Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 11
r MORGÚNBLAÐIÐ SUNNÚDÁGUR 7. MAÍ 2000 11 Varnarliðið þar sem deilt er um samning frá 1986 og þar er m.a. tekið fram að erlendum skipafélögum sé heimilt að taka þátt í samkeppni á íslandi og að engar takmarkanir séu lagðar á erlenda eignaraðild að skipafélögum sem eigi viðskipti við íslendinga. Að útflutn- ingsráði standa m.a. íslensk stjóm- völd og þau eiga fulltrúa í stjóm ráðs- ins. Utanríkisráðuneytið segir að virða beri eftii samningsins Hvað sem líður deilum um eignar- haldið er Ijóst að skipafélögin tvö, Atlantsskip og Transatlantic Lines, era í eigu sömu aðila. Það er jafnframt ljóst að flutningadeild bandaríska hersins fékk á sínum tíma í hendur bréf frá Atlantsskip um að meirihluti hlutafjár væri í eigu bandarískra aðila þó það hafi síðar verið leiðrétt. Þessi tvö atriði urðu til þess að íslenska ut- anríkisráðuneytið tók strax afdráttar- lausa afstöðu gegn úthlutun flutning- anna til skipafélaganna tveggja. Að mati ráðuneytisins uppfyllti úthlutun- in ekki samkeppnisákvæði sjóflutn- ingasamningsins frá árinu 1986. Enn- fremur taldi ráðuneytið að Atlants- skip gæti ekki talist vera íslenskt skipafélag í skilningi samningsins. Stjómendur Transatlantic Lines og Atlantsskips hafa verið afar ósáttir við afstöðu utanríkisráðuneytisins í þessu máli. Ráðuneytið hafi að þeirra mati allt frá upphafi reynt að leggja stein í götu Atlantsskips. Málflutningur ráðuneytsins hafi alls ekki einkennst af hlutleysi heldur hafi það í reynd gengið erinda Eimskips í málinu. Atlantsskip hafi sýnt fram á að fyrir- tækið hafi fjárhagslega burði, búnað og tæknilega þekkingu til að sinna flutningnum. Þrátt fyrir þetta hafi ráðuneytið barist fyrir því að svipta fyrirtækið þeim samningi sem það hafi náð með lögmætum hætti. Utanríkisráðuneytið vísar þessari gagnrýni alfarið á bug. Það sem um sé deilt í þessu máli hafi alla tíð snúist um samning sem Island hafi gert við Bandaríkin. íslensk stjómvöld hafi þurft að hafa mikið fyrir því að ná þessum milliríkjasamningi á sínum tíma og það hljóti þess vegna að vera hlutverk íslenskra stjórnvalda að verja efni hans. Það er skoðun utan- ríkisráðuneytisins að Bandaríkja- menn hafi árið 1998 sett fram nýja túlkun á þessum milliríkjasamningi og brotið meginefni hans, sem er að sjóflutningamir skyldu, á grandvelli samkeppni, fara til tveggja aðskilinna fyrirtækja, annars vegar íslensks fé- lags og hins vegar bandarísks félags. Bandarísk stjórnvöld hafa alla tíð hafnað því að þau hafi breytt túlkun sjóflutningasamningsins. í orðsend- ingu þeirra til íslenskra stjóm- valda, sem er dagsett 30. desember 1998 er öll- um röksemdum þeirra hafn- að. Bent er á að sjóflutningasamning- urinn kveði á um að íslenska hluta flutninganna skuli vera sinnt af „ís- lenskum skipafélögum". Samningur- inn skilgreini hins vegar ekki nánar hvað sé íslenskt skipafélag. Bent er á að í gegnum árin hafi íslensku skipafé- lögin raunar sjaldnast notað skip sem siglt hafi undir íslenskum fána. Is- lensk stjómvöld höfðu bent á að Atlantsskip „skorti reynslu, tækni- lega getu, fjárhagslega ábyrgð og tengsl við Island“ og ætti af þeim sök- um ekki að fá íslenska hluta flutning- anna. Þessu er hafnað í orðsendingu bandarískra stjórnvalda og bent á að ekkert í sjóflutningasamningnum kveði á um þau fjögur skilyrði sem ís- lensk stjómvöld nefni. Sömuleiðis er í orðsendingu bandarískra stjómvalda hafnað þeim röksemdum Islands að samkeppnisákvæði sjóflutningasamn- ingsins hafi verið hunsuð í útboðinu. Deilunni vísað til dómstóla Þegar Ijóst var að tilraunir Eim- skips og Van Ommeren til að fá bandarísk stjómvöld til að endur- skoða þá ákvörðun að úthluta flutn- ingunum til Atlantsskips og Trans- atlantic Lines myndu ekki bera árangur höfðuðu skipafélögin mál fyr- ir alríkisdómstól í Washington. Dóm- ur féll í málinu 3. febrúar 1999 og þar komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að hnekkja bæri þeirri ákvörðun flutningadeildar bandaríska hersins að ganga að tilboðum Atlantskips og Transatlantic Lines (TLL) þar sem það samræmdist ekki lögum. Bjóða beri flutningana út að nýju. Það sem virðist ráða mestu í niður- stöðu dómarans er að hann segir aug- Ijóst að Atlantsskip og TLL, sem séu í eigu sömu aðila, hafi haft samráð sín á milli, en það gangi í berhögg við sjó- flutningasamninginn milli Islands og Bandaríkjanna frá árið 1986. „Slíkt samráð brýtur í bága við skil- yrði samningsins og yfirlýsingarinnar um óskipta samkeppni milli banda- rískra og íslenskra fyrirtælqa þar sem það fyrirtæki, sem leggur fram lægsta tilboðið, fái allt að 65% flutn- ingsins og fyrirtækið í hinu landinu, sem er með næstlægsta tilboðið, fái afganginn. Samningurinn heimilar ekki aðskilda samkeppni, annars veg- ar milli íslenskra fyrirtækja og hins vegar milli bandarískra. Hugmyndin um óskipta samkeppni krefst þess að TLI (þ.e. Atlantsskip) og TLL keppi sín á milli. í þessu tilviki gerðu þau það greinilega ekki.“ Dómarinn komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að með því að heim- ila tengdum fyrirtækjum frá báðum löndunum að leggja fram tilboð hafi flutningadeild bandaríska hersins brotið það „ótvfræða skilyrði samn- ingsins og viljayfirlýsingarinnar að tilboðsfyrirtækin keppi sín á milli í óskiptri samkeppni. Þar sem sam- keppnin var ekki í samræmi við samn- inginn og viljayfirlýsinguna verður að hnekkja niðurstöðu útboðsins." í dómnum er vikið að fleiri þátt- um málsins. Þegar TLL sendi inn tilboð í flutningana fylgdi með bréf frá banka á Long Island þar ^ Fyrirtækií eigu sömu aðila Áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að gera grein fyrir fyrirtækj- unum tveimur sem hrepptu þessa eft- irsóttu flutninga fyrir Vamarliðið. Sá sem á framkvæði að stofnun beggja fyrirtækjanna er rúmlega þrítugur Islendingur, Guðmundur Kjæme- sted. Hann er menntaður í Bandaríkj- unum og starfaði í sjö ár hjá skipafé- laginu Van Ommeren og stýrði m.a. íslandssiglingum félagsins. Arið 1997 tók hann þá ákvörðun að stofna skipa- félag með það að markmiði að bjóða í flutningana fyrir Vamarliðið á ís- landi. Þegar Guðmundur var í námi í Babson College í Boston deildi hann um tíma herbergi með skólabróður sem heitir Brandon Rose. Fjölskylda Rose er ágætlega efnuð og mjög um- svifamikil í verktakastarfsemi í New Jersey. Ársvelta fjölskyldufyrirtækis- ins er nálægt 15 milljörðum íslenskra króna. Brandon Rose mun hafa gefið skólabróður sínum loforð um að ef Guðmundur færi sjálfur út í viðskipti myndi Rose-fjölskyldan aðstoða hann við það verkefni. Þetta loforð hermdi Guðmundur upp á vin sinn þegar hann hætti hjá Van Ommeren og í framhaldi af því vora skipafélögin tvö stofnuð. Þegar Transatlantic Lines var stofnað í febrúar 1998 var það að hálfu í eigu Brandon Rose og að hálfu í eigu Guðmundar Kjærnested. í útboðs- skilmálum var þess krafist að tilboðs- gjafi í bandaríska hluta flutninganna ætti skip sem sigldi undir bandarísk- um fána. Til að uppfylla þetta skifyrði reyndu Guðmundur og Rose að fá bandarísk skipafélög til samstarfs, en Guðmundur segir að þeir hafi á þeim tímapunkti viljað koma sér hjá því að kaupa flutningaskip þar sem ekki hafi verið ljóst hvort Transaltlandic Lines myndi fá flutningana. Skipafélagið American Automai' hafi þá ákveðið að ganga til liðs við þá félaga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun það hafa haft einhver áhrif á ákvörðun fyrirtækisins að það hafði átt í sam- keppni við Van Ommeren og sá sér þarna leik á borði að koma höggi á fyr- irtækið. American Automar keypti 51% í Transatlantic Lines, en jafnframt fylgdi með kaupréttur á 50% í Atlantsskip. Guðmundur Kjæmested segir að American Aut- omar hafi aldrei nýtt sér kauprétt sinn í Atlantsskip og hann og Brandon Rose hafi síðan keypt American Aut- omar út úr Transatlantic Lines um síðustu áramót. Guðmundur segir að þeir hefðu keypt fyrirtækið út með því að American Automar hafi ijármagn- að skipakaup fyrirtækisins. Trans- atlantic Lines muni greiða upp lán vegna skipakaupanna á nokkram ár- um. Frá þessum viðskiptum hafi verið gengið í góðu samkomulagi og báðir aðilar séu sáttir við sinn hlut. Hversu „íslenskt“ er Atlantsskip? Áður en flutningadeild hersins til- kynnti ákvörðun sína um að veita skipafélögunum tveimur flutningana óskaði hún eftir upplýsingum frá Atlantssldp um eignarhald á félaginu. í svari Guðmundar Kjærnested dag- settu 9. ágúst 1998 segir að American Automar eigi 50% hlutafjár, Brandon Rose 24,5%, Guðmundur Kjæmested 24,5% og Símon Kjæmested, faðir hans, 1%. Þegar málið var tekið fyrir í undirrétti vitnuðu lögfræðingar Eimskips og Van Ommeren í þetta bréf og bentu á að Atlantsskip gæti vart talist íslenskt skipafélag. Það væri 75% í eigu bandarískra aðila og Guðmundur Kjæmested, sem ætti 24,5%, hefði um langt skeið starfað og búið í Bandaríkjunum. Fyrirtækið væri því í eigu Bandaríkjamanna og stjórnað frá Bandaríkjunum. Guð- mundur segir að þessi gagnrýni eigi ekki rétt á sér. American Automar hafi aldrei nýtt sér kauprétt sinn í Atlantsskip. Fyrirtækið sé því og hafi alla tíð verið í 50,5% eigu íslendinga. í þessu sambandi minnir hann á að hann sé íslenskur ríkisborgari. Þessu hafi hann komið á framfæri við undir- réttinn á sínum tíma. Guðmundur segir að aðalatriðið í þessu máli sé hins vegar það að það skipti engu máli að hve miklu leyti Atlantsskip sé í eigu íslendinga. Með lögum sem sett vora 1991 hafi útlendingum verið heimilað að eiga hlut í íslenskum fyrirtækjum. Atlantsskip uppfylli öll ákvæði laga og teljist íslenskt fyrirtæki. Hann bendir á að Samskip hafi til skamms tíma verið að hluta til í eigu erlendra aðila og sama megi segja um Skeljung, Norðurál, Isal og fleiri ágæt íslensk fyrirtæki. Þess ná geta að á heimasíðu út- flutningsráðs er að finna kynningarefni um ís- lenskt atvinnulíf Bandaríkjamenn era að borga heldur meira fyrir flutningana en þeir gerðu áður. Samkvæmt upplýsingum úr utan- ríkisráðuneyti Islands hefur yfirleitt tekið 2-3 mánuði að yfirfara tilboð og taka afstöðu til þeirra. Að þessu sinni tók það flutningsdeild hersins hins vegar rúmlega sex mánuði að leggja mat á tilboðin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ástæðan fyrir þessari töf sú að flutningadeildin taldi nokkurn vafa leika á því að fyrirtækin tvö sem áttu lægstu tilboðin, Trans- atlantic Lines og Atlantsskip, upp- fylltu ákvæði sjóflutningasamningsins frá árinu 1986. Þeir töldu sig því þurfa talsverðan tfrna til að skoða lögfræði- lega hlið málsins. Hinn 18. september barst tilkynn- ing frá bandarískum stjómvöldum þess efnis að flutningunum hefði verið úthlutað til fyrirtækjanna Atlantsskip ehf., sem fékk 65% hluta flutning- anna, og Transatlantic Lines, sem fékk 35% flutninganna. Þessi niðurstaða vakti strax hörð viðbrögð á Islandi. Utanríkisráðu- neytið mótmælti ákvörðuninni við bandarísk stjómvöld og benti á að hún stæðist ekki samkeppnisákvæði sjó- flutningasamningsins þar sem Atlantsskip gæti ekki talist íslenskt skipafélag í skilningi samningsins. Skipafélögin sem höfðu verið með þessa flutninga á sinni hendi, Eimskip og Van Ommeren, lögðu bæði fram kvörtun vegna ákvörðunar flutninga- deildar hersins. Þegar fyrir lá að þess- ar umkvartanir myndu ekki breyta af- stöðu deildarinnar ákvað Eimskip að kæra niðurstöðu útboðsins til Rflds- endurskoðunar Bandaríkjanna, en stofnunin sér m.a. um að meta lög- mæti ákvarðana einstakra stofnana og embættismanna í bandaríska stjómkerfinu. Rfldsendurskoðunin lagði 100 daga lögbann á að gerðir yrðu samningar á grandvelli útboðs- ins meðan verið væri að fara yfir for- sendur þess. Fáum vikum síðar ógilti aðstoðarráðherra í vamarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna lögbannskvöð- ina, þannig að samningum um flutn- ingana á grandvelli niðurstöðu útboðsins var hrint í framkvæmd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.