Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
H
Stjórnvöld í Bandaríkjunum reyna að hafa áhrif á laga
setningunni yrði frestað. Bæði
embættismenn í sendiráðinu og ut-
anríkisráðuneyti Bandaríkjanna
hafa síðan ítrekað þessa afstöðu með
samtölum við utanríkisráðuneyti ís-
lands. Sendiráðsmenn ræddu þetta
m.a. við fulltrúa í utanríkismálan-
efnd Alþingis og sendiherra Banda-
ríkjanna gekk einnig á fund Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra. Þá
hafa háttsettir menn úr bandaríska
stjórnkerfínu rætt þessi mál við for-
ystumenn ríkisstjórnarinnar.
Viðbrögð Bandaríkjamanna við
frumvarpinu voru mun harðari en
íslensk stjómvöld áttu von á og ollu
eðlilega áhyggjum í utanríkisráðu-
neytinu, sérstaklega í ljósi þess að
framundan eru viðræður við Banda-
ríkjamenn um framtíð varnarsam-
starfs þjóðanna. I viðræðum emb-
ættismanna landanna hafa Banda-
ríkjamenn gefið til kynna að þetta
mál komi til með að hafa áhrif á við-
ræðumar. Ástæðan sé sú að þeir
hafi áhyggjur af því að lögin leiði til
þess að erfiðara verði að ná fram
áframhaldandi sparnaði í rekstri
Varnarliðsins. I bókun um varnar-
samstarf þjóðanna frá 1996 hafi ver-
ið gert samkomulag um aðgerðir
sem er ætlað að stuðla að lækkun
kostnaðar á Keflavíkurflugvelli. Ým-
islegt í frumvarpinu sé fallið til þess
að stuðla að því að þessi þróun verði
stöðvuð. Þeir benda á að á liðnum
áram hafí frjálsræði og samkeppni
aukist veralega í íslensku efnahags-
lífi og Varnarliðið hafi í viðskiptum
sínum við Islendinga notið góðs af
því. Framvarpið sé hins vegar skref
aftur á bak í þessu efni.
Þegar utanríkisráðuneytinu varð
ljóst hve gremja Bandaríkjamanna
var mikil út af frumvarpinu og að
þetta mál var stórlega farið að spilla
samskiptum þjóðanna var ákveðið
að senda sérstaka sendinefnd til
Washington í tengslum við opinbera
heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til
Bandaríkjanna sem hafði verið
skipulögð með löngum fyrirvara og
var að meginhluta til hugsuð sem
kurteisisheimsókn. Sendinefndin var
í Bandaríkjunum í rúma viku og á
þeim tíma átti hún ásamt embættis-
mönnum í sendiráði Islands í
Bandaríkjunum fjöldamarga fundi
með háttsettum embættismönnum í
utanríkisráðuneytinu, varnarmála-
ráðuneytinu og hernum. Á fundun-
um leituðust Islendingarnir við að
útskýra efnisatriði frumvarpsins.
Sendinefnd Islands mun hafa viður-
kennt að orðalag í grein frumvarps-
ins þar sem fjallað er um aðgang að
vamarsvæðinu væri óheppilegt og
það gæti verið til bóta að breyta því,
en að öðra leyti töldu íslendingarnir
að afstaða Bandaríkjanna byggðist
að verulegu leyti á misskilningi.
Bandarískir embættismenn, sem
Morgunblaðið ræddi við, taka ekki
undir að afstaða þeirra byggist á
misskilningi. Þeir segja að í nokkr-
um atriðum sé einfaldlega um efnis-
legan ágreining að ræða.
Halldór Ásgrímsson ræddi málið
stuttlega á fundi með Madeleine AI-
bright, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, en síðan ræddi hann það ítar-
lega á fundi með Strobe Talbott,
varautanríkisráðherra Bandaríkj-
anna. Hann ræddi þetta einnig við
hershöfðingja í Bandaríkjaher í
heimsókn sinni til Norfolk.
Hvernig á að
framfylgja lögunum?
Framvarpið fjallar um ýmis atriði
sem varða samskipti við Varnarliðið.
Þar er að finna ákvæði um skipan
kaupgjaldsnefndar, aðgang að varn-
arsvæðinu, um verksamninga og
samninga um kaup á vöra og þjón-
ustu og um forval vegna verktöku
fyrir herinn, en framvarpið gerir
ráð fyrir þeirri meginreglu að fara
skuli fram forval áður en útboð fer
fram. Sérstök forvalsnefnd, sem
skipuð er af utanríkisráðuneytinu,
ákveður hvaða fyrirtæki uppfylla
skilyrði um þátttöku í útboði. Þar
segir að fyrirtækin skuli vera ís-
lensk „hafa viðhlítandi verkreynslu
á samningssviðinu og tæknilega
getu, tækjabúnað og nægilega fjár-
hagslega burði til að efna þann
samning sem í boði er.“ Þess má
geta að á sínum tíma mótmælti ut-
anríkisráðuneytið því að Atlantsskip
fengi flutningana fyrir Vamarliðið á
þeirri forsendu að fyrirtækið væri
ekki íslenskt, hefði ekki tæknilega
getu, tækjabúnað eða fjárhagslega
burði til að sjá um flutningana.
Frumvarpið skilgreinir hvaða skil-
yrði fyrirtæki þurfi að uppfylla til að
geta talist íslensk. Ekkert er þar
minnst á eignarhald og er raunar
ekki annað að sjá en að Atlantsskip
uppfylli skilyrðin sem öll era almenn
eðlis.
I frumvarpinu segir einnig að við
mat á fyrirtækjum beri „að taka mið
af íslenskum öryggishagsmunum og
almennum öryggissjónarmiðum“.
Utanríkisráðuneytið hefur einmitt
lagt áherslu á að það sé hluti af ör-
yggishagsmunum íslands að flutn-
ingarnir séu í höndunum á íslensku
skipafélagi sem hafi burði til að
bregðast við á ófriðartímum og einn-
ig þegar náttúrahamfarir steðji að
þjóðinni.
Þá segir í framvarpinu að fyrir-
tækjum sem taki þátt í útboði sé
óheimilt að „hafa samráð um til-
boðsgerð við önnur fyrirtæki" og að
tengdum aðilum sé „óheimilt að taka
þátt í sama útboði vegna samninga
við Varnarliðið". Utanríkisráðu-
neytið lítur svo á að þetta ákvæði
útiloki að flutningar fyrir Varnarlið-
ið geti farið til tveggja fyrirtækja í
eigu sömu aðila. M.ö.o. að miðað við
núverandi eignarhald geti báðir
hlutar flutninganna fyrir Varnarliðið
ekki farið til Atlantsskips og
Transatlantic Lines.
I bráðabirgðaákvæði frumvarps-
ins er heimildarákvæði þar sem seg-
ir að samningar sem þegar hafa ver-
ið gerðir án þess að fram hafi farið
forval skuli ekki framlengdir nema
að undangengnu forvali. Verði þessi
heimild nýtt er alveg skýrt að bjóða
verður varnarliðsflutningana út að
nýju að undangengnu forvali. Samn-
ingar flutningadeildar bandaríska
hersins við Transatlantic Lines og
Atlantsskip era til tveggja ára með
möguleika á árlegri framlengingu í
þrjú ár.
Það er í höndum Bandaríkjanna
en ekki íslenskra stjórnvalda að
taka ákvörðun um hvort samning-
arnir verða framlengdir og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er búið að undirbúa að framlengja
þá; a.m.k. hefur flutningadeild hers-
ins átt í viðræðum við fyrirtækin um
framlengingu. Sú staða blasir því við
að samningarnir um flutningana
verði endurnýjaðir og jafnframt
hafa íslensk stjórvöld ekki gefið
annað í skyn en að frumvarpið verði
að lögum á þessu þingi, en það bíður
nú þriðju umræðu og gæti þess
vegna orðið að lögum strax eftir
helgina. Sú spurning hlýtur þá að
vakna, hvernig ætla íslensk stjórn-
völd að framfylgja lögunum? Ætla
þau að stöðva skip Atlantsskips sem
siglir á grundvelli ólöglegra samn-
inga?
Utanríkisráðuneytið
krefst nýs útboðs
Það hefur ekki farið á milli mála
að utanríkisráðuneyti íslands telur
að eina raunhæfa lausnin á þessu
máli sé að flutningarnir verði boðnir
út að nýju. Tækifæri gefist til þess á
þessu ári þar sem samningar
Transatlantic Lines og Atlantsskips
við Vamarliðið séu að renna út og
það sé sjálfstæð ákvörðun hvort þeir
verði framlengdir. Utanríkisráðu-
neytið lét þessa afstöðu skýrt í ljósi
í bréfi til utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna dagsettu 24. febrúar
sl. I bréfinu er skýrt frá ákvörðun
íslenskra stjórnvalda að leggja fram
frumvarp um framkvæmd tiltekinna
þátta í varnarsamstarfi landanna og
að íslensk stjórnvöld vænti þess að
samningur um sjóflutningana verði
ekki framlengdur heldur honum
sagt upp eigi síðar en 1. nóvember
nk.
Þeir sem tóku þátt í viðræðunum í
Bandaríkjum segja að menn hafi
lagt mikið á sig til að finna niður-
stöðu sem báðar þjóðirnar gætu
sætt sig við. Það flækir hins vegar
málið að bandarískir dómstólar hafa
dæmt í málinu. Af hálfu Bandaríkja-
manna er því haldið fram að þetta
bindi nokkuð hendur þeirra í mál-
inu. Bandarísk stjórnvöld verði að
taka mið af niðurstöðu áfrýjunar-
réttar um málið. Verði flutningarnir
boðnir út að nýju sé heldur ekki
hægt að útiloka að efnt verði til
nýrra málaferla þar sem reynt verði
að brjóta á bak aftur ákvarðanir í
málinu.
íslenska utanríkisráðuneytið hef-
ur lagt mikla vinnu í þetta mál sem
það segir að snúist um grundvall-
aratriði. Spurningin snúist einfald-
lega um hvort Bandaríkjamenn eigi
að komast upp með að brjóta milli-
ríkjasamninga sem þeir hafi gert. í
ráðuneytinu líta menn einnig svo á
að það geti verið merki um veikleika
að gefa eftir í málinu. Það sé hættu-
legt að Bandaríkjamenn fái það á
tilfinninguna að íslendingar gefi
ætíð eftir þegar upp komi ágrein-
ingur sem snertir varnarsamstarfið.
Breytt staða að loknu
kalda stríðinu
Fáum blandast hugur um að hern-
aðarieg þýðing Keflavíkurflugvallar
hefur minnkað mikið síðan kalda
stríðinu lauk. Bandaríkjamenn lögðu
á sínum tíma mikla áherslu á að fá
aðstöðu hér á landi og á tímum
kalda stríðsins var vera Varnarliðs-
ins hér mjög mikilvægur þáttur í
eftirliti Bandaríkjanna með hernað-
arumsvifum Sovétmanna á Norður-
Atlantshafi. Þessi staða hefur breyst
á síðustu áram. ísland er ekki leng-
ur sá „heiti staður“ sem það var. Is-
lensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á
að halda verði uppi trúverðugum
vörnum á íslandi hvað svo sem líði
breytingum í alþjóðapólitík. í þessu
máli verði menn að hugsa til langs
tíma.
Það sjónarmið á sér hins vegar
fylgismenn innan bandaríska stjórn-
kerfisins, hersins og þingsins að
stefna eigi að lokun herstöðvarinnar
í Keflavík m.a. vegna þess að meiri
þörf sé fyrir herþoturnar og her-
mennina í öðrum heimshlutum. Þeir
sem Morgunblaðið ræddi við í
Washington sögðust kannast við
þetta sjónarmið, en þeir sögðu jafn-
framt að fram að þessu hefði þetta
sjónarmið ekki notið meirihlutafylg-
is. Þeir gáfu hins vegar ótvírætt í
skyn að þessi deila við ísland um
framvarpið kynni að verða til þess
að styrkja þá í sessi sem vildu loka
herstöðinni. Frumvarpið hefði ekki
getað komið fram á óheppilegri
tíma, rétt áður en viðræður um bók-
un um framkvæmd varnarsam-
starfsins hæfist. Ekki fór á milli
mála að Bandaríkjamönnum fannst
það ákaflega óskynsamlegt af ís-
lenskum stjórnvöldum að leggja
framvarpið fram á þessum tíma.
Torricelli lætur
til sín taka
Við undirbúning þessarar umfjöll-
unar bar nafn öldungadeildarþing-
mannsins Robert G. Torricelli aftur
og aftur á góma. Öllum sem Morg-
unblaðið ræddi
við ber saman um
að afskipti hans af
þessu máli hafi
ráðið gífurlega
miklu um hvernig
það hefur þróast.
Fullyrt er að
Atlantsskip og
Transatlantic Lin-
es hefðu aldrei
fengið sjóflutning-
Robert
Torricelli
ana fyrir Varnarliðið ef ekki hefði
komið til þrýstingur frá Torricelli og
að skipafélögnum tækist aldrei að
halda flutningunum ef stuðnings
hans nyti ekki við.
Torricelli hefur verið öldungar-
deildarþingmaður fyrir New Jersey
frá árinu 1995, en hann sat áður í
fulltrúadeildinni í 14 ár. Hann er tal-
inn meðal áhrifamestu þingmanna í
öldungadeildinni, en auk þess er
hann persónulegur vinur forseta-
hjónanna bandarísku. Hann situr í
fjóram nefndum á Bandaríkjaþingi,
þar á meðal í dómsmálanefnd og ut-
anríkismálanefnd. Hann gegnir
einnig forystu í kosninganefnd De-
mókrataflokksins og er ábyrgur fyr-
ir fjármögnun kosningabaráttunnar.
Enginn vafi þykir leika á að Torr-
icelli hafi mikil áhrif á stefnu Banda-
ríkjastjórnar og þar skiptir auðvitað
miklu máli að hann er demókrati, en
demókrarar stýra Hvíta húsinu og
ráðuneytunum.
Sú spurning vaknar eðlilega hvers
vegna öldungadeildarþingmaður á
Bandaríkjaþingi er að skipta sér af
viðskiptasamningum um flutninga
fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli sem eru smáir jafnvel á íslensk-
an mælikvarða. Skýringarinnar er
að leita í New Jersey, heimafylki
þingmannsins. Brandon Rose, sem á
helminginn í Transatlantic Lines, er
kominn af efnaðri fjölskyldu sem í
fjölda ára hefur rekið verktakafyrir-
tæki í New Jersey. Fyrirtækið veltir
árlega um 15 milljörðum króna og
hefur m.a. unnið mikið fyrir fylkis-
stjómina í New Jersey, einkum í
vegagerð. James Florio, íyrram rík-
isstjóri í New Jersey, rekur lög-
fræðiskrifstofu sem vann fyrir
Transatlantic Lines þegar fyrirtæk-
ið var að ná samningum við flutn-
ingadeild bandaríska hersins. Hann
kom á tengslum við Torricelli, en
þeir eru vinir og samflokksmenn.
Florio berst nú fyrir því að ná kjöri
til öldungadeildar Bandaríkjaþings
og þó Torricelli hafí ekki opinber-
lega lýst yfir stuðningi við hann í
forkosningunum sem fara fram í
næsta mánuði er talið víst
að hann sé tilbúinn til
að veita honum allan
þann stuðning sem
hann getur.
Florio hefur að sjálfsögðu áhuga á
að Transatlantic Lines, fyrirtæki
sem hann hefur unnið fyrir, nái
þeim árangri sem það stefnir að og
Torricelli hefur einnig áhuga á að
greiða götu fyrirtækis Rose-fjöl-
skyldunnar sem er svo öflugt í at-
vinnulífi New Jersey. Transatlantic
Lines og Atlantsskip voru stofnuð til
að ná samningum við bandaríska
herinn og áttu allt undir afstöðu
bandarískra stjórnvalda. Torricelli
er í stöðu til að hafa áhrif á afstöðu
stjórnvalda og hefur notfært sér
hana í þessu máli, að því er heimild-
ir Morgunblaðsins herma. Á íslandi
hafa afskipti stjórnmálamanna af
þessu tagi gjarnan verið kölluð
„kjördæmapot“ og þykir flestum
vera næsta sjálfsagður hlutur í
stjórnmálum.
Stöðug afskipti
í rúm tvö ár
Talsmaður Torricellis, sem Morg-
unblaðið ræddi við, viðurkennir að
öldungadeildaþingmaðurinn hafi
haft mikil afskipti af þessu máli.
Hann segir að einn af starfsmönnum
hans hafi haft með þetta mál að
gera í þau rúm tvö ár sem liðin eru
frá því að útboðið fór fram. Hann
hafi séð um að halda Torricelli upp-
lýstum um stöðu málisins á öllum
stigum. Hann segist gera ráð fyrir
að einhver frá skrifstofu Torricelli
hefði hringt í utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna, varnarmálaráðu-
neytið og aðrar stofnanir sem hafa
haft með málið að gera að meðaltali
einu sinni í viku.
Talsmaður Torricelli segist ekki
telja að hér sé um óeðlileg pólitísk
afskipti að ræða. Torricelli hafi lagt
metnað sinn í að aðstoða fyrirtæki,
stór og smá, frá New Jersey. í sum-
um tilvikum sé um minniháttar að-
stoð að ræða en í öðram tilvikum sé
um víðtæka aðstoð að ræða. Starfs-
menn Torricelli hafi lagt mikla
vinnu í þetta mál, fyrst og fremst
vegna þess að reynt hafi verið að
bregða fæti fyrir Transatlantic Lin-
es. Að mati Torricelli hafi fyrirtækið
verið beitt órétti og því hafi verið of-
ureðlilegt að hann reyndi að koma
því til hjálpar.
Meira en sex mánuðir liðu frá því
að sjóflutningarnir vora boðnir út
þar til flutningadeild hersins til-
kynnti ákvörðun sína um að flutn-
ingarnir færu til Transatlantic Lines
og Atlantsskips. Á þessum tíma mun
Torricelli hafa þrýst á um að samn-
ingar yrðu gerðir við þessi fyrirtæki
sem áttu lægstu tilboðin. Vafi þótti
leika á að það væri í samræmi við
sjóflutningasamninginn að láta fyr-
irtækin fá flutningana, auk þess sem
þau áttu á þeim tíma ekki skip og
höfðu að auki ekki sýnt fram á fjár-
hagslega getu sína. Sú hætta
vofði því yfir fyrirtækj-
unum að tilboðum
Washingto^