Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ •c HUGVEKJA Krístið landnám á Kjalarnesi Landnámsmaðurinn Örlygur gamli reisti kirkju að Esjubergi u.þ.b. öld fyrir lögtöku kristni á Þingvöllum. Stefán Friðbjarnarson staldrar við nokkrar tilvitnanir í „Sögu Kjalar- nesprófastsdæmis“ eftir Jón Þ. Þór. „Ef marka má orð Landnáma- bókar... myndaðist fyrsta „kirkjusókn" á íslandi á Kjalar- nesi, u.þ.b. einni öld fyrir kristnitöku ...“ (Jón Þ. Þór: Saga Kjalarnesprófastsdæmis.) Fomar sagnir herma að a.m.k. tveir kristnir landnáms- menn hafi reist kirkjur á jörð- um sínum: Örlygur gamli á Esjubergi á Kjalarnesi og Ket- ill fíflski á Kirkjubæ á Síðu. Bæjarnafnið Kirkjubær segir sína sögu. Sem og bæjarnafn landnámsmannsins Helga magra í Eyjafirði, Kristsnes. Kristnitakan árið 1000 átti sér lengri aðdraganda en menn gera sér almennt grein fyrir. Árið 2000, á 1000. afmælisári kristnitöku hér á landi, kom út bókin „Saga Kjalarness- prófastsdæmis“ eftir Jón Þ. Þór, sagnfræðing. Þar kennir margra fróðleiksgrasa, sem fólk er hvatt til að bera augum. Hér og nú verður aðeins staldrað við nokkrar tilvitnanir er varða ís- lenzka kristni fyrir árið þúsund, sbr. tilvitnunina hér að ofan um „kirkjusókn“ á Kjarlarnesi ná- lægt árinu 900. Aður en lengra er haldið gluggum við í kirknaskrá Páls biskups. Hann segir kirkjustaði á Kjalarnesi fjóra um sína daga: Brautarholt, Esjuberg (landnámsjörð Ketils gamla), Hof og Saurbæ. Saurbæjar- kirkja var höfuðkirkja Kjalnes- inga á miðöldum. Hvert var bakland þessara kirkjustaða? Fyrr er þess getið að land- námsmaðurinn Orlygur gamli byggði kirkju á jörð sinni, Esju- bergi. Hann kom úr Suðureyj- um þar sem hann „var að fóstri hjá Patreki biskupi „hinum helga““, segir í Sögu Kjalar- nessprófastsdæmis. Patrekur lagði Örlygi til kirkjuvið til landnámsins. Samkvæmt Hauksbók Landnámu hraktist skip hans inn á fjörð á Vest- fjörðum, sem Örlygur nefndi Patreksfjörð eftir fóstra sínum. I Sögu Kjalarnessprófasts- dæmis segir og: „Hof var land- námsjörð Helga bjólu Ketils- sonar, en hann var bróðir Auðar djúpúðgu og bræðrungur Örlygs Hrappssonar á Esju- bergi. Helgi kom hingað úr Suðureyjum hafði tekið skírn eins og flest systkin hans. Heimildir greina ekki frá því, hvort hann reisti kirkju á landnámsjörð sinni, en ekki er það útilokað." Enn segir í Sögu Kjalarness- prófastsdæmis: „I Brautarholti var fyrsti bóndinn írskur mað- ur, Andríður að nafni. Hermir Kjalnesingasaga að Helgi bjóla hafi fengið honum bústað þar. Andríður var kristinn, en engar heimildir eru um kirkju í Braut- arholti fyrir 1200 ..." Stöldrum síðan við tilvitnun sem varðar landsvæði í túnfæti höfuðborgarinnar, svæðið milli Elliðaáa og Esju: „Flest er nú á huldu um, hvenær kristni kom á það svæði sem síðay varð nefnt Varmárþingsókn. í Hauksbók Landnámu segir frá Þórði Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mosfellskirkja, vígð 1965. skeggja Hrappssyni, bróður Örlygs á Esjubergi. Hann kom út hingað snemma á landnáms- öld og byggði íyrst austur í Lóni. Þar var hann tíu vetur, en er hann frétti að öndvegissúlur hans hefði rekið í Leirvogi, seldi hann lönd sín eystra ... ok nam land í at ráði Ingólfs mill- um Úlfarsár og Leirvogsár ... Þórður var kristinn eins og fleiri frændur hans.“ Þá er vitn- að í séra Svein Víking sem taldi líklegt „að Þórður hafi reist kirkju á Skeggjastöðum". Orðrétt segir í Sögu Kjalar- nessprófastsdæmis: „Hitt er ljóst, að þegar á fyrri hluta landnámsaldar settust að á Kalarnesi og í Kjós allmargir kristnir menn, og vóru flestir komnir vestan um haf sem þá var kallað, frá Suðureyjum eða írlandi. Svipaða sögu er að segja af svæðinu handan Hval- fjarðar, á Akranesi og utan- verðri Hvalfjarðarströnd. Virð- ist því sem kristið samfélag hafi myndast á þessum slóðum, beggja megin Hvalfjarðar, snemma á 10. öld.“ Kristin svæði vóru trúlega fleiri í landinu, samanber bæj- arheitin Kirkjubær eystra og Kristsnes nyrðra. Kristnitakan árið 1000 studd- ist við kristið bakland, sem fyr- ir var, í bland við utanaðkom- andi trúboð. Hún var mesta gæfuspor þjóðarinnar í gjör- vallri Islands sögu. Þessa gæfu- spors minnist þjóðin með hér- aða- og fjölskylduhátíð á Þing- völlum fyrstu dagana í júlí- mánuði nk. Megi kristinn siður og kristin menningararfleifð móta íslenzkt samfélag næsta árþúsundið. Fiskirall Hafrann- sókna- stofnunar í SÍÐASTA fiskiralli Haf- rannsóknastofnunar á síð- ustu dögum kom fram að það vantaðistærsta fiskinn í stofninn. Arin ’64-’65 var leyfð veiði á þorski í nætur. Síðan hefur þorskstofninn ekki borið sitt barr, en stóri fiskurinn er það sem heldur stofninum aðallega við. Stóru hrognin úr hon- um þola betur mismunandi skilyrði sjávar sem berst með straum og vindum og mikið af þeim seiðum berst inn á firði og flóa. Þess vegna er mikilvægt að vernda fírði og flóa fyrir veiðarfærum og á ég þar sérstaklega við snurðvoð- arveiði. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Snurðvoðin rífur upp gróður sem verndar seiðin, sérstaklega þarf að hafa gát á veiðarfærum þar sem lítils straums gætir því fiskurinn virðist stoppa lít- ið á þeim svæðum ef þann- ig veiðarfæri eru mikið notuð. Ég vil leggja það til að minnka ýsu- og þorskriðil 1 veiðarfærum. Sigdór Sigmarsson. Kristnihátíð að ÞingvöIIum VÆRI ekki skynsamlegt að halda hátíðina á Þing- völlum í einn mánuð með tilheyrandi atriðum í stað- inn fyrir í tvo daga eins og áætlað er? Þar með væri komið í veg fyrir umferð- aröngþveiti sem allir vita að verður og er illbjóðandi þjóðinni. Skúli Halldórsson tónskáld. Tapad/fundið Diesel-jakki og ökuskírteini NYR Diesel-mittisjakki var tekinn í misgripum á Glaumbar aðfaranótt sunnudagsins 30. apríl sl. Jakkans er sárt saknað og ekki síður ökuskírteinið sem var í vasanum. Fund- arlaun. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 562- 5103/699-7903 eða koma jakkanum og ökuskírtein- inu í hendur starfsfólks Glaumbars. Siemens GSM-sími tapaðist SIEMENS GSM-sími tap- aðist við Hlíðarhjalla í Kópavogi eða nágrenni laugardaginn 22. apríl sl. Skilvís finnandi er vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 554-1819. Nokia 5110 tapaðist NOKIA 5110 GSM-sími tapaðist mánudaginn 24. apríl sl. (annan í páskum) sennilega á milli Skógar- sels og Eyjabakka, gæti þó hafa gleymst í leigubíl. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 557-4248 eða 557-9248. Ungbarnagleraugu fundust POPEYE-ungbarnagler- augu með blágrárri um- gjörð, frekar sterk, fund- ust í Kolaportinu um síðustu helgi. Upplýsingar gefur Jóna í síma 868-4616. Dýrahald Fress vantar heimili NÍU vikna bröndótt fress vantar heimili. Upplýsing- ar í síma 564-2954. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er mikill unnandi fagurra lista, hvaða nafni svo sem þær nefnast og hefur mikinn áhuga á sagnfræði hvers konar og viðleitni til að varðveita og hafa í hávegum það sem snýr að arfleifð- inni. Aðeins þannig fáum við að hans mati tryggt að komandi kyn- slóðir njóti á sama hátt og við ger- um þess besta í sögu okkar og menningu og rennum um leið sterkum stoðum undir það sem í raun gerir okkur að einni þjóð; menningu, tungu og sögu. Því er Víkverji að skýra frá þessu að af og til heyrast þær raddir að hið opinbera geri lítið annað en reisa hallir; kosti stórfé af skattpening- um okkar í hvers kyns fásinnu á borð við listir, menningu og söfn. Þeir hinir sömu sjá ofsjónum yfir tiltækinu, segja ríkisbáknið þenj- ast út og að ráðamenn sjáist ekki fyrir í hégómlegri leit eftir hvers kyns minnismerkjum. Egill sjónvarpsmaður Helgason ræddi þessi mál nýskeð á vefmiðli sínum, strik.is. Hann skrifaði: „Op- inber menning tröllríður öllu á Is- landi. Við erum að lifa sannkallað ríkismenningarár. Þráðunum í menningunni er safnað saman hjá ríkinu - og raunar borginni líka - og síðan er öllu miðlað aftur í gegnum stofnanir á vegum hins opinbera. Pólitíkusarnir og skrif- finnarnir sem hafa eignað sér menninguna hafa úr miklum pen- ingum að moða, aðrir hafa lítið.“ Og áfram hélt Egill: „Fjölmiðlarn- ir fara í gamalkunnugar Sovétstell- ingar þegar þeir fjalla um öll stór- tíðindin í menningunni. Ábúðar- miklir valdamenn - Davíð, Ólafur Ragnar, Björn Bjarnason, Ingi- björg Sólrún og Tóta 2000 - valsa á milli listviðburða og menningar- stofnana og alltaf eru fluttar af því greinargóðar fréttir. Skilaboðin eru nokkuð afdráttarlaus - menn- inguna fáum við fyrir náð og misk- unn þeirra sem ráða. Opinberar menningarsendinefndir eru á ferð og flugi um heiminn, þær eru myndaðar í bak og fyrir og þeirra getið í fréttunum. Það er mikið um sjálfsupphafningu, bukk og beyg- ingar, innantóma þjóðrembu, snobb og aftur snobb. Er furða þótt mönnum verði hugsað til Ráð- stjómarríkjanna? En fjölmiðlarnir eru svo fínir og hæverskir að þeir kunna ekki við að valda ónæði með því að spyrja út á hvað þetta allt gengur, til hvers það sé og hvað það kosti? Ekki man ég til þess að hafa séð reiknað út hvað öll þessi herlegheit kosta - allt þetta landa- funda-, heimssýningar-, kristnihá- tíðar-, Þjóðmenningarhúss-, menn- ingarborgar- og svo framvegis dæmi...“ xxx PENNAR Vef-Þjóðviljans telja einnig vel í lagt í menningunni og sjá ofsjónum yfir fjáraustrinum. I grein sem birtist daginn eftir formlega opnun hins nýja Þjóð- menningarhúss, áður Safnahússins og þar áður Landsbókasafnsins, sagði m.a.: Húsið á sér langa sögu og hafa margir Islendingar unað sér þar við óeigingjarna iðju á borð við bóklestur og fleira. Fyrir um þremur árum hafði húsið lokið þá- verandi hlutverki sínu þar sem bækurnar og þeir sem þær lesa (eða lestraraðilar eins og það heitir víst í dag) höfðu verið flutt í Þjóð- arbókhlöðuna. Nú voru góð ráð dýr fyrir ríkisstjórnina, því eitt- hvað varð að gera við húsið. Sum- um þótti koma helst til greina að selja húsið fyrst svo var komið að ríkið hafði enga sérstaka þörf fyrir það. Einnig komu fram hugmyndir um að Hæstiréttur yrði í húsinu og þar með hefði mátt komast hjá byggingu nýs húss undir réttinn. Þetta varð þó vitaskuld ekki ofan á, en þess í stað var því fundið hið nýja hlutverk að vera Þjóðmenn- ingarhús. Ekki er víst að öllum sé vel ljóst hvað felst í starfsemi Þjóðmenningarhúss, en ætlunin mun vera að hafa þar sýningar, móttökur eða annað sem mönnum dettur í hug. Hingað til hafa önnur hús dugað fyrir þessa hluti, en með því að taka í notkun þetta endur- gerða Þjóðmenningarhús mátti þenja ríkið lítillega út og þá var sá kostur tekinn. 330 milljónir króna fóru í endurbæturnar og einhverj- ar krónur munu víst líka fara í rekstur hússins." xxx SPAKIR Vef-Þjóðviljamenn telja þarna illa farið með al- mannafé og benda ennfremur á degi áður en ríkið hafi opnað Þjóð- menningarhúsið hafi Reykjavíkur- borg staðið fyrir opnun fyrsta áfanga nýs listasafns í Hafnarhús- inu við Tryggvagötu með glasa- glaumi og öðru tilheyrandi. „Fyrir rekur borgin fjölda safna og menn- ingarstofnana, en aldrei mun nóg gert á þessu sviði. Þjóðmenningar- húsið var ekki ódýrt, en þó aðeins hálfdrættingur á við það sem áætl: að er að fari í hið nýja listasafn. I listasafnið hyggst borgin eyða 665 milljónum króna af fé skattgreið- enda og er þá ekki talinn með rekstrarkostnaður til eilífðarnóns. Væntanlega eru framkvæmdirnar tvær sem nefndar eru hér að ofan afar brýnar og líklega hefði allt verið í uppnámi hefði ekki verið ráðist í þær. Eða hvað? Getur ver- ið að enginn slíkur mælikvarði sé lagður á opinberar framkvæmdir. Er hugsanlegt að þeir sem fara með fé skattgreiðenda hafi ekki þungar áhyggjur af því hvort skattgreiðendur greiða einum milljarði króna hærri eða lægri skatta?“ XXX ÍKVERJI er þeirrar skoðunar að í flestum tilvikum sé þeim fjármunum vel varið sem fara í menningu og listir. Og það á ekki síður við um það fjármagn sem lagt er í menntun og varðveislu menningarfsins. Vissulega er brýnt að fyllsta aðhalds sé gætt og bruðl er aldrei af hinu góða, en jafnillt er að sjá sífellt ofsjónum yfir menningu; hún skili ekki arð- semi og vigti lítið á vog hins mátt- uga markaðar. Telur hann rétt að taka undir orð Björns Bjarnason- ar, sem nýlega fjallaði á vefsíðu sinni um mikilvægi Þjóðleikhússins og rifjaði upp gagnrýni sem kom fram á sínum tíma á þær stór- framkvæmdir sem bygging þess óneitanlega var. xxx BJÖRN skrifar: „Er nauðsyn- legt að minnast þess að mann- virki stuðla að þvi að skerpa sjálfs- myndina og eru oft nauðsynleg til að sanna fyrir einstaklingum, hvar þeir eru á vegi staddir. Ég rifjaði það til dæmis upp í afmælisræðu vegna Þjóðleikhúss- ins, að Kristján Albertsson taldi Þjóðleikhúsið gjörbreyta Reykja- vík og gefa henni heimsborgarleg- an svip og bæði hann og Jónas Jónsson frá Hriflu hafa orð á því, að með Þjóðleikhúsinu hafi orðið breyting á framgöngu og yfir- bragði Islendinga, þeir hafi klætt sig með virðulegri hætti og orðið hátíðlegri á mannamótum en áður. Er ekki nokkur vafi á því, að með tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð ásamt hágæða hóteli við Reykja- víkurhöfn verður enn breyting á höfuðborginni og þar með á þjóð- lífinu í heild. Þau mannvirki eiga sér eðlilega gagnrýnendur sem telja að opinberu fé megi verja á annan hátt. Við getum á hinn bóginn spurt, hvar við værum á vegi stödd, ef úr- tölumenn hefðu ráðið ferðinni. Þá ættum við hvorki Þjóðmenningar- hús né Þjóðleikhús.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.