Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 48
FRÉTTIR
Leiðbeinendur á leikskólum
Kópavogs í fjarnám í haust
BÆJARSTJÓRN Kópavogs og Há-
skólinn á Akureyri hafa gert með sér
samning um fjarkennslu 20-30 leið-
beinenda við leikskóla Kópavogs,
sem ætla sér að gera leikskóla-
kennslu að ævistarfi. Þorsteinn
Gunnarsson rektor Háskólans á Ak-
ureyri og Sigurður Geirdal bæjar-
stjóri undirrituðu samninginn í gær,
en Kópvaogsbær átti frumkvæðið að
samningnum. Að sögn Þorsteins
Gunnarssonar er samningurinn
gerður vegna þess skorts sem er á
leikskólakennurum í Kópavogi sem
ogvíðai- á landinu.
Ljúka náminu á Qórum árum
Námið hefst í haust og fer fram
með notkun gagnvirks fjarfunda-
búnaðar og annars tölvubúnaðar.
Nám leikskólakennara er þrjú ár en
þar sem nemendumir munu stunda
nám sitt með starfi er gert ráð fyrir
að þeir ljúki því á fjórum árum og út-
skrifist sem leikskólakennarar árið
2004.
Kennarar við leikskólabraut Há-
skólans á Akureyri munu annast
kennsluna frá Akureyri. Samstarf
verðm- haft við leikskóla Kópavogs
um verklegan þátt námsins og kenn-
ara af höfuðborgarsvæðinu um vissa
þætti í listgreinakennslu.
Gert er ráð fyrir að Háskólinn á
Akureyri geri svipaðan samstarfs-
samning við ísafjörð, Höfn í Horna-
firði og Neskaupstað í kjölfar samn-
ingsins við Kópavog þannig að
samanlagður nemendafjöldi úr öllum
sveitarfélögunum að Kópavogi með-
töldum verður um 50 nemendur.
Hætt að
styrkja ferð-
ir almenn-
ingsvagna
að Leifsstöð
BÆJARRÁÐ Keflavíkur hefur sam-
þykkt að styrkja ekki lengur ferðir
almenningsvagna milli Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæj-
ar, en ef forsendur breyttust yrði
samþykktin tekin til endurskoðunar.
Að sögn Ellerts Eiríkssonar bæj-
arstjóra, barst beiðni frá Flugleiðum
og fyrirtækjum í flugstöðinni um að
komið ýrði á almenningssamgöngum
milli flugstöðvarinnar og Reykjanes-
bæjar.
„Við styrktum aksturinn á síðasta
ári og satt að segja er þetta mest
flutningur á starfsfólki í flugstöðinni
og ekki nægilega mikill til að halda
úti akstrinum," sagði hann. Farið
var fram á að Reykjanesbær styrkti
verkefnið áfram með þriggja millj-
óna króna framlagi á grundvelli þess
að efla ferðaþjónustuna. „Þeir sem
eru hér í ferðaþjónustu telja þessar
ferðii- ekki þjóna sínum hagsmunum,
þar sem fæstir þeirra viðskiptavina
ef nokkrir ferðast með almennings-
vögnum," sagði Ellert.
Benti hann jafnframt á að flug-
stöðin væri í öðru sveitarfélagi,
Sandgerði, sem hefði ekki áhuga á að
taka þátt í rekstrinum.
Guðsþjónusta
í Grafarvogs-
kirkju
MESSUTILKYNNING frá
Grafarvogskirkju birtist röng í
blaðinu í gær en guðsþjónusta
er kl. II í dag þar sem sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir predikar og
þjónar íyrir altari.
í guðþjónustunni verður Krist-
ín María Hreinsdóttir fennd.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi og Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri, við undirritun samningsins.
Einbvlishús í Grafarvoqi
Við Smárarima, 207 fm þar af 40 fm séríbúð á jarðhæð. Glæsileg-
ar innréttingar. Glæsilega hannað hús með frábæru útsýni.
Fasteignasalan Hreiðrið
Símar 551 7270 - 893 3985
LUNDUR
FASTEIGNASALA
SÍ2YLI 533 1616 FAX 533 lé>17
SUDURLANDSBRAUT 10, 2.IIÆD, P/OBAN BLÓMASTOPU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVlK
SVEINN GUDHUNDSSON HDL. LÖGG. FAST. ELLERT RÓBERTSSON SÖLUMAÐUR KARL GUNNARSSON SÖLUMABUR
JóUannos Ásgairsson tnj/., lögg. fastcignasal!
OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KL. 14-16
GALTALIND 14, KÓPAVOGI
til sölu mjög falleg endaíbúð
á 1. hæð í hinu vinsæla
Lindarhverfi. M.a. góð stofa
með miklu útsýni og stórum
svölum. 2 góð herbergi.
Sjónvarpshol. Sérþvottahús.
Vandaðar innrétttingar og
gólfefni. Laus fljótlega.
Sölumaður Lundar sýnir íbúðina milli kl 14-16 í dag.
HLAÐHAMRAR 22, RVÍK
Til söu glæsilegt raðhús
ásamt góðum bílskúr m.a.
3-4 herbergi. Góðar stofur,
garðstofa og suðurgarður.
Sjón er sögu ríkari.
Gerður og Brynjólfur sýna eign sína í dag milli kl. 14-16.
Alltaf rffandl salal
§95 90®°
Skúlagata 17
Mjög góð og vel skipulögð 4ra herbergja 80 fm
íbúð á á 3. hæð (efstu), (annarri hæð frá inngangi),
með útsýni yfir Fossvoginn. íbúðin er með parketi
og flísum á gólfum, góðar suðursvalir. Verð 10,6
millj.
Kristján og Dagný bjóða gesti velkomna
í dag milli kl. 14.00 og 16.00
Efstaland 14
Opið hús í dag
frá kl. 14.00-16.00
Skemmuvegur 20,
Kópavogi
Vandað 320 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð sem skiptist
í tvö sjálfstæð bil með 2 innkeyrsluhurðum.
í húsnæðinu er kaffistofa og snyrting.
Húsnæðið er laust nú þegar og er til sýnis í dag og
næstu daga eftir óskum kaupenda.
Séreign fasteignasala,
Skólavörðustíg 41, sími 552 9077.
Opið í dag, sunnudag, frá kl. 12-15.
Sveitasetur Sveitasetur.Hágæða íslensk frístundahús til heilsár-
snotkunar.Yfir 20 ára reynsla.RB vottun.Kamínur-Heitir pottar-
saunaofnar. 2245
Þingholtsstræti. 3ja herbergja risíbúð á þessum eftirsótta stað í þing-
holtunum. Gott útsýni. Frábær staðsetning. V. 9,6 m. 2438
Bólstaðarhlíð. Falleg 86 fm íbúö á 4.hæð í fjölbýli með glæsilegu
útsýni. Gott sklpulag. Parket og flísar. Svalir. Áhvi'landi u.þ.b. 4,2 m. V.
9,3 m. 2558
Fjallalind. Mjög skemtilegt 162 fm parhús ásamt 25 fm bílskúr. Húsið
er 4-5 herbergja, glæsilegt eldhús m/gaseldavél og kirsuberja innréttingu.
Baðherbergi m/hita í gólfi o.fl. Gott geymsluloft. Húsið er vel staðsett
parhús. Góð eign. V. 20,5 m. 2662
Mávahlíð Hæð á besta stað í Hlíðunum. íbúðin skiptist í andyri með
forstofuherbergi, miðjuhol, eldhús, baðherbergi og fimm svefnherbergi
sem eru hvert fyrir sig I útleigu. Eign sem býður upp á mikla möguleika.
Áhv. 6,4 m. húsbr & bygg.sj. V 13,0 m 2670
Skógarás - Bílskúr Höfum fengið ( sölu mjög fallega 4ra herb. íbúð
við Skógarás í húsi sem er allt nýklætt að utan. Þetta er rúmlega 100 fm
íbúð m/bílskúr og mjög góðu útsýni íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús,
þvottahús, baðherbergi og borðstofu. í risi eru svefnherbergi. Falleg eign.
V. 13,0 m. 2673
Rauðarárstígur Vorum að fá 4ra herb. hæð sem skiptist í tvær sam-
lyggjandi stofur og tvö svefnherb., baðherbergið er nýlega standsett. Auk
herbergis í risi og góðrar geymslu í kjallara. Með íbúðinni fylgir bílskúr
sem er glæsilega innréttaður sem tveggja herb. íbúð. V. 13,2. m. 2677
Furugrund 70 4ra herb. u.þ.b. 85 fm íbúð í góðri lyftublokk. Góð fast-
eign með svölum og fallegu útsýni. íbúðin er á fjórðu hæð og með stæði í
bílgeymslu. áhv. 4m. V8.9m2617
Opið hús í dag, sunnudag
Sólvallagata 9 - Reykjavík
Ása Björk og Kristinn bjóða
ykkur velkomin í dag til þess að
skoða þessa fallegu 252 fm neðri
sérhæð ásamt kjallara. Efri hæðin
er 161 fm og sú neðri er 92 fm. Á
efri hæð er hátt til lofts og vítt til
veggja. Eignin er talsvert endurn.
Glæsileg innrétting er I eldhúsi,
baðherbergi flísalagt I hólf og gólf.
Þetta er eign sem þú mátt ekki
missa af. Komdu og skoðaðu því
hver veit nema þetta sé einmitt
eignin sem þú ert að leita að. Áhv.
6,9 millj. Verð 19,9 millj.
Garðabæ
í dag á milli kl. 13 og 18 býðst
þér og þinni fjölskyldu að skoða
þetta fallega endaraðhús f
Garðabæ ásamt bilskúr. Gróinn
garður er við húsið. Húsið er
134 fm með bílskúr og skiptist
það m.a. í fjögur svefnherb.,
góð stofa, parket á gólfum,
rúmgóður bilskúr o.fl. Snorri og
Edda bjóða ykkur velkomin. V.
15,3 millj.
Hólmgarður
I dag á milli kl. 14 og 17 býðst þér og þinni fjölskyldu að
skoða þessa stórglæsilegu þriggja til fjögurra her-
bergja 82 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi í þessu
eftirsótta hverfi. Sérinngangur, parket og flísar
á gólfum. Hér er stór gróinn garður og
frábær leikaðstaða fyrir börnin. Verið er að
taka húsið í gegn að utan á kostnað selj-
anda. Áhv. kr. 4,5 millj. Verð 10,5 millj. Keyrt
er að húsinu á milli Hólmgarðs 4 og 6.
Margrét og Guðmundur taka vel á móti ykk-
ur. S. 588 0909.
I6Q5Q
Kjarrmóar 18 -