Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 2
2 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimildarþættir í Rikissjónvarpinu um kalda stríðið
Nýjar upplýsingar um
umfang njósna Sovét-
manna á Islandi
Framkvæmdir við ein-
angrunarstöðina í Hrísey
Öll tilboðin
yfír kostnað-
aráætlun
ÞRJÚ tilboð bárust í stækkun
Einangrunarstöðvar gæludýra í
Hrísey og breytingar á eldra hús-
næði stöðvarinnar og voru þau öll
nokkuð yfir kostnaðaráætlun.
Björk ehf. í Hrísey bauðst til að
vinna verkið fyrir tæpar 14,9 millj-
ónir króna, sem er rúmlega 128%
af kostnaðaráætlun verkkaupa,
sem er upp á 11,6 milljónir króna.
Narfí Björgvinsson í Hrísey
bauð rúmar 15,2 milljónir króna
eða 131% og Sandur og stál ehf. á
Húsavík bauð rúmar 19,8 milljónir
króna eða um 171% af kostnaðar-
áætlun. Eftir er að fara yfir og
meta tilboðin sem bárust en þau
voru opnuð hjá Ríkiskaupum í
gær.
Um er að ræða tæplega 100 fer-
metra viðbyggingu við eldra hús-
næði stöðvarinnar og tengingu við
það. Einnig þarf að breyta skipu-
lagi innanhúss í eldri byggingunni,
ásamt ýmsu öðru en ráðgert er að
verkinu verði að fullu lokið 31.
ágúst nk.
NYJAR upplýsingar um njósnir
Sovétmanna á íslandi koma fram í
heimildaþáttum um kalda stríðið
sem þeir Árni Snævarr, Ingvar Þór-
isson og Valur Ingimundarson
standa að og verða sýndir í Sjón-
varpinu næstu tvö mánudagskvöld.
„Þessar upplýsingar hafa ekki áð-
ur komið fram og snúast þær um
umfang njósna Sovétmanna og með
hvaða hætti Bandaríkjamenn,
NATO og íslendingar brugðust við
þeim,“ sagði Árni Snævarr í samtali
við Morgunblaðið.
Hann segir að einnig sé fjallað
mikið um hlutverk Islands í kjarn-
orkuáætlun Bandaríkjastjórnar í
kalda stríðinu.
Pólitískur þráður kalda
stríðsins rakinn
Valur Ingimundarson segir að í
þáttunum sé fjallað um helstu atriði
kalda stríðsins og að pólitískur
þráður þess sé rakinn. Til dæmis sé
fjallað um herstöðvarbeiðni Banda-
ríkjamanna, Keflavíkursamninginn,
aðildina að NATO, gerð varnar-
samningsins, samskipti íslenskra
sósíalista við austantjaldsríkin og
menningarstríðið hér á landi. Einn-
ig sé reynt að tengja umfjöllunina
öðrum alþjóðamálum, svo sem Kór-
eustríðinu og Víetnamstríðinu.
„Miðillinn er þannig að það er
ekki annað hægt en að stikla á stóru,
en þama er það helsta tekið saman
og fulltrúar hinna ýmsu sjónarmiða
koma fram og segja sínar skoðanir.
Það eru viðtöl við hátt á þriðja tug
manna, bæði þá sem voru þátttak-
endur í kalda stríðinu og innlenda
og erlenda fræðimenn," segir Valur.
í fyrri þættinum er fjallað um ár-
in 1945 til 1960 og í þeim seinni er
sagan rakin áfram til endaloka
kalda stríðsins.
„Þegar þættirnir eru bornir sam-
an kemur glögglega fram hversu
ólíkur tíðarandinn var. Lítið hefur
verið fjallað um það tímabil sem
seinni þátturinn spannar en þar er
meðal annars fjallað um áætlanir
vinstri stjórnarinnar 1971 til 1974
um endurskoðun varnarsamnings-
ins og brottför Bandaríkjahers frá
íslandi,“ segir Valur.
Mikil vinna lögð í að
finna myndefni
Árni segir að mikil vinna hafí
verið lögð í að finna myndefni. I
þáttunum sé að finna margar gaml-
ar myndir, meðal annars af heim-
sókn íslenskrar sendinefndar MÍR
til Sovétríkjanna. Fleiri myndir,
sem hefðu líklega ekki komið áður
fyrir almenningssjónir, hafi verið
fengnar frá ýmsum aðilum, meðal
annars starfsmönnum Keflavíkur-
flugvallar.
Morgunblaðið/Golli
Unglingar í Indíánagili
HÓPUR unglinga safnaðist saman í Indíánagili í Elliðaárdal á föstudags- Allt fór vel fram að mati lögreglu, enda unglingar að sjálfsögðu besta fólk,
kvöldið til að fagna lokum samræmdu prófanna og eiga saman góða stund. þótt skemmtilegt geti verið að bregða á leik fyrir framan linsuna.
17-22 þús-
und ferkfló-
metrar gætu
komið í hlut
Islendinga
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti
á fundi sínum á föstudag að
veita 16 milljóna króna viðbót-
arfjármagn til undirbúnings
landgrunnskrafna í Sfldar-
smugunni, en áætla má að 17 til
22 þúsund ferkflómetrar á því
svæði geti komið í hlut íslend-
inga. Stærð svæðisins er hins
vegar mjög óviss vegna skorts
á gögnum, en auk Islendinga
eiga Norðmenn og líklega einn-
ig Færeyingar tilkall til veru-
legra landgrunnssvæða þarna
utan efnahagslögsögunnar.
í upplýsingum frá iðnaðar-
ráðuneytinu kemur fram að
samráðsnefnd um landgrunns-
og olíuleitarmál hafi nýverið
fundað með norsku olíustofn-
uninni um landgrunnsmál og
þar hafi komið fram ósk stofn-
unarinnar um samvinnu við Is-
lendinga og hugsanlega Fær-
eyinga um kortlagningu
hafsbotnsins í suðurhluta Sfld-
arsmugunnar, þar sem þessar
þjóðir eigi tilkall til verulegra
landgrunnssvæða utan efna-
hagslögsögunnar.
Mælingar
í sumar
Norðmenn hyggjast fram-
kvæma setþykktarmælingar á
þessu svæði í sumar og hafa
boðið íslendingum að taka þátt
í þeim.
Fram kemur að forsenda
þess að við getum haldið hlut
okkar gagnvart Norðmönnum
og Færeyingum í þessum efn-
um sé að fyrirliggjandi séu full-
nægjandi upplýsingar um
þykkt setlaga á svæðinu, en
áætla megi að 17-22 þúsund
ferkílómetrar geti fallið Islend-
ingum í skaut á svæðinu. Flat-
armálstölur séu hins vegar
ákaflega óvissar vegna skorts á
gögnum.
Jafnframt kemm- fram að
samkvæmt hafréttarsamningi
Sameinuðu þjóðanna skuli
strandríki leggja fram upplýs-
ingar um mörk landgrunns
síns utan 200 sjómflna fyrir
landgrunnsnefnd SÞ, sem
starfi á grundvelli samnings-
ins. Beri íslenskum stjórnvöld-
um skylda til að gera nefndinni
grein fyrir ytri mörkum
landgrunnsins fyrir 16. nóvem-
ber árið 2004.
k
Samþykkt að taka upp aldurstengt réttindakerfi í Lífeyrissjóði lækna
Á ÁRSFUNDI Lífeyrissjóðs
lækna var samþykkt að breyta
reglugerð sjóðsins og taka upp
aldurstengt réttindakerfi samhliða
því að áunnin réttindi sjóðfélaga
voru hækkuð um 45%. Var breyt-
ingin samþykkt einróma á árs-
fundinum, sem er sá fjölmennasti
frá upphafi.
Aldurstengt réttindakerfi felur í
sér að öflun réttinda er háð aldri
sjóðfélaga og því hve lengi iðgjöld
til sjóðsins eru til ávöxtunar. Rétt-
indin minnka því í samræmi við
hækkandi aldur, en áður byggðist
Lífeyrissjóður lækna á jafnri rétt-
indaávinnslu um starfsævina, eins
og raunar flestir aðrir lífeyrissjóð-
ir hér á landi.
í upplýsingum til sjóðfélaganna
vegna breytinganna segir að ný
lög um lífeyrissjóði og auknar
heimildir til að velja lífeyrissjóð
geri það að verkum að forsendur
séu breyttar, þannig að stjórn Líf-
eyrissjóðs lækna telji óhjákvæmi-
legt að leggja til að tekið verði upp
aldurstengt réttindakerfi.
Meðal kosta við aldurstengt
réttindakerfi er bent á að afkoma
Áunnin réttindi sjóð-
félaga aukin um 45%
lífeyrissjóðsins verði óháð aldurs-
samsetningu hópsins. Hver sjóðfé-
lagi fái réttindi í hlutfalli við
sparnaðartíma og tryggingarlega
áhættu og enginn sjóðfélagi hagn-
ist á kostnað annars. Þá geti sjóð-
félagar greitt viðbótariðgjald til
sjóðsins og þannig aukið lífeyris-
réttindi sín í samtryggingarsjóði
og hægt verði að úthluta eignum
umfram skuldbindingar árlega til
sjóðfélaga. Auðveldara verði að
samræma eignir og skuldbinding-
ar, þar sem ekki sé lengur þörf á
að eiga varasjóð vegna hlutfalls-
legrar breytingar á aldurssam-
setningu hópsins.
Fram kemur einnig að elstu
sjóðfélagarnir hagnast á breyting-
unni af því að hægt sé að auka
áunnin réttindi þeirra og sama
gildi um sjóðfélaga á miðjum aldri.
A móti komi að þeir síðarnefndu
tapa á breytingunni vegna þess að
þeir hafa á fyrri hluta starfsævinn-
ar greitt í lífeyrissjóð sem byggist
á jöfnum réttindum en munu fram-
vegis greiða í aldurstengdan líf-
eyrissjóð sem úthluti minni rétt-
indum eftir því sem sjóðfélagar
eru eldri. Þá hagnast yngstu sjóð-
félagarnir vegna þess að þeir fá
meiri réttindi fyrir iðgjöld sín.
1.100
sjóðfélagar
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs
lækna var 16,3% á síðasta ári og
námu eignir í árslok tæpum 11,4
milljörðum króna. Verðbréfamark-
aður Islandsbanka sér um rekstur
sjóðsins og var fjöldi virkra sjóðfé-
laga á síðasta ári tæplega 1.100.
Samkvæmt tryggingafræðilegri
úttekt, sem gerð var í árslok 1999,
átti sjóðurinn verulegar eignir um-
fram skuldbindingar. Eignir sjóðs-
ins miðað við 3,5% raunávöxtun
voru 3,9 milljarðar umfram áfalln-
ar skuldbindingar eða 48%. Staðan
versnaði hins vegar um 2,2 millj-
arða við það að reikna framtíðar-
skuldbindingu vegna virkra sjóðfé-
laga en þá lækkuðu eignir umfram
skuldbindingar niður í 1,7 millj-
arða eða 8% af heildarskuldbind-
ingum. „Af þessum sökum var tal-
ið brýnt að taka upp aldurstengt
réttindakerfi þannig að framtíðar-
iðgjöld standi undir þeim skuld-
bindingum sem verða til vegna
þeirra,“ segir í frétt frá lífeyris-
sjóðnum af þessu tilefni.
Ennfremur segir að um leið og
tekið sé upp aldurstengt réttinda-
kerfi séu áunnin réttindi sjóðfé-
laga leiðrétt þar sem lífeyrisrétt-
indi munu ávinnast í framtíðinni
með öðrum hætti en áður. „Til að
jafna áhrifin af kerfisbreytingunni
verða réttindi allra sjóðfélaga
reiknuð aftur eins og þeir hefðu
greitt í aldurstengdan lífeyrissjóð
frá upphafi. Síðan verða réttindi
aukin hjá þeim sem hefðu áunnið
sér meiri réttindi með þessu móti
en réttindi annarra eru óbreytt.
Þessi leiðrétting nemur 475 millj-
ónum en eftir hana verða síðan
áunnin réttindi allra sjóðfélaga
aukin um 45% þar sem iðgjöld og
framtíðarskuldbindingar verða í
jafnvægi. Aukning réttinda kostar
3,8 milljarða og verða eignir sjóðs-
ins eftir það 227 milljónir umfram
heildarskuldbindingar sjóðsins eða
1% af skuldbindingum.“
l