Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 29 LISTIR TUPILAK MYIVDLIST M o kka BEINSKÚLPTÚRAR ÚTSKURÐAMEISTARAR FRÁ AUSTUR-GRÆNLANDI Opið á túna kaffistofunnar. Til 7. maí Aðgangur ókeypis. UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sýning á beinskúlptúrum frá Grænlandi á Mokka- kaffi við Skólavörðustíg, og er hér gerandi Haraldur Ingi Haraldsson, fyrrum for- stöðumaður Listasafns Akureyrar. Pessa örsmáu skúlptúra nefna þarlendir Tupilak og munu þau Valtýr heitinn Pétursson list- málari og listrýnir (1919-1988) og Herdís Vigfúsdóttir kona hans, sem um árabil voru fararstjórar í dagsferðum til Kulusuk, lík- ast til átt stærsta safn slíkra skúlptúra á landi hér. Tupilak er annars samkvæmt bókinni, vættur í trúarbrögðum Inúíta; brúða úr beini, en einnig skinni og öðru tilfallandi sem mögnuð er með göldrum til að drepa tiltekið fórnarlamb og éta það. Hins vegar snýst vætturin gegn þeim er sendir hana ef ætlunarverkið mistekst. Einnig er Túpilak dýradrottinn eða hjálparandi sjamana á mið- og vesturhluta inúítasvæðisins. Á ein- blöðungi er frammi hangir segir nokkurn veginn að galdramaðurinn safni saman dauðum hlutum, til að mynda hluta af sel, hundi, og fugli ásamt því að hluti barnslíks er ómissandi þáttur í ferlinu. Hann fer svo með rammar særingar yfir þessa hrúgu og loks er líf kveikt með túpilakanum á þann veg að skapari hans hefur samfarir við hrúguna. Það er þannig kraftur kynfæra skaparans sem vekur lífið og eykur mátt túpilaksins á þroskaskeiði hans. Tupilak er einungis (?) skapaður í illum tilgangi, hann á að vinna óvinum galdramannsins mein og er sendur frá honum í þeim tilgangi. Búi fórnarlambið yfir meiri galdraþekkingu en sendandinn, getur hann snúið túpilakanum við sem drepur þá skapara sinn umsvifa- laust. Forvitnilegt er að grunnatriði túpil- akasagna samsvara íslenzkum sögum um uppvakninga. Beinskúlptúrarnir á sýningunni eru gerð- ir af nafnlausum útskurðarmeisturum frá Asustur- Grænlandi á síðasta áratug. Myndgerð af tupilak hófst ekki fyrr en austur- grænlendingar voru orðnir kristnir og fyrsti túpilakinn, sem vitað er um, var skorinn í tré (!) árið 1905. Tilgangur stækk- unar í ljósmyndaformi er að draga fram hið ógnvekjandi og illa í útskurðarmyndunum. Eitthvað er hér málum blandað í þessum útskýringum, en þar sem ég hef ekki ítar- legar heimildir á milli handanna í augna- blikinu og verkin miðast einungis við Aust- ur-Grænland skal ekki farið nánar út í þá sálma hér. Hins vegar er hugmyndin góð þótt tjákrafturinn í ljósmyndunum sé í raun minni en í skúlptúrunum; ekki allt fengið með stærðinni frekar en fyrri dag- inn. Þá hefðu samlitar eða svarthvítar myndir verið eðlilegri til að ná fram óhugn- aðinum og að auk skapað meiri fjölbreytni. Loks er upplýsingaflæðið með minnsta móti á staðnum og nokkur afturför að ekki sé sterkar að orði komist. Bragi Ásgeirsson Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar 1800 cc 112 já 2 • • • Hnakkapuoar 5 Hatalarar 4 Lengd 4,60 m Breidd 1,77 m Verð frá 1.589.000 kr. Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðrir af fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bilasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bilavík ehf. s. 421 7800. PEUGEOT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.