Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLVNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3M0,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBLIS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
SUNNUDAGUR 7. MAI 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Alvarlegur ágreiningur um frumvarp um varnarsamstarfíð
Bandarísk stjórnvöld
leg’gja áherslu á frestun
Álit danskrar sér-
fræðinefndar um
Rey kj avíkurfl ugvöll
Ein flug-
braut
talin
BANDARÍSK stjómvöld hafa lagt
áherslu á það í viðræðum sínum við
íslensk stjómvöld að samþykkt
frumvarps um framkvæmd tiltek-
inna þátta í vamarsamstarfí þjóð-
anna verði frestað. Þau telja að verði
frumvarpið að lögum hafí það óhjá-
kvæmilega áhrif á viðræður um bók-
un um vamarsamstarfið sem hefjast
síðar á þessu ári.
Bandarískir embættismenn sem
orgunblaðið ræddi við sögðust
vera þeirrar skoðunar að frumvarpið
styrkti málstað þeirra sem vildu
draga vemlega saman í starfsemi
Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
eða jafnvel kalla það heim. Tíma-
setning frumvarpsins hefði því verið
mjög óheppileg.
Utanríkisráðuneyti íslands hefur í
viðræðum við Bandaríkjamenn hafn-
að því algerlega að eitthvað í frum-
varpinu breyti eðli vamarsamstarfs-
ins. Það fjalli einvörðungu um mál
sem sé á valdi Islendinga að skil-
Ástæða til
að láta bólu-
setja sig
„FÓLK er fremur andvara-
laust um að láta bólusetja sig
fyrir mænuveiki þótt það sé að
fara heimshoma á milli,“ segir
Jónína Guðmundsdóttur, for-
stöðukona Æfingastöðvar
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra, í viðtali hér í blaðinu.
Helgi Guðbergsson, yfir-
læknir sem annast heilsuvernd
ferðamanna við Heilsuvernd-
arstöðina, tekur undir þessi
orð og segir að það sé full
ástæða til að láta bólusetja sig
gegn mænusótt ef fólk er að
fara til Asíu og Afríku.
„Því miður fer enn margt
fólk til þessara landa án þess
að láta bólusetja sig.
Segja má að við höfum verið
heppin að fá ekki mænusótt
hingað til lands því það er
margt fólk hér á landi, einkum
eldra fólk, sem hefur ekki full-
komna bólusetningu. Hafa ber
í huga að bólusetning við þess-
um sjúkdómum veitir ekki
vernd nema í tíu ár eftir að
bólusett hefur verið,“ segir
Helgi.
■ Mikið hefur áunnist/26
greina. Fyrst og fremst sé verið að
skilgreina betur kröfur sem gerðar
séu til verktaka sem vinna fyrir
Vamarliðið. íslensk stjómvöld hafa
minnt Bandaríkjamenn á að í deil-
unni um flutninga fyrir Varnarliðið
hafi þeir sjálfir bent íslendingum á
þá leið að þeir geti sett lög sem skil-
greini hvað teljist vera íslenskt
skipafélag.
I viðræðum sem fram fóru í Wash-
ington fyrstu dagana í maí milli full-
trúa íslenskra og bandarískra
stjómvalda kröfðust íslendingar
þess að flutningar fyrir Vamarliðið
yrðu boðnir út að nýju, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
standa viðræður nú yfir við Trans-
atlantic Lines og Atlantsskip um
framlengingu á samningum sem
skipafélögin náðu árið 1998. A þessa
kröfu hafa Bandaríkjamenn ekki
fallist, en þeir hafa m.a. bent á að
dæmt hafi verið í málinu fyrir banda-
rískum dómstólum og dómstólameð-
ferð sé í raun ekki lokið þar sem því
hafí verið vísað til Hæstaréttar.
Bandaríkjamenn telja að frum-
varpið leiði til þess að erfiðara verði
að ná fram sparnaði í rekstri Vamar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli. Islend-
ingar telja að þetta byggist á mis-
skilningi.
Pólitískur þrýstingnr
í Bandaríkjunum
Robert Torricelli, öldungadeildar-
þingmaður frá New Jersey, hefur
beitt sér mjög í þessu máli og sagði
talsmaður hans í samtali við Morg-
unblaðið að ástæðan væri sú að
Torricelli liti svo á að reynt hefði ver-
ið að beita Transatlantic Lines rang-
indum. Torricelli, sem er einn af for-
ystumönnum Demókrataflokksins í
öldungadeildinni og persónulegur
vinur Clinton-hjónanna, hefur lýst
óánægju sinni með frumvarp ríkis-
stjórnarinnar og segir talsmaður
hans að Torricelli verði að endur-
meta afstöðu sína til málsins lögfesti
Alþingi frumvarpið. Hann muni
fylgja málinu áfram fast eftir.
Að mati heimildarmanna blaðsins
í íslenska utanríkisráðuneytinu hafa
afskipti Torricellis af málinu gert
lausn þess erfiðari. Ekki hefur kom-
ið fram annað hjá íslenskum stjórn-
völdum en að stefnt sé að því að
frumvarpið verði að lögum á þessu
þingi en það bíður nú þriðju um-
ræðu.
■ Hefur inntak/10
Frumvarpið/12
Tryggðu þér betri vaxtakjör og lægri þjónustugjöld með því að sameina
kosti Heimilislínu og Heimiiisbanka.
®BÚNAÐARBANKINN £
Trausturhanki
HEIMILISLÍNAN wwwMJa
Morgunblaðið/Golli
nægja
DÖNSK sérfræðinefnd álítur að
ein flugbraut dugi til að þjónusta
megi innanlandsflug frá Reykja-
víkurflugvelli. Þetta kemur fram í
skýrslu sem nefndin vann að
beiðni samvinnunefndar um svæð-
isskipulag á höfuðborgarsvæðinu.
„Við vorum að fá þessa skýrslu í
hendurnar," sagði Stefán Her-
mannsson borgarverkfræðingur, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann treysti sér þvi ekki til að
gera nánar grein fyrir efni hennar
en staðfesti áðurnefnt álit dönsku
sérfræðinefndarinnar. Stefán sagði
að niðurstöður skýrslunnar yrðu
kynntar í næstu viku.
Rétt að skoða þennan kost
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri hafði ekki kynnt sér
efni skýrslunnar til hlítar er við
hana var rætt í gær, en sagði að ef
rétt reyndist að ein flugbraut
dygði til á Reykjavíkurflugvelli
væri eðlilegt að skoða þann kost.
Hann fæli það meðal annars í sér
að hægt yrði að nýta stærri hluta
Vatnsmýrarinnar undir annað en
flugrekstur en nú er gert.
Kaþólskur
kirkjuturn
UNNIÐ var að frágangi við turn á
kaþólsku kirkjunni á Akureyri þeg-
ar ljósmyndari Morgunblaðsins átti
leið þar um 1 liðinni viku. Endur-
bætur á kirkjunni, sem áður var
íbúðarhúsnæði, hafa staðið yfir um
nokkurt skeið og hún tekur óðum á
sig kirkjulega mynd.
Steinunn V. Óskarsdóttir var kjörin ritari Samfylkingar
Kvennalisti fékk
fulltrúa í forystu
STEINUNN Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlista,
hafði betur gegn Katrínu Júlíusdótt-
ur, varaformanni Ungra jafnaðar-
manna, í kosningu um stöðu ritara í
stjórn Samfylkingarinnar á stofn-
fundi flokksins í Borgarleikhúsinu í
gær. Steinunn fékk 241 atkvæði og
Katrín 183. Síðan var kosið í fram-
kvæmdastjórn flokksins og varð
Katrín þar efst.
Margir álitu að þarna tækjust
Kvennalistinn og ungliðar á um að fá
fulltrúa í fremstu röð flokksins, en
Steinunn sagði eftir kjörið að hún liti
fyrst og fremst á sig sem samfylk-
ingarsinna.
„Þetta hefur verið sett þannig upp
í fjölmiðlum og að hluta til hér á
fundinum, en ég vil frekar líta á að
ég hef verið borgarfulltrúi í sex ár
og er mikil samfylkingarkona. Ég
hef verið með þessa samfylkingu í
maganum mjög lengi þannig að mér
fannst mjög eðlilegt að ég gæfi kost
á mér til ritara. Auðvitað blandast
það inn í að ég kem úr Kvennalistan-
um, en ég held að fundurinn hafi
ákveðið að reynsla mín mundi nýtast
þama.“
Katrín sagðist hafa boðið sig fram
því ungliðar hefðu talið að þeir ættu
að eiga fulltrúa í forystunni. Hún
vildi ekki gera of mikið úr uppstill-
ingunni Kvennalisti gegn ungliða-
hreyfingu, en ekki væri óeðlilegt að
kosið væri í stærstu embættin í stór-
um flokki, sem ætlaði sér stóra hluti.
„Mér finnst þetta góð niðurstaða
og er ánægð með hana.“
Hún sagði að Ungir jafnaðarmenn
tækju þessum úrslitum, en bætti við:
„Vissulega hefðum við viljað sjá
okkar hlut stærri, en það á eftir að
koma í ljós með framkvæmdastjórn-
ina hvernig hún lítur út.“
Síðar í gær var kosið í sex manna
framkvæmdastjórn flokksins og sex
varamenn. Bárust tilnefningar um
25 manns. Af sex efstu var Katrín
Júlíusdóttir efst með 275 atkvæði,
Ari Skúlason fékk 235 atkvæði, Jó-
hann Geirdal 231, Ása Richardsdótt-
ir 220, Mörður Arnason 192 og Sig-
rún Benediktsdóttir 188.
■ Leggja til.../18