Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Salatbai LISTAMAÐUR aldarinnar, Elvis Presley, skók á sér mjöðmina sem mest hann mátti í takt við hlátur, grát og lófaklapp aðdáenda sinna á unglingsaldri fyrir tæpri hálfri öld. Allar götur síðan hafa vissar tegund- ir poppstjarna átt möguleika á að i^omast í guðatölu ef markaðs- fræðingarnir liggja nógu stíft yfir teikniborðunum. Sú ýkta aðdáun sem fylgir í kjölfarið á vel heppnuð- um hernaðaraðgerðum popphag- fræðinga á dauðlegum mönnum hef- ur tekið sér skýrasta mynd í söng- og dansglöðum strákasveitum sem hafa átt miklu fylgi að fagna í gegnum tíð- ina, oftar en ekki hjá ungum stúlkum á aldursbilinu 11-14 ára. Að búa til hljómsveit Forfeður, eða kannski öllu heldur forstrákar, strákaveitafyrirbærisins eins og við þekkjum það í dag er vafalaust hljómsveitin Monkees sem Ægivinsældir strákasveita eins og Back- street Boys, Take That og New Kids on the Block hafa náð svo miklum hæðum að með ólíkindum má heita. Arnar Eggert Thor- oddsen setti sig í sagnfræðilegar stellingar og kannaði þetta mál. kom fyrst fram árið 1966 í sjónvarps; þáttaröð samnefndri sveitinni. I kjölfar gífurlegra vinsælda Bítlanna sáu menn sér leik á borði og ákváðu að búa til sveit sem gæti blóðmjólkað þann markað sem Bítlarnir voru búnir að skapa. Líkt og þekkt er í dag í strákasveitabransanum var auglýst eftir áhugasömum ungum mönnum og þeim heppnu svo gert að beygja sig undir reiknistuðla skapar- Ég gerði bara það sem Gaui litli sagði mér að gera.... ■iii og a 16 uikum missti ég 30 kg! 8. Maí heflast í World Class 8-vikna aðhaldsnámskeið með Gauja, Bubbu og Hrafni. Ný námskeið með breyttum áherslum Þetta allt er innifalið Hjólaspuni 3 til 5 sinnum i viku. Vaxiamótun með íþróttarkennara. Ýtarleg kennslugögn. Vigtun F i t u m a? I i n 9. Matardagbækur. Fræðsludagur. Hvetjandi verðlaun. Fjöldi mataruppskrifta. Einka viðtal viö Gauja litla. Slómó lae Bo með Hraíni Fribjörns. Viðtal við næringarráðyjafa. Æfingarbolur og vatnsbrúsi. brír heppnir fa frítt a næsta námskeið. Ótakmarkaður aðgangur að Worid flass. Við bjóðum upp á: Morguntíma, eftirmiðdagstíma og kvöldtíma. Margra ára reynsla okkar tryggir þérfrábæran árangur WorldClass /œmm REYKJAVÍK Skráning stendur yfir núna '”‘896 1298 WaGBU NEW BALANCE VIO AUSTURVOLL FATNAÐUR OG SKÓR anna. Önnur sveit sem vert er að nefna í þessari sifjafræði er Jackson 5 en samhæfð dansspor þeirra bræðra eru samtíma strákasveitum greinileg andagift. I kjölfar Monkees verður tyggjó- tónlistin (e. bubblegum) að stað- reynd, tónlist sem einkennist af inni- haldsrýru fjaðurvigtarpoppi, fram- leiddu með gelgjumarkhópinn í huga. í flestum tilfellum voru lögin samin af „mönnum úti í bæ“ sem síð- an fengu ímyndarvæna flytjendur til liðs við sig. A sjöunda áratugnum voru t.d. The Partridge Family og The Bay City Rollers á meðal þeirra sem héldu jórturleðrinu hátt á lofti. Strákarnir í götunni Árið 1986 kemur fram sú sveit sem má heita ábyrg fyrir þeirri bylgju strákasveita sem hefur hald- ist nokkuð stöðug síðan. Upptöku- stjórinn Maurice Starr hafði náð nokkuð góðum árangri með fram- leiðslusveit sína New Edition, skip- aða ungum blökkumönnum með sjálfan Bobby Brown í broddi fylk- ingar. Maurice ákvað að venda kvæði sínu í kross og leitaði til út- hverfa Boston og fann þar hressa og hvíta úthverfis- stráka sem gátu raulað lag- línur og tekið nokkur spor svona nokkuð vandkvæða- laust. New Kids on The Block varð að stað- reynd og náði hún heljarmiklum vinsældum á árun- um 1988-1990. Tyggjóblaðran sprakk þó stuttu eftir þetta tímabil en um það leyti var önnur sveit, handan við hafið, að bollaleggja heimsyfirráð. Take That og tíundi áratugurinn Breska sveitin Take That átti heiminn á fyrri helm- ingi síðasta áratugar. Ólíkt flestum fyrirrennurum sínum samdi einn af meðlimum sveit- arinnar flest lögin og var þetta líka lunkni smellasmiðurinn. Fyrsta smáskífan kom út árið 1991 og eftir það lá leiðin á hæstu tinda popplands. Sjö lög komust á toppinn í Bretlandi og engin bresk sveit síðan Bítlarnir voru og hétu náði að selja jafn marga bílfarma af plötum. Helstu keppinautar þeirra voru götustrákarnir í East 17 sem höfðu öllu harðari ímynd en Take That sem gerðu meira út á hið fág- aða. Pað var því tilvalið fyrir dag- blöðin að setja upp ríg á milli sveit- anna í Bítlarnir/Stones-stíl. Einn af lykilþáttunum í velgengni Take That lá í því að markhópurinn var ekki einungis unglingsstúlkur heldur var einnig leynt og ljóst gert út á samkynhneigða og síðar á ferlin- um áttu angurværar ballöðurnar ekki síður erindi við fólk í eldri kant- inum en það yngra. I þessu hofi Mammons sem strákasveitabrans- inn er, er öllum meðulum beitt. Þegar Take That lagði upp laup- ana árið 1996 þurfti að sjálfsögðu að opna viðeigandi hjálparstöðvar þar sem fjöldinn allur af angistarfullum Guð minn almáttugur! Feta í fótspor meistaranna í Take That. Full mikið af hmu góða/ vonda. Monkees: Fyrsta „stráka- sveitin"? aðda- end- um hót- aði sjálfs- vig- um kjölfar- ið. Ný bylgja strákabanda komst svo ekki al- mennilega á skrið fyrr en að tæpum þremur árum liðnum. Boyzone var helsta sveitin í millitíðinni að ógleymdum hinum gríðarvinsælu Spice Girls sem poppfræðilega séð er tilbrigði við strákasveitastefið. Þær gripu tækifærið í öllu stráka- leysinu og tröllriðu heimsmarkaðin- um svo um munaði á árunum 1996- 1998 en að undanförnu hefur þó ver- ið heldur hljótt um þær. Hvað er á seyði í dag? í dag eru nokkrar sveitir þónokk- uð stórar. Helsta er að telja Back- street Boys en einnig eru Westlife, Five og N’Sync í baráttunni. Tón- listarlega séð ber Westlife höfuð og herðar yfir keppinautana. Sam- nefndur frumburður sveitarinnar sem út kom á síðasta ári er stútfullur af melódískum og grípandi lögum og slaga þau hátt í snilld Take That í þeim efnum. Síðan eru það dauða- dæmdir undanvillingar eins og hið vafasama gengi Youngstown ur upp á allt það versta í þessum við- kvæma þransa. Þar er öllum brögðum beitt á óforskammað- an hátt. í einu laginu eru þeir harðir rapparar en í því næsta syngja þeir grátklökk- ir um mömmur sínar! Það mætti líta á strákasveitir sem helber markaðstæki þar sem tón- listin skiptir hvað minnstu. Hvað tónlistinni viðkemur hafa sveitir eins og Westlife og Take That sýnt fram á að ofangreind fullyrðing á ekki alltaf rétt á sér. Eitt eiga þær þó allar sameiginlegt en það er áherslan á ímyndina. Oftast er reynt að passa upp á að það sé eitthvað til handa öllum innan sveitanna. Einn strákurinn er voða sætur, einn er töffari, einn er með hökutopp o.s.frv. Poppið er harður húsbóndi og sér- staklega er lífið innan strákasveita- geirans stutt. Helsta ástæðan er sú að þegar markhópurinn vex úr grasi er áhuginn og blindur átrúnaðurinn afar fljótur að dofna. Njótið þvi á meðan þið getið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.