Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞOROLFUR ALVIN GUNNARSSON + Þórólfur Alvin Gunnarsson fæddist á Hvamms- tanga hinn 16. jan- úar 1981. Hann lést á heimili sínu á Hvammstanga 20. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvammstanga- kirkju 5. maí. Við erum sem lömuð. Hann Þórólfur okkar er ,-p dáinn. Hún gleymist aldrei sú skelflng sem greip okkur þegar lög- reglan kom til okkar á skírdag með þessa harmfregn. Við gátum tæpast andað. Þú sem alltaf varst manna kátastur og það var alveg sama hversu leiðinleg verkin voru sem þú áttir að vinna, alltaf vannstu þau með bros á vör og sást alltaf spaugilegu hliðamar á hlutunum. Það er svo margs að minnast þegar þú ert annars vegar. Allar fjallaferð- irnar sem við fórum í, útilegurnar, ballferðimar svo og allar stundimar sem þú eyddir bara heima hjá okkur. Skemmst er að minnast páskaferðar- innar í fyrra sem við fóram í upp að -» Amarvatni. Þú áttir það til að vera svolítið seinheppinn á köílum eins og t.d. þegar við voram á leiðinni upp eftir þegar bensínbrúsinn þinn sprakk á sleðanum og allur gallinn þinn angaði af bensínfýlu, en það kom ekki að sök, þú bara hlóst að öllu sam- an. Nú svo var það Núpsstokk ’99. Við gleymum því aldrei þegar þú birt- ist á svæðinu. Það höfðu allir skiiað sér inn í Núpsdal, flestir geymdu þó fólksbílana sína á hlaðinu á Neðra- Núpi og vora ferjaðir á þar til gerð- um jeppum og annars konar trylli- i tækjum á áfangastað. En þá birtist þú, Marta og Gunnar Ægir á pínulitl- um, handónýtum Colt sem þú hafðir tekið í fóstur og annast ákailega vel. Meira að segja gefið honum nafnið Stalín Ræner og hafðir sprautað nafnið á húddið á bílnum. Það gleym- ist seint þegar Stalín Ræner renndi í hlaðið. Sveitina og víðáttuna elskaðir þú. Það era ófá störfin sem þú hefur sinnt með vinum þínum í gegnum tíð- ina. Aldrei máttir þú vita af neinum þeirra einum heima með búin. Alltaf varstu mættur að morgni til að fara með þeim í húsin að gefa eða hvað það var sem til féll í það og það skiptið. Nú svo ekki sé minnst á allar stundimar sem fóru í bílaviðgerðir, hjólaviðgerðir, sleðaviðgerðir nú eða bara til að hitta vinina á Ytri-Reykj- um. Þessar stundir verða varðveittar Blómat>ú5in v/ PossvogsUi^kjw^a^ð Símii 554 0500 Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. vel í hjarta okkar allra. Svo er það lítil sál hér á heimilinu okkar sem kemur til með að sakna þín mjög mikið. Þú eignaðist stóran hlut í hjarta hans þegar þið kynntust. Það lýsir því best hvemig hann brást við þessum válegu tíð- indum. Hann sagði ein- faldlega: „En mamma, hann var alltaf svo skemmtilegur við mig og hann var ekki einu sinni gamall.“ Það er margt sem gengur á inni í þessum litla fimm ára kolli og spumingar margar en svörin fá. Það eina sem virðist vera á hreinu er að stórt skarð hefur verið höggvið í þennan samheldna vinahóp og verður aldrei fyllt. Við sitjum hér öll með fangið fullt af spurningum en fáum engin svör. Við vitum samt að hvar sem þú ert niður kominn núna þá ert þú að skemmta öðram eins og þér einum var lagið. Elsku Þórólfur, við þökkum þér fyrir þann tíma sem okkur finnst allt- of stuttur sem við fengum að eyða með þér. Þú átt alltaf samastað í hjarta okkar og ekkert getur breytt þvú Við geymum myndina af þér í hjarta okkar sem birtist af þér kvöld- ið sem þú fórst frá okkur svo glaðleg- ur og brosandi og kvaddir í hinsta sinn. Það vora forréttindi að fá að kynnast þér. Hvíl þú í fiiði. Elsku Gunnar, Grétar, Unnur, Steini og litli Elvar Austri. Við biðj- um algóðan Guð að styrkja ykkur í gegnum þessa miklu sorg og Linda Sóley megi góður Guð leiða þig í gegnum þessa erfiðleika. Minning um góðan dreng lifir. Þórarinn, Guðfinna Kristín og Heiðar Orn. Margar góðar minningar eigum við um þennan fríska og Ijúfa dreng eins og þegar við fóram á sléttan ís- inn hjá Hvoli við Vesturhópsvatn, Þórólfur og Lilja frænka hans renndu sér á skautum á rennisléttum ísnum undan norðanáttinni og vora dregin til baka af bílnum á snjóþotu, ferð eftir ferð. Þegar þeim var orðið kalt, þá fengu þau sér kakó inni í bíl og renndu svo sér áfram meðan þrekið entist. Þessi minning verður ein af þeim sem við geymum í huga okkar um þennan fríska og ljúfa dreng. Engan gat rennt í gran um þá ákvörðun sem Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem ijallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- hann tók um líf sitt. Þessar síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar, en sá samhugur sem komið hefur fram í okkar litla samfé- lagi og starf sóknarprestsins hefur verið ómetanlegt, lyft þungum byrð- um af aðstandendum og stutt ungl- ingana í því uppnámi sem umhverfi þeirra hefur verið í. Fjölskyldan á Melavegi 10 vill senda ykkur foreldranum, Gunnari og Grétu, og fjölskyldunni innileg- ustu samúðarkveðjur, með þeirri von að hinar björtu minningar leiði ykkur áfram. Fjölskyldan Melavegi 10. Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, makthansogaflieyddi, ekkertmigskaðakann. Þó leggist lík í jörðu, lifirmínsálafrí; hún mætir aldrei hörðu himneskrisælui. (HaUgr.Pét) Þannig orti sálmaskáldið um sigur Krists yfir dauðanum. Við kveðjum Þórólf Alvin Gunn- arsson með þessu erindi úr einum sálmi Hallgríms Péturssonar og vott- um foreldram hans og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd nemenda, kennara og annars starfsfólks Iðnskólans í Hafn- arfirði, Jóhannes Einarsson skóla- meistari. Söknuður... það er það eina sem í huga minn kemur núna. Þú sem varst alltaf svo sætur, yndislegur og góður og alltaf til í að hjálpa manni ert horf- inn burt frá okkur. Þegar mamma sagði mér þetta, þá skildi ég þetta ekki strax og neitaði þessu. Ég trúði ekki að Þórólfur, þessi gleðipinni, hefði valið þessa leið. Ég man þegar við voram 10-11 ára og voram úti í Gröf að spila Svarta Pétur kvöld eftir kvöld. Og alltaf vor- uð þið Bangsi að bardúsa eitthvað hér og þar og rakst maður oft á ykkur tvo saman einhvers staðar. Svo þegar ég var í 6. bekk og þú 7. bekk þá voram við kærastupar og ég var svo montin yfir því að hafa dansað vangadans! En því miður hittumst við ekki nógu mikið í vetur, og ég minnist þess að um daginn varst þú að skamma ASLAUG ÓLADÓTTIR + Áslaug Óladóttir fæddist í Kefla- vík 6. ágúst 1980. Hún lést 15. aprfl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 29. aprfl. Þegar ég fékk þessar sorglegu fréttir, að besta vinkona mín væri dáin, neitaði ég að trúa því. í blóma lífsins varstu tekin frá okkur á þennan hræðilega hátt. Það helltust yfir mig minningar frá því við voram litlar og öllum skólaáranum okkar saman. Ég man þegar ég sá þig síðast þegar ég og Sigurrós komum til þín vikuna áð- ur til að skoða nýju íbúðina þína. Þú varst svo ánægð með lífið og geislað- ir af hamingju. Þú hafðir lengi talað um að flytja og hlakkaðir svo til að stofna þitt eigið heimili með elskunni þinni honum Alexander. Alltaf þegar þú talaðir um hann lifnaði yfir þér og ég sá að þú varst svo ástfangin og loksins varstu búin að finna einhvem sem kunni að meta þig og elskaði þig út af lífinu og það gerði hann svo sannarlega. Ég er samt þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig þama um kvöldið þegar við hittumst. Ég kyssti þig bless og tók utan um þig eins og við gerðum alltaf þegar við kvödd- umst, en aldrei datt mér í hug að þetta væri seinasta skipti sem ég kyssti þig bless. Að þurfa að kveðja þig svona snöggt Aslaug mín er það erfiðasta sem ég hef þurft að gera, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og okkur vinkonumar og ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Ég man þegar Ölli dó, þá hugsaði ég með mér hvað ég myndi gera ef einhver af mínum vinkonum myndi deyja, það var vissulega hræðileg til- finning og nú er hún orðin að veru- leika. Þú varst svo sannarlega með gott hjarta og alltaf svo hreinskilin, þú varst svo falleg persóna og ein- stök. Það eru svo margar minningar sem ég á um þig og sérstaklega frá því við voram litlar. Þá fórum við þegar það var vont veður niður á bryggju og sátum bakvið steinana á meðan öldumar skullu yfir okkur. Þetta var felustaðurinn okkar og enginn vissi af honum nema við. Síð- an fórum við alltaf og fengum kandís hjá bryggjuverðinum. í sumar ætl- aðir þú að halda upp á tvítugsafmæl- ið þitt í Eyjum um verslunarmanna- helgina og sagðir við okkur að ef við vildum koma í afmælið þitt yrðum við að fara þangað! Við stelpurnar ætl- um að standa við þetta loforð. Þú hafðir svo gaman af því að vinna á Garðvangi og varst alltaf að segja okkur sögur af fólkinu þar og Kristín hlakkaði svo til að vinna með þér þar í sumar, hún talaði ekki um ann- að. Ég sakna þín svo mikið Aslaug mín, ég get bara ekki lýst því, ég veit að þú varst ekki tilbúin að fara en við getum engu breytt. Ég vona bara að þér líði vel og ég veit að þú vakir yfir okkur. Þú ert efst í huga mínum í öllu sem ég geri. Alexander, Ella, Óli, böm og aðrir fjölskyldumeðlimir, ég samhryggist ykkur innilega á þess- um erfiðu tímum. Guð veri með þér elsku Áslaug mín. Þín vinkona, Eva Stefánsdóttir. Það er sárt að horfa á eftir ungri frænku í blóma lífsins. Allt sem hún var og hefði orðið er horfið á einu augnabliki. Að gjalda með lífi sínu fyrir það að standa með því sem rétt er, fyrir að taka afstöðu gegn ofbeldi og hrottaskap, er ekki eitthvað sem við á Islandi eigum að venjast. Engu að síður er það raunveraleikinn sem við stöndum frammi fyrir nú. Áslaug var viljasterk, lífsglöð stúlka, elskuð af okkur sem hana þekktum. Okkur er sérstaklega minnisstætt hvað öll böm löðuðust að henni og hversu glatt var á hjalla í hennar návist. Við söknum hennar. Við vildum bara kveðja. Elsku Ella, Óli, Alexander, Ásta, Valgeir og Elín María, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Cissie, Kristinn, Guðjón, Guðbjörg, Erling og Desirée. Þegar fyrstu dagar vorsins gengu í garð var þungbært að taka á móti þeim skelfilegu fréttum að Áslaugu frænkaværi dáin. Áslaug, sem var nýbúin að stofna heimili með Alexander unnusta sín- um, hefur nú verið hrifin frá okkur. Hún fær því ekki að takast á við alla þá spennandi hluti sem lífið hefur upp á að bjóða þegar ungt fólk er að taka sín fyrstu spor upp á eigin spýt- ur. Allir þeir sem þekktu Áslaugu vita að hún var glaðvær og kát stúlka og okkur reyndist hún ávallt elskuleg og hlý. Það verður því Ijúfsárt að segja ungum frændum hennar frá því hvemig hún lék við þá 1 gervi jóla- sveins á árlegum fjölskyldufundum okkar um jól. Við fullorðna fólkið er- um þakklát fyrir ánægjulegt innlegg hennar og yngsta kynslóðin alsæl mig fyrir að koma aldrei í heimsókn, og nú sé ég eftir því að hafa ekki kíkt til þín. Það var ekki sjaldan sem maður sá þig á fleygiferð á Lödunni út um allan bæ og á leiðinni í Miðfjörðinn. Og þegar þú komst í sjoppuna til mín varstu drallugur upp fyrir haus eftir að hafa verið að laga einhverjar bíl- draslur hér og þar. Á böllum vantaði ekki taktana hjá ykkur Tomma og held ég að fáir hafi haft jafn flottan dansmáta og þið vin- irnir. En þetta er aðeins brot af þeim yndislegu minningum sem ég á um þig og þær hefðu sannarlega átt að verða fleiri. Ég skil ekki af hverju þetta gerð- ist, en ég virði þessa ákvörðun þína ef þér h'ður betur. Stórt skarð hefur myndast í vina- hóp minn, en þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Gunnar, Gréta, Unnur og Steini, ég samhryggist ykkur innilega og einnig ykkur, Tommi, Jói og Linda og allir aðrir vinir hans. Þetta er mín kveðja til þín, Þórólf- ur, þótt ég vildi að ég hefði getað kvatt þig almennilega. Ég mun alltaf sakna þín. Eydís Ósk. með heimsókn ,jólasveinsins“. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja þig, kæra frænka, og þakka stutta en gleðiríka sam- fylgd. Megi góður guð geyma þig. Sá sem eftir lifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honumyfir. (Hannes Pét.) Elsku Ella, Óh, Alexander, Ásta, Valgeir og Elín María. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar og allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls góðrar stúlku. Þín frændsystkmi, Anna Margrét, Tryggvi Daníel, Kristín og íjölskyldur. Elsku Áslaug mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Það er svo sárt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að fá að sjá þitt fallega bros, heyra hlátur þinn og njóta þess að vera með þér. En sem betur fer á ég svo margar góðar minningar um þig, og ég trúi því að á meðan við munum eftir þér, og geymum þessar góðu minningar í hjörtum okkar, þá munir þú aldrei deyja. Ég kynntist þér fyrir nokkram ár- um í gegnum Flóra vinkonu, og aldrei hef ég kynnst jafn hressari og skemmtilegri stelpu og þér. Það var alltaf hlátur og stuð í kringum þig, og það má sko segja að þú lifðir lífinu lif- andi. Ég man vel eftir ferðunum okkar til Vestmannaeyja síðastliðnar tvær verslunarmannahelgar. Þegar ég hugsa um sumarið 1999 koma svo margar minningar upp í huga mér. Við voram saman dag og nótt, ég, þú og Flóra. Þetta er skemmtilegasta sumarið sem ég hef nokkurn tíma upplifað. Þó að við hittumst sjaldan, af því að ég bý í Noregi, þá voram við þrjár alltaf góðar vinkonur. Það verður rosalega tómlegt án þín, engin Ás- laug sem kemur og tekur á móti mér uppi á flugstöð næst þegar ég kem. Þú varst svo góð og full af kærleika. Það er svo gott að vita að þú varst hamingjusöm, búin að finna stóru ástina, og að þú fékkst mikið út úr líf- inu áður en þú þurftir að kveðja. Við sem eftir lifum verðum að halda áfram þó að það reynist okkur erfitt, án þín, en ég veit að þú myndir vfija að við yrðum hamingjusöm, og þú átt eftir að vera með okkur. Ég kveð þig að sinni, elsku vin- kona, og þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við sjáumst aftur þegar sá tími kemur! Ég elska þig, Áslaug mín, og mun aldrei gleyma þér! Alexander, EUa, ÓU, systkini, ætt- ingjar, Flóra og vinkonur/vinir - megi góður Guð gefa ykkur, og okk- ur öllum styrk í þessari miklu sorg. Hildur Björg Guðmundsddttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.