Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Annarri umferð þingkosninga í fran nýlokið Ihalds- menn snúa vörn í sókn t^\' BAKSVIÐ / Þrátt fyrir að umbótasinnar hafí unnið sigur í þingkosningum í Iran í febrúar, segir Magnús Þorkell Bernharðsson, virðist svo sem harðlínuöflin muni halda áfram um valdataumana. AP íranski þingmaðurinn Fatemeh Karroobi, til hægri á myndinni, kýs í annarri umferð þingkosninganna í Jame- moskunni í borginni Karaj, vestur af höfuðborginni Tehran. UMBÓTASINNAR unnu stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í íran um miðjan febrúar síð- astliðinn. Þessi mikli sigur vakti vonir um að íranskt sam- félag myndi nú opnast eftir 22 ára harðstjóm hinna íhaldssömu múslima og leyfa þegnum sínum meira frjáls- ræði. Þessi úrslit voru sérstaklega merkileg fyrir það að þjóðin, þó fyrst og fremst konumar, nýttu sér lýð- ræðislegan rétt sinn og kaus á þingið frambjóðendur sem voru á öndverð- um meiði við stjómvöld. Umbótasinnar, undir forystu Mu- hammad Khatami forseta, höfðu lagt áherslu á að færa íranskt samfélag í átt að frjálslyndi og stemma jafn- framt stigu við ofurvaldi hinna íhalds- sömu múslima í landinu. Þess vegna bjuggust Iranir við að jákvæðar breytingar væru á næstu grösum, að tekin yrðu upp opin og eðlilegri sam- skipti við Vesturlönd og þjóðin myndi njóta aukins félagslegs og persónu- legs frelsis. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Aðeins þremur mánuðum eftir þing- kosningamar hefur vindurinn heldur betur snúist til annarrar áttar. Stjóm- málaumræðan í landinu er nú með allt öðrum hætti og möguleikar á umbót- um í írönsku samfélagi virðast nú frek- ar litlir þegar til styttri tíma er lítið. Spumingin er því ekki lengur hve- nær umtalsverðar umbætur verða gerðar heldur hvort þær verði gerð- ar. Harðlínuöflin og ekki síst hið svokallaða „Vemdarráð“, sem á að „vemda“ inntak og markmið isl- ömsku byltingarinnar frá 1979 og er æðsta valdastofnun landsins undir stjóm Ali Khameini, hafa náð að kæfa helstu raddir umbótasinna á nokkuð útsmoginn hátt. Þeim hefur ennfrem- ur tekist að ná völdum í helstu stjóm- málastofnunum landsins þrátt fyrir stórtap í þingkosningunum og þannig náð að gera úrslit kosninganna næst- um ómarktæk. Þessi styrking íhaldssömu aflanna á kostnað umbótasinnanna er engin tilviljun. Harðh'nuöflin hafa nýtt hvert tækifæri eftir kosningamar í febrúar til að klekkja á starfi umbóta- sinna og gefið til kynna að þau muni ekki afsala sér völdum fyiT en í fulla hnefana. Fyrstu viðbrögð þeirra voru að beita hryðjuverkum. I mars lamaðist Saíd Hajjarian, einn helsti hugsuður umbótasinna, þegar hann varð fyrir skoti úr byssu liðsmanns úrvalsveit- arinnar „Vemdarar íslömsku bylting- arinnar" (VÍB) á götu í Teheran. Einnig urðu fleiri áhrifamiklir um- bótasinnar fyrir aðkasti frá liðsmönn- um VÍB. Dómstólum var líka beitt til að klekkja á umbótaöflunum. Aðgerð- ir þeirra urðu enn skipulagðari og beittari og í apríl fóru þeir að beina spjótum sínum að fjölmiðlum um- bótasinna. Umbótasinninn Muhammað Khat- ami var kosinn forseti þjóðarinnai- fyrir um þremur árum og þá náðu umbótasinnar fyrst umtalsverðum völdum og tókst að auka ritfrelsi fjöl- miðla. Á síðustu árum hefur því verið mikil og merkileg gróska í útgáfu dagblaða og tímarita í íran. í velflest- um tilfellum eru þessi blöð eins og Payam-i Azadi, Fath, og Asr-í Azad- egan fylgjendur frjálslyndisstefnu. Þau leggja höfuðáherslu á að opna ír- anskt þjóðfélag, að eriendar fjárfest- ingar í landinu verði leyfðar og dregið skuli úr áhrifum Vemdarráðsins og hinna löglærðu manna í trúarefnum (sem oft eru ranglega kaliaðir „klerk- ar“ í íslenskum fjölmiðlum). Þessi blöð hafa gjörbreytt allri stjómmálaumræðu í landinu og er það ekki síst þeim að þakka að áhrif umbótasinna hafi farið vaxandi á síð- ustu áram, eins og vinsældir Khatami gefa til kynna. Æðsti dómstóll landsins úrskurð- aði 27. apríl að loka skyldi stærstu dagblöðum umbótasinna og fangelsa helstu forsvarsmenn þeirra. Háskóla- stúdentar við hina ýmsu háskóla í Tehran og víðar mótmæltu þessum aðgerðum. í velflestum tilfellum vora þessi mótmæh friðsöm og hvorki fjöl- menn né víðtæk. I sumum tilfellum bar þó á ólátum. Til dæmis söfnuðust 10.000 manns saman í Sarvestan, réð- ust að lögreglunni og kveiktu í opin- beram stofnunum og bílum. Ihaldsmennimir voru ekki seinir að nýta sér þetta ástand. Khameini, formaður Vemdarráðsins, hvatti fylgismenn sína og sérstaklega hðs- menn VÍB að bregðast snarlega við og beita „löglegu" ofbeldi til að berja á þessum „glæpamönnum“ eins og mótmælendumir voru kallaðir. Liðs- menn VÍB létu ekki sitt eftir hggja í götubardögunum. Enn fleiri umbóta- sinnar vora fangelsaðir eða urðu fyrir aðkasti. Þessar aðgerðir vora skýr skilaboð til umbótaaflanna að reyna ekki að skapa ófremdarástand í land- inu sér í hag! Erfítt að meta aðstæður eftir lokun dagblaða Það er mjög erfitt að meta hvað hefur í raun gerst á síðustu vikum í íran enda era helstu dagblöðin ekki lengur gefin út, nema þau sem era á bandi íhaldsaflanna og ritstjórar þeirra og blaðamenn í fangelsi. Allt bendir þó til þess að þessi mótmæli stúdentanna séu ekki með sama krafti og þegar stúdentaóeirðir brat- ust út í landinu sumarið 1999 í kjölfar lokunar á ýmsum dagblöðuni þá. Þá bragðust stjómvöld harkalega við og bældu þessi mótmæli niður á tiltölu- legum stuttum tíma. Þess vegna er líklegt að þessi litla þátttaka nú sé vísbending um að fólk hafi gefist upp á að beijast gegn stjómvöldum sem hafi tekist að halda fólki í skefjum. Vemdarráðið virðist hafa kæft að mestu alla frjálsa stjómmálaumræðu í landinu og einnig náð að draga úr sigri umbótasinna í kosningunum í febrúar með því að beita þófi og seinagangi er fylgja skyldi kosninga- úrshtunum eftir. Þótt umbótasinnar hafi unnið 148 af 290 þingsætum (meðan harðlínumenn fengu einungis 35 sæti) á eftir að koma í ljós hvort að umbótasinnar muni í raun fá öll þing- sæti sín. íhaldsmenn hafa notfært sér ýmis klækjabrögð til að koma í veg fyrir að tilfærsla valdsins gangi eftir með eðlilegum hætti. Þeir hafa ógilt úrsht í tólf kjördæmum svo sem í Bandar Abbas og Khalkhal og þannig gert úrslitin ómarktæk þar sem um- bótasinnar unnu sigm\ Samkvæmt írönsku stjómar- skránni má ekki setja þingið (Majlis) fyrr en kjör 2Æ þingmanna þess hefur verið skjalfest. íhaldsmenn hafa náð að seinka þessu ferli og komið þannig í veg fyrir að Majlis geti hafið störf. Ennfremur dró Vemdarráðið það á langinn að tilkynna hvenær seinni umferð þingkosninganna færi fram. í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði meirihluta verður að heyja nýja kosningu (þar er um að ræða sextíu og sex þingsæti). Dag- setning kjördagsins (6. maí) var ekki tilkynnt fyrr en í lok apríl á sama tíma og öllum helstu stjómai'andstöðu- blöðunum var lokað. Kosningabaráttan stóð því í ein- ungis tvær vikur og ekki var auðvelt fyrir umbótaöflin að koma sjónarmið- um sínum á framfæri án málgagna sinna. Það er því Ijóst að lokun blað- anna og tilkynningin um kjördaginn vora tengd. íhaldsöfhn vildu hrifsa beittustu ároðursvopnin úr höndum umbótasinnanna. Þess vegna er enn óljóst hvort Majlis muni geta hafið störf þann 28. maí eins og lög gera ráð fyrir. Umbótasinnar munu hafa meirihluta á þessu þingi þrátt fyrir hinar ýmsu og vafasömu aðferðir stjómvalda. Ihaldsmenn munu sennilega koma því þannig fyr- ir að þeir nái allavega 97 þingsætum og fái þannig þriðjung þingsæta. Harðlínuöfhn gætu þar með nýtt sér ákvæði í stjómarskrá íslamska lýð- veldisins um að ákveðinn lágmarks- fjölda þingmanna (rúmlega 2/3) þurfi til þess að þingið sé lögmætt. íhalds- menn stefna að því að beita málþófi eða jafnvel mæta ekki á þingfundi því þá yrði þingið aðgerðarlaust. Það get- ur því vel verið að sigur umbótasinn- anna í kosningum í febrúai' verði til einskis. Valdabaráttan mun halda áfram í Iran. Eins og fyrr segir era óeirðim- ar og mótmælin gegn lokun dagblað- anna mun vægari en sumarið 1999 sem gefur til kynna að hið pólitíska andrúmsloft í íran sé gerbreytt. Harðlínumennirnir hafa nú fram- kvæðið og standa með pálmann í höndunum. Ef Khatami og umbóta- sinnamir láta lokun dagblaðanna og annarra stofnana viðgangast hafa harðhnumennirnir unnið sigur. En ef umbótasinnamir bregðast við á þann hátt að skapa veralegan óróa í land- inu geta harðlinuöflin notað tækifær- ið og handtekið enn fleiri umbóta- sinna í nafni öiyggis ríkisins. íhaldsmenn munu því ná yfirhöndinni hvernig sem umbótasinnar bregðast við. Veikburða lýðræði Atburðfr síðustu mánuði sýna þess vegna hversu veikburða og takmark- að lýðræðið er í íran eins og reyndar í mörgum öðram ríkjum Miðaustur- landa. í stað þess að lúta vilja þjóðar- innai' telja íhaldsmennirnir að hlut- verk þeirra, sem vemdarar bylt- ingarinnar, sé mikilvægara en yífr'lýstur vilji landsmanna. Þeir telja að þeir hafi umboð frá Guði til að stjóma landinu og rödd Guðs sé sterkari og valdameiri en atkvæði meirihluta þjóðarinnar. Staðan í íran er hka erfið og flókin vegna þess að Vesturlönd geta lítið gert til að leggja umbótasinnum hð. Ef Vesturlönd, og ekki síst Bandaríkin sem íhaldsmenn kalla Shaytan-i buzurg (Hinn mikli Satan), fara að blanda sér í þessi inn- anríksmál írans mun það einungis gera illt verra. íhaldsmennirnfr myndu gn'pa það á lofti og hamra á því að umbótasinnar séu einungis strengjabrúður vestursins. Umbóta- sinnamir hafa hins vegar fjöldann á bak við sig og sennilega vinnur tíminn einnig þeim í hag. Umbótasinnar verða því að bíða átekta enda er htið annað hægt að gera. Spumingin er hvort aðgerðir hinna íhaldssömu afla hafi endanlega komið í veg fyrir að umbætur í Iran gerist með kyrrlátum hætti eins og fólk vonaði eftir þing- kosningamar. Ef til vih brestur um- bótasinna þolinmæði og vilja grípa til harkalegri aðgerða. Ef slíkt fær að þróast má búast við blóðugri og of- beldisfullri borgarastyijöld í Iran. Staðan í Iran er því miður ekki sér- staklegavænleg. Allt bendir til þess að íhaldsmenn muni halda áfram að stýra landinu eftir hinúm róttæku og ströngu trúarhugmyndum Ayatollah heitins Khomeini. Þeir íhaldsmenn, sem era við stjórnvölinn nú, komust sjálfir til valda eftir blóðuga byltingu 1978-9. Þeir vita því mætavel hvemig bylt- ingar gerast og einnig hvemig hægt er að koma í veg fyrir þær. Atburðir síðustu mánuða sýna ennfremur að umbótasinnum hefur ekki tekist að láta kné fylgja kviði. Þeir reyndu að storka íhaldsmönnunum og vonuðu að þeir myndu lúta almenningsálit- inu. En stjómmál í Iran snúast því miður ekki um hvað þjóðin villheldur hver hefur valdið og hvemig hann beitir því. Þrátt fyrir ótrúlegar vin- sældir hefur Khatami forseta til dæmis ekki tekist að nýta vinsældir sínar til þess að tryggja vald sitt í ýmsum mildlvægum stofnunum landsins, svo sem VÍB, ríkisfjölmiðl- unum, lögreglunni, hernum og síðast en ekki síst í leyniþjónustunni. Hins vegar virðast íhaldsmennirnir komnir tii að vera við stjórnvölinn í Iran. Þeir eru ekki mjög vinsælir meðal þjóðarinnar en þeir stjóma öll- um helstu stofnunum landsins. Þrátt fyrir stórtap í kosningunum hafa þeir náð að snúa vörn í sókn. Þeir munu halda áfram að stjóma landinu í sama anda og á síðustu tuttugu árum. Ef eitthvað er þá er staða þeirra sterkari en áður. En úr því að umbótasinnar náðu ekki völdum með því að beita friðsælum og lýðræðislegum aðgerð- um er spurningin því nú hvort þeir sjái annan kost en að koma á umbót- um í Iran með aðgerðum sem eru hvorki friðsælar né lýðræðislegar. Höfundur kcnnir uútfnmsögu Mið- austurlanda við Hofstra University í New York. Hann lauk doktorsprófí í sögu Miðausturlanda frá Yale Uni- versity á síðasta ári. »**£s.'**! h ******? ■yptr- . ; BÓK 30% Tilvalin stúdentsgjöf llllf 4 89Ö, . ■ Umfangsmesta safn íslenskra og ■ ■ ' erlendra tilvitnana og fleygra orða 1*^1 jrH sem komið hefur •ssssf út á íslandi. Ómissandi menningarsjóður á hvert heimili. n Mál og menningl malogmenníng.fsl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.