Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 44

Morgunblaðið - 30.04.2000, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ “ 44 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 OPIÐ HÚS - VESTURGATA 33 í dag, sunnudag, er opið hús á Vesturgötu 33 milli kl. 14-16. Um er að ræða sérhæð og samtengdan kjallari í þessu fallega húsl. Húsið er í góðu ásigkomulagi á góðrí lóð og í því eru meðal annars 4 svefnherbergi. Góður stigi er á milli hæða sem tengir báðar hæðirnar vel saman. Áhugaverð eign í gamla bænum. Verð 16,3 millj. r Opið hús Smárabarð 2d 1 Falleg 115 fm 4ra herb. Ibúð. Verð 11,2m. Laus strax. Viðhaldsfrí klæðning. Tvær Ibúðir I sameign sem er I góðu ástandi. Sigurður og Ólöf taka á móti gestum í dag milli kl. 14 og 18. Upplýsingar í síma 555 2508. Hafnarfirði, Fjarðargötu 17. ' Sími 520 2600. Fax 520 2601. Netfang as@as.is. Heimasíða http://www.as.is Húsafell - sumarbústaðir á einstöku verði Höfum í einkasölu vandaða 43 fm sumarbústaði í þessari frábæru sumarparadís. Um er að ræða 6 bústaði sem allir eru í mjög góðu standi. Rafmagnskynding. Baðherb. með sturtu. 2 svefnherb. Mögul. á hitaveitu og heitum potti. Verð 2,3-2,6 millj. Afh. í sept. i „ 2000. Allar nánari upplýsingar á Valhöll. Hægt að sjá myndir á Valholl.is Valhöll fasteignasala, s. 588 4477. Opið í dag frá kl. 12-14. Tvær hæöir samtals 520 m2 í nýuppgerðu húsi í miðbæ Reykjavíkur með fallegu útsýni yfir Sundin. Önnur hæðin er í útleigu, en þriðja hæðin er tilbúin tii innréttingar, þar er mögulegt að gera 2 íbúðir. Skipti á annarri eign koma til greina. Mjög falleg eign. Hafðu samband og fáðu teikningar og allar nánari upplýsingar. Verðið gæti komið á óvart! Fasteignasalan Skipholti 50b ■ 105 Reykjavlk & 511-2900 FRÉTTIR Kópavogsbær styrkir Skógræktarfélag Kópavogs Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, undirrita samstarfssamning um skógrækt. Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi fylgist með. Landgræðsluskóga- svæðið tvöfaldað GERÐUR hefur verið samningur um samstarf Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar í til- efni af 30 ára afmæli Skógræktarfé- lagsins 25. september síðastliðinn. Felur hann meðal annars í sér fjár- hagslegan stuðning bæjarins við starf Skógræktarfélagsins. Samn- ingurinn er til fimm ára. Kópavogs- bær veitir Skógræktarfélaginu einnar milljónar króna árlegan rekstrarstyrk auk 400 þúsund króna styrks til uppbyggingar útivistar- svæðis og fræðsluseturs í Guðmun- darlundi. Þá skuldbindur Kópavogs- bær sig til að leggja til vinnuaíl til að annast plöntur sem þegar hafa verið gróðursettar í Kópavogi í land- græðsluskógaverkefninu og halda áfram gróðursetningu. Er áætlaður kostnaður við laun vinnuskólans 1.100 þúsund á ári auk 300 þúsund króna við flutninga og aðstöðu og 200 þúsunda við stíga- og vegagerð. Nemur heildarstuðningur Kópa- vogsbæjar því um 3 milljónum króna á ári. Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, segir að samningurinn gjörbreyti aðstöðu félagsins til að vinna að aukinni skógrækt í Kópavogi bæjarbúum til hagsbóta. Rekstrarstyrkurinn geri félaginu kleift að ráða starfsmann yfir sumarið til að skipuleggja starf- ið. Skógræktarfélag Kópavogs er með starfsemi á mörgum stöðum í bæjarlandinu, meðal annars á Rjúpnahæð og í Vatnsendalandi. Félagið á jörðina Fossá í Kjós til helminga á móti Skógræktarfélagi Kjósarsýslu og þar er nú kominn vöxtulegur skógur. í samvinnu við Kópavogsbæ hefur verið unnið að plöntun samkvæmt landgræðsluskógaverkefninu. Eru landgræðsluskógasvæði í Kópavogi nú orðin 100 hektarar að stærð. Sig- ríður getur þess að nú sé verið að stækka landgræðsluskógasvæðið í Lækjarbotnum um 100 hektara og er nýja landið jafn stórt og þau land- græðsluskógasvæði sem fyrir eru. Mikill raunur á útvarpsnotkun ólikra aldurshópa Mest hlust- un á Rás 2 MEÐALTAL hlustunar á útvarp á landinu öllu á virkum dögum, skv. fjölmiðlakönnun Gallup, var mest 41,6% á Rás 2, 30,6% á Rás 1, 24,2% á Bylgjuna, 12,8% á FM 95,7, 9,8% á Radio, 8,1% á Mono, 6,6% á Gull 90,9, 6,4% á Létt 96,7, 5,8% á X-ið. Aðrar útvarpsstöðvar mældust með minni hlustun. Skv. könnuninni hefur hlustun á útvarp á virkum dögum aukist á Rás 2 frá seinustu könnun sem gerð var í apríl 1999, hlustun á Rás 1 stendur nánast í stað en hlustun á Bylgjuna hefur minnkað á þessu tímabili. Um helgar hefur hlustun á Bylgj- una aftur á móti aukist frá seinustu könnun og mælist hún nú 27% að meðaltali. Mest hlustun er á Rás 2 um helgar líkt og virka daga eða 33,2%, sem er nokkur aukning frá seinustu könnun. Meðaltal hlustunar á Rás 1 um helgar hefur einnig auk- ist lítillega og mælist nú 28,4%. Mikill munur er á útvarpshlustun einstakra aldurshópa. Þannig er meðalhlustun á Rás 2 hlutfallslega mest í aldurshópnum 50-67 ára eða 66,4% á öllu landinu. Meðalhlustun á Rás 1 er 87,3% meðal 68-80 ára, meðalhlustun á Bylgjuna er hlut- fallslega mest í aldurshópnum 35-39 ára eða 40,9%. Á höfuðborgarsvæðinu og Reykja- nesi nýtur Radio hlustunar 34,6% í aldurshópnum 20-24 ára, 33,7% á al- drinum 25-29 ára hlusta á FM, 26,7% í aldurshópnum 12-19 ára hlusta á Mono og 23,9% í sama al- durshópi hlusta á X-ið á Reykjavík- ur- og Reykjanessvæðinu. Meðal- hlustun á aðrar útvarpsstöðvar, skipt eftir aldurshópum, er minni skv. könnun Gallup. Opid hús í dag milli kl. 14 og 16 Álfheimar 21 5 herb. íbúð á 2. hæð + bílskúr Falleg og björt 5 herb. íbúð ásamt ca 28 fm bílskúr í fjórbýlishúsi og auka- herbergi í kjallara með sérsnyrtingu. 3 svefnherb., stofa og borðstofa. Parket á gólfum, stórar svalir, gott útsýni yfir Laugardalinn. Magnús og Hildur á dyrabjöllu. BORGARFASTEIGNIR, Vitastfg 12, sími 561 4270 Norðurfell 11 - m. aukaíbúð Opið hús í dag frá kl. 15-17 Fallegt 214 fm endaraðh., 2 h. með 33 fm innb. bílskúr ásamt aukaíb. í kj. Húsinu hefur verið vel viðhaldið, m.a klætt að utan. Falleg nýl. gólfefni og innr. Arinn f stofu, gott útsýni. Ný glæsileg 36 fm sólstofa. Áhv. 7,0 m. V. 21,5 millj. Þorgeir og Jóna taka á móti þér og þínum í dag frá kl. 15-17. 4008 Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. Opið í dag frá kl 12-14. Atvinnuhúsnæði Bíldshöfði. Til sölu 450 fm. Margir nýtingarmögul. Eyrartröð Hafnarfirði. 1.000 fm. Selst í hlutum eða heilu lagi. Hag- kvæmnisverð og ástandsmat á skrifstofu. Óðinsgata. Til sölu 60 fm götuhæð + 40 fm kjallari. Skúlagata. Til sölu eða leigu 2.700 fm. í miðbænum. Til leigu 120 fm skrifstofuhúsnæði. Vesturvör. Til leigu 232 fm. Mikil lofthæð. Suðurhraun. Til sölu eða leigu 4.700 fm. Suðurhraun. Til leigu 100 fm, fyrir t.d. bílaviðgerðir. Upplýsingar á skrifstofu. Fasteignasalan Hreiðrið, Hverfisgötu 103,101 Reykjavík, símar 551 7270 — 893 3985. Fasteignav: www.hreidrid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.