Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 36
36 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Við mót-
mælum ekki
Hvernig detturfólki líka í hug
að mótmæla kapítalisma? Það er
eins ogað efna til útifundar gegn
vondu veðri. Fólk sem mótmælir
kapítalisma hlýtur að vera
annaðhvort ofurölvi eða aföðrum
orsökum eitthvað fipað.
ÞAÐ VARÐ ekki úr
því að þessu sinni að
fyrsta maí brytist út
á íslandi andóf gegn
kapítalisma, líkt og
varð í ýmsum öðrum löndum,
jafnvel með ofbeldisaðgerðum.
Hefur nokkurntíma orðið á ís-
landi andóf gegn auðhyggju? Ef
út í það er farið, hvenær urðu
síðast á íslandi obinberar and-
ófsaðgerðir gegn einhverju?
Jú, það var þarna um daginn
þegar einhverjir sem höfðu
gleymt að hætta að drekka 16.
júní fóru að vera með uppsteyt
daginn eftir og svo vildi til að
þá var einhver hátíð í gangi
þannig að
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
lögreglan
greip auð-
vitað í taum-
ana, enda
voru mennirnir með háreysti og
trufluðu djúphugular ræður
frammámanna þjóðfélagsins.
Til þess er líka löggan. Að
koma í veg fyrir að uppivöðslu-
seggir séu með hávaða annars
staðar en í heimahúsum um
miðjar nætur. Svoleiðis er aftur
á móti eðlilegt á íslandi og telst
ekki til tíðinda og kallar ekki á
aðgerðir af hálfu yfirvalda. En
opinbert andóf er skandall og
ber að bregðast við því af festu.
Og hvernig dettur þessu fólki
líka í hug að vera að mótmæla
kapítalisma? Það er eins og að
efna til útifundar gegn vondu
veðri. Fólk sem mótmælir kap-
ítalisma hlýtur að vera annað-
hvort ofurölvi eða af öðrum or-
sökum eitthvað fípað.
Það er þannig greinilega til
marks um mikla skynsemi ís-
lendinga að hér varð ekkert
auðhyggjuandóf á verkalýðsdag-
inn. Lýðurinn bara kom saman
eins og hann er vanur á Skóla-
vörðuholti, hélt á lofti sínum
venjulegu fánum og gekk sína
venjulegu leið niður á Lækjar-
torg og hlustaði á venjulegar
fyrsta maí ræður.
Og svo er það líka til marks
um það hvað íslendingum er
mikið illa við ofbeldi að þeir
skyldu ekki fara að mótmæla
neinu. í útlöndum brutust víða
út óeirðir - til dæmis þegar fas-
istum og antífasistum laust
saman í Berlín.
íslendingar eru aftur á móti
friðsamir í eðli sínu, eins og
berlega kemur í ljós um næst-
um því hverja einustu helgi þeg-
ar menn byrja að berja hver
annan - en það er oftast í ölæði
og heimahúsum og þar af leið-
andi ekki að marka. íslendingar
eru opinberlega friðsamir og
það er mest um vert.
Og þeir standa ekki í
tilgangslausum mótmælaaðgerð-
um. Þeir hafa búið nógu lengi
við fullkomlega óútreiknanlegt
og óviðráðanlegt veðurfar til að
hafa gert sér grein fyrir því að
maður andmælir ekki náttúru-
öflum á borð við kapítalisma.
Maður bara lærir að lifa með
þeim - og helst græða einhvern-
veginn á þeim.
En það var kannski ekki bara
til að forðast ofbeldi sem ekki
varð af mótmælum gegn kapít-
alisma á íslandi. Slík mótmæli
fóru víða fram án þess að kæmi
til óeirða, til dæmis í New York
og Vancouver, þótt fjölmiðlar
legðu náttúrulega mest upp úr
ofbeldinu. En hverju var fólk í
raun og veru að mótmæla? Var
það virkilega að ætlast til þess
að kapítalismi yrði aflagður rétt
sisona?
Fyrsti maí er tileinkaður
þeim sem þurfa bókstaflega að
vinna (í merkingunni líkamlegt
erfíði) til að hafa í sig og á. Ætli
fólkið hafi ekki fremur verið að
nota þennan dag til þess að
sýna í verki að því fyndist eitt-
hvað verulega athugavert við
helstu einkenni kapítalísks sam-
félags, til dæmis ævintýralegan
launamun - sem fer vaxandi -
og þar með þær svimandi háu
tekjur sem stjórnendur ýmissa
fyrirtækja skammta sjálfum sér.
Og það er kannski ekki nema
von. Um daginn bárust fréttir
af því að einn bankastjóra
Barclays-bankans í Bretlandi
ætti möguleika á að vinna sér
inn allt að 30 milljónir punda
(og hvert pund samsvarar um
það bil íslenskum hundraðkalli)
í kaupauka. Og Jóakim og félag-
ar í Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins stefna að þvi að koma sér
upp svipuðu kerfi.
Þetta er þvi ekki eitthvað sem
bara gerist í útlöndum. Eftir því
sem kapítalisminn skýtur dýpri
rótum í íslensku samfélagi -
sem öðrum - koma gallar hans
betur í ljós, og þá ekki síst sú
botnlausa græðgi sem hann get-
ur leyst úr læðingi í fólki (og
virðist af einhverjum ástæðum
einkum koma fram í bankastjór-
um).
Það er full ástæða til að and-
æfa því, að fáeinir menn í sam-
félaginu sanki að sér svo gífur-
legum auði, að helst minnir á
Hollywood-stjörnur. Því að
þetta eykur launamun, sem aft-
ur eykur ójöfuð, og grefur
þannig undan einu helsta
grundvallargildi samfélagsins -
jöfnuði. Málið er svona einfalt.
Þess vegna er um að gera að
andæfa.
Þótt ekki sé um að ræða að
menn ætli sér byltingu má rifja
upp það sem John Stuart Mill
benti á í Frelsinu fyrir löngu, að
ríkjandi skoðun geti sjaldnast
búið yfir öllum sannleikanum.
Þess vegna séu „villukenning-
ar,“ sem svo eru nefndar, al-
deilis bráðnauðsynlegar. Hann
bætti við:
„Með því að ríkjandi skoðanir
eru svo ófullkomnar, jafnvel
þegar þær byggja á réttum
grunni, ætti hver sú skoðun að
teljast dýrmæt, sem birtir brot
þess sannleika, er hina viðteknu
skoðun vantar, hversu mikilli
ruglandi og villu, sem hún ann-
ars er blandin. Enginn greindur
og grandvar maður teldi ástæðu
til að reiðast þeim, sem opna
augu okkar fyrir sannindum, er
okkur hefði ella sézt yfir, enda
þótt slíkum mönnum sjáist oft
yfir sumt af því, sem við veitum
athygli."
ÞORA
AÐALHEIÐUR
SIGTRYGGSDÓTTIR
+ Þdra Aðalheiður
Sigtryggsddttir
fæddist á Litla-Hdli í
Eyjafirði hinn 2.
febrúar 1919. Hún
lést á Fjdrðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 27. apríl síð-
astliðinn. Þdra
Aðalheiður var ddtt-
ir hjdnanna Sig-
tryggs Jdnssonar og
Aðalheiðar Alberts-
ddttur. Systkini
Þdru Aðalheiðar eru
Jdnfna Valgerður,
búsett í Reykjavík,
Unnur Kristjana, búsett í Hafn-
arfirði og Jöhann Heiðar búsett-
ur á Akureyri.
Þdra Aðalheiður eignaðist
tvær dætur með Garðari Páls-
syni: 1) Ásta Aðalheiður, giftist
Oddi Olafssyni og eiga þau sex
börn, þau slitu samvistir. Seinni
eiginmaður Ástu var Eiríkur Sig-
ursteinsson, d.1997. 2) Sigrún
Sigríður, giftist Hermanni Sam-
úelssyni, d.1998. Þau eiga þrjú
börn. Með Jdni Sævaldssyni eign-
Elsku amma mín. Mig langar
svo til að hafa þig hjá mér ennþá,
mig langar svo til að taka upp sím-
ann og hringja í þig, mig langar að
faðma þig og segja þér hvað mér
þykir vænt um þig.
Það var alltaf svo gott að koma
til þín og afa og sitja og spjalla.
Það var sem tíminn stæði í stað
þegar ég var hjá ykkur. Þú áttir
alltaf skemmtilegar sögur eða vís-
ur til að segja frá. Skemmtilegast
fannst þér að rifja upp gömlu dag-
anna þegar þú varst á Akureyri.
Þú þekktir marga og margir
þekktu þig. Þú varst svo félags-
lynd. Helst vildir þú hafa fólkið
þitt hjá þér allan sólahringinn. Þú
varst alltaf svo hress og kát og
máttir ekki sjá neitt aumt. Þér
fannst gaman að spjalla við alla, al-
veg sama hvort það var kassadam-
an í búðinni eða einhvern sem varð
á vegi þínum.
Einlæg varstu og heiðarleg. Eg
man eftir sögunni sem þú sagðir
mér þegar þú varst lítil stúlka
frammi í firði. Þú varst að leika
þér í einhverjum moldarhaug eða
sandi þegar þú fannst krónu í
haugnum. í stað þess að stinga
honum í vasann og eiga hann sjálf
þá fórst þú með hann til bóndans á
bænum og sagðir honum að þú
hefðir fundið pening og ætlaðir að
láta hann hafa hann. En hann hló
dátt og sagði við þig að þú mættir
bara eiga hann.
Þá varst þú svo ánægð. Þessi
saga lýsir þér, þú varst alla tíð svo
heiðarleg og góð. Þú varst þó alltaf
ákveðin og hafðir ákveðnar skoð-
anir.
Þú fórst yfirleitt þínu fram og
fórst þangað sem þú ætlaðir þér en
ekki skrefinu lengra.
Einu sinni fórum ég og afi í búð-
ina og þú baðst okkur að kaupa
kassa af súkkulaðistykkjum sem
þú ætlaðir að eiga ef einhver liti
inn. En síðan varstu að laumast til
að borða eitt og eitt þó að þú vissir
að þú mættir það ekki. Þú áttir það
nefnilega til að vera stundum svo-
lítið óþekk.
Það er mér mikils virði að hafa
átt svona margar dýrmætar stund-
ir með þér og ég mun alltaf geyma
þær í hjarta mínu. Þú gafst mér
dýrmætan fjársjóð, minninguna
um þig.
Elsku amma, ég mun aldrei
gleyma þér.
Þín
Guðrún.
Elsku amma. Það er sárt að eiga
aldrei eftir að geta verið hjá þér og
talað við þig.
Þú varst svo hlý og góð mann-
eskja. Þú varst alltaf tilbúin að
aðist Þdra soninn
Sigtrygg, kvæntur
Láru Einarsddttur
og eiga þau þrjá
syni.
Þdra giftist Páli
Þdri Jdhannssyni, f.
9.9. 1921 á Stokks-
eyri. Foreldrar hans
voru Jdhann
Snjölfsson og Gjaf-
laug Eyjdlfsddttir.
Þau eignuðust son-
inn 3) Sigurð,
kvæntur Sigur-
björgu Guðmunds-
döttur og eiga þau
þrjár dætur.
Þdra Aðalheiður dlst upp í
Eyjafirði og á Akureyri. Árið
1954 fluttist Þdra til Reykjavíkur
og bjd þar til æviloka. Á Akur-
eyri starfaði Þdra lengstum í
Efnaverksmiðjunni Fldru. I
Reykjavík vann hún við ýmis
verslunar- og þjtínustustörf.
Þdra verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 8.
maí og hefst athöfnin klukkann
13.30.
gera allt fyrir aðra og hugsaðir
sjaldan um sjálfa þig.
Ég man alveg frá því að ég var
lítil hvað það var gaman að koma á
Vesturgötuna til ömmu og afa og
leika sér með kubbana eða máta
skóna í skóskápnum. Þú varst
aldrei feimin og maður fór ekki
með þér í búð án þess að þú værir
komin í hrókasamræður við ein-
hvern, þó að þú þekktir hann ekki
neitt.
Mér þykir rosalega vænt um að
þú hafir komið í ferminguna mína
eins og þú hafðir alltaf talað um.
Það er sárt að hafa þig ekki hjá
okkur en ég veit að þú ert komin á
góðan stað og þér líður mjög vel.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín
Heiða Björg.
Elsku amma.
Nú er komið að kveðjustund.
Mig langar að minnast þín því að
þú varst alveg einstök. Fyrstu
minningarnar mínar um þig eru
síðan þú passaðir mig þegar ég var
lítil. Þá sátum við oft úti í glugga
og töldum bílana sem keyrðu fram-
hjá eða biðum eftir að afi kæmi
heim úr vinnunni. Það voru heldur
ekki ófáar ferðirnar okkar niður í
Geysi, út í búð eða í bankann. Á
öllum þessum stöðum áttir þú vini
og kunningja sem þú spjallaðir
alltaf við. Það lýsir því best hve fé-
lagslynd þú varst. Það var heldur
aldrei langt í húmorinn hjá þér. Ég
man til dæmis eftir því þegar ég
var lítil og við fórum saman í búð-
ina. í búðinni ferð þú að spyrja
mig hvað mig langi í og ég segist
vilja fá saltfisk (sem var sterkt
nammi), þú varðst svo hissa því að
hélst að ég vildi fá „ekta“ saltfisk.
Þú varst mikið búin að hlæja að
þessu í gegn um árin.
Fyrir stuttu vorum við að spjalla
saman og þá segir þú við mig: „Æi
Þóra mín, þó að ég hafi nú ekki
verið frægur merkismaður þá ætla
ég að vona að þú sért ánægð með
nafnið þitt.“ Það er ég svo sannar-
lega. Þótt þú hafir kannski ekki
verið fræg þá varstu merkiskona í
huga þeirra sem þekktu þig. Þú
varst svo dugleg og sterk, sterkari
en nokkurn grunaði.
Takk fyrir allt, ég mun aldrei
gleyma þér.
Þín
Þdra Sif.
EBBA AGNETA
ÁKADÓTTIR
+ Ebba Agneta
Ákaddttir (Ma-
dsen) fæddist í Keld-
strup í Danmörku 9.
ágúsl 1937. Hún lést
á Fjörðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
23. aprfi síðastliðinn
og fdr útför hennar
fram frá Akureyrar-
kirkju 5. maí.
Elsku amma.
Eg sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins
nótt.
Pig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt stríði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þessar fallegu línur segja stóran
hluta af því sem ég vil segja en mig
langar einnig að rifja upp brot af
minningum um öll ferðalögin sem
við fjölskyldan fórum norður á Ak-
ureyri til þín og afa, Sigrúnar -
langömmu, Höddu, Ingu og allra
frændsystkinanna.
Það var alvg sama á hvaða tíma
sólarhrings við bönkuðum upp á,
alltaf tókstu á móti okkur með þín-
um einu sönnu faðmlögum og alltaf
biðu okkar heimakaðar kræsingar
og ísköld mjólk í „húsa-fernunum“
eins og við systurnar kölluðum
þær.
Seint mun ég gleyma páskunum í
Aðalstrætinu niðri hjá
henni Jennýju gömlu
þar sem tvö páskaegg
af stærstu gerð voru
brotin niður með buff-
hamri og hámuð í sig.
Aldrei mun hinn vin-
sæli hótelleikur okkar
systra og frændsystk-
ina gleymast, þar sem
stofan og herbergin í
íbúðinni í Tjarnalundi
14 voru undirlögð svo
tímunum skipti.
Ég man sumarið
1999 þegar við komum
ég og eldra lang-
ömmubarn þitt, Stefán Bjarki, í
heimsókn og við dunduðum okkur
og spjölluðum saman. Við dáðumst
að kollunni þar til ég sagði að án
hennar værirðu miklu meiri Ebba
amma og þú hlóst og hlóst og gerð-
ir mér það til geðs að hafa hana
ekki innandyra á meðan á dvöl
minni stóð hjá þér. Stefán Bjarki
og Helgi Freyr hittust og léku sér
saman svo góðir og þér fannst svo
gaman að fylgjast með langömmu-
strákunum leika sér saman.
Þetta eru aðeins brot af minn-
ingum sem ég geymi um þig og
heimsóknir mínar til Akureyarar
og mun ég varðveita þær ásamt öll-
um hinum um ókomna tíð.
Elsku amma, ég vil þakka þér
fyrir allt og fyrst og fremst þau
forréttindi sem fylgja því að eiga
þig fyrir ömmu.
Elsku mamma, Hrafnhildur
(Hadda), Inga, Heiðdís, Friðný,
Magnea, Eygló, Viðar, Ina, Ebba
Karen, Stefán Bjarki, Helgi Freyr
og makar, megi Guð styrkja okkur
á þessum erfiðú tímum.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minnum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgrímsson.)
Heba Agneta.