Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 32

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 32
32 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR AÐ er virðingarvert fram- tak hjá Valgerði Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, að efna til kynn- ingarfundar um nýjustu tækni á sviði gagnaflutninga og fjar- vinnslu en frá þeim fundi var sagt í Morgunblaðinu í gær. A fundi þessum komu fram þau sjónarmið, að fátt væri því til fyrirstöðu að reka margvís- lega starfsemi, sem byggist á gagnaflutningum og fjar- vinnslu á landsbyggðinni. Jafn- framt væru kostirnir augljósir. Húsnæði er ódýrara og meiri stöðugleiki er í vinnuafli. Á fundi iðnaðarráðherra voru nefnd nokkur dæmi um fjarvinnslu, sem aukið hefur at- vinnu á landsbyggðinni. Fyrir- tæki hefur verið stofnað á Hvammstanga, sem hefur tekið að sér verkefni við vinnslu gagnagrunns fyrir Alþingi, sem felst í því að tölvuskrá mála- skrá Alþingis. Sparisjóður Siglufjarðar hefur unnið að skráningu fyrir lífeyrissjóði í samvinnu við Kaupþing. Fleiri slík dæmi má nefna. Það blasir við, að Netið getur orðið kjarninn í nýrri byggða- stefnu. Ef gagnaflutningakerf- in eru sambærileg alls staðar á landinu er hagstæðara að vinna fjölmörg verkefni á lands- byggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. En jafnframt má búast við, að hin nýja tækni stuðli ekki bara að því að verk- efnin flytjist út á landi heldur má gera ráð fyrir, að fólk flytji líka, þegar í ljós kemur, að það getur stundað vinnu sína hvar sem er. Húsnæði er ódýrara á lands- byggðinni. Það getur verið auð- veldara að ala upp börn í fá- mennari sveitarfélögum og Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. fjölmargir aðrir kostir eru við búsetu fyrir utan höfuðborgar- svæðið. Þess vegna eiga stjórnvöld að taka upp markvissa vinnu við að þróa nýja byggðastefnu, þar sem Netið er kjarni máls- ins. Framtak Valgerðar Sverr- isdóttur er þáttur í slíkri stefnumörkun. í þessu sambandi er ástæða til að benda á það frumkvæði, sem Sjóvá-Almennar hafa tekið í þessum efnum. í Morgunblað- inu í gær var frá því skýrt að tryggingafélagið hefði fjölgað störfum á ísafirði og tekið þar upp ýmis konar bakvinnslu svo sem við nýskráningu bifreiða- trygginga. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri ísafjarðar benti á, að mörg önnur fyrirtæki gætu séð sér hag í því að gera hið sama, ekki sízt vegna þess, að hús- næði væri ódýrara og vinnuafl stöðugra. Og af sama tilefni fagnaði Einar Oddur Kristjánsson, al- þingismaður því framtaki einkafyrirtækis að ríða á vaðið í þessum efnum. Athyglin hefur hingað til beinzt fyrst og fremst að opin- berum aðilum í sambandi við störf sem þessi. En frumkvæði Sjóvár-Almennra og Kaup- þings verður áreiðanlega til þess, að fleiri einkafyrirtæki kanna þá möguleika, sem fyrir hendi kunna að vera. Þannig má vel vera, að hin nýja byggðastefna sem byggir á nýrri tækni sé að verða að veruleika án þess að til þurfí að koma sérstakt átak Álþingis eða stjórnvalda umfram það að tryggja að fjarvinnslukerfin hvar sem er á landinu standist samjöfnuð við það bezta á höf- uðborgarsvæðinu. Atvinnulífið sjái sér hag í því að flytja ákveðna starfsþætti út á land án þess að fleira komi til. Það er líka raunhæfasta byggðastefn- an. Sár reynsla undanfarna áratugi hefur sýnt landsbyggðarfólki fram á, að það hefur takmarkaða þýðingu að treysta á opinbera aðila. SELLA- FIELD AÐ er augljóst, að við Islend- ingar höfum mikla hags- muni af því, að vinnslu geisla- virks kjamorkuúrgangs í Sella- field verði^ hætt. Þótt hér við strendur Islands mælist ekki nema 1 eining í geislamengun á móti 50 við Noreg og 1000 í ír- landshafi er það rétt, sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra benti á, á blaðamannafundi með orkumálaráðherra Ira í fyrradag, að markaðir fyrir sjáv- arafurðir okkar eru afar við- kvæmir og þess vegna er mikil- vægt fyrir okkur að taka höndum saman við Ira og aðrar Norður- landaþjóðir í þessu máli. Þótt ekki væri nema vegna skertrar ímyndar á alþjóðavett- vangi gæti Sellafield orðið okkur skeinuhætt. Joe Jacob, orkumálaráðherra íra, sagði m.a. á blaðamanna- fundinum: „Við írar kefjumst þess á fund- inum í júní að endurvinnslu kjamorkuúrgangs verði hætt og rök okkar em þau, að endur- vinnslan jafngildi mengun sjávar. Við höfum einfaldlega glatað allri trú og öllu trausti, sem við höfð- um gagnvart þessari starfsemi í Sellafíeld.“ Það er rík ástæða til fyrir okk- ur íslendinga að leggja áherzlu á samstarf við nágrannaþjóðir okk- ar um þetta mál. Við eigum mikið í húfi, því að lífsafkoma okkar er nánast öll í veði ef illa færi. Raunar er ljóst, að fátt er mik- ilvægara um þessar mundir en al- þjóðlegt samstarf í umhverfis- málum. Akvarðanir, sem teknar eru í fjarlægu landi, geta haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir okkur og aðra án þess að við getum haft nokkuð um það að segja. Þess vegna er svo mikilsvert að efla al- þjóðlegt samstarf á þessu til- tekna sviði. NÝ BY GGÐ ASTEFNA Og enn sagði Gunn- laugur: „Og svo var það gleðin (!) Hvað hún var hrein og fölskvalaus, hvað við glöddumst yf- ir litlu. Og hvað heim- urinn gat verið dásamlegur, jafnvel þótt maður upplifði ekki það sem kallað er „undur veraldar". Hvað maður gat hrifizt af myndunum utan á vindlakössum og ávaxtadósum (!) Þá var maður ekki orðinn nógu blaséraður. Þá horfði maður á lífið og tilveruna með síljómandi spum- araugum bamsins. Og sveitamaður- inn í blóðinu gat notið þeirrar menn- ingar, sem var á boðstólum. Nú er eins og enginn geti notið neins vegna lærdóms. Það þykir mér mikil afturför. Ég ræktaði með mér það, sem nú mundi vera kallað „vondur smekkur". Og ég var hrifinn af mörgu því, sem nú yrði ekki talið til góðrar listar. Og það er ég ennþá. Áður fyrr var barnaskapurinn ekki fordæmdur. ímyndunaraflið fékk að leika lausum hala. Engin frægð eða viðurkenning, ekkert sem kallað er „þroskaður smekkur", því síður fín intelligensía, sem með nálaroddi tízkunnar potaði í hrygginn á mann- eskjunni til þess að hún gerði ekki vitleysur. En þetta fátæklega um- hverfi skapaði samt list, sem mér hefur alltaf fallið í geð. En nú ætla ég ekki að þreyta þig lengur á svona bollaleggingum. Nú skulum við hætta að skoða þessar mynd- ir og setjast snöggvast inn í stofu. Ég held nefnilega, að það sé bezt, að ég segi þér litla sögu, áður en þú ferð. Sögulaust samtal er eins og saltlaus grautur." Sigvaldi Kaldalóns bauð Gunn- laugi að heimsækja sig í Grindavík, þar sem hann bjó og tók Gunnlaugur boðinu fegins hendi, því að hann hafði alltaf langað að mála suður með sjó. Þegar hann kom fyrst til Grinda- víkur, lá snjór yfir landinu, en hann hafði engan sérstakan áhuga á hon- um. Hann kom að kvöldlagi og heyrði þungan nið af hafi, sem lá undir myrkrinu. Næsta morgun þeg- ar hann vaknaði, var bjart og fallegt veður og snjóföl á jörðu, „og ég sá lág, snæviþakin fjöll, blátt sund og rauð þök. Mér fannst þetta fallegt og datt strax í hug, að hér væri skemmtilegt að mála.“ Grindavík var lítið þorp og allir þekktu Sigvalda, svo að Gunnlaugur komst fljótt í kynni við sjómenn og fékk að teikna þá, bæði andlitsmynd- ir og „stundum fór ég niður á bryggju og teiknaði þá við störf. Annars málaði ég oft að degi til og teiknaði á kvöldin og fékk þá ein- hvern karl til að sitja fyrir, yfirleitt sjómenn, því að öðrum var varla til að dreifa. Á daginn málaði Gunnlaugur olíu- myndir og oftast af húsunum í Grindavík, stundum með útsýni til landsins, en þótti það ekki eins skemmtilegt og að hafa sjóinn í baksýn. „Eg málaði helzt ekki fjöll, ég hef aldrei haft gaman af því. Ég málaði út um gluggan á efri hæð ein- hvers hússins í plássinu, bað þá eig- andann að leyfa mér að hafast þar við og var það auðsótt mál.“ Gunn- laugi þótti gott að vera í Grindavík og mála „því að ég varð minna var við bæinn en í Reykjavík, og mér leið vel.“ Gunnlaugur hafði mest gaman af því, „hvað sjórinn var margbreyti- legur og bátarnir upplagðar fyrir- myndir. Þetta var salt jarðar.“ Þegar Gunnlaugur kom aftur heim til Reykjavíkur, málaði hann til skiptis eftir skissum myndir úr Borgarfirði, aðallega af fólki og kúm og oft einhvem jökul í baksýn, og myndir af sjómönnum á bátum eða við fiskaðgerð á bryggju. „Það mætti kannski segja, að myndirnar hafi endurspeglað þjóðlífið að því leyti, að oft var sami maður bæði bóndi og sjómaður." M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF ÞEGAR þetta Reykja- víkurbréf er skrifað að morgni laugardags er einungis fyrra degi stofn- fundar Samfylkingarinn- ar lokið og því ekki hægt að fjalla um fundinn út frá niðurstöðum hans. Hins vegar er ljóst af frásögn Morgunblaðs- ins af umræðum á fundinum í gær, föstudag, að auðlindamál og sjávarútvegsmál hafa ver- ið þar töluvert til umræðu eins og búast mátti við_. í frásögn Morgunblaðsins af umræðum í sérstakri málstofu um þennan málaflokk seg- ir m.a.: „Svanfríður I. Jónasdóttir, þingmaður, ræddi um pólitískt mat við nýtingu sjávar- afurða. Hún sagði, að eignarhald auðlinda og afnotaréttur skipti miklu máli og fiskistofn- amir væru sameign þjóðarinnar samkvæmt lögum. Ymsar aðrar auðhndir væru í forsjá og vörzlu ríkisins eins og hálendið eða þjóð- lendurnar, hafsbotninn, orkulindir og auð- lindir í jörðu, þótt meginreglan væri að eign- arréttur væri hjá landeigendum. Það væri vont, að ríkið væri skráður eig- andi mikilvægra auðlinda, sem ættu að vera ævarandi eign íslenzku þjóðarinnar eins og það væri orðað í lögunum um Þingvelli. Hægt væri að ganga frá eignarhaldi á sameiginleg- um auðlindum eins og til dæmis væri gert í Bandaríkjunum, þar sem ýmsar sameiginleg- ar auðlindir væru í þjóðareign, að stjómar- skrárbinda nýjan eignarrétt, þjóðareign, sem bæði gæti markað afnotarétt sameiginlegra auðlinda og komið í veg fyrir að misvitur stjómvöld seldu varanlega það sem við vild- um, að íslendingar framtíðarinnar erfðu. Svanfríður sagði að greiða þyrfti fyrir að- gang að auðlindinni og ef menn vildu í alvöru tala um fiskveiðistjórnarkerfið þyrfti fyrst að leysa deiluna um úthlutun veiðiréttarins." Undir þau grundvallarsjónarmið, sem Svanfríður I. Jónasdóttur, einn helzti tals- maður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmál- um, gerir hér að umtalsefni er hægt að taka enda má segja að þessi lagalega hlið málsins sé forsenda þess sem á eftir kemur. Fyrst verður að leggja traustan lagagmndvöll að þjóðareigninni og síðan að byggja breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu á þeim gmnni. I fyrirspurnartíma á stofnfundi Samfylk- ingarinnar fjallaði nýkjörin formaður flokks- ins, Össur Skarphéðinsson, um viðhorfin í þessum málaflokki og sagði m.a.: „Ég held að menn ættu ekki að gleyma því, sem segir í stjórnarsáttmála, en þar var skot- ið inn lítilli aukasetningu þar sem Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn urðu sammála um að það kæmi til greina að láta sjávarútveginn borga fyrir þann kostnað sem hlýst af ýmissi þjónustu við hann. Hvað felst í því? Við vitum það ekki. Líklega munu þeir áður en kemur til næstu kosninga leggja fram einhvers konar hugmyndir um veiði- leyfagjald. Það verða öðm vísi hugmyndir en okkar, en eins og Guðmundur Árni sagði, þá seljum við ekki sál okkar fyrir hvað sem er. Gleymum því ekki heldur að sá sem hefur verið að slást hvað harðast í þessu máli er Morgunblaðið. Þeir virðast nú hafa slegið að- eins af sínum kröfum. Nú tala þeir bara um að prinsippið þurfi að nást en þeim er í reynd sama um hvað gjaldið verður hátt.“ Og Guðmundur Ámi Stefánsson alþingis- maður sagði í sömu umræðum: „Við ætlum ekki að fara að gera sátt við stjórnarflokkanna um eitthvert smotterí." Afstaða Morgunblaðs- ins AÐ GEFNU tilefni frá Össuri Skarphéð- inssyni er ástæða til að rifja enn einu sinni upp hver afstaða Morgunblaðsins er til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu og auð- lindagjalds almennt. Þar hefur engin breyt- ing orðið á eins og formaður Samfylkingar- innar heldur fram og raunar óskiljanlegt hvaðan hann hefur þær hugmyndir. Það er ljóst, að kvótakerfið verður áfram grundvöllur fískveiðistjórnarkerfisins. Um það er nokkuð almenn samstaða í landinu, þótt einstaka raddir og þá fyrst og fremst á Vestfjörðum geri kröfur um annað. Hins veg- ar þarf að gera breytingar á kvótakerfinu til þess að sæmilegur friður geti orðið um það. Um annan þátt þessa máls er líka nokkuð almenn samstaða og þá er átt við að lang- flestir eru þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að sjávarútvegurinn greiði þann kostnað sem þjóðarbúskapurinn hefur af sjávarútveginum og hefur greitt hingað til. Raunar má líta svo á að þær greiðslur séu ígildi ríkisstyrkja til sjávarútvegsins en þá má ekki gleyma því að slíkur kostnaður er líka greiddur vegna ann- arra atvinnugreina og sjávarútvegurinn hef- ur enga sérstöðu að því leyti til. Það er rangt hjá Össuri Skarphéðinssyni að ekki sé vitað hvað þessi kostnaður er mik- ill. Þetta er einungis spuming um hvað telst eðlilegt að flokka undh- þann kostnað. Upp- hæðin hleypur á tölum frá innan við tveimur milljörðum en hægt að koma henni upp undir fimm milljarða eftir því hvaða kostnaðar- þættir eru teknir með. Á t.d. að taka sjó- mannaafsláttinn inn í þessar tölur? Þá nálg- ast upphæðin fimm milljarða. Er Össur Skarphéðinsson þeirrar skoðunar að fella eigi sjómannaafsláttinn niður og gera kröfu til þess að útgerðin greiði þann kostnað? Ög til þess að setja þessar tölur í samhengi er ástæða til að benda á að veltufé frá rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna á landinu í heild á síðasta ári hefur sennilega verið 10-12 millj- arðar og hugsanlega lægri tala og er þá byggt á þekktum tölum frá þeim fyrirtækj- um, sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands. Ef menn vilja reikna kostnað þjóðarbúsins : ; við sjávarútveginn eins hátt og unnt er, snýst umræðan um kostnað um það, hvort helming- ur af veltufé atvinnugreinarinnar frá rekstri á einu ári eigi að ganga til þeirra greiðslna. Hér er því ekki um neitt „smotterí" að ræða, svo vitnað sé til orða Guðmundar Árna. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun að það sé óeðlilegt að leggja einhveija brúttótölu á sjávarútveginn. Þvert á móti eigi sjávarútvegsfyrirtækin hvert um sig að greiða fyrir þá þjónustu sem þau kaupa frá opinberum stofnunum á borð við Hafrann- sóknastofnun og Landhelgisgæzlu. Ef fiski- skip þarf á aðstoð Landhelgisgæzlu að halda á útgerð þess að greiða fyrir þá þjónustu. Ef útgerðarfyrirtæki þarf á upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun að halda á það sama fyrirtæki að greiða fyrir þá þjónustu. Þannig eru einkafyrirtæki rekin. Þau greiða fyrir þá þjónustu, vörur eða upplýsingar, sem þau kaupa en ekki annað. Þessi sjónarmið Morgunblaðsins varðandi kostnaðargreiðslur sjávarútvegsins hafa ekki fengið almennan hljómgrunn. Þetta eru þó þau einu sjónarmið, sem stuðningsmenn einkaframtaks í atvinnulífi geta haft og furðulegt að samtök útvegsmanna hafi ekki lýst stuðningi við þau sem þeir hafa ekki gert. Jafnframt því að greiða kostnað með þess- um hætti telur Morgunblaðið að útgerðin eigi að greiða fyrir réttinn til þess að nýta auð- lindina. Það er líka að verða nokkuð almenn- ur stuðningur við það sjónarmið. Ágreining- urinn stendur ekki fyrst og fremst um það hvort slíkt gjald skuli greiða heldur hvemig það verði greitt. Þetta er ekki lengur spurn- ing um grundvallarsjónarmiðin í málinu held- ur aðferðina. Þetta hefur gífurlega þýðingu í þessum umræðum og þess vegna skyldi ný- kjörinn formaður Samfylkingarinnar varast að gera lítið úr „prinsippinu" í málinu. Það verður verkefni stjórnmálamannanna að ákveða hvaða leið verður farin til þess að innheimta það auðlindagjald sem vaxandi líkur eru á að samstaða geti tekizt um í „prinsippinu". Það er rangt hjá Össuri Skarphéðinssyni að Morgunblaðinu sé „sama um hvað gjaldið verður hátt“. Það skiptir þvert á móti miklu máli að skynsamleg niðurstaða fáist í þeim efnum. Það er væntanlega öllum ljóst að það er veltufé frá rekstri atvinnugreinarinnar sem gefur hugmynd um hvert bolmagn hennar er til að greiða gjald fyrir nýtingu fiskimiðanna. Það er að sjálfsögðu breytilegt frá ári til árs og eðlilegt að gjaldið taki breytingum eftir þeim sveiflum sem verða í afkomu fyrirtækj- anna. Þjóðin sem eigandi auðlindarinnar má ekki ofbjóða gjaldþoli viðskiptavina sinna sem eru útgerðarfyrirtækin í landinu. Sá sem vill eiga langvai-andi og hagstæð viðskipti við annan aðila hagar verðlagningu sinni þannig að báð- ir aðilar njóti góðs af. í þeirri stöðu er ís- lenzka þjóðin sem eigandi auðhndarinnar. En þessi regla verkar á báða vegu. Lang- varandi og hagstæð viðskipti verða ekki þann- ig að friður ríki um þau ef hinn aðilinn, eigandi auðlindarinnar í þessu tilviki, er sáróánægður með sinn hlut eins og veruleikinn er í dag. Laugardagur 6. maí. Morgunblaðið/Ómar Skúfendur á Bakkatjörn. Þess vegna er Morgunblaðið þeirrar skoð- unar að þegar kemur að álagningu auðhnda- gjalds eigi hluti auðlindarentunnar að ganga til eiganda fiskimiðanna en ekki auðlinda- rentan öll. Sjávarútvegurinn þarf, eins og aðrar at- vinnugreinar, að búa við frelsi til þess að at- hafna sig. Ein afleiðing þeirra átaka, sem staðið hafa um kvótakerfið, er sú að með lög- um hafa margvísleg höft verið sett á þessa atvinnnugrein sem takmarka mjög svigrúm hennar til hagræðingar. Jafnhliða því að taka upp greiðslur fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina eru full rök fyrir því að afnema þessi höft sem sjávarútvegurinn hefur búið við. Þess vegna er það og hefur verið skoðun Morgunblaðsins að það eigi að afnema allar takmarkanir á framsali veiðiheimilda um leið og útgerðin hefur greiðslur fyrir afnotarétt af fiskimiðunum. Þegar þær greiðslur hafa verið teknar upp og lagðar á með eðlilegum og sanngjörnum hætti getur enginn gert þær athugasemdir sem fólk gerir nú við þau við- skipti sem fram fara með veiðiheimildir. Þá fer það eftir markaðsaðstæðum og útsjónar- semi útgerðarmanna hvort þeir hagnast eða tapa á slíkum viðskiptum, alveg eins og gerist með hlutabréf. Stundum hagnast menn á við- skiptum með hlutabréf í móðurfyrirtæki ís- lenzkrar erfðagreiningar og stundum tapa menn eins og gerzt hefur síðustu daga. Auk þess að afnema takmarkanir á við- skipti með veiðiheimildir telur Morgunblaðið vel koma til greina að afnema takmarkanir sem eru á því lögum samkvæmt hvað einstök útgerðarfyrirtæki geta ráðið yfir miklum veiðiheimildum. Sömu rök eiga við; um leið og útgerðin greiðir fyrir afnotaréttinn af fiskimiðunum kemur engum við hvað útgerðarfyrirtæki aflar sér mikilla veiðiheim- ilda ef það telur sér hag í því. Þetta er umdeilt atriði og margir þeir, sem standa nálægt útgerðinni, telja að það komi ekki til greina að afnema þakið á kvótaeign- ina af ótta við að veiðiheimildir safnist á of fárra hendur og að nýir aðilar hafi nánast enga möguleika á að komast inn í atvinnu- greinina. Það er hins vegar ekki bæði hægt að halda og sleppa. Sjávarútvegurinn verður að búa við sama athafnafrelsi og aðrar atvinnugrein- ar. íhlutun opinberra aðila í málefni sjávar- útvegsins má ekki vera meiri en hjá öðrum atvinnugreinum. Hins vegar er eðlilegt að sömu reglur gildi um sjávarútveginn að þessu leyti og gilda eða verða settar um oln- bogarými manna í öðrum atvinnugreinum og er þá átt við samkeppnislögin. ■■■^^■■■H AF ÞVÍ sem fram Aðrar auð- hefur komið um um- y ræður á stofnfundi linair Samfylkingarinnar verður ekki séð að spurningin um auðlinda- gjald á aðrar atvinnugreinar hafi komið þar verulega til umræðu. Þó kann það að vera. Alla vega er ljóst að í öllum þessum umræð- um hlýtur það að vera grundvallaratriði að hið sama eigi við um allar atvinugreinar landsmanna, sem nýta auðlindir í þjóðareign, að þær greiði fyrir réttinn til þess að nýta þær. Segja má að umræðurnar um sjávar- útveginn séu þroskaðar að þessu leyti enda hafa þær staðið í meira en áratug. Umræður um greiðslu auðlindagjalds vegna nýtingar á orku fallvatnanna eru hins vegar skammt á veg komnar. Meginástæðan fyrir því er áreiðanlega sú að orkufyrirtækin hafa yfir- leitt verið í opinberri eigu. Á næstu árum er líklegt að breytingar verði á því og þess vegna er tímabært að hefja þær umræður. Þá er m.a. hægt að taka mið af reynslu Norð- manna sem hafa innheimt slíkt gjald að ein- hveiju leyti af vatnsaflsvirkjunum. Hins vegar er leitt að formaður Samfylk- ingarinnar skyldi ekki ræða þessi mál á breiðara grundvelli í ræðu sinni á stofnfundi flokksins. Það er alveg augljóst að athyglin beinist nú að nýrri auðlind í almannaeigu sem eru fjarskiptarásir, símarásir, útvarpsrásir og sjónvarpsrásir. Farsímarásirnar eru augljóslega mikils virði. Við þurfum ekki að leita til annarra landa til þess að komast að raun um það. Ofsagróði Landssíma Islands af rekstri far- símakerfa segir sína sögu. Sviptingar á vett- vangi viðskiptalífsins um útvarpsrásir og að einhverju leyti sjónvarpsrásir benda til þess að þær séu taldar nokkurs virði. Morgun- blaðið hefur frá því snemma á þessum áratug hvatt til þess að gjald verði tekið fyrir afnot af þessum rásum. Raunar er blaðið frum- kvöðull í þeim umræðum hér á landi. Uppboð á farsímarásum í Bretlandi, sem m.a. hefur verið fjallað ítarlega um hér í blaðinu undanfarnar vikur, hefur opnað mönnum nýja sýn á stöðuna í þessum málum. Brezka ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að tekjur af uppboði á rásum fyrir næstu kynslóð far- síma mundu nema um fimm milljörðum sterlingspunda. Niðurstaðan varð sú að símafyrirtækin reyndust tilbúin að greiða yf- ir 20 milljarða sterlingspunda fyrir þessar rásir og munu nánast staðgreiða þá upphæð. í kjölfarið á þessum tíðindum hafa aðrar Evrópuþjóðir tekið við sér og Þjóðverjar stefna nú að uppboði farsímarása hjá sér og það sama á við um fleiri Evrópuþjóðir. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur tjáð sig um þessi mál á þann veg að hann hefur augljóslega opinn huga til þess að skoða þessa möguleika. Það liggur í augum uppi að samhliða því að auðlindagjald verði tekið upp í sjávarútvegi þarf að fara fram almenn stefnumörkun um slíka gjaldtöku af nýtingu auðlinda í þjóðar- eign almennt en jafnframt þarf að taka ákvörðun á næstunni um gjaldtöku vegna farsímarása. Umræður um þessi málefni öll eru að kom- ast á nýtt og þróaðra stig ef svo má að orði komast. Tími gífuryrða og orðahnippinga er liðinn. Nú er komið að ákvarðanatöku og þá skiptir máli að hún sé raunsæ og yfirveguð. Það er til lítils gagns að deila um sömu mál árum og jafnvel áratugum saman. Umræð- urnar verða að leiða til málefnalegrar niður- stöðu. Við erum ekki í þessum umræðum um- ræðnanna vegna heldur til þess að komast að niðurstöðu og ná árangri. Væntanlega munu stjórnmálaflokkarnir hafa tækifæri til að taka afstöðu til útfærðra tillagna um þessi efni á næstu mánuðum. Ekki fer á milli mála að stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, ráða ferðinni enda er þingmeirihlutinn þeirra. En það verður fróðlegt að sjá hvort Sam- fylkingin og aðrir stjórnarandstöðuflokkar standast það próf sem þeir standa frammi fyrir. Freistingin kann að verða sterk fyrir stjórnarandstöðuflokkana alla að snúast gegn öllum tillögum á þeirri forsendu að þær feli í sér „smotterí“. Þó er það ekki vænlegt til árangurs fyrir þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna á landsbyggðinni. Hins vegar er hér um svo stórt mál að ræða fyrir þjóðina alla og framtíðarhagsmuni hennar að það er hægt að gera þá kröfu til stjórnmálaflokkanna, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að þeir hefji sig yfir dægurþrasið og skammtímasjónarmið, þegar kemur að því að Ijúka þessu máli á þann veg, að friður geti orðið. „Þjóðin sem eig- andi auðlindarinn- ar má ekki ofbjóða gjaldþoli við- skiptavina sinna sem eru útgerðar- fyrirtækin í land- inu. Sá sem vill eiga langvarandi og hagstæð við- skipti við annan aðila hagar verð- lagningu sinni þannig að báðir aðilar njóti góðs af. f þeirri stöðu er íslenzka þjóðin sem eigandi auð- lindarinnar. En þessi regla verkar á báða vegu. Langvar- andi og hagstæð viðskipti verða ekki þannig að friður ríki um þau efhinnaðilinn, eigandi auð- lindarinnar í þessu tilviki, er sáróánægður með sinn hlut eins og veruleikinn er í dag.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.