Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 33
NEYTENDUR
Hartmund og Gisela Gaigl.
• Nýmjólk 1 lítri: 79 krónur
• Smjör 500 gr: 320 krónur
• Tómatar 1 kg: 240 krónur
• Nautahakk lkg: 1000 krónur
• Kók 2 lítrar: 200 krónur
• Skinka 1 kg: 2000 krónur
• Ýsuflök 1 kg: 1600 krónur
ist ekki vera fróður um matvöru-
verð því matarinnkaupin væru að
mestu í höndum eiginkonunnar.
„Eg fer með að versla þótt hún
ákveði að mestu leyti hvað fer í
körfuna."
Aldrei kynnst
jafnháu verðlagi
Þýsku ferðamennimir Hart-
mund og Gisela Gaigl virtust vera
mjög meðvituð um matvöruverð á
íslandi og voru í mörgum tilvikum
nálægt réttu verði nema þegar kom
að ýsunni en þá giskuðu þau á
næstum helmingi hærra verð en
rétt er. Þau sögðu stóran mun á
verðlaginu hér og í Þýskalandi og
að yfirleitt væru matvörur helmingi
dýrari hér og stundum meira. Þau
sögðust hafa ferðast mjög mikið en
aldrei hafa kynnst jafnháu verðlagi
og hér á landi. „Okkur skilst að
launin séu miklu hærri hér en í
Þýskalandi enda hlýtur svo að vera.
Fyrir okkur er því afar dýrt að lifa
hérna en við verðum hér aðeins í
þrjár vikur svo við verðum bara að
þrauka.“
Matur hækkað í verði
síðustu fimm árin
Þessu næst var rölt yfir í Bónus
til að athuga hvort viðskiptavinir
þar væru meira að spá í matvöru-
verðið. Þar eins og í Nýkaup vissu
menn hvað mjólkin kostaði en al-
mennt giskuðu menn á hærra verð
á matvörunum en viðmælendurnh- í
Nýkaupi.
Sigurður Freyr Magnússon og
Perla Björk Egilsdóttir sögðust
ekki spá sérstaklega mikið í hvað
hlutirnir kostuðu en frekar kaupa
það sem freistaði hverju sinni. Þau
voru þó sammála um að dýrt væri
að kaupa í matinn.
Elba Nunez sagðist fylgjast vel
með matvöruverði og að sér fyndist
matvörur hafa hækkað mikið síð-
ustu fimm árin. „Eg get samt ekki
látið verðið stjóma því hvað ég
kaupi í matinn. Maður verður auð-
vitað að að kaupa það sem þarf fyr-
ir fjölskylduna, börnin verða að fá
hollan mat þótt hann sé dýr. Maður
verður bara að vinna meira ekki
satt?“ bætti hún brosandi við og
hélt afram að versla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt
Vetrarlisti
HAUST- ogvetrarlisti OTTO er
kominn út. I fréttatilkynningu frá
umboðsaðilum segir að listinn sé
nú um 1400 blaðsíður og að vöru-
úrvalið sé að mestu leyti tískufatn-
aður en einnig sé að finna húsbún-
að og gjafavörur. Listann er hægt
að nálgast hjá OTTO, Laugalæk 4,
en þar er einnig hægt að kaupa
vörur úr listanum sem til eru á
lager. Boðið er upp á listann á litl-
um geisladiski þar sem hægt er að
fletta listanum síðu fyrir síðu og
þar eru einnig hreyfimyndir af
fyrirsætunum. Þá má fletta listan-
um á Netinu á heimasíðu OTTO,
www.otto.is.
NUMI-te
KOMIÐ er á markað NUMI-te hjá
Kaffitári. I fréttatilkynningu segir
að um sé að ræða te sem unnið sé
úr heilum teplöntublöðum og
jurtate sem unnið er úr ýmsum
jurtum en engum bragð- eða litar-
efnum er bætt í teið. I hveijum
pakka eru 20 lofttæmdir tepokar
ásamt Iítilli uppskriftarbók með
sósu-, súpu- og mataruppskriftum.
Teið fæst í verslunum Kaffitárs og
í nokkrum sérverslunum með
kaffivörur.
Kartöflur á
60 kr. kg
í SPARVERSLUN fást kartöflur á
60 kr. kílóið í dag og á morgun eða
meðan birgðir endast. Kartöflurnar
eru frá norðlenskum framleiðanda
sem er Einarsstaðir Sflastaðir.
Kringlan
Opið á
dögum
VERSLANIR í Kringlunni verða
opnar á sunnudögum í vetur frá kl.
13 til 17. Að öðru leyti verður opið
eins og verið hefur í sumar: Mánu-
daga til miðvikudaga frá kl. 10 til
18.30, fimmtudaga kl. 10 til 21,
sunnu-
í vetur
föstudaga frá 10 til 19 og laugar-
daga kl. 10 til 18.
I fréttatilkynningu segir að vel
hafi mælst fyir að hafa opið á
fimmtudögum fram eftir kvöldi og
verði því haldið áfram.
Á Menningarnótt Reykjavfkur verður ótal margt að
gerast samtímis. Tryggðu þér gott samband við aðra gesti.
Njóttu næturinnar. Meó Símanum GSM.
ERICSS0N
• Hægt að skipta um framhlið
• Lithium rafhlaða
• Raddstýrð svörun og hringing
• 3 ieikir, t.d.Tetris og PacMan
• Símafundur
• Simtal í bið
N0KIA 5110
• Rafhlaðan endist I allt að 270 klst.
í bið og 4 klst. f notkun
• Styður myndsendingar
• Upplýstur skjár með allt að fimm
tinum fyrir texta og grafík
TILB0ÐSVERÐ
11.980 kr.
Listaverð 13.980 kr.
TILB0ÐSVERÐ
13.580 kr.
Léttkaupsútborgun 3.980 kr.
auk 1.000 kr. á mán. (12 mán.
ER1CSS0N R320s
• WAP sími
• 900/1800 Mhz
• Gagnaflutningur
• Innrautt tengi
• Rafhlaða endist í 4 klst.
í notkun og 100 klst. ( bið
• Fæst í þremur mismunandi litum
TILB0ÐSVERÐ
ERICSS0N R310s
• Höggþolinn
• Vatns- og rykheldur
• Raddstýring
• Titrari
• Gagnaflutningur
• Rafhlaða endist ( 6 klst. 1 notkun
og allt að 160 klst. I bið
• Fæst ( fjórum litum
29.980 kr.
Listaverð 39.900 kr.
STAÐGREIÐSLUVERÐ
25.631 kr.
Léttkaupsútborgun 14.980 kr.
auk 1.000 kr. á mán. í 12 mán.
í Fjarskiptasafni Símans i gömlu loftskeytastöðinni við
Suðurgötu stendur yfir sýningin Samskipti. Sýningin er liður
í dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000.
Hún er opin frá kl. 13 til 17 í dag, laugardag.
Verslun Símans á Laugaveginum
er opin frá 10-18 á laugardag.
Landssíminn er helsti styrktaraðili
Listasafns íslands.
Nbi
SÍMINN-GSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA