Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ “ 44 SUNNUDAGUR 30. APRÍL 2000 OPIÐ HÚS - VESTURGATA 33 í dag, sunnudag, er opið hús á Vesturgötu 33 milli kl. 14-16. Um er að ræða sérhæð og samtengdan kjallari í þessu fallega húsl. Húsið er í góðu ásigkomulagi á góðrí lóð og í því eru meðal annars 4 svefnherbergi. Góður stigi er á milli hæða sem tengir báðar hæðirnar vel saman. Áhugaverð eign í gamla bænum. Verð 16,3 millj. r Opið hús Smárabarð 2d 1 Falleg 115 fm 4ra herb. Ibúð. Verð 11,2m. Laus strax. Viðhaldsfrí klæðning. Tvær Ibúðir I sameign sem er I góðu ástandi. Sigurður og Ólöf taka á móti gestum í dag milli kl. 14 og 18. Upplýsingar í síma 555 2508. Hafnarfirði, Fjarðargötu 17. ' Sími 520 2600. Fax 520 2601. Netfang as@as.is. Heimasíða http://www.as.is Húsafell - sumarbústaðir á einstöku verði Höfum í einkasölu vandaða 43 fm sumarbústaði í þessari frábæru sumarparadís. Um er að ræða 6 bústaði sem allir eru í mjög góðu standi. Rafmagnskynding. Baðherb. með sturtu. 2 svefnherb. Mögul. á hitaveitu og heitum potti. Verð 2,3-2,6 millj. Afh. í sept. i „ 2000. Allar nánari upplýsingar á Valhöll. Hægt að sjá myndir á Valholl.is Valhöll fasteignasala, s. 588 4477. Opið í dag frá kl. 12-14. Tvær hæöir samtals 520 m2 í nýuppgerðu húsi í miðbæ Reykjavíkur með fallegu útsýni yfir Sundin. Önnur hæðin er í útleigu, en þriðja hæðin er tilbúin tii innréttingar, þar er mögulegt að gera 2 íbúðir. Skipti á annarri eign koma til greina. Mjög falleg eign. Hafðu samband og fáðu teikningar og allar nánari upplýsingar. Verðið gæti komið á óvart! Fasteignasalan Skipholti 50b ■ 105 Reykjavlk & 511-2900 FRÉTTIR Kópavogsbær styrkir Skógræktarfélag Kópavogs Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, undirrita samstarfssamning um skógrækt. Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi fylgist með. Landgræðsluskóga- svæðið tvöfaldað GERÐUR hefur verið samningur um samstarf Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar í til- efni af 30 ára afmæli Skógræktarfé- lagsins 25. september síðastliðinn. Felur hann meðal annars í sér fjár- hagslegan stuðning bæjarins við starf Skógræktarfélagsins. Samn- ingurinn er til fimm ára. Kópavogs- bær veitir Skógræktarfélaginu einnar milljónar króna árlegan rekstrarstyrk auk 400 þúsund króna styrks til uppbyggingar útivistar- svæðis og fræðsluseturs í Guðmun- darlundi. Þá skuldbindur Kópavogs- bær sig til að leggja til vinnuaíl til að annast plöntur sem þegar hafa verið gróðursettar í Kópavogi í land- græðsluskógaverkefninu og halda áfram gróðursetningu. Er áætlaður kostnaður við laun vinnuskólans 1.100 þúsund á ári auk 300 þúsund króna við flutninga og aðstöðu og 200 þúsunda við stíga- og vegagerð. Nemur heildarstuðningur Kópa- vogsbæjar því um 3 milljónum króna á ári. Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, segir að samningurinn gjörbreyti aðstöðu félagsins til að vinna að aukinni skógrækt í Kópavogi bæjarbúum til hagsbóta. Rekstrarstyrkurinn geri félaginu kleift að ráða starfsmann yfir sumarið til að skipuleggja starf- ið. Skógræktarfélag Kópavogs er með starfsemi á mörgum stöðum í bæjarlandinu, meðal annars á Rjúpnahæð og í Vatnsendalandi. Félagið á jörðina Fossá í Kjós til helminga á móti Skógræktarfélagi Kjósarsýslu og þar er nú kominn vöxtulegur skógur. í samvinnu við Kópavogsbæ hefur verið unnið að plöntun samkvæmt landgræðsluskógaverkefninu. Eru landgræðsluskógasvæði í Kópavogi nú orðin 100 hektarar að stærð. Sig- ríður getur þess að nú sé verið að stækka landgræðsluskógasvæðið í Lækjarbotnum um 100 hektara og er nýja landið jafn stórt og þau land- græðsluskógasvæði sem fyrir eru. Mikill raunur á útvarpsnotkun ólikra aldurshópa Mest hlust- un á Rás 2 MEÐALTAL hlustunar á útvarp á landinu öllu á virkum dögum, skv. fjölmiðlakönnun Gallup, var mest 41,6% á Rás 2, 30,6% á Rás 1, 24,2% á Bylgjuna, 12,8% á FM 95,7, 9,8% á Radio, 8,1% á Mono, 6,6% á Gull 90,9, 6,4% á Létt 96,7, 5,8% á X-ið. Aðrar útvarpsstöðvar mældust með minni hlustun. Skv. könnuninni hefur hlustun á útvarp á virkum dögum aukist á Rás 2 frá seinustu könnun sem gerð var í apríl 1999, hlustun á Rás 1 stendur nánast í stað en hlustun á Bylgjuna hefur minnkað á þessu tímabili. Um helgar hefur hlustun á Bylgj- una aftur á móti aukist frá seinustu könnun og mælist hún nú 27% að meðaltali. Mest hlustun er á Rás 2 um helgar líkt og virka daga eða 33,2%, sem er nokkur aukning frá seinustu könnun. Meðaltal hlustunar á Rás 1 um helgar hefur einnig auk- ist lítillega og mælist nú 28,4%. Mikill munur er á útvarpshlustun einstakra aldurshópa. Þannig er meðalhlustun á Rás 2 hlutfallslega mest í aldurshópnum 50-67 ára eða 66,4% á öllu landinu. Meðalhlustun á Rás 1 er 87,3% meðal 68-80 ára, meðalhlustun á Bylgjuna er hlut- fallslega mest í aldurshópnum 35-39 ára eða 40,9%. Á höfuðborgarsvæðinu og Reykja- nesi nýtur Radio hlustunar 34,6% í aldurshópnum 20-24 ára, 33,7% á al- drinum 25-29 ára hlusta á FM, 26,7% í aldurshópnum 12-19 ára hlusta á Mono og 23,9% í sama al- durshópi hlusta á X-ið á Reykjavík- ur- og Reykjanessvæðinu. Meðal- hlustun á aðrar útvarpsstöðvar, skipt eftir aldurshópum, er minni skv. könnun Gallup. Opid hús í dag milli kl. 14 og 16 Álfheimar 21 5 herb. íbúð á 2. hæð + bílskúr Falleg og björt 5 herb. íbúð ásamt ca 28 fm bílskúr í fjórbýlishúsi og auka- herbergi í kjallara með sérsnyrtingu. 3 svefnherb., stofa og borðstofa. Parket á gólfum, stórar svalir, gott útsýni yfir Laugardalinn. Magnús og Hildur á dyrabjöllu. BORGARFASTEIGNIR, Vitastfg 12, sími 561 4270 Norðurfell 11 - m. aukaíbúð Opið hús í dag frá kl. 15-17 Fallegt 214 fm endaraðh., 2 h. með 33 fm innb. bílskúr ásamt aukaíb. í kj. Húsinu hefur verið vel viðhaldið, m.a klætt að utan. Falleg nýl. gólfefni og innr. Arinn f stofu, gott útsýni. Ný glæsileg 36 fm sólstofa. Áhv. 7,0 m. V. 21,5 millj. Þorgeir og Jóna taka á móti þér og þínum í dag frá kl. 15-17. 4008 Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. Opið í dag frá kl 12-14. Atvinnuhúsnæði Bíldshöfði. Til sölu 450 fm. Margir nýtingarmögul. Eyrartröð Hafnarfirði. 1.000 fm. Selst í hlutum eða heilu lagi. Hag- kvæmnisverð og ástandsmat á skrifstofu. Óðinsgata. Til sölu 60 fm götuhæð + 40 fm kjallari. Skúlagata. Til sölu eða leigu 2.700 fm. í miðbænum. Til leigu 120 fm skrifstofuhúsnæði. Vesturvör. Til leigu 232 fm. Mikil lofthæð. Suðurhraun. Til sölu eða leigu 4.700 fm. Suðurhraun. Til leigu 100 fm, fyrir t.d. bílaviðgerðir. Upplýsingar á skrifstofu. Fasteignasalan Hreiðrið, Hverfisgötu 103,101 Reykjavík, símar 551 7270 — 893 3985. Fasteignav: www.hreidrid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.