Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Jónína Guðmundsdóttir, forstöðukona Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, hefur unnið 42 ár lyá félaginu en er nú að láta af störfum.
Mikið hefur áunnist
ÞAÐ er líflegt innandyra í
Æfingastöð Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra við
Háaleitisbraut þegar
blaðamaður gengur þar um með for-
stöðukonunni Jónínu Guðmunds-
dóttur og skoðar þjálfunaraðstöð-
una sem er óvíða jafn góð hér á
landi. í æfingasalnum fer fram hóp-
þjálfun Parkinsonsjúklinga og í
ungbarnaherberginu er verið að
meta hreyfigetu eins árs bams. I
sundlauginni eru nokkrir strákar
sem eru að læra að synda því það
hentar þeim ekki að læra að synda á
venjulegu sundnámskeiði.
Jónína á farsælt starf að baki en
hún hefur tekið virkan þátt í að
móta þá fjölþættu starfsemi sem
Styrktarfélagið hefur beitt sér fyrir
á umliðnum árum.
Hún byrjaði að vinna hjá félaginu
árið 1956 þegar fyrsta æfingastöðin
fyrir lamaða og fatlaða var opnuð að
Sjaínargötu 14 í Reykjavík. Opnun
stöðvarinnar var fyrsta stóra viðfangs-
efni SLF sem var stofnað árið 1952.
Þá var Jónína tiltölulega nýkom-
inn heim frá námi í sjúkraþjálfun
við Oslo Orthopediska Institut sem
var virtur og góður skóli en hún var
fyrsti íslendingurinn sem þar lærði.
Síðan hafa margir sjúkraþjálfarar
útskrifast frá skólanum.
Jónína er fædd og uppalinn í
Hafnarfirði og segir að á unga aldri
hafi hún fengið brennandi áhuga á
íþróttum og gekk hún fljótlega í
íþróttafélagið Hauka. Síðar stofnaði
hún ásamt nokkrum ungum stúlkum
Fimleikafélagið Björk. Þær höfðu
æft fimleika undir stjórn Þorgerðar
Gísladóttur íþróttakennara um
nokkurt skeið og upp úr því stofn-
uðu þær félagið.
Jónína lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskóla og fór 19 ára í
íþróttaskólann á Laugarvatni. Hún
lætur vel yfir náminu þar og segir
meðal annars að hún hafi skrifað
lokaritgerð sina um íþróttir fom-
manna. Hvers vegna hún valdi þetta
viðfangsefni sé henni ekki alveg
ljóst nú. Henni hafi þó alltaf þótt
skemmtilegt að að lesa góðar bækur
og hafði á þessum árum lesið flestar
í slendingasögurnar.
Ætli mér hafí þótt
nógu gaman að kenna?
Áður en Jónína fór til Noregs
starfaði hún sem íþróttakennari við
Jónína Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari
hefur starfað sem forstöðukona Æfínga-
stöðvar Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra í 42 ár en er nú að láta af störfum.
Hún lítur yfír farinn veg með Hildi
Einarsdóttur og rifjar upp atburði úr
eigin lífí og sögu Styrktarfélagsins.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Drengur í jafnvægisþjálfun er hér að draga sig fram og til baka í rélu.
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
hjá íþróttafélagi kvenna í hálft ár
ásamt sundkennslu úti á landi á
sumrin. Hún segir að þegar hún hafi
verið að velta því fyrir sér hvaða
nám hún ætti að velja eftir gagn-
fræðanóm hafi hjúkrunarfræðin
einnig komið sterklega til greina en
íþróttakennaranámið orðið ofan á.
„Ætli mér hafi þótt nógu gaman af
því að kenna?“ segir hún þegar hún
er beðin um skýringu á því afhverju
hún söðlaði um og fór í sjúkraþjálf-
un. Það má því segja að í sjúkra-
þjálfuninni hafi Jónína sameinað
þær námsgreinar sem áhugi hennar
stóð til f upphafi.
Þegar Jónína var í íþróttaskólan-
um kynntist hún Þorsteini Einars-
syni íþróttafulltrúa rfldsins sem
hvatti hana til Noregsfarar til að
læra sjúkraþjálfun. Hann þekkti þar
til og sagðist geta hjálpað henni að
fá þar skólavist.
Á annan í jólum árið 1952 hélt
Jónína með Gullfossi til Kaup-
mannahafnar. „Ég hafði aldrei farið
til útlanda,“ segir hún, þegar hún
ryfjar upp ferð sína til Noregs en þá
var hún 21 árs gömul. „Þegar við
lögðum af stað fannst mér mikið
ferðalag framundan. Ferðin gekk
vel_ en það var fátt fólk með skipinu.
í Kaupmannahöfn ætlaði vinkona
móður minnar að taka á móti mér.
Ég hafði aldrei séð þá konu, ekki
einu sinni á mynd en hún ætlaði að
mæta með íslenska fánann sem hún
og gerði. Ég var hjá henni í tvo
daga. Svo hélt ég áfram ferðinni
með skipi frá Kaupmannahöfn til
Osló sem tók fjórtán tíma.
Fór nemendavillt
Þegar ég kom til Óslóar og til-
kynnti komu mína í skólann varð ég
fyrir vægu áfalli. Mér var sagt að
Islendingurinn sem ætlaði að hefja
þar nám 1 sjúkraþjálfun væri þegar
kominn og búið væri að innrita hann
í skólann. Ég reyndi að útskýra á
minni ófullkomnu norsku að ég væri
sá íslendingur en þeim hafði greini-
lega láðst að spyrja hina stúlkuna að
nafni. Það kom svo í ljós að hún
hafði skráð sig í nám í snyrtifræði í
skóla neðar í götunni en hafði farið
dyravillt. Stúlkan ákvað að venda
kvæði sínu í kross og hefja nám í
sjúkraþjálfun því henni leist vel á
námið en hætti eftir fyrstu önnina.“
Jónína segir að þessi uppákoma hafi
tekið svolítið á taugarnar en mis-
skilningurinn var leiðréttur eftir
nokkra daga.
„Þama var ég næstu tvö árin.
Ég kunni mjög vel við mig í skól-
anum og námið gekk ótrúlega vel
þótt það væri erfitt á köflum,“ segir
hún þegar hún er spurð út í náms-
framvinduna. „I skólanum lærðum
við meðal annars líffærafræði, lífeðl-
isfræði og að þekkja sjúkdóma og
einkenni þeirra. Einnig lærðum við
nudd og sjúkraleikfimi.
Við þurftum að fara í tveggja
mánaða verklegt nám við sjúkrahús
í Noregi og vorum við látnar draga
um hvert á land við færum til starfa.
Ég dró sjúkrahúsið í Tönsberg sem
er staðsett sunnan við Osló.
Annaðist norska
hvalveiðimenn sem höfðu
veitt við ísland
Það var mjög skemmtilegt að
vinna á sjúkrahúsinu í Tönsberg.
Sjúkrahúsið var stórt og þar var
deild fyrir þá sem höfðu orðið fyrir
því að útlimir höfðu verið teknir af
þeim. Nokkrir af þeim karlmönnum
sem þarna voru höfðu verið við ís-
land við hvalveiðar. Þeir áttu góðar
minningar frá íslandi og fannst
skemmtilegt að fá íslending til að
þjálfa sig,
Þegar Jónina kom heim frá námi
árið 1955 var ekki um mörg störf að
vejja. Henni var þá bent á að tala
við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra á
Elliheimilinu Grund. Þar var starf-
rækt lítil deild fyrir börn og ungl-
inga sem höfðu fengið mænuveiki og
heilalömun. Var Jónínu falið að
stýra þessari deild og þróa hana enn
frekar. „Þar kynntist ég aðstand-
endum þeirra sem stofnuðu Styrkt-
arfélag lamaðara og fatlaðra. Á
Grund var fyrsti vísirinn að þeirri
sjúkraþjálfun sem síðar var tekin
upg á Sjafnargötu 14.
Ég starfaði hálfan daginn á
Grund en hinn hlutann á stofu sem
ég opnaði að Vesturgötu 17 þar sem
ég kenndi sjúkraleikfimi ætlaða
fólki sem hafði slasast, var bakveikt,
eða þjáðist af vöðvabólgu. Ætli þessi
stofa hafi ekki verið fyrsta sjálf-
stæða stofan sem rekin var af
sjúkraþjálfara hér á landi. Einn
meinbugur var á þessari starfsemi
og hann var sá að sjúklingarnir
þurftu sjálfir að greiða fyrir þjón-
ustuna. Ef þeir sóttu svipaða þjón-
ustu sem nuddlæknar ráku fengu
sjúklingarnir fyrirgreiðslu hjá
Sjúkrasamlaginu í Reykjavík en
þetta fyrirkomulag var auðvitað af-
ar óréttlátt."
Vildi ekki kalla sig nuddkonu
Um þessar mundir halda sjúkra-
þjálfarar upp á 60 ára afmæli félags
síns. Lengi framan af gengdu aðeins
konur þessu starfi og gengu þær
undir starfsheitinu nuddkonur.
Fyrsti formlegi félagsskapur þeirra
hét Félag íslenskra nuddkvenna eða
F. í. N. Jónína segist hafa vanist því
í Noregi að greinin væri kölluð
sykegymnastik eða sjúkraleikfimi
upp á íslensku og því hafi henni
fundist ankannalegt að kalla sig
nuddkonu. Þótt nudd væri upphaf-
lega afar stór þáttur í starfi sjúkra-
þjálfara fór hlutur sjúkraleikfimi
vaxandi.Vildi hún helst ekki ganga í
félagsskap undir þessu nafni en lét
tilleiðast þar eða lagt var hart að
henni að ganga í félagið og vinna að
hagsmunamálum stéttarinnar. „Þær
konur sem stóðu að stofnun félags-
ins voru allar hörkuduglegar og
sýndi félagsstofnunin framsýni
þeirra," segir Jónína. „Það kom
fljótlega að því að nafni félagsins
var breytt í Félag íslenskra sjúkra-
þjálfara."
Mænuveikifaraldurinn olli
miklum skaða
Jónína heldur áfram frásögn sinni
og segir að haustið 1955 hafi stungið
sér hér niður mænuveikifaraldur
sem stóð yfir fram á árið 1956 og er
einn stærsti faraldur sinnar tegund-
ar hér á landi. „Á þessum árum var
verið að byggja Heilsuverndarstöð-
ina í Reykjavík og var önnur hæð
hennar lögð undir það fólk sem lam-
aðist. Einnig voru sjúklingarnir
lagðir inn á Farsóttarhúsið.
Meðan ég starfaði á Grund kynnt-
ist ég mönnum eins og Svavari Páls-
syni, Sveinbirni Finnssyni, og Frið-
finni Ólafssyni sem eru meðal upp-
hafsmanna að Styrktarfélagi lam-
aðra og fatlaðra. Á þessum tíma
kom Svavar, sem var fyrsti formað-
ur SLF, að máli við mig og spurði
hvort ég væri fáanleg til að þjálfa
mænuveikissjúklinga sem voru
lagðir inn á Heilsuvemdarstöðina.
Ég hætti þá á Grund og með stof-
una sem ég hafði rekið í hálft ár.
Þeir sjúklingar sem ég stundaði á
Heilsuvemdarstöðinni vom misjafn-
lega mikið veikir því mænuveikin
lagðist ekki jafn þungt á alla.
Fyrstu einkenni vom höfuðverkur
og verkir í beinum. Síðan fóm að
koma fram lamanir sem vom mis-
munandi miklar. Erfiðust var lömun
í öndunarfæmm og þurfti fólkið þá
að fara í öndunarvél.
Sjúkraþjálfun mænusjúkra fólst
einkum í því að styrkja útlimi. Einn-
ig vom heitir bakstrar mikið notaðir
til að minnka stífleika í liðum, örva
blóðrásina og til að minnka verki og
óþægindi.
Heilsuvemdarstöðin fékk á þess-
um ámm meðal annars erlent
hjúkmnarfólk frá Danmörku til
starfa sem var sérhæft í meðferð
þessara sjúklinga."
Jónina segir að um haustið 1955
hafi verið ákveðið að Styrktarfélag-
ið keypti húseignina að Sjafnargötu
14 og var henni breytt í æfingastöð.
Nokkmm mánuðum síðar róðist
hún þangað til starfa. „í upphafi
voru sjúklingamir sem komu til
meðferðar fólk sem lamaðist af
völdum mænuveiki, flest börn, en