Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 21 Námskeið um arkitektúr Á VEGUM Opna háskólans hefst námskeið um arkitektúr í lok 20. aldar þriðjudaginn 9. maí og er öll- um opið endurgjaldslaust. Fyrir- lestrar verða þriðjudagskvöld og 11. maí kl. 20-22, í Listasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu. Fyrirlesari verður Pétur H. Ármannsson, arki- tekt og deildarstjóri byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykjavíkur. Viðfangsefni námskeiðsins er skoðun og greining á verkum og bakgrunni sautján kunnra arki- tekta, sem taka þátt í sýningunni Garðhúsabær/Kolonihaven á Kjar- valsstöðum. Verkin endurspegla ólíka nálgun þeirra í byggingarlist allt frá nýklassískri draumsýn Leons Krier til hátækniarkitektúrs Richards Rogers. Arkitektarnir sautján eru allir virtir hönnuðir sem hafa með verkum sínum mótað hug- myndafræði byggingarlistar í lok 20. aldar. Von er á einhverjum þeirra til landsins í tengslum við opnun sýn- ingarinnar. Sýning á Kjai’valsstöð- um þriðjudaginn verður skoðuð und- ir leiðsögn Péturs þriðjudaginn 30. maí kl. 17. Sýningin, sem verður opnuð hinn 27. maí, er sameiginlegt framlag Arkitektafélags íslands og Lista- safns Reykjavíkur til Listahátíðar í Reykjavík og verkefnisins Reykja- vík - menningarborg Evrópu árið 2000. Þátttakendur skrái sig hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands. Námskeiðið er samstarfsverkefni Háskóla Islands og Listasafns Reykjavíkur og er menningarborg- arverkefni Háskóla Islands. Vorsöngnr í Selfosskirkju FÉLAGAR fjögurra kóra koma saman í Selfosskirkju í kvöld, M-2000 Sunnudagur Perlur og skinandi gull Iðnó, kl. 15. Leikhópurinn Perlan sýnir fjórar leikperlur og tvær dansperlur sem fjalla m.a. um ástir, gull og græna skóga. Þetta er fjölskrúðug sýning túlkuð af mikilli einlægni og leikgleði sem er aðalsmerki perluleikara. Leikstjóri er Sigríður Eyþórsdóttir og danshöfundur og -stjórnandi Lára Stefánsdóttir. Valinkunnir tónlistarmenn og búningahönnuðir taka einnig þátt í sýningunni. Kynnir er Öm Árnason. Dagskráin er liður í menningar- borgarárinu. www.reylqavik2000.is. wap.olis.is. sunnudagskvöld, kl. 20.30, og syngjur hver kór fyrir sig og sam- eiginlega. Kórarnir eru Söngfélag Þorlákshafnar, stjórnandi og und- irleikari Robert Darling. Samkór Rangæinga, stjórnandi Guðjón Halldór Óskarsson, undirleikari Hedi Maróti, Karlakór Hreppa- manna og Samkór Selfoss. Stjórn- andi þeirra er Edit Molnár, undir- leikari Miklós Dalmay. Listahátíð í Hagaskóla NEMENDUR 10. bekkjar Haga- skóla sýna ýmis listaverk á listahátíð sem þar verður opnuð á morgun, mánudag, kl. 12. Til sýnis verða m.a. stuttmyndir, málverk, teikningar, keramik, tölvugrafík, gifsverk, flutt verða ljóð, leikin tónlist, söngur og dans. Sýningin stendur til kl. 15. Náttúru- og umhverfisverólaun Norðurlanclaráðs 2000 Norðurlandaráð veitir í ár Náttúru- og umhverfis- verðlaunin í sjötta sinn. Verðlaunin nema 350.000 danskra króna og eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, hópi manna eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstaka framtakssemi á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Þema ársins 2000 er „Samstarf við grannsvæði Norðurlanda" Umhverfisstefna grannsvæðanna er jafnframt umhverfisstefna Norðurlanda og öfugt. Norðurlanda- þjóðirnar og framsækin umhverfisstefna þeirra getur þess vegna og á að gegna hlutverki í samstarfinu við grannsvæðin að umnverfismálum. Verðlaunin í ár verða því veitt einstaklingi eða samtökum á Norður- löndum sem hafa stuðlað sérstaklega að þróun samstarfs á sviði náttúru- og umhverfismála milli Norðurlanda og grannsvæða Norðurlanda en til þeirra teljast m.a. Norðurskautssvæðið og löndin umhverfis Eystrasalt. Öllum er heimilt að tilnefna verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og láta lýsingu fylgja á framtakinu og upplýsingar um nver hefur staðið eða stendur að framtakinu. Framtakið verður að uppfylla fagleg gæði og skipta máli í víðara samhengi í einu eða fleiri Norðurlöndum. Tilnefningum skulu gerð skil á mest tveimur blaðsíðum A4. Dómnefnd velur verðlaunahafa en í henni sitja fulltrúar fimm Norðurlanda og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal gerð á sérstöku eyðublaði sem á að hafa borist skrifstofunni í pósti í síðasta lagi föstudaginn 26. maí n.k. Nálgast má eyðublaðið á heimasíðu Norðurlandaráðs, wwwjwntenuotg. eða á skrifstofunni: Nordisk Rád Den Danske Delegation Christiansborg, DK-1240 Kobenhavn K, sími: +45 3337 5958 fax: +45 3337 5964 AUGLÝSING íHemsíííúBBsfréttÍT Þegar fjölmiðlarnir birta upplýsingar um það nýjasta á sviði ferðamála, virðist sú regla ríkjandi að sleppa ferðum HEIMSKLUBBS INGÓLFS & PRÍMU. Samkeppnisstofnun hefur fengið það mál til athugunar. Mismunun fjölmiðlanna er augljós, og því er brugðið á það ráð, eins og stundum áður, að birta stórfréttir Heimsklúbbsins um ferðalög sem auglýsingar. Cape Ijoum. umpásfcana AHs 412 íslendingar nutu páskaviku í Suður-Afríku í sól og blíðskaparveðri við bestu aðstæður. Það var stærsti páskahópurinn í ár og um leið lengsta beint flug frá íslandi með breiðþotu Atlanta. Flest kom fólki á óvart í ferðinni en fátt meira en hve flugið var auðvelt og þægilegt. Eftir 12'A tíma flug var fólk svo vel á sig komið, að margir kusu að fara strax í kynnisferð um borgina. Margt ógleymanlegt bar fyrir augu, en ekki síst að standa á Góðrarvonarhöfða og sjá heimshöfin Indlandshaf og Atlantshaf mætast í ólgandi röst, drekka í sig fegurð og þokka vínhéraðanna og rifja upp baráttusögu Nelsons Mandela. Farið er að huga að ferð um næstu páska með vali á ferðatilhögun í SUÐUR-AFRÍKU til að kynnast nánar einu fegursta landi heims, t.d. á Blómaleiðinni og dýralífl í þjóðgörðunum. Skoðanakönnun um ferðina hefur leitt í ljós að yfir 90% svara gefa ferðinni hæstu einkunn. Eftirfarandi svar hjóna má telja dæmigert fyrir undirtektir: „Þessi ferð var alveg frábær að öllu leyti, frá A til Ö, allt jákvætt.“ Sigmundur B. Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir. $jo de Janáro ífiaust-15.-23. ofc. Eftir góða reynslu af fluginu til SUÐUR-AFRÍKU er nú undirbúningur sumaraukans í Brasilíu á fullu og meirihluti sæta þegar seldur, enda verðið frá aðeins kr. 99.800 með beinu flugi í 11 klst. og 7 nátta gistingu í fegurstu borg heims, þar sem sumarið skartar sínu fegursta um miðjan október og fólk gengur beint úr húsdyrum út á glitrandi baðströndina, en farþegar okkar búa allir við frægustu baðströnd heimsins, COPACABANA. Þetta er einnig í fyrsta sinn, sem fólki býðst að komast beint til Brasilíu án millilendingar, og eftirvænting er að vonum mikil, enda er þetta merkur áfangi í ferðasögu íslands. Ríó þykir ekki aðeins fegurst meðal borga, heldur glaðværasta borg í heimi og iðar í sömbutakti árið um kring, og karnivalstemmninguna má flnna allt árið. Ymsar kynnisferðir verða í boði um borgina og nágrenni, og allir vilja hafa staðið uppi á „Sykurtoppnum“ og Corcovado með hæstu Kristsstyttu í heimi, jafnvel er hægt að komast á frægan knattspyrnuleik og veðreiðar, að ógleymdu litríku næturlífi borgarinnar. ‘U.ndra-Œfmíand // Stóra ‘Ifuiiíand 2 vikur - óbreytt verð frá kr. 104.900 frá 5. sept. Frá sept. 99 til apríl 2000 fóru 12 hópar farþega okkar í 2-3 v. Thailandsferðir við einróma ánægju. PANTIÐ NÚNA í HAUSTFERÐIRNAR, annars engin sæti laus. íMaíasta - stóruppgöwmferðamanns! (Þú fynnist afái ASÍU í Maíasíu: ftíalasíupremum 2 vikur við töfrandi aðstæður og aðbúnað á verði ódýrrar Evrópuferðar! HÓTEL ISTANA, 5* - „HÖLL GYLLTU HESTANNA“ 5* „PERLAN“ - MUTIARA - PENANG 5* flug, gist. m. morgunv. aðeins kr. 114.400. Næsta brottf. 3., sept. laus sæti. CBaH - eyja jjuðanna - sérferðir - eða framlenging Malasía. Afmælis- og brúðkaupsferðir DE-LUXE Sigftngar - oífar sztíð! Qrand'Princess: 14 d. Miðjarðarhaf á stærsta og glæsilegasta skipi heimsins fyrr og síðar, 109 þús. tonn. Kynningarv. aðeins til 15. maí. íV&O Victoria í Miðjarðarhafl 22. sept. Upps. biðlisti Victoria -austanv. Miðjarðarh. 6. okt. - nokkur pláss laus. <P & O fturora - nýjasta fjbesislqp ‘Lvrópu um Miðjarðarhaf: Aþena, Rhodos, Limassol, Jerúsalem, Kairo o.fl. 13. nóv. 18 daga vellystingar - KJÖR ÁRSINS: 50% AFSLÁTTUR sé staðfest fyrir 15. maí. <P&0 ftrcadia - %grí6aHafog ‘BrasíGa IS.jan. 2001 16 d. á hálfvirði - beint frá Glasgow Listatöfrar íScdz6urg, Vín, Pragmeð ingóm - 4. júní 10 daga listaveisla - 2 sæti. Listatofrar Itatíu með Ingólfl 12. ágúst-biðlisti HLÍN BALDVINSDÓTTIR, RÁÐIN REKSTRARRÁÐGJAFI Hlín Baldvinsdóttir hefur lengi unnið að markaðsmálum, einkum í Danmnrku, þar sem hún náði orðlögðum árangri í að byggja upp eina þekktustu hótelkcðju landsins, reisti við að nýju Hotel Fönix, Grand Hotcl o.fl. Einnig tók hún að sér að endurskipuleggja rckstur hins þekkta fyrirtækis Skodsborg. Nú hefur hún tekið markaðsmál Heimsklúbbsins að sér og endurskipulagningu í tímabundnu starfi, og eru miklar vonir bundnar við starf hennar, ‘Pantanir: suni 5620 400 VISA Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK, fyrir frábærar ferðir HRÐASKK FSIOFAN PRIAAA" Hí MSKILBBUR NCOUS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.