Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNÚDAGUR 7. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐÍÐ Elskulegur eiginmaður og faðir, BALDUR BALDURSSON, Klapparstíg 10, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. maí kl. 13.30. Iða Brá Vilhjálmsdóttir og Bergný Th. Baldursdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR JAKOBÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30. Valur Sigurbergsson, Hólmfríður Guðjónsdóttir, Örn Sigurbergsson, Kristín Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar dóttur, stjúpdóttur, systur og frænku, JÓHÖNNU SIGRÚNAR GUÐMANN. Stefanía Jóhannsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KARLS HAFSTEINS HALLDÓRSSONAR, bónda frá Ey, Njálsgerði 10, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands og einnig til Karlakórs Rangæinga. Guðfinna Helgadóttir, Margrét Karlsdóttir, Hallbjörg Karlsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Gunnar Helgi Karlsson, Berglind B. Gunnarsdóttir, Kristinn Arnar Karlsson, Irina Kamp, Sigríður Karlsdóttir, Sölvi Sölvason og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, HELGU ÞÓRISDÓTTUR, Skagabraut 26, Akranesi. Hans Hjörvar Þorsteinsson, Magnús Rúnar Hansson, Marzilína Hlff Hansdóttir, Sævar Baldursson, Helga Oddrún Sævarsdóttir, Hjörvar Þór Sævarsson. + Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hjálpsemi og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okkar og bróður, KARLS KRISTINS KRISTJÁNSSONAR, Kirkjubraut 5, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir, Álfhildur Kristjánsdóttir, Sveinn Kristjánsson. BALDUR BALD URSSON + Baldur Baldurs- son fæddist í Keflavík 9. mars 1961. Hann lést af slysförum hinn 30.apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Guðmundsdótt- ir frá Streiti í Breið- dal, f. 21.6. 1926, bó- sett í Keflavík, og Baldur Sigurbergs- son skipasmiður frá Eyri við Fáskrúðs- Qörð,f. 31.10.1929, d. 24.10.1986. Voru þau allan sinn búskap búsett í Keflavík. Systkini Baldurs eru: Kristmundur, f. 7.9.1946, d. 4.12.1986, Sigurbergur, f. 23.5.1949, Ómar, f. 10.12.1950, d. 20.8.1951, Oddný, f. 3.11.1952, Bára, f. 16.9.1954, Ómar, f. 31.7.1957, Ásta, f. 12.01.1963, og Smári f. 3.6.1974. Hinn 17.10.1980 kvæntist Bald- ur Iðu Brá Vilhjálmsdóttur, f. 4.3.1964. Áttu þau eina dóttur, Bergnýju Theódóru, f. 1.12.1984 Baldur var húsa- smíðameistari og vann við smíðar í rúm tíu ár eða til 1988. Þá var hann starfsmaður slökkvi- liðsins í Keflavík og var þar við sjúkra- flutninga til 1999, ásamt kennslu hjá Sj úkraflutningaskól- anum og Rauða- krossi Islands. Nú síðast starfaði Bald- ur hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Þar sá hann um netkerfi og tölvur stofnunar- innar. Baldur og kona hans stofn- uðu fyrirtækið Aðstoð í Keflavík ásamt Tölvuskóla Suðurnesja og hefur hann veitt þessum fyrir- tælyum forstöðu lengst af. Utför Baldurs fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 8. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var ekki venjulegur sunnu- dagsbíltúr til Keflavíkur að heim- sækja Badda, Iðu og Bergnýju sem við Bára upplifðum sunnudag- inn 30. apríl. Iða Brá hringdi í Báru og sagði: „Hann Baddi er týndur, hann var að kafa með vini sínum og hvarf honum sjónum. Viltu koma strax hingað." Eg var að vinna í körfubíl við Kirkjusand og þegar Bára hringdi hentist ég niður og skildi allt eftir og við ók- um til Njarðvíkur. Maður vildi ekki trúa þessu. Baddi sem alltaf var bakhjarlinn okkar, besti vinur og góður félagi. Þegar við nálguð- umst Njarðvík sagði Bára við mig: „Ég er viss um að Baddi tekur á móti okkur þegar við komum.“ En það var annar og kaldari veruleiki sem blasti við. Baddi drukknaði í Kleifarvatni og Iða var nýbúin að fá fréttir um að hann væri fundinn en ekki á lífí. Elsku besti vinur okkar, Baddi. Nú er allt grátt og galtómt, stór hluti í hjarta okkar allra er kraminn. Baddi var yndislegur maður við alla samferðamenn sína og ef eitt- hvað bjátaði á var hann kominn til að hjálpa, uppörva og hvetja. Og ég veit að allt unga fólkið í fjöl- skyldunni leit upp til hans og hann átti stórt pláss í hjarta þess alls. Við Bára áttum margar góðar stundir með Badda, Iðu og Berg- nýju hvort heldur var í bústað, heima eða þegar við bara hittumst til að láta okkur „leiðast" saman, en það tókst okkur bara aldrei. Bára mín man Badda sem lítinn brosandi krullukoll, alltaf bros- andi, hlæjandi og í góðu skapi þeg- ar hún var að passa hann sem barn. Síðar var þessi brosmildi krullukollur besti vinur okkar. Það var alltaf opið hús hjá Badda og Iðu, allir velkomnir, aldrei of margir fyrir Badda, sama hversu þreyttur hann var eftir mikla vinnutörn. Við Baddi brölluðum margt sam- an, eins og þegar við keyptum okk- ur eðalkoníakið. Bára og Iða héldu að við værum búnir að tapa glór- unni, kaupa fjóra kassa af koníaki og borga fyrir það fjörutíu og átta þúsund krónur hver. En koníakið var gott og við eignuðumst marga „vini“ eða öllu heldur áhangendur út á það og okkur kom saman um að þessu fé hefði verið vel varið. Baddi átti mörg áhugamál og vann mikið. Ég heyrði frétt í út- varpinu um daginn, þar sem sagt var frá manni sem flutti burt úr bæ sem hann bjó í og við það losn- uðu 14 störf. Þegar ég heyrði þetta sagði ég við Báru: „Þetta gæti al- veg eins hafa verið hann Baddi, bróðir þinn.“ Og eitt var það sem einkenndi Badda sérstaklega, mað- ur þurfti aldrei að biðja hann um aðstoð ef eitthvað var að, hann var alltaf kominn að fyrra bragði. Elsku Iða og Bergný, megi Jehóva Guð okkar styrkja ykkur og gefa ykkur kraft til að standa áfram. Við Bára munum vera ykk- ur til hjálpar og uppörvunar eins lengi og þið viljið og þurfið. Bára og Stefán. Það er ólýsanlega sárt að missa náinn ástvin eins og Badda frænda. Baddi, þú verður alltaf uppáhalds frændi minn innst í hjarta mínu. Allt sem þú sagðir mér og kenndir mér hafði mjög mikil áhrif á líf mitt og ég er þér mjög þakklát fyrir allar þínar ráð- leggingar. Það besta sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína var hvað þú sagðir mér margt um fíkniefni og nákvæmlega hvernig þau færu með fólk enda þorði ég aldrei að snerta þau, þrátt fyrir fé- lagsskapinn sem ég var í. Það fell- ur heilt flóð af tárum við þá til- hugsun að ég fái ekki að sitja og spjalla við þig, heyra í þér röddina og sjá þitt breiða fallega bros, finna klappið á bakið og jákvætt viðhorf þitt til lífsins. Þú varst svo mikilvægur þáttur í lífi okkar allra og átt eftir að lifa áfram í mörgum mjög góðum minningum. Þú og Iða buðuð mér oft með ykkur fjölskyldunni í ferðalög, og ég met þann tíma með ykkur mjög mikils, þið voruð alltaf svo góð við mig, og þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á bæði börn og unglinga. Og hvað þú varst góður faðir og eiginmaður, það er varla hægt að hugsa sér betri mann til að vera faðir heldur en þig. Þegar þú horfðir á Berg- nýju glömpuðu augun í þér, hún var svo sannarlega litli sólargeisl- inn þinn, svo fullkomin og dugleg stelpa. Svo heyrðist í þér: „Komdu nú og knúsaðu pabba.“ Þvílíkt upp- eldi, ef ég gæti nú fengið upp- skriftina. Þetta var fullkomna litla fjölskyldan og mér þótti alltaf svo vænt um ykkur. Þið tókuð alltaf á móti öllum með opnum örmum. Þegar ég og Jónsi byrjuðum að vera saman varstu svo ánægður fyrir mína hönd að hafa náð mér í svona góðan strák og ennþá ánægðari þegar þú heyrðir að ég væri ólétt. Því miður fær Erna Kristín ekki leiðbeiningar þínar í lífi sínu, en mér sýnist hún treysta mikið á Bergnýju eins og þegar hún labbaði'í fyrsta skipti hjá henni og ég veit að Erna Kristín mun treysta á hana áfram. Iða Brá og Bergný, ég óska ykk- ur alls hins besta og votta ykkur mína dýpstu samúð. Þið eruð bún- ar að vera svo duglegar og ég veit að Guð styrkir ykkur og blessar í sorginni. Þín frænka, Aldís. Kæri Baddi, nú er komið að leið- arlokum og ég kveð þig með sorg í hjarta. Þegar fréttist af sviplegu andláti þínu var eins og fótunum væri kippt undan mér og það var eins og tíminn stæði í stað. Það var sérstaklega sorglegt vegna þess að ég hef ekki hitt lífsglaðari mann en þig, því lífsgleðin hreinlega geisl- aði af þér. En dauðinn spyr ekki að því þegar hann er annars vegar. Þrátt fyrir það að ég hafi ekki þekkt þig lengi finnst mér samt eins og ég hafi gert það alla tíð. Ég gleymi því ekki þegar ég hitti þig fyrst. Ég og Aldís vorum að byrja að vera saman og var ég að hitta fjölskyldumeðlimina smám saman. Svo þegar Aldís sagði mér að nú myndi ég hitta Badda frænda sinn varð ég dálítið smeyk- ur eins og vera ber þegar maður er að hitta fjölskyldu unnustu sinnar í fyrsta skipti. En það átti eftir að koma í ljós að þær áhyggj- ur voru sko óþarfar því að þegar á hólminn var komið tók á móti mér þessi brosmildi og glaðlegi maður og það varst þú. Það var ekki eins og við værum að hittast í fyrsta skipti, heldur eins og þarna væru gamlir félagar á ferð. Þetta lýsti þér best, þú áttir svo ótrúlega gott með það að láta fólki líða vel í ná- vist þinni, það var þér svo eðlilegt. Þú varst líka alltaf boðinn og búinn að rétta fólki hjálparhönd hvað sem á bjátaði. Þú hafðir alla þá kosti sem góðan mann eiga að prýða og varst hreint gull af manni. Það hryggir mig líka mjög að litla frænka þín hún Erna Kristín eigi ekki eftir að kynnast þér og góðmennsku þinni. Allt það góða sem þú gafst fólki mun lifa með Iðu Brá og Bergnýju sem voru þér lífið sjálft og verð ég að segja það að ég hreinlega dáist að þeim styrk sem þær hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. Það er með þessum orðum sem ég kveð þig, Baddi minn, og þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og fjölskyldu þinni þvi sá tími hefur kennt og gefið mér margt. Kæru Iða, Bergný og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi æðri máttar- völd gefa ykkur styrk í þessari djúpu sorg. Ykkar vinur, Jón Trausti. „Oft kemr mér mána bjarnar í byrvind bræðraleysi." Svo orti Eg- ill forðum. Þó að þeim sem hér rit- ar komi ekki „bræðraleysi" til hug- ar, þegar hann hugsar til Baldurs Baldurssonar, sem féll frá í blóma lífsins,liggur við að harmur sé eins mikill og Egils á sínum tíma. Baldri kynntist ég fyrir rúmu ári er ég hóf störf, nýfluttur til lands eftir langa dvöl erlendis, við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Tókst með okkur á ári þessu góður kunn- ingsskapur. Er skemmst frá því að segja að hann er með minnisstæð- ustu mönnum, sem ég hef kynnst. Hann var sannur gleðigjafi, heilla- drjúgur, fjölhæfur, vinnusamur með eindæmum og allra hugljúfi. Er afar átakanlegt að þessi efni- legi maður, sem átti bjarta drauma, hverfi úr röðum vorum nú þegar svo margt jákvætt var fram- undan hjá honum. Við sem unnum með honum daglega sjáum á eftir manni, sem þótti ómissandi starfs kraftur og félagi. Mikil er sorg eiginkonu og dóttur hans og ann- arra ættmenna. Megi hinn æðsti máttur styrkja þau og þeim bless- ast framtíðin. Ragnar Gunnarsson. Við erum ekki enn búnar að átta okkur á þessum hræðilegu frétt- um. Að Baddi sé látinn langt fyrir aldur fram. Þessi lífsglaði og elskulegi frændi okkar sem alltaf var svo hress og kátur. Svo marg- ar minningar sækja á hugann en erfiðara er að koma þeim í orð. Þó ætlum við að reyna, í þessari hinstu kveðju til Baldurs frænda okkar. Hann vann við að bjarga fólki, hann var í slökkviliðinu í Keflavík og einnig var hann sjúkraflutn- ingamaður. Hann hefur verið að kenna á alls kyns námskeiðum fyr- ir Rauða krossinn, og sjálfur var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.