Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 49

Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 49 BRÉF Skorað á Mál og menningu Frá Rúnari Kristjánssyni: Nýlega las ég bókina „Börn Arbats" eftir Anatoli Rybakov í ágætri þýð- ungu Ingibjargar Haraldsdóttur. Bókin er afar fróðleg og vel skrifuð og lýsir ástandi mála í Ráðstjórnar- ríkjunum á þeim árum þegar Stalín var að festa sig í sessi. Hygg ég að hún eigi fullt erindi til þeirra sem vilja kynna sér þá tíma sem hún fjallar um. Ingibjörg Haraldsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir þýð- ingar sínar, ekki síst á rússneskum bókmenntaperlum, svo sem ýmsum verkum Dostójevskís. Eigum við Is- lendingar henni mikið að þakka fyr- ir að opna okkur svo stórkostleg verk og leyfa okkur að njóta þeirra á okkar eigin ástkæra, ylhýra máli. Nú veit ég að „Börn Arbats" eru fyrsti hluti stærra verks og rúmur áratugur er liðinn síðan bókin var gefin út. Ekki bólar á framhaldinu! Mál og menning gaf bók þessa út og verkið hlaut styrk úr Þýðingar- sjóði. Augljóst er að í þetta verk hefur verið ráðist af metnaði með það að markmiði að auðga okkur að enn einu þýddu bókmenntaverki sem hefur vissa sérstöðu. Því þykir mér einkennilegt að ekki skuli hafa verið horft til þess að klára verkið. Ég er viss um að Ingibjörg Har- aldsdóttir er til í slaginn og fús til að þýða verkið allt. Það hlýtur að vera stífla í þessu máli hjá öðrum aðilum. Það er spurning hvers virði það er að eiga slíkt verk á íslensku, þegar aðeins fyrri hluti verksins er þýdd- ur og gefinn inn í okkar hugarheim. Mér finnst það koma til álita að Þýðingarsjóður setji það sem skil- yrði þegar óskað er styrks vegna útgáfu ritverks, ekki síst af þessu tagi, að verkið sé klárað. Mér varð svo hlýtt til Sasha Pankratovs í þessari sögu að ég vil eindregið fá að vita hvernig honum reiðir af í framhaldinu. Eg vona því að þetta verk verði þýtt í heild og fslending- ar geti innan tíðar lesið það allt á eigin máli. Ég vona a.m.k. að ég þurfi ekki að tileinka mér rússnesku til að kom- ast aftur í kynni við Sasha minn, því tungumál Kremlverja kvað vera skolli snúið og flókið viðureignar. Ég skora því á Mál og menningu að sýna þá einurð að ljúka þessu verki og gefa Ingibjörgu færi á að þýða það allt af sinni alkunnu snilld. RÚNAR KRISTJÁNSSON, ' Bogabraut21, Skagaströnd. Skrifstofuhúsnæði til leiqu í miðbænum á Hverfisgötu, 120 fm. Fjögur skrifstherb. Móttaka, fundarherb. og kaffiaðstaða. Lagnastokkar, tilbúið til notkunar. Fasteignasalan Hreiðrið Símar 551 7270 - 893 3985 I Sérhæfð fast- ÉT Amar Söhrason, eignasala fyrir 3 atvinnu- og skrif- stofuhúsnæði STDREIGN FASTEI GNASALA sölumaður Jón G. Sandholt, sölumaður Gunnar Jóh. Birgisson hri. löggiltur fasteignasali Sigurbjöm Magnússon hri. loggiltur fasteignasali Austurstræti 18 sími 55 - 1 2345 Borgartún Reykjavík Skrifstofuhúsnæði til leigu, frábær staðsetning Til leigu, á þessum eftirsótta stað, tvær skrifstofu- hæðir við Borgartún. Um er að ræða 2. og 3ju hæð sem eru samtals að flatarmáli 1.015 fm. Hægt er að skipta hæðunum í 250 fm einingar en hæðirnar eru u.þ.b. 507 fm hvor um sig. Leigusali er reiðubúinn að innrétta hæðirnar eftir þörfum hvers og eins leigu- taka. í húsinu eru traust fyrirtæki og eru fyrirhugaðar miklar endurbætur á eigninni, m.a. á sameign sem verður einstaklega glæsileg. Möguleiki á samnýtingu á mötuneyti sem verður í eigninni. Allar nánari upp- lýsingar veittar í síma eða á skrifstofu okkar. Aðalfundur Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, mánudaginn 22. maí 2000 kl. 17.15. Fundarefni 1. Skýrsla stjómar 2. Reikningsskil 3. Fjárfestingarstefna kynnt 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12.1999 - skýrsla tryggingafræðings sjóðsins 5. Breytingar á samþykktum 6. Kosning tveggja manna í stjóm og eins til vara 7. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna 8. Önnur mál Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins ásamt skýrslu tryggingafræðings munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Reykjavík, 4. maí 2000. Stjómin. Sölusýning á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Sigtúni í dag sunnudaginn 7. maí i Jh. frá kl. 13 ■ 19 Glæsilegt úrval - gott verð HÓTEIy REYKJAVIK 10% staðgreiðslu- afsláttur 53 CE RABBREIÐSLUR Sími 861 4883 Sumarbústaður í Skaqafirði Hús 56 fm og 1,5 ha eignarland. Hitaveita. Myndir og teikningar á skrifstofu. Er meö mikið úrval af leigulandi undir sumarhús. Fasteignasalan Hreiðrið Símar 551 7270 - 893 3985 Bergstaðastræti 48 - opið hús Afburðaglæsileg 3ja herbergja, 86 fm íbúð á 1. hæð í steinhúsi með suðursvölum. íbúðin skiptist í 2 stór svefn- herbergi, rúmgóða stofu, flísalagt baðherbergi með baðkari og eldhús. íbúðin er öll nýinnréttuð með vön- duðum innréttingum og parketi og er til afhendingar nú þegar. Verð 11,6 millj. íbúðin er til sýnis í dag hjá eiganda milli ki. 14 og 17. Séreign fasteignasala, Skólavörðustíg 41, sími 552 9077. Opið í dag, sunnudag, frá kl. 12-15. Eldri borgarar - Skúlagata Til sölu er mjög falleg 3ja herbergja fbúð á 4. hæð á Skúlagötu 20 í Reykjavík. Húsið er ætlað eldri borgurum, 60 ára og eldri, og í næsta húsi er ýmiss þjónusta og félagsstarf á vegum Reykja- víkurborgar. íbúðin snýr í norð-vestur og er með tvennum svölum. Stæði í bílgeymslu fylgir. íbúðin er laus til afhendingar með stuttum fyrirvara. Allar nánari upplýsingar veitir: Ólafur Gústafsson, hrl., Kringlunni 7, Reykjavík, sími 588 8666, 568 7218. Markviss tölvunámskeið NTA/ skólrtmir i IlrtfVirtrfirði og Kóprtvogi bjóðrt upp ó tvö Virtgnýf og mrtrkviss tölvumimskeið fyj ir byi-jendur. 60 klst. eða 90 kcnnslustundir: ► Grumiatriði í upplýsingatæknt - Wtndows 98 siýrikorf'ið ► Word ritvinnsla - Exœl töflureiknir *- Access gagnagrunnur ► PoworPoint (gorð kynningarefnis) - Intemetið (vefurinn og tölvupóstur) 48 klst eða 72 kemislustumtir: *■ Almennt umtölvurogWindows98 - Word ritvinnsia - Excel töflureiknir " Intemetið (vefurinn og tölvupóstur) Síóustu kvöldnámskeiöin á vorönn hefjast 8. og 15. maf Við hefjum aftur kennslu í september. Gleðfiegt sumar! Upplýsingai’ og inni itun í simum 544 4500 og 555 4980 ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Simi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimaslða: www.ntv.is 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.