Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 4

Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 4
4 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ► Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í vikunni 26 ára gamlan mann, Elís Helga Ævarsson, í 16 ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að bana áttræðri konu, Sigurbjörgu Einars- dóttur, í íbúð hennar við Espigerði í byijun desem- ber sl. ► Verkfall mjólkurfræð- inga hófst á miðnætti 4. maí og stóð í tæpan sólar- hring. Nýr kjarasamning- ur sem undirritaður var tekur mið af samningum Flóabandalagsins. Vegna verkfallsins kláraðist mjólk hjá Mjólkursamsöl- unni og í mörgum verslun- um á fimmtudag en fram- leiðsla og dreifing komust fljótlega í samt lag. ► fslenskt fyrirtæki undirbýr allshcijarvef á netinu um knattspyrnu en forsvarsmenn vefjarins, worldsoccercIub.com, hafa gert samning við brasilfska knattspyrnumanninn Riv- aldo um að koma fram fyr- ir hönd vefjarins. ► Væntanlega verður útboðsgengi þeirra 8 millj- óna hluta í deCODE genet- ics sem selja á í forsölu, á bilinu 14 til 18 dollarar á hlut. Fréttin af væntanlegu útboðsgengi hafði veruleg áhrif á gráa markaðinn á Islandi en á föstudag lækk- aði gengi bréfanna um 25%. ► Seðlabankinn spáir 5% verðbólgu miðað við óbreytt gengi og er við- skiptahalli talinn vaxandi ógnun við stöðugleika. Össur kjörinn for- maður á stofnfundi Samfylkingarinnar STOFNFUNDUR Samfylkingarinnai’ var haldinn á fóstudag og var Össur Skarphéðinsson kjörinn fyrsti formað- ur. Meðal þeirra sem ávörpuðu stofn- fundinn var Glenda Jackson, þingmað- ur breska Verkamannaflokksins. Við setningu fundarins sagði Össur m.a. að Samfylkingin væri tilbúin að veita ríkisstjórn forystu. Hann sagði einnig að gjald fyrir auðlindanýtingu ætti m.a. að nýta til að lækka tekjuskatt launafólks og lagði hann áherslu á var- fæmi og aðgát varðandi hugsanlega að- ild að ESB, en hann telur næsta skref í þeim málum að skilgreina samnings- markmið Islendinga. Utanríkisráðherrar ræða varnarsamning HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti fund með Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í vikunni og voru öryggis- og vamarmál í Evrópu og vamarsamning- ur íslands og Bandaríkjanna helstu umræðuefni ráðherranna. Halldór sagði að ágreiningur milli ís- lenskra og bandarískra stjómvalda um framkvæmd sjóflutninga fyrir vamai'- liðið væri á viðkvæmu stigi. Verkfall farmanna á kaupskipum VERKFALL farmanna á kaupskipum hófst á miðnætti 1. maí og stöðvuðust þegar sex kaupskip í höfhurn landsins. Verkfallið nær til um hundrað farmanna. Fulltrúar Sjómannafélags íslands og viðsemjendur þeirra hafa setið stífa fundi í húsnæði ríkissáttasemjara alla vikima, án árangurs. Verkföll í Noregi UM 85.000 norskir launþegar lögðu niður vinnu aðfaranótt miðvikudags og hefur verkfallið raskað starfssemi á flestum sviðum norsks atvinnuiífs. Verkfallið nær til félagsmanna aðildar- félaga norska alþýðusambandsins (LO) og hefur m.a. haft áhrif á flugumferð, eldsneytisvinnslu, feijusiglingar og út- gáfu dagblaða. Norskur almenningur hefur í vikunni hamstrað matvæli og annan vaming af ótta við að verkfallið muni dragast á langinn. Tilkynnt hefur verið um að næst- komandi þriðjudag muni 10.000 laun- þegar til viðbótar leggja niður vinnu og mun það hafa áhrif á fiskútflutning, nokkrar greinar matvælaiðnaðarins, ferðaiðnaðinn og starfsmenn pappírs- framleiðslu. Lausn í sjónmáli á N-írlandi? FORSÆTISRÁÐHERRAR Bretlands og Irlands lögðu á fostudagskvöld fram sameiginlega tillögu til lausnar deilunni á Norður Irlandi. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að vopnaðir hópar sam- bandssinna og lýðveldissinna fái frest fram í júní árið 2001 til að afvopnast og að héraðsstjóm N-írlands taki aftur til starfa 22. maí næstkomandi. Viðbrögð deiluaðila við tillögunni hafa almennt verið jákvæð. Livingstone sigrar í Lundúnum KEN LIVINGSTONE, óháður fram- bjóðandi, sigraði á fimmtudag með yfir- burðum í fyrstu beinu kosningunum til embættis borgarstjóra í Lundúnum sem haldnar hafa verið. Úrslit kosning- anna hafa verið túlkuð sem mikill ósig- ur fyrir breska Verkamannaflokkinn en frambjóðandi flokksins lenti í þriðja sæti. Kosið var til sveitarstjóma á sama tíma og galt flokkurinn víða afhroð. ► Áður óþekkt tölvuveira olli (jóni í hugbúnaði tölva víða um heim í vikunni. Hin sk. „ástarveira" berst með tölvupósti og getur skemmt skjöl í minni tölva. Grunur leikur á að upp- runa hennar megi rekja til Filippseyja og vinnur Bandaríska alríkislögregl- an (FBI) meðal annarra að rannsókn málsins. ► Robert Mugabe, for- seti Afríkuríkisins Zimb- abwe, tilkynnti í vikunni að markmið ríkisstjórnar hans væri að ná undir sig helmingi jarðeigna hvítra bænda í landinu. Bretar hafa bannað vopnaútflutn- ing til landsins. ► Réttarhöld hófust í Hollandi í Lockerbie- málinu svokallaða á mið- vikudag, rúmum ellefu ár- um eftir að Boeing 747- flugvél hins bandaríska Pan Am-flugfélags sprakk í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi. Tveir fyrrver- andi meðlimir líbýsku leyniþjónustunnar liggja undir grun um að hafa staðið að baki sprenging- unni en þeir neita sakar- giftum. ► íslamskir skæruliðar á eyjunni Basilan á Filipps- eyjum myrtu á miðvikudag fjóra af 27 innfæddum gísl- um sem þeir höfðu haft í haldi. Annar skæruliðahóp- ur heldur enn um 21 gísli á Jolo-eyju og hefur gislunum verið skipt niður í smærri hópa. Stjómarher Filipps- eyja sækir nú hart fram gegn skæruliðunum og hafa átök undanfaraa daga kostað fjölda manns lífið. Morgunblaðið/Torfí Fulltrúar X18 og New York Transit undirrita samning fyrirtækjanna í Hollywood Roosevelt-hótelinu í Los Ang- eles. Óskar Axel Óskarsson, framkvæmdasljóri X18, Pétur Björnsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, William Tai, forstjóri New York Transit og Jim Rose framkvæmdastjóri. Hátíð vegna landafunda og opinber heimsókn forsetans Millj arðasamningnr X18 undirritaður í L.A. Óskar Axel Óskarsson framkvæmdastjóri X18 sýnir forseta Islands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, og vinkonu forsetans, Dorrit Moussaieff, framleiðslu fyrirtækisins. SAMNINGUR íslenska skófyr- irtækisins X18 og bandaríska dreifingarfyrirtækisins New York Transit var undirritaður í Los Angeles síðdegis á fóstudag, að viðstöddum forseta íslands. Samningurinn, sem hljóðar upp á 100 milijónir dollara, eða um 7,3 milljarða króna, gildir til tíu ára og er stærsti samningur sem skófyrirtækið hefur gert. Samningurinn var undirritað- ur í Hollywood Roosevelt-hótel- inu. Pétur Bjömsson, stjómar- formaður X18, sagði að í þessum sama sal hefðu fyrstu Oskars- verðlaunin verið afhent. Hann sagði að nú væri Óskar aftur mættur, í líki Óskars Axels Ósk- arssonar, framkvæmdastjóra X18, og verðlaunin að þessu sinni rynnu til New York Trans- it. William Tai, forstjóri New York Transit, fagnaði því sér- staklega hve margir íslendingar væm viðstaddir undirritunina, auk viðskiptavina frá Bandaríkj- unum og Asíu. „Við emm mjög ánægðir að starfa með frábær- um hönnuðum X18. Við höfum þegar fengið mjög góð viðbrögð við skónum frá þeim og efumst ekki um að fram- hald samstarfs okkar mun ganga vel. Kannski komumst við í sögubækum- ar, eins og Leifur Eiríksson." Óskar Axel Óskarsson tók undir að nú væri að hefjast áhugaverð saga. Starfsemi X18 hefði gengið mjög vel á þeim tveimur áram sem liðin væm frá stofnun fyrirtækisins og vöxturinn væri mjög ör, til dæmis hefði velta fyrirtækisins aukist um 416% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs frá því á sama tíma í fyrra. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, óskaði fyrirtækjunum tveimur til hamingju með samning- inn, sem væri þeim báðum mikilvæg- ur. Samningurinn væri þó ekki síður mikilvægur ungu athafnafólki á ís- landi, þai' sem hann sýndi því fram á að það gæti náð veralegum árangri á alþjóðlegum markaði. Áð lokinni undirskriftinni fór for- seti íslands í skoðunarferð í tvær skó- verslanir á Melrose Avenue, þar sem hann kynnti sér vöramerki New York Transit. Fyrirtækið dreifir vöram annarra framleiðenda, en framleiðir einnig sjálft skó undir vörumerkinu Rocket Dog. Fyrstu 400 þúsund skópörin frá X18 era nú komin á markað í Bandaríkjunum, en fyrir- tækið hefur þegar haslað sér völl víða annars staðar, til dæmis fást skómir í l. 100 verslunum í Englandi og í alls 34 löndum. I tengslum við undirskrift- ina var haldin tískusýning, bæði á skóm X18 og á fatnaði eftir íslenska hönnuði. Fata- sýningin var eins konar for- sýning á alþjóðlegu tískusýn- ingunni Futurice, sem haldin verður í Reykjavík í ágúst á vegum Reykjavíkur, menning- arborgar. Á föstudagskvöld héldu íslenskar hljómsveitir, Maus, Quarashi og Slowblow, auk DJ Herb Legowitz, tón- leika í Los Angeles. Opinberri heimsókn forseta Islands til Los Angeles lýkur á sunnudag. Á dagskrá hans á laugardag var m.a. heimsókn í verslunina Bloomingdale’s, þar sem skór X18 era til sölu, auk þess sem hann var við- staddur hátíðarhöld íslend- ingafélagsins í Los Angeles í Califomia Lutheran Univers- ity Park. Þar var landafund- unum fagnað með borðhaldi undir beram himni, þar sem m. a. var boðið upp á íslenskan fisk og íslenskar pylsur, en yngstu kynslóðinni bauðst einnig að fylgjast með brúðuleikhúsi. Á laugardags- kvöld bauð heiðurskonsúll íslands, Sigurjón Sighvatsson, forseta íslands og fylgdarliði til kvöldverðar á hinum þekkta veitingastað Spago’s í Beverly Hills. Dagskrá landafundahátíðarhalda í Los Angeles stendur fram til þriðju- dags, 9. maí. Brúðuleikhús verður í Bamasafninu í Los Angeles á sunnu- dag, leikritið Ferðir Guðríðar verður sýnt í Egyptian-kvikmyndahúsinu á sunnudag og mánudag og Tríó Björns Thoroddsen ásamt söngvaranum Agli Ólafssyni kemur fram á ýmsum stöð- um í borginni næstu daga. Anna Pálína Loftsdóttir er hundrað ára í dag Hlakkar til að halda upp á afmælið ANNA Pálína Loftsdöttir fagnar aldarafmæli sínu í dag. Anna Pál- ína fæddist að Heiði, Sléttuhlið í Skagafirði þann 7. maí aldamöta- árið 1900. Afmælisbarnið hefur dvalist á Hrafnistu í Hafnarfirði í áratug og unir hag sínum vel. Hún hefur alla tíð verið glaðsinna og heilsuhraust en heilsu hennar tök þó nokkuð að hraka síðastlið- ið haust. Þrátt fyrir þennan heilsubrest klæðist Anna Pálína daglega og hlakkar mikið til að taka á móti vinum og vanda- mönnum f kaffisamsæti i sam- komusal Hrafnistu milli klukkan þrjú og fímm í dag. Anna Pálína er dóttir Lofts Jónssonar og Ingibjargar Kristín- ar Þóroddsdóttur. Loftur fæddist árið 1853 að Upsum í Svarfaðar- dal og lést 88 ára gamall árið 1941. Ingibjörg Kristín fæddist á Skeggjastöðum í Garði árið 1864 og lést árið 1912. Þar til Anna fluttist að Hrafn- istu bjó hún á Vegamótum á Seltjarnarnesi. Þar hóf hún bú- skap ásamt eiginmanni sínum, Einari Einarssyni málarameist- ara, árið 1925. Einar lést í janúar árið 1946. Loftur, faðir Önnu fluttist með henni að Vegamótum og bjó þar til dauðadags. Sonur Önnu, Karl Bergmann Guðmundsson, er fæddur í Víði- Anna Pálína Loftsdóttir nesi, Hjaltadal í Skagafirði 12. nóvember árið 1919. Gyða Einars- dóttir, kjördóttir Önnu, fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1928. Auk þeirra ól Anna Pálína upp son Gyðu, Einar Örn Kristinsson, sem fæddur er 30. júní 1949.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.