Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Samanburður á íslenskum bókamarkaði 1990 og 1999
Aukið úrval o g
vandaðri bækur
//ýsJL Samanburður á fjölda útgefinna
| \ bóka eftir flokkum
1999 1990 Mism
íslensk skáldverk 43 29 48%
Þýdd skáldverk 54 (30) 50 (21) 8%
Ljóðabækur 30 21 43%
ísl. barna- og ungl.bækur 52 39 33%
Þýddar barna- og ungl.b. 63 46 37%
Ævisögur 25 28 -10%
Fræði/bækur alm. efnis 131 90 45%
Handbækur 57 20 185%
Samtals: 455 323 41%
Innan sviga eru afþreyingarskáldsögur
ÚRVAL íslenskra bóka hefur stór-
aukist og batnað undanfarinn ára-
tug. Jafnframt hefur vönduðum
bókum fjölgað á kostnað hinna
snöggsoðnu. Þetta kom fram í er-
indi Péturs Más Ólafssonar, út-
gáfustjóra Vöku-Helgafells, á Rit-
höfundaþingi um síðustu helgi, þar
sem hann bar saman Bókatíðindi
Félags íslenskra bókaútgefenda ár-
in 1990 og 1999 og metsölulista DV
hvort árið.
„Þetta er í raun þvert á það sem
spáð var þegar farið var að selja
bækur í stórmörkuðum fyrir jólin
1994 en þá var talið að það myndi
takmarka úrval útgefinna bóka og
útvatna þær,“ segir Pétur Már og
viðurkennir að niðurstöður saman-
burðarins hafi komið honum sjálf-
um á óvart.
„Þegar stórmarkaðir fóru að
selja bækur var viðkvæðið að það
myndi leiða til einsleitara úrvals og
minna framboðs á „góðum“ bókum.
Ég komst að því að svo er aldeilis
ekki - á tíu árum má segja að hið
snöggsoðna hafi vikið fyrir hinu
vandaða,“ segir hann. Þessa breyt-
ingu sagði hann kristallast í Einari
Benediktssyni. Árið 1990 hefði Gils
Guðmundsson sent frá sér bókina
Væringjann mikla, þar sem hann
hefði tekið saman greinargott yfir-
lit um ævi skáldsins sem staðfesti
mynd lesenda af honum. í fyrra
hefði annað bindi ævisögu Einars
eftir Guðjón Friðriksson komið út,
en hann hefði lagst í rannsóknir á
lífi skáldsins og veitt lesendum
nýja sýn á það. „Önnur breyting
sem merkjanleg er milli áranna að
mínu mati er að íslenskar ungl-
ingabækur, sem voru mjög áber-
andi árið 1990, hafa horfið af met-
sölulista DV en í staðinn eru
komnar barnabækur á borð við
Söguna af bláa hnettinum eftir
Andra Snæ Magnason," segir Pét-
ur Már.
Hann segir aukninguna hafa ver-
ið mismunandi eftir flokkum.
Þannig hafi fjöldi handbóka t.d.
þrefaldast milli áranna 1990 og
1999. íslenskum skáldsögum hefur
fjölgað um helming, ljóðabókum
urn liðlega 40%, bókum fyrir börn
og unglinga um rúman þriðjung og
fræðibókum og bókum almenns
efnis um 45%. Ævisögum og af-
þreyingarskáldsögum hefur hins
vegar fækkað.
Mikil endurnýjun
meðal útgefenda
í erindi Péturs Más kom einnig
fram að árið 1990 hefðu 37 út-
gefendur gefið út þær 323 bækur
sem kynntar voru í Bókatíðindum
en 83 útgefendur sent frá sér 455
bækur í fyrra miðað við sömu
heimild. Einungis 14 forleggjarar
gáfu út bækur bæði árin sem sýnir
að mati Péturs Más að útgáfa hér á
landi er áhættusöm - en einnig
hversu auðvelt er fyrir nýja aðila
að hasla sér völl á þessum markaði.
Söngskemmtun Selja
ÁRLEG söngskemmtun Selja í
Seljakirkju verður í dag, sunnu-
dag, kl. 17. Fram koma einnig tveir
gestakórar: MosfeUskórinn undir
stjóm Páls Helgasonar og Karla-
kór SVR, stjórnandi hans er Guð-
mundur Ómar Óskarsson.
Flutt verða lög úr ýmsum áttum.
Undirleikarar eru Halldóra Ara-
dóttir á píanó og Fróði Oddsson á
gítar. Stjómandi er Tonje Fossnes.
Einnig munu Seljur syngja á
ísafirði og á Bolungarvík dagana
12. og 13. maí.
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson
Sigrídur Helga Olgeirsdóttir listakona í Hruna með hluta verka sinna.
Listsýning
í Hruna
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Fagnað skagfírzku vori
UM páskana var opnuð sýning
þriggja listakvenna í safnaðar-
heimilinu á hinu fomfræga prest-
setri Hmna. Þetta era listakonurn-
ar Sigr/ður Helga Olgeirsddttir
leirlistakona, Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir myndlistarkona og
Hrönn Vilhelmsdóttir textflhönnuð-
ur. Allar sýna þær verk er byggjast
á trúarlegum þemum. Listakonurn-
ar, sem allar era af norðlensku
bergi brotnar, hafa áður starfað og
sýnt saman í listagallerfinu Lista-
koti. Sú hefð hefur skapast að tilst-
uðlan sóknarnefndar Hrunasóknar
að halda eina sýningu á hverju ári í
safnaðarheimilinUi Meðal þeirra
sem áður hafa sýnt verk sín eru
Helgi Gislason myndhöggvari,
Brynhildur Þorgeirsdóttir mynd-
höggvari og systumar Jóhanna
Sveinsddttir graffldistakona og
Þórdís Sveinsdóttir textflhönnuður.
Sýningin stendur til mafloka.
TONLIST
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Vortónleikar Skagfirzku söngsveit-
arinnar f Reykjavík. Stjómandi:
Björgvin Þ. Valdimarsson. Píanó-
leikur: Sigurður Marteinsson.
Fimmtudaginn 4. maí kl. 20:30.
SKAGFIRZKU söngsveitina í
Reylyavík mætti af aðskiljanlegum
ástæðum uppnefna konung átt-
hagakóra. Bæði er hann meðal
hinna stærstu, og hljómur hans í
senn voldugur og fágaður, þótt ekki
hafi hann farið varhluta af landlæg-
um karlaraddaskorti frekar en aðr-
ir kórar á seinni áratugum. Óhjá-
kvæmilegt er að misvægi
S-A-T-B-hlutfalla á við 24-24-11-14
heyrist, sama hversu fítonsefldir
tenórai- og bassar kunni að vera á
hverjum stað. Það, og svo hinn ekki
síður útbreiddi tónhnigsvandi, eink-
um í veikum söng, er trúlega það
tvennt sem stendur blönduðum
áhugamannakórum hvað mest fyrir
þrifum hér á landi. Að tónstöðuhnig
SSR skyldi samt sem áður vera
með því minnsta sem maður heyrir
hjá átthagakórum má auk hæfileika
söngfólksins sjálfs að líkindum
þakka dugnaði stjórnanda og mik-
illi vinnu, enda tvær æfingar á viku
heilan starfsvetur sennilega með
því mesta sem þekkist á þeim vett-
vangi.
Eftir þrjú lög eftir Sigfús Hall-
dórsson kom að fyrsta hápunkti
með Litla kvæðinu um litlu hjónin
eftir Pál ísólfsson í laufléttri út-
færslu. Hið snotra lag stjóm-
andans, Vegferð, var næst frum-
flutt og lék hin kornunga Helga
Þóra Björgvinsdóttir dáfallega með
á fiðlu við góðar undirtektir. í and-
alúsíska þjóðlaginu Stúlkan frá
Sevilla söng kórtenórinn Guðmund-
ur Sigurðsson einsöng. Hann var
stundum svolítið óstöðugur í fókus,
en röddin engu að síður glæsileg og
þétt þess í milli og auðheyrt að
hvort sem þar hafi farið borinn og
barnfæddur Skagfirðingur eður ei
hlaut hann a.m.k. að vera hesta-
maður.
Kammerkór var í forsöngshlut-
verki í Ég man það enn (betur
þekkt sem Londonderry Air eða
Oh Danny Boy), og augljóst að hér
færi sönghópur sem ætti innan tíð-
ar að geta blandað geði við hina
betri kammerkóra landsins. Út-
setning P. Knights var skemmtileg,
nema hvað laglínan týndist í inn-
rödd undir lokin sem hefði þurft að
lyfta meira fram. Síðast í fyrri hálf-
leik var svo Þakkarbæn, „hollenzka
lagið“ vinsæla sem loks fékkst upp-
lýst að væri eftir Adrian Valerius;
bráðfallegur hymni, en sérlega við-
kvæmur í tónhæð í einrödduðum
veikum fyrrihlutanum, líkt og
heyra mátti hér sem svo oft áður
hjá öðrum kórum.
Fyrsta lag Söngsveitarinnar eftir
hlé var hið angurværa Ave Maria
eftir Hans Nyberg, þar sem manni
heyrðist altinn eiga í nokkurri inn-
tónunarvök að verjast íyrir þyngd-
araflinu. Annar frumflutningur
kvöldsins, einnig eftir stjórandann,
hét Bæn, sem mér fannst, þrátt
fyrir afbragðs undirtektir, ekki ná
alveg gæðum fyrra lags, enda full-
mikið mótað af einsleitri fallandi
skalahugmynd. Aftur á móti ber að
skjóta því inn, að Fagra veröld,
þriðja lag stjórnandans (flutt í upp-
klöppun að leikslokum), bar að
mínu viti af öllum þremur þótt létt-
ara væri yfir því en hinum, enda
langfrumlegast. Kristín R. Sigurð-
ardóttir söng einsöng í Bæn og
náði góðum glampa í hæðinni þrátt
fyrir töluvert víbrató, þó að neðra
sviðið væri fremur kraftlítið.
Fangakórinn úr Nabucco Verdis
var meðal seinni hápunkta kórsins
og söngurinn vel mótaður þrátt fyr-
ir smávegis sig framan af. Kristín
söng aftur einsöng í hinni seiðandi
Sicilíönu úr Sikileyskum aftansöng
Verdis við millisöng kórsins og
uppskar mikið klapp. Valsarnir þrír
í syrpu úr Kátu ekkju Lehárs
vöktu m.a. athygli fyrii- samtaka og
velmótaðan staccato-söng, þó að
áttundatilfærslur laglínunnar í 3.
valsi til jöfnunar á söngsviði orkuðu
tvímælis.
Endað var á pílagrímakórnum úr
Tannháuser eftir Wagner; upphaf-
lega fyrir karlakór en hér fluttur í
blandaðri útsetningu og sunginn af
viðeigandi reisn, sem ekki einu
sinni alræmd misnotkun verksins
fyrr á árum í sjónvarpsauglýsingu
fyrir salernishreinsilög hefur náð
að hrófla við. Halelúja-staðurinn
hefði kannski mátt vera hrynskar-
pari, en annars varð m.a. þetta lag,
og raunar ekki síður hin fjörugu
aukalög, Fagi-a veröld og „Skag-
firzk sveifla, til að undirstrika svo
fallegan og samtaka heildarhljóm
kórsins, að áðurnefnt tónsig, sem
smæðar vegna hefði varla verið orð
á gerandi hjá öðrum átthagakórum,
hlaut að verða hlutfallslega áber-
andi í ljósi almennra kosta.
A cappella-lög kórsins voru til-
tölulega fá og hefðu gjarnan mátt
vera fleiri, en fremur hlédrægur
píanómeðleikur Sigurðar Marteins-
sonar var engu að síður nettur og
öruggur.
Ríkarður Ö. Pálsson
Bókasafnssjóður höfunda
15,4 milljónir til
um 400 höfunda
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr
Bókasafnssjóði höfunda í þriðja
sinn, en úthlutunarfé sjóðsins er
skipt í tvo jafna hluta. Annars
vegar er úthlutað miðað við fjölda
útlána bóka úr bókasöfnum og
stofnunum og hins vegar eru
veittir styrkir í viðurkenningar-
skyni fyrir ritstörf og önnur
framlög til bókmennta. Um 400
höfundum var úthlutað 7,7 millj.
kr. vegna útlána á árinu 1999 og
var úthlutað til 28 höfunda að
upphæð 7,7 millj. kr.
Áuk þess veitir sjóðurinn
styrki til fagurbókmenntahöf-
unda, fræðiritahöfunda og mynd-
skreytara. Að þessu sinni hlutu
25 höfundar viðurkenningar að
upphæð kr. 250.000 hver: Arn-
gunnur Ýr Gylfadóttir, Berglind
Gunnarsdóttir, Birgitta H. Hall-
dórsdóttir, Bjarni Bjarnason, Búi
Kristjánsson, Einar Kárason,
Erlingur E. Halldórsson, Ey-
steinn Björnsson, Gerður
Kristný, Gestur Guðmundsson,
Guðmundur Páll Ólafsson, Gunn-
ar Karlsson, Hallgerður Gísla-
dóttir, Haraldur Guðbergsson,
Hörður Ágústsson, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Jón Karl Helga-
son, Kristján Jóhann Jónsson,
Nanna Rögnvaldardóttir, Paolo
Maria Turchi, Páll Stefánsson,
Rúnar Helgi Vignisson, Þorri
Hringsson, Þóra Kristinsdóttir og
Þórður Helgason.
Heiðursviðurkenning
Sérstaka heiðursviðurkenningu
vegna framlags til íslenskra bók-
mennta hlutu höfundarnir Ari
Trausti Guðmundsson, Iðunn
Steinsdóttir og Bjarni Jónsson
myndlistarmaður. Heiðursviður-
kenningarnar, að upphæð kr.
500.000, voru afhentar með við-
höfn í Gunnarshúsi í Reykjavík
hinn 4. maí sl.
Áður hafa hlotið heiðursviður-
kenningar úr sjóðnum höfundarn-
ir Einar Bragi, Hannes Péturs-
son, Árni Björnsson, Þorsteinn
Gylfason og myndlistarmennirnir
Kjartan Guðjónsson og Brian
Pilkington.
Stjórn Bókasafnssjóð höfunda
skipa: Birgir Isleifur Gunnarsson,
formaður Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson, Einar Ólafsson, Knútur
Bruun og Magnús Guðmundsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjarna Jónssyni, Ara Trausta Guðmundssyni og Iðunni Steinsdóttur
voru veittar heiðursviðurkenningar úr Bókasafnssjóði höfunda.