skrifstofu AA-
samtakanna, Tjarnargötu 20, 101
Reykjavík. Skrifstofan er opin alla
virka daga milli kl. 13 og 17 og er sím-
inn 551-2010. Einnig hafa AA-sam-
tökin símaþjónustu alla virka dag&.
frá kl. 13-20, laugardaga og sunnu-'
daga kl. 17-20. Síminn er 551-6373,“
segir í fréttatilkynningu frá AA.
Fermingar
Fermingar í Þingeyraklausturs-
prestakalli árið 2000.
Prestur sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þingeyrakirkja, ferming skírdag
20. aprfl kl,13:30.
Erla Rut Valsdóttir,
Helgavatni.
Nína Hallgrimsdóttir,
Melabraut 1, Blönduósi.
Skátamessa verður í HalIgrímÁ
kirkju á sumardaginn fyrsta og
hefst hún kl. 11 f.h. Séra Sigurður
Pálsson inun þjóna fyrir altari.
Ræðumaður verður Ólafur Ásgeirs-
son skátahöfðingi. Organisti verður
Lára Bryndís Eggertsdóttir. Skáta-
kórinn undir stjórn Arnar Arnar-
sonar mun leiða sönginn.
Að lokinni messu verður selt
kaffi í sal Skátasambands Reykja- .
vfkur á 3. hæð Skátahússins við
Snorrabraut 60.
Skátar munu ganga í skrúð-
göngu frá Skátahúsinu eftir
Snorrabraut, niður Laugaveg og
sfðan upp Skólavörðustíg að Hall-
grímskirkju. Skrúðagangan leggur
af stað kl. 10.
Dagur umhverfisins haldinn
hátíðlegur víðs vegar um land
Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta
Sumardagurinn fyrsti
í Garðabæ
húsinu Smáranum (Kraft-
vélar eru við hliðina á
Smáratorgi, verslunar-
miðstöð). Fyrir göngunni
fer fánaborg skáta og
Skólahljómsveit Kópavogs.
Myndlistarsýning nem-
enda Kársnesskóla verður
haldin í safnaðarheimilinu
Borgum við Kópavogs-
kirkju 12-17. Sýningin verð-
ur opnuð kl. 11 með fjöl-
skylduguðsþjónustu f Kópa-
vogskirkju. Sýningin
stendur til 30. aprfl.
Skátafélagið Kópar hefur
umsjón með framkvæmd
dagsins fyrir Kópavogsbæ.
Skátamessa og
skrúðganga í Reykjavík