Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dagbók
Háskóla
Islands
DAGBÓK Háskóla íslands 24.-30. apr-
fl. Allt áhugafólk er yelkomið á fyrir-
lestra í boði Háskóla Islands. Itarlegri
upplýsingar um viðburði er að fínna á
heimasíðu Háskólans á slóðinni: httpý/
www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html
Þriðjudaginn 25. apríl kl. 12:05-13:00
flytur Matthías Viðar Sæmundsson
bókmenntafræðingur og dósent við
Háskóla íslands, fyrirlesturinn: „Alda-
mótin og póstmódernisminn" á hádeg-
isfundi Sagnfræðingafélags Islands í
Norræna húsinu.
Pimmtudaginn 27. apríl kl. 12:05 til
13:00 flytur Stefán B. Sigurðsson, pró-
fessor, erindið: „Hvort minni kennsla
sé betri kennsla?" á hádegisfundi Líf-
eðlisfræðistofnunar í kaffístofu á 5.
hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi
16.
Fimmtudaginn 27. apríl kl. 12:30 verð-
ur haldinn fræðslufundur að Tilrauna-
stöð H. í. í meinafræði, Keldum, í
bókasafninu í miðhúsi. Sigríður Val-
geirsdóttir, líffræðingur, Krabba-
meinsfélaginu, flytur erindið: „Starf-
semi umritunarþáttarins STAT5 -
hugsanleg áhrif á myndun brjósta-
krabbameins."
Pimmtudaginn 27. apríl kl. 16:15 flytur
Jóhannes Helgason fyrirlesturinn:
„Ahrif laktatjónar á stjórnun öndun-
ar“ í málstofu læknadeildar í sal
Krabbameinsfélags íslands, efstu
hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16:00.
Föstudaginn 28. apríl kl. 12:15 flytur
Hörður Filippusson, Lifefnafræði-
stofu, Raunvísindast. Háskólans, er-
indið: „Beckman 100 ára“ í málstofu
efnafræðiskorar í stofu 158, húsi VRII
við Hjarðarhaga.
V ísindavefurinn
Vísindavefurinn býður gestum að
spyi-ja um hvaðeina sem ætla má að
vísinda- og fræðimenn Háskólans og
stofnana hans geti svarað eða fundið
svör við. Leita má svara við spurning-
um um öll vísindi, hverju nafni sem
þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar
og nemendur í framhaldsnámi sjá um
að leysa gáturnar í máli og myndum.
Slóðin er: www.visindavefur.hi.is
Sýningar
Árnastofnun
Stofnun Árna Magnússonar, Arna-
garði við Suðurgötu. Handritasýning
er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstu-
daga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17
daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er
að panta sýningu utan reglulegs sýn-
ingartíma sé það gert með dags fyrir-
vara.
Þjóðarbókhlaða
Stefnumót við íslenska sagnahefð.
Farandsýning i Þjóðarbókhlöðu 1.
mars - 30. apríl. Á sýningunni er dreg-
ið fram hvernig bókin og textinn hafa
verið örlagavaldar í sögu íslensku
þjóðarinnar. yarpað er ljósi á þróun
prentlistar á Islandi og hina sérstöku
hefð handritauppskrifta til nota á
heimilum er hélst allt fram á þessa öld.
Brugðið verður ljósi á sagnaritun frá
upphafi og sýnd tengsl hennar og nýj-
ustu miðlunartækni nútímans.
Orðabankar
og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eftirtöld-
um orðabönkum og gagnsöfnum á veg-
um Háskóla íslands og stofnana hans.
íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að
geyma fjölmörg orðasöfn í sérgrein-
um: http://www.ismal.hi.is/ob/
Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá:
httpý/www.lexis.hi.is/
Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt
að líta á rannsóknarverkefni og niður-
stöður rannsókna- og þróunarstarfs:
http://www.ris.is
Ráðstefna
um framtíð-
arborgina
REYKJAVÍKURBORG býður til
ráðstefnunnar Búsæld og barning-
ur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja-
víkur miðvikudaginn 26. apríl kl.
18-20. Á ráðstefnunni verða kynnt
áhrif nýrra strauma í fræðslu-, fé-
lags-, menningar- og fjölskyldu-
málum.
Ráðstefnan er liður í verkefninu
Framtíðarborgin - langtímastefna
fyrir Reykjavík og er þriðja ráð-
stefnan af fjórum sem haldnar
verða. Verkefninu er ætlað að efla
---------------------------------------
//Ifmœlisþakkir
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 90
ára afmœli mínu 27. mars. Ennfremur þakka ég
fjölskyldu minni og þeim sem skemmtu með
söng, dansi og hljóðfœraleik fyrir þeirra þátt í
að gera mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ólína I. Jónsdóttir,
Höfðagrund 2,
Akranesi.
v______________________________________/
Alltaf rífandi sala!
Álfabrekka f Borgarfiröi
Opið hús
laugardaginn 22 apríl
§5100 9°
tfssioow.itoflíflwi
Skiphotti 30 b • 2 h«ð Cv
Sumarbústaður í sumarbústaðalandi Ytri-Skeljabrekku, Andakílshreppi
Borgarfirði. Valur Tino tekur á móti þér og þínum á milli kl. 13.00 og
17.00. Mjög fallegur 60 fm sumarbústaður á frábærum stað stutt frá
Borgarnesi. Allt sérsmíðað inn í bústaðinn, innbú fylgir. 3 svefn-
herbergi. Sólskáli og kominn sökkull fyrir 12 fm gestahúsi.
Verð 6,3 millj.
Akstursleiðbeiningar: Keyrt I átttina að Borgarnesi, áður en farið er yfir
brúna er beygt til hægri (gamli vegurinn til Hvanneyrar). Keyrðir ca 4
km og á hægri hönd frá vegi er skilti sem segir Sumarbústaðaland í
Skeljabrekku. Þar eru 6 bústaðir og er þessi einn af þremur sem eru
efst í brekkunni, og er fyrir miðju (sá með sólstofuna.).
lýðræðislega umræðu og skapa
grundvöll fyrir borgarana til að
hafa áhrif á það hvernig borg
Reykjavík verður í framtíðinni,
segir í fréttatilkynningu.
Frummælendur eru: Úrsúla
Ingvarsdóttir hagfræðingur, Þór-
anna Jónsdóttir, aðjúnkt við við-
skiptadeild Háskólans í Reykjavík,
Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi
forstjóri, og Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskrar erfðagreiningar.
í pallborðsumræðum taka þátt
þau Sigrún Magnúsdóttir borgar-
fulltrúi, Ragnhildur Vigfúsdóttir
sagnfræðingur, Einar Örn Bene-
diktsson fjölmiðlafræðingur, og
Árni Sigfússon framkvæmdastjóri.
Fundarstjóri er Stefán Jón Haf-
stein. Boðið verður uppá hress-
ingu.
Ráðstefnunni verður sjónvarpað
á Skjá 1. Eimskip, Hekla, íslensk
erfðagreining, ístak, Landssíminn
og Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis kosta sjónvarpsútsending-
arnar.
Silfurkristalskrossinn
Kr: 8.850.-
Gullkross með kristal
Kr: 5.950.-
Framtíðareign.
Komið og sannfærist.
\\JTéíd< m
^vKRISTALL
Krlnglunni - Faxafeni
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 71
JCœrar kveðjur
Ég sendi skyldfólki og vinum, sem sýndu mér
vináttu og hlýhug á 70 ára afmœli mínu þann
8 apríl sl., innilegar þakkir.
Guðni Friðriksson,
Silfurgötu 26, Stykkishólmi.
RÉTTÓ — árgerð 1953
Varst þú í Breiðagerðis- eða Réttarholtsskólanum og ert árgerð 1953?
Nú ætlum við að hittast í tilefni þess að í vor eru 30 ár frá því að '53 árgerðin
kvaddi RÉTTÓ. Það eru allir úr „hverfmu" fæddir 1953 hvattir til að mæta —
við viljum sjá þig! Hafðu samband við okkur sem allra fyrst og í síðasta lagi
30. apríl, til að tilkynna þátttöku og fá nánari upplýsingar.
Hringdu strax — þetta verður pottþétt fjör!
Ágúst Már s. 564 3950, Ásdís R. s. 553-0653, Edda J. s. 552 0601,
Einar L. s. 426 8137, Jónas Á. s. 894 6994, Páll G. 898 5858.
<
Ráðstefna um almenningssamgöngur
Borgarnesi, 27. aprfl 2000 kl. 13.00-18.00
Ráðstefnustjúri: Þórður Skúlason, framkvæmdastfóri Sambands fslenskra sveitarfélaga.
Ávarp: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
Kl. 13.15 I. Lýslng á núverandl ástandl
1. Ferjur og sérleyfisakstur - Magnús V. Jóhannsson, forstöðumaður rekstrardeildar
Vegagerðarinnar
2. Flug - Þorgeir Pálsson, flugmálastjðri
3. Almenningsvagnar- Pétur U. Fenger, framkvæmdastjðri Almenningsvagna bs.
4. Almenningssamgöngur í dreifbýli - Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
5. Samgöngulíkan - Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar
Kl. 14.15 II. Almenningssamgöngur í Danmörku
Henrik Severin Hansen, trafikkonsulent Amtrádsforeningen
Kl. 14.45 III. Kynning á skýrslu um „Almenningssamgöngur með áætlunarbflum á
landsbyggðlnnl"
Karl Benediktsson og Óskar Eggert Óskarsson, landfræðingar hjá Raunvfsindastofnun
Háskólans
Kaffihlé (20 mín.)
Kl. 15.30 IV. Framtlðarsýn
1. Almenningssamgöngur og ferðaþjónustan - Úlfar Antonsson, deildarstjóri
innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu Islands
2. Almenningssamgöngur og flug - Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags
(slands
3. Almenningssamgöngur og atvinnulífið - Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður
þróunarsviðs Byggðastofnunar
4. Almenningssamgöngur og sérleyfishafar - Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Félags
sérleyfishafa
5. Almenningssamgöngur og höfuðborgarsvæðið - Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Aflvaka
6. Almenningssamgöngur og dreifbýli - Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Egilsstöðum
7. Almenningssamgöngur og skipulagsmál - Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri í
umhverfisráðuneytinu
8. Aðrar hugmyndir - Axel Hall, hagfræðingur Hagfræðistofnunar
Fyrirspurnir eru leyfðar eftir hvern dagskrárlið.
Kl. 17.00 V. Pallborðsumræður
Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, Jón Bjarnason alþingismaður,
Karl Benediktsson lektor, Kristinn Gunnarsson alþingismaður,
Helgi Pétursson formaður stjórnar SVR og Þorgerður Gunnarsdóttir alþingismaður
Þátttaka er ókeypis en þátttöku verður að tilkynna Upplýsinga- og kynningarmiðstöð
Vesturlands hf. í Borgarnesi eigi sfðar en 26. apríl.
Sími 437 2214, bréfasími 437 2314, tölvupóstur: tourinfo@vesturland.is
HÚSI&
tnnritun he fst strax'á þriðjudaginn!
KRAMHÚSIÐ - símar 551 5103 • 551 7860