Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta æfingastöðin var að Sjafnargötu 14 í Reykjavík. Hér eru nokkrir starfsmenn að tína rifsber. Á þessum árum tíðkaðist það að sjúkraþjálf- ararnir unnu í stifpressuðum, hvítum kjólum og áttu því stundum erfitt með að athafna sig. Kiwanisfélagið hefur fært Æfingastöð SLF margar góðar gjafir. Við afhendingu einnar slíkrar, talið frá vinstri: Svavar Pálsson, sem var lengi formaður SLF, Haukur Kristjánsson yfirlæknir, Jónína Guðmundsdóttir, Andrés Þormar, stjórnarmaður í SLF og í miðið stendur Matthildur Þórðardóttir sem var lengi skrifstofustjdri SLF. Úr myndasafni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fötluð börn hafa i gegnum tíðina átt ánægjulegar stundir í Sumarbúðunum i Reykjadal í Mosfellsbæ. Helsta Qáröflunarleið Kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra var að halda basar og fyrir afraksturinn keyptu þær ýmsan gagn- legan búnað til handa félaginu. stundaði framhaldsnám í verkfræði. Þá voru þau búin að eignast eina dóttur. Jónína starfaði í Danmörku á árunum 1958-1960, meðal annars á Ortopedisk Hospital. Þar kynntist hún ýmsum nýjungum í sjúkraþjálf- un eins og þjálfun með hestum sem þótti henta vel sjúklingum með stífa útlimi. „Yfirsjúkraþjálfarinn á deild- inni þar sem ég starfaði hafði góða reynslu af þjálfuninni og við hana voru notaðir hestar sem Danirnir kölluðu „ponies“ og ég gat ekki bet- ur séð en væru íslenskir hestar. Eg vann aldrei sjálf við slíka þjálfun þvi ég hef h'tinn áhuga á reiðmennsku. Ég fór líka á fjölda námskeiða þar sem verið var að kenna nýjung- ar í sjúkraþjálfun. Meðal annars fór ég á námskeið í þjálfun þeirra sem höfðu misst útlimi. Mér er minnis- stæð konan sem stóð fyrir nám- skeiðinu en hún var yfir deild á Orthopedisk Hospital. Hún hafði misst báða fætuma í bílslysi - þetta var hörkudugleg kona. Ekki algengt að giftar konur væru útivinnandi Á meðan ég var í Danmörku veitti Guðjón Sigurjónsson sjúkraþjálfari Æfmgastöðinni forstöðu en hann var fyrsti íslenski karlmaðurinn til að læra sjúkraþjálfun. Þegar ég kom til baka ætlaði ég ekki að fara að vinna alveg strax. Það var ekki algengt í þá daga að giftar konur væru útivinnandi. En Guðjón hafði ákveðið að setja upp sjúkranuddstofu í Hafnarfirði svo ég kom aftur til starfa á Sjafnargöt- una. Ég ætlaði að hætta aftur árið 1961 þegar ég átti son minn. Þá endurtók sagan sig því það vantaði fólk til þessara starfa og hef ég unn- ið óslitið hjá Æfingastöðinni siðan. Fljótlega var farið að tala um að byggja yfir starfsemina því húsnæð- ið að Sjafnargötunni var ekki hent- ugt þótt það væri notalegt og þar ríkti góður andi. Það var svo haustið 1968 sem við fluttum inn í elsta hluta hússins héma á Háaleitis- brautinni. Húsið var reyndar ekki nærri tilbúið en aðstöðumunurinn var samt mikill. Munurinn fólst einkum í því að starfsemin var á einni hæð auk þess sem rými var mun meira og húsnæðið hannað með þarfir starfseminnar í huga. Þjálfun í vatni mikilvæg Stærsta breytingin varð árið 1982 þegar byggt var við húsið. Þá feng- um við til afnota stóran æfingasal og ný æfingatæki og gátum farið að vera meira með hópæfingar. Eftir því sem húsið stækkaði höfðum við aðstöðu til að taka við nýjum hópum sjúklinga. Byrjað var að þjálfa Parkinsonsjúklinga kerfis- bundið árið 1989 en Parkinsonsjúk- dómurinn hefur víðtæk áhrif bæði á sál og líkama. Markmið sjúkraþjálf- unar þessa fólks er að auka og við- halda hreyfifæmi eftir föngum svo einstaklingamir geti lifað eins sjálf- stæðu lífi og kostur er. Jónína segir að á síðustu árum hafi iðjuþjálfun verið í öram vexti en í iðjuþjálfun hjá Æfingastöðinni koma aðallega börn. „Á þessum ár- um fengum við íslenska iðjuþjálfa til starfa. Þá fara að koma til okkar misþroska böm en langur biðlisti er hér fyrir þau. Misþroski er vítt hug- tak og geta einkennin verið margs konar. Þessi börn era sum bæði í sjúkra- og iðjuþjálfun. Hreyfihömluð börn koma líka til iðjuþjálfunar á Æfingastöðina en það er mikið samstarf milli okkar, leikskóla og heimila. Einnig koma til okkar til meðferðar einhverf og blind böm. Flestir fullorðnir sem Æfinga- stöðin veitir þjónustu hafa gigtar- sjúkdóma og ýmsa álagssjúkdóma. Sjúkraþjálfarar Æfingastöðvarinn- ar veita meðferð vegna afleiðinga slysa og annarra sjúkdóma sem skerða hreyfifæmi og valda verkj- um. Félagið leggur einnig mikla áherslu á sjúkraþjálfun aldraðra, þar sem aðstæður til að þjóna þeim era mjög góðar.“ Jónína segir að hjá Styrktarfélag- inu hafi ávalt verið lögð mikil áhersla á þjálfun í vatni. „Þegar opnuð var æfingaaðstaða á Sjafnar- götunni var útbúin lítil laug í kjall- ara hússins. Á Háaleitisbrautinni var í fyrstu sett upp átta metra laug en hún þótti ekki nógu hentug til sundiðkunar fyrir þá sem vora vel syndir en nýttist vel til að þjálfa hreyfihömluð börn. Árið 1996 var tekin í gagnið ný laug sem er tólf metrar að lengd en þessi sundlaug gat orðið að veraleika vegna góðra gjafa sem félagið þáði auk þess sem leitað var til almennings um fjár- stuðning. Þessi laug hefur reynst mjög góð æfingalaug og verið mikið notuð við þjálfunina," segir Jónína. Æfingastöðin vel tækjum búin Jónína segir Æfingastöðina vel búna tækjum sem era endurnýjuð reglulega. „Við voram með hóp af Svíum í heimsókn hjá okkur nýlega, lækna, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa, alls fimmtíu manns. Þeim leist ágætlega á aðstöðuna hjá okkur og höfðu orð á því að við værum komin langt fram úr þeim hvað varðar tölvutækar upplýsingar um sjúkl- ingana. Við bjóðum þó hvorki upp á þjón- ustu sálfræðinga né félagsráðgjafa eins og Svíamir gera þótt það sé nauðsynlegt að hafa aðgang að þeim. Hér starfaði um tíma talkenn- ari en svo er ekki lengur en ég tel að æskilegt væri að hafa alla þessa þjópustu á einum stað.“ Árið 1955 var farið að bólusetja fyrir mænuveiki en síðan hafa ekki komið hér upp mænuveikisfaraldr- ar. Það sem mér finnst fólk ekki gera sér nógu vel grein fyrir er að það þarf að endurnýja bólusetning- una á tíu ára fresti. Sérstaklega er það nauðsynlegt ef verið er að fara til landa þar sem mænuveiki er út- breidd. Mér finnst fólk vera fremur andvaralaust um að láta bólusetja sig þótt það sé að fara heimshorna á milli.“ í sumardvölinni fá börnin tækifæri til að kynnast Jónína hefur tekið virkan þátt í að breyta og bæta þjónustu við hreyfihömluð börn og unglinga. Má þar nefna uppbyggingu sumarbúða í Reykjadal árið 1963. Það var svo ár- ið 1969 að settur var á stofn heima- vistarskóli í Reykjadal fyrir fatlaða. Þá var enginn sérstakur skóli starf- andi í Reykjavík fyrir fatlaða nema Höfðaskóli fyiir þroskahefta. Þegar kom sérstök deild í Hlíðaskóla fyrir hreyfihömluð börn var heimavistin lögð niður en heimavistarskólinn var starfræktur í sex ár. Sumardvölin á sér reyndar lengri sögu að sögn Jónínu því Styrktarfé- lagið byrjaði að vera með sumardvöl nokkrum áram áður í tveimur heimavistarskólum öðram að Varmalandi í Borgarfirði og hinn að Reykjaskóla í Hrútafirði. „í upphafi vora ungmennin sem voru í sumardvöl í Reykjadal allt að þremur mánuðum. Þá störfuðu þar sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfarar, sundkennari og íþróttakennari. Bömin voru þar sem sagt í stöðugri æfingu. Starfsemin hefur breyst þannig að nú era börnin þar hálfan mánuð í senn því hópur fatlaðra barna er orðinn svo fjölmennur að ekki er hægt að hafa hvert og eitt þeirra lengur. Nú er litið á sumar- dvölina frekar sem afþreyingu þar sem bömin fá tækifæri til að kynn- ast og skemmta sér saman.“ Styrktarfélagið rak leikskóla Undir stjórn Jóninu hóf Styrktar- félagið rekstur leikskóla fyrir skjól- stæðinga sína árið 1972. „Ástæðan fyrir þessu var sú að leikskólar tóku ekki við fötluðum bömum. Þjálfun fóstra á þeim tíma miðaðist ekki við fötluð böm auk þess sem fáir þroskaþjálfar vora starfandi. Leikskólinn var fyrst inn- an veggja stöðvarinnar. Þannig var fyrh'komulagið í tvö ár. Þegar leikskólinn Múlaborg var byggður í næsta nágrenni við Æf- ingastöðina óskuðum við eftir því við Sumargjöf, sem þá sá um rekst- ur leikskólanna, að fá að reka eina af fjórum einingum Múlaborgar fyr- ir fötluð börn.Var þetta samþykkt og gaf góða raun, þótt það væri í sjálfu sér alltaf ljóst að það væri ekki okkar hlutverk að reka leik- skóla. Börnin komu ýmist í þjálfun á leikskólatíma eða við heimsóttum þau á Múlaborg. Það var líka mikill kostur að þarna var um að ræða nokkurs konar blöndun þar sem fötluð börn og ófötluð vora saman.“ Á leiðinni til Kína Jónína er spurð að því hvort hún telji að í framtíðinni geti Styrktarfé- lagið starfrækt Æfingastöðina að stórum hluta fyrir styrktarfé eins og það gerh’ nú? „Ég tel að Styrktarfélagið geti nú og í náinni framtíð rekið Æfinga- stöðina áfram með framlagi frá rík- inu. Æfingastöðin er komin í þá stærð sem talin er henta rekstrin- um. Auðvitað þarf tölvuert fé til við- halds og endurnýjunar en ef þessir aðilar leggjast á eitt um reksturinn á hann að ganga upp.“ Þegar Félag sjúkraþjálfara hélt upp á 60 ára afmæli sitt nýlega var Jónína gerð að heiðursfélaga þess. Jónína hefur unnið ötullega að hagsmunamálum sjúkraþjálfara og sat hún 11 ár í stjórn félagsins auk þess sem hún hefur verið fulltrúi fé- lagsins í ýmsum nefndum. Hvað tekur við hjá Jónínu þegar hún lætur af störfum um miðjan maí? „Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur þegar ég hætti að vinna en það er margt sem ég get hugsað mér að gera,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft áhuga á handavinnu og fór eitt sinn á námskeið í vefnaði og ég gæti hugsað mér að snúa mér að því aft- ur. Ég er ekki búin að skrá mig í Fé- lag eldri borgara en ég hef séð að á þeirra vegum er boðið upp á mörg skemmtileg námskeið. Daginn eftir að ég hætti held ég til Kína ásamt eiginmanni mínum og verðum við mánuð í ferðalaginu með viðkomu í Stokkhólmi en við höfum ferðast töluvert í gegnum tíðina. Ætlar þú að kynna þér kínverska leikfimi í leiðinni? „Okkur er boðið upp á að mæta í morgunleikfimi í Tai Chi og er ég ákveðin í að fara. Ég hef kynnst Tai Chi örlítið hér á landi og finnst þessi tegund líkamsræktar áhuga- verð ekki síst vegna þess að hún er bæði fyrir sál og líkama. Ég er annars mjög sátt við að hætta en veit að ég á eftir að sakna þess að fara ekki í vinnuna. Ég hef verið svo lánsöm að hafa starfað með mjög góðu og hæfu fólki í gegnum árin. Jafnframt er ógleymanlegt það góða stuðnings- fólk sem hefur stutt starfsemi Styrktarfélagsins. Mig langar til að færa öllu þessu fólki einlægar þakk- ir fyi-ir langt og gott samstarf og ómetanlegan stuðning við að koma góðum og gagnlegum hugmyndum í framkvæmd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.