Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
sem því er lýst yfir að bankinn ábyrg-
ist einnrar milljónar dollara lán til
fyrirtækisins. A grundvelli þessa
bréfs komst sá embættismaður sem
yfirfór tilboðin að þeirri niðurstöðu að
bæði TLL og Atlantsskip hefðu fjár-
hagslega burði til að taka að sér flutn-
ingana. Dómarinn gagnrýnir að
embættismaðurinn skyldi yfirfæra
þessa fjárhagsábyrgð yfir á Atlants-
skip þar sem hún hafi einvörðungu
varðað TLL. í raun hafi ekki legið
fyrir nægilegar upplýsingar um fjár-
hagslega stöðu Atlantsskips og af
þeim sökum hefði átt að hafna tilboði
fyrirtækisins. í dómnum segir enn-
fremur að TLL hafi ekki fullnægt því
skilyrði útboðsreglna að geta fært
sönnur á að það hefði nógu mörg skip
til að hefja flutninga á tilsettum tíma.
Dómarinn tók hins vegar ekki afstöðu
til spurningarinnar um hvort Atlants-
skip væri íslenskt skipafélag.
Eftir að TLL og Atlantsskip töp-
uðu málinu í undirrétti ákvað utanrík-
isráðuneytið að efna tii forvals til að
skera úr um hver fengi að keppa um
íslenska hluta flutninganna. Eimskip,
Samskip og Atlantsskip sendu inn
umsókn, en forvalsnefnd hafnaði um-
sókn Atlantsskips á þeirri forsendu
að fyrirtækið hefði ekki næga vara-
flutningsgetu og ekki þá fjárhagslegu
getu, reynslu og tengsl við ísland sem
nauðsynleg væri. Atlantsskip mót-
mælti harðlega þessari niðurstöðu
sem fyrirtækið sagði vera órökstudda
og ólögmæta. Skip fyrirtækisins
hefðu tvöfalt meiri flutningsgetu en
samningurinn við Vamarliðið kvæði á
um og það gæti auðveldlega leigt sér
skip til að auka flutningsgetuna.
TLL og Atlantsskip sigra
í áfrýjunarrétti
Aldrei reyndi á niðurstöðu forvals-
ins því að dómi undirréttar var áfrýj-
að til áfrýjunarréttar í Washington.
Úrskurður dómstólsins, sem féll 11.
janúar sl., var Atlantsskip og Trans-
atlantic Lines í vil. Dómurinn hafnar
rökum undirréttar um samkeppni og
samráð af hálfu Atlantsskips og TLL.
,Á yfirborðinu átti „samkeppni“
sér stað milli skipa sem sigldu undir
bandarískum fána og íslenskra skipa.
TLI (Atlantsskip) og TLL voru að
keppa við önnur bandarísk og íslensk
skipafélög. Burtséð frá því hvort TLI
og TLL kepptu innbyrðis, þá er ekk-
ert í sjóflutningasamningnum og
samkomulagi því sem fylgir honum
sem gefur tii kynna, að sérhver til-
boðsgjafi verði að keppa við hvem og
einn einasta sem sendir inn tilboð.
Raunar hefur slíkt aldrei verið eðli
þessarar samkeppni. Þar sem tilboðs-
gjafar hafa mátt keppa um annars
vegar allt að 35% af viðskiptunum og
hins vegar allt að 65% þá hafa þeir í
raun aldrei keppt við alla. Þar sem
ætlun TLI var að ná til sín 65% hlutn-
um og TLL afgangnum, má því
kannski segja að fyrirtækin hafi ekki
verið í beinni samkeppni. En það
sama má segja um Eimskip og Van
Ommeren og alla aðra tilboðsgjafa.
Eimskip, sem er íslenskt skipafélag
og Van Ommeren, sem siglir undir
bandarískum fána, vora heldur ekki
að keppa innbyrðis. Niðurstaða
dómsins er því að þessi skilningur á
„fullri samkeppni" hafi ekkert með
tengsl tilboðsgjafa að gera. Að mati
stefnda getur samkeppni ekld átt sér
stað nema því aðeins að hver einasti
tilboðsgjafi bjóði í 100% af flutning-
unum. Sjóflutningasamningurinn og
samkomulagið sem fylgir honum
krefjast ekki slíkra 100% tilboða."
í dómnum er bent á að orðið sam-
keppni sé hvergi skilgreint í sjóflutn-
ingasamningnum og hvergi sé fjallað
um þá stöðu, sem uppi sé í þessu máli,
að skipafélögin sem hrepptu flutning-
ana séu í eigu sömu aðiia.
„Við getum ekki, í nafni þess að
koma til leiðar tilgangi sjóflutninga-
samningsins, lesið út úr samningnum
þá merkingu orðsins „samkeppni" að
hún banni aðskilin tilboð tengdra fyr-
irtækja í eigu sömu aðila. Til að gera
það þyrftum við að bjaga merkingu
hugtaksins „samkeppni". Ef TLI
(Atlantsskip) og TLL væra ein heild
væri ekki hægt að skipta flutningun-
um milli þeirra þar sem sjóflutninga-
samningurinn og samkomulagið sem
fylgir honum kveða á um tvo aðskilda
aðila frá hvorri þjóð fyrir sig. En TLI
(Atlantsskip) og TLL era aðskildir
aðilar og geta gert tilkall til flutning-
anna á þeim granni. Niðurstaðan er
því sú að sjóflutningasamningurinn
og krafan um „samkeppni" komi ekki
í veg fyrir tilboð frá tengdum fyrir-
tækjum."
I seinni dómnum er fjallað um þá
fullyrðingu, sem fram kom, m.a. frá
íslenskum stjómvöldum, að Atlants-
skip gæti ekld talist íslenskt skipafé-
lag. Dómarinn telur að þeirri spum-
ingu verði að svara á grandvelli
sjóflutningasamningsins og sam-
komulagsins sem fylgir honum. Hann
bendir á að ef íslensk stjómvöld
hefðu viijað tryggja að flutningunum
væri sinnt af íslenskum fyrirtækjum
hefðu þau getað gert kröfu um ná-
kvæmari skilgreiningu í samningn-
um. Bandarísk stjómvöld hafi t.d.
kosið að nota orðalagið „skip sem
sigla undir bandarískum fána“ í stað
orðalagsins „bandarísk skipafélög“.
Einn dómari af þremur komst að
annarri niðurstöðu. I áliti hans er
lögð mest áhersla á að embættismað-
urinn sem fór með málið hafi ekki
mátt yfirfæra yfirlýsingu um fjár-
hagslega ábyrgð Transatlantic Lines
yfir á Atlantsskip.
Eimskip áfrýjar
til Hæstaréttar
Eimskip lagði inn beiðni tii Hæsta-
réttar Bandaríkjanna 10. apríl sl. um
að málið yrði tekið upp þar. Ekki er
búist við að rétturinn svari því hvort
málið verður tekið fyrir fyrr en í
haust að loknu sumarleyfi. Þórður
Sverrisson, framkvæmdastjóri flutn-
ingasviðs Eimskips, sagðist gera sér
grein fyrir að ekki væra mjög miklar
líkur á að Hæstiréttur tæki málið til
meðferðar. Árlega er 4.000-5.000
málum skotið til Hæstaréttar, en
rétturinn tekur hins vegar ekki nema
90-100 mál til meðferðar. Þórður
sagði að það sem gæti helst orðið til
þess að rétturinn tæki málið fyrir
væri að það fjallaði um mál sem varð-
aði milliríkjamál. Þjóðimar hefðu
ólíka afstöðu til samnings sem þær
hefðu gert sín á milli og Hæstiréttur
Bandaríkjanna hefði gjaman tekið
slík mál til meðferðar.
Þórður sagði að Eimskip hefði
skoðað það á sínum tíma að stofna
dótturfélag i Bandaríkjunum og
bjóða í bandaríska hluta flutninganna
eins og Transatlantic Lines hefði
gert. Það hefði hins vegar verið nið-
urstaða félagsins að gera það ekki
vegna þess að það bryti í bága við
meginefni sjóflutningasamningsins.
Þórður sagði að Eimskip hefði far-
ið út í þessi málaferli í Bandaríkjun-
um vegna þess að tekist væri á um
grundvallaratriði. Eimskip vildi með
því undirstrika hversu alvarlega það
liti á hvemig þetta mál hefði þróast.
Hann sagði Eimskip ekki kvarta und-
an því að taka þátt í eðlilegri sam-
keppni um þessa flutninga þegar
leikreglumar væra skýrar og öllum
kunnar. í þessu máli hefði leik-
reglum hins vegar verið
breytt meðan útboðið
stóð yfir.
Milliríkjadeila sem
gæti haft álirif á
vamarmál Islands
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um
framkvæmd tiltekinna þátta í varnar-
samstarfí íslands og Bandaríkjanna
hefur vakið hörð viðbrögð í Banda-
ríkjunum. Bandarísk stjórnvöld hafa
re^mt að fá Islendinga til að fresta
gildistöku frumvarpsins, en þau telja
að verði það að lögum stuðli það að því
að erfiðara verði að draga úr kostnaði
við starfsemi Varnarliðsins. Agrein-
ingurinn er talinn hafa áhrif á viðræð-
ur sem hefjast síðar á árinu um bókun
um framkvæmd varnarsamstarfsins.
KÖMMU fyrir há-
degi 24. febrúar sl.
óskaði utanríkis-
ráðuneytið eftir að
sendiherra Banda-
ríkjanna á Islandi,
Barbara Griffiths,
kæmi eftir 45 mín-
útur í ráðuneytið til að kynna sér
framvarp sem Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra ætlaði að leggja
fram á Alþingi eftir hádegi. Óskin
kom starfsmönnum sendiráðsins á
óvart, en þannig vildi til að sendi-
herrann var upptekinn og gat ekki
mætt strax í ráðuneytið. Fundinum
var því ekki komið á fyrr en eftir
að framvarpið hafði verið lagt fram
á þingi.
Framvarpið, sem fjallar „um
framkvæmd tiltekinna þátta í varn-
arsamstarfi Islands og Bandaríkj-
anna“, olli strax talsverðu uppnámi
innan þess hluta bandaríska stjórn-
kerfisins sem fjallar um varnar-
samstarfið við Island. Bandaríkja-
menn hafa lagt hart að íslenskum
stjómvöldum að fresta gildistöku
framvarpsins eða gera á því breyt-
ingar. Þó íslensk stjórnvöld telji að
tekist hafi að „eyða að mestu
misskilningi
Bandaríkjamanna“ í sambandi við
þetta framvarp er talið að fram-
varpið muni hafa bein og óbein
áhrif á viðræður um bókun um
varnarsamstarf íslands og Banda-
ríkjanna sem hefjast síðar á þessu
ár.
Vildu koma að undirbúningi
frumvarpsins
Þó frumvarpið fjalli um ýmislegt
sem varðar framkvæmd varnar-
samstarfsins, sem íslensk stjórn-
völd hafa talið nauðsynlegt að taka
á, er ljóst að meginástæðan fyrir
því að frumvarpið var lagt fram
núna er deila íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda um flutninga
fyrir Varnarliðið. Ágreiningur um
þetta mál hefur á tveimur árum
náð að vinda rækilega upp á sig og
er orðinn að meiriháttar milliríkja-
deilu. Viðbrögð bandarískra stjórn-
valda við þeim rökum íslenskra
stjórnvalda að íslenski hluti flutn-
inganna fyrir Varnarliðið hefði far-
ið til skipafélags sem ekki gæti tal-
ist íslenskt vora m.a. þau að benda
á að íslenskum stjórnvöldum væri
að sjálfsögðu heimilt að skilgreina
hvað teldist vera íslenskt skipafé-
lag. Á þetta er m.a. bent í bréfi ut-
anríkisráðuneytis Bandaríkjanna
frá 30. desember 1998, en þar segir
að sjóflutningasamningurinn frá
1986 skilgreini ekki hvað teljist
vera fslenskt skipafélag. „Þannig
að ísland getur, í samræmi við al-
þjóðlegar skuldbindingar landsins,
að sjálfsögðu skilgreint með lögum
eða reglugerð hvað teljist vera „ís-
lenskt skipafélag“, ef það kýs að
gera það.“
Þegar íslensk stjórvöld töldu
fullreynt að fá bandarísk stjórn-
völd til að breyta afstöðu sinni í
sjóflutningamálinu var ákveðið að
fara þá leið að setja lög á Alþingi
þar sem skilgreint er betur hvaða
almennu kröfur Island gerir til
þeirra sem vinna fyrir Varnarliðið.
Við samningu frumvarpsins var
ekkert samráð haft við bandarísk
stjórnvöld. I viðræðum íslenskra
og bandarískra embættismanna
hefur komið fram að af hálfu
Bandaríkjamanna hefði mátt kom-
ast hjá þessum deilum ef íslensk
stjórnvöld hefðu haft samráð við
Bandaríkin við undirbúning frum-
varpsins. Það hljóti að teljast eðli-
leg vinnubrögð að við undirbúning
máls sé leitað eftir samráði og
samkomulagi við alla sem það
varðar. íslensk stjórnvöld hafa
svarað þessari gagnrýni með því að
benda á að ísland sé sjálfstætt ríki
og það geti á engan hátt talist eðli-
legt að erlent ríki komi að samn-
ingu lagaframvarps sem stjórnvöld
kjósa að leggja fram. Bandaríkja-
menn hafa á móti bent á að varnar-
samningur Islands og Bandaríkj-
anna frá árinu 1951 kveði á um að
stjórnvöld í löndunum megi ekkert
gera, án samráðs sín á milli, sem
breyti framkvæmd samningsins.
Framvarpið beri yfirskriftina „um
framkvæmd tiltekinna þátta í varn-
arsamstarfi íslands og Bandaríkj-
anna“ og því hafi íslenskum stjórn-
völdum í raun borið skylda til að
hafa samráð við bandarísk stjórn-
völd. Þessu hafnar utanríkisráðu-
neyti íslands alfarið og segir að
framvarpið breyti í engu fram-
kvæmd varnarsamningsins. Það
fjalli einvörðungu um atriði sem sé
í valdi Islendinga að skilgreina.
Langar viðræður
í Washington
Barbara Griffiths kom sjónar-
miðum bandarískra stjórnvalda í
málinu á framfæri við Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra um
leið og bandaríska utanríkisráðu-
neytið var búið að kynna sér frum-
varpið. Ekki var um formleg mót-
mæli að ræða, en hins vegar kom
sendiherrann þvi að með afgerandi
hætti að Bandaríkjamenn
óskuðu eindregið
eftir að laga ^