Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ
68 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Udunru
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
FOLKI FRETTUM
Sýnt í Tjarnarbfói
Sýningar hefjast kl. 20.30
fös. 25/8
lau. 26/8
fös. 1/9
lau. 2/9
Miðapantanir í síma 561 0280.
Miðasölusími er opinn aila daga kl. 12-19.
Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús.
Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn.
ISI.I.NSK V oi*i;ii v\
Sími 511 4200
Miðasölusími 551 1475
Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau.
og fram að sýningu sýningardaga.
Símapantanir frá kl. 10.
LEIKFELAGJSLANDS
w.
kasIáOMM
552, 3000
THRILLER sýnt af NFVl
lau. 26/8 kl. 20.00. Srfá sæti laus
Síðustu sýningar
530 3030
JÓN GNARR. Ég uar einu sinni nörd
___ fös. 25/8 kl. 20
if)N6lau’2/9 “20
U/|1V Miðasalan er opin í Loftkastalanum og
I3n0.fra.kl 11-17. A báðum stöðum er
opið fram. að sýningu sýningarkvöld og
um Itelgat þegat syning er. Miðar ðskast
stSttir í viðkomandi leikhús.
(Loftkastal i nn/fðnó).
Ath. Ósóttar pantanír seldar 3 dögum fyrfr
sýningu.
www.landsbanki.is
Tilboð til klúbbfélaga
Landsbanka íslands hf.
Rex________________________________
Tveir fyrir einn ó kvöldverði ó Rex.
Tilboðið gildir fró sunnudegi til fimmtudags.
Afslóttur í golf___________________
Félagsmenn Vörðunnar, Nómunnar,
Sportklúbbs og Krakkaklúbbs
Landsbankans njóta 25% afslóttar af
vallargjöldum hjó GR.
Orlando----------------------------
Vörðufélagar fó ferð til Orlando í 8 eða 15
dago é einstökum kjörum 6. nóv. og til
baka 14. eða 21. nóv.
Hundar étnir í Kína________________
Vörðufélagar fé afslótt é myndina Hundar
étnir í Kína (I Kina spiser de hunde) i
Hóskólabíói - miðinn é 450 kr.
Öll tilboðin fést gegn framvísun debet-
korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi.
Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast
klúbbfélögum Landsbanka íslands hf. sem
finna mó ó heimasíðu bankans,
www.landsbanki.is
L
Pinnarnir í Apocalyptica eru sko alveg með þungarokkstaktana á
hreinu þótt sitjandi séu á tónleikum.
Sellóþungarokk
Apocalyptica
Inquisition Symphony
Polygram Finland OY 1998
HLJÓMSVEITIN Apocalyptica er
engin venjuleg þungarokksveit.
Hún er skipuð sellóleikurum ein-
göngu og hefur um nokkurra ára
skeið verið að sarga lög með Metall-
ica, Slayer, Faith No More, Pant-
era, Sepultura og fleirum og í seinni
tíð lög eftir þá sjálfa. Árið 1996 kom
út fyrsta breiðskífa Apocalyptica,
Plays Metallica with Four Cellos
sem eins og nafnið gefur til kynna
inniheldur eingöngu lög eftir Met-
allica. Tveimur árum síðar kom út
platan Inquisition Symphony sem
hefur að geyma þrjú frumsamin lög
eftir Apocalyptica auk átta laga eft-
ir ýmis þungavigtarbönd.
Fyrsta lag disksins Inquisition
Symphony, „Harmageddon11, er eft-
ir Eicca Toppinen úr Apocalyptica
en hann er jafnframt sá sem útsetur
og skrifar út öll lög sveitarinnar.
Fyrstu tíu sekúndur lagsins seitlar
tónaniðurinn átakalaust um eyrun
og rétt svo kitlar sneplana. Fljót-
lega ryðjast svo fram urrandi selló-
hljómar sem greinilega hafa áð í
nokkrum bjögunarpedulum á leið-
inni og setja tóninn fyrir það sem
koma skal. Sellóhljómur Apocalypt-
ica er svo þykkur og sannfærandi
að ég saknaði hvorki rafmagnsgít-
ara né trommusetts í lögum sem þó
hafa verið greypt í tónlistarminnið
frá barnæsku. Sum lögin verða
jafnvel enn betri undir hörkulegum
bogastrokum Apoealyptica en þau
eru í upprunalegu útsetningunum.
Þar ber fyrst að telja lagið „Refuse/
Resist" eftir þá félaga í Sepultura
en titill disksins, Inquisition
Symphony, er fenginn frá samn-
efndu lagi þeirra. Það er vægast
sagt ótrúlegt hversu nálægt upp-
runalegu stemmningunni í „Refuse/
Resist" Apocalyptica kemst með
sellóin ein að vopni. Þegar best læt-
ur gæti maður svarið fyrir að rödd
Derrick Green spriklaði í þéttofnu
strengjanetinu og andi trymbilsins
Igor Cavalera er ekki langt undan
þó eina slagverkið sé sellóbarsmíð-
arnar. Að sögn Eicca Toppinen leit-
ast hann alltaf við að komast eins
nálægt upprunalegu tónsmíðinni í
útsetningum sínum og lætur lofta
vel um hverja sellórödd með því að
draga fram sérkenni hverrar um
sig. Sérkennin felast ekki aðeins í
hljómnum og hljóðfæraleiknum því
hvert selló hefur nefnilega einnig
sitt eigið nafn. Þau sem Toppinen
leikur á heita til dæmis „Sleeping
Death“ og „Killer Bass“. Það segir
kannski eitthvað um útkomuna. Sú
harða tónlist sem Apocalyptica fæst
við gefur þeim auðvitað mikla sér-
stöðu en ekki síður þessi úthugsaða
fjórröddun innan stálrammans.
„Fyrir okkur er Apocalyptica ferða-
lag til myrku hliðar sellósins," segja
félagarnir og má með sanni segja að
þeir hafl ekki villst á leiðinni að
áfangastað sínum.
Fyrstu tónleikarnir sem Apocal-
yptica lék þungarokk á voru haldnir
á Teatro-klúbbnum í Helsinki.
Fjórmenningarnir segjast hafa ver-
ið helvíti óöryggir með sig áður en
þeir stigu á svið og að vissulega hafi
áheyrendur orðið dálítið hvumsa
þegar þeir hófu leik sinn. En um
leið og áheyrendur áttuðu sig og
tóku til við að „slamma" og dýfa sér
fram af sviðinu hurfu allar efasemd-
ir úr brjóstum sveitarmanna sem
létu múginn hafa sellórokkið óþveg-
ið. Fólk á öllum aldri úr hinum
ýmsu þjóðfélagshópum sækir tón-
leika Apocalyptica, hvort sem það
er hallara undir Mozart eða Metall-
ica og er því áheyrendaskarinn oft-
ar en ekki nokkuð skondinn á að
líta. Miðaldra hjón mæta á Apocal-
yptica beint á eftir symfóníutónleik-
um og taka hjólabrettatöffurunum
sem rúlla um svæðið með stóískri
ró. Ákveðin tónlistartálmi hefur
verið brotinn og unnendur klass-
ískrar tónlistar og þungarokkarar
sameinast um finnsku sellóbrjálæð-
ingana. Nokkuð vel af sér vikið!
I haust er væntanlegur nýr disk-
ur frá sveitinni og inniheldur sá ein-
ungis frumsamið efni. Fylgist með
því.
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Landsbankinn
| Opið frá 9 til 19
, góð eða vond
SJONVARPA
LAUGARDEGI
ALLAR þjóðir sem eiga ritmál og
eru læsar hafa frá upphafi haft
áhuga á sagnfræði. Þessi þjóðlega
sagnfræði héfur byggst upp á æv-
intýrasögnum, glímutökum og
steinatökum, tröllsskap hverskon-
ar og jafnvel draug-
um, sbr. Glám, en
kóngar, sem voru
komnir frá guði,
geymdu sín skjöl á
söfnum handa seinni tíma grúskur-
um að fjalla um undir heitinu sagn-
fræði. Sagnfræði 20. aldar er um
margt öndverð fyrri tíma sagn-
fræði, enda beittu menn henni lítt í
áróðursskyni, þótt þeir hæddu
ómælt menn af eigin stofni.
Það hefur þó ekki hindrað sagn-
fræðinga síðari tíma í því að segja
satt, eða eins og þeir best vissu.
Það hefur heldur ekki hindrað ein-
staka þeirra, að taka fyrir mál, sem
skiptu miklu fyrir söguna sjálfa.
En mestur meirihluti sagnfræð-
inga hefur á yngri árum ánetjast
öfgastefnum og gerst þjónar henn-
ar með einum eða öðrum hætti og
skrifað kennslubækur í sögu og
sagnfræðirit, sem eru uppfull með
lygar og áróður fyrir öfgastefnur.
Þetta er einkum tilfinnanlegt á
Vesturlöndum, þangað sem mestur
auður var og þangað sem spjót
öfgastefnanna beindust. Þá er
þessi hópur, sagnfræðingar, sér-
fræðingar í því að ljúga með þögn-
inni. Mikilsvert er í huga þessara
gervisagnfræðinga að flytja langt
mál um ómerkilega atburði og hef-
ur slík iðja farið vaxandi, því eins
og stendur virðist lítið gagn vera í
því að boða fagnaðarerindi fyirver-
andi öfgastefna, þótt nógur sé ef-
laust viljinn.
Af tilviljun hlustaði
ég á eitthvert röfl á
gömlu gufunni, áður
en prófað var að loka
henni með öðru en fót-
bolta. Maður var að þylja mikil vís-
indi um bítlana og því fylgdu pruf-
ur af „fallsetto“ þeirra. Það sem
vakti undrun var, að þetta bítlamál
var flutt af alvöruþunga, eins og
mikilvægum árangri væri náð með
hverju pípi. Síðan var talað um
klippingar þeirra og hvemig Paul
McCartney greiddi öðruvísi en
Lennon. Mig minnir að hárið á
Lennon væri ögn síðara. Þvílíkar
upplýsingar. Klykkt var út með
þeirri sagnfræðilegu staðreynd, að
báðir voru hættir að skipta hárinu í
miðju. Við sem höfum lifað lungann
úr 20. öldinni áttum líka okkar
bítla. Það voru þeir Hitler, Stalín,
Mussolini og Franco. Ég þekkti
menn, sem elskuðu og dáðu Stalín,
sem hinn æðsta bítil heimsins. Ég
þekkti einn eða tvo, sem höfðu Hit-
ler í miklum metum, þótt hann
greiddi fram á ennið. En hinir tveir
fylgdu svo með og vöktu ánægju
hér og þar uppi á íslandi, þótt öll
þau hrósyrði væru kveðin niður af
þeim sem trúðu á aðalbítilinn.
Þessir bítlar minnar kynslóðar
rugluðu spilin á hinu síkvika valda-
borði heimsins. Einn lét drepa sex
milljónir og af því hefur sprottið
mikil sagnfræði, þar sem jafnvel er
efast um sannleiksgildi dánartöl-
unnar. Aðalbítillinn og sá sem
greiddi sér best, lét drepa eigið fólk
af hræðslu við að það myndi
kannski rísa gegn honum.
Þessir menn skildu allir eftir sig
sagnfræði; að vísu mjög vonda, en
þannig hefur það verið um vorn
heimssögulega gang. Þeir sem
gera ekki annað en greiða sér
dynta sér og raula; auk þess að
skipta hárinu í miðju eiga ekki
sagnfræði af því frá engu er að
segja. Engu síður kýs fólk að hafa
ekki vara á sér og vill heldur bítla-
sagnfræði, en staðreyndir um lífið
og tilveruna. Þekkt skáld kvað eitt
sinn; „Sovétlandið hvenær kemur
þú?“
Eftir að hafa misfarið herfilega
með sagnfræði á síðustu áratugum
hefur gamla Gufan enn einu sinni á
hæfa leið í skólum landsins. Færið
hina nýju sagnfræði bítlanna og
alls þeirra fylgiliðs, sem fyllir nú
hvert skúmaskot landsins með
löngu máli um plötur og diska og
les ævissögur öskurapanna á
hverri útvarpsrás, svo Islendingar
vita nú allt um erlenda dópista,
þótt þeir séu ekki orðnir tvítugir,
en vita ekki enn með neinni vissu
hvað gerðist við bæjardyrnar hjá
þeim fyrir nokkrum áratugum.
Indriði G. Þorsteinsson
Stutt
Eldri borgari
hindrar
bankarán
► LÖGREGLAN í Vancouver í
Kanada þakkar 74 ára gömlum
eldri borgara fyrir að hafa komið í
veg fyrir tilraun til vopnaðs banka-
ráns. Hetjan barði grímuklæddan
bankaræningjann í höfuðið og elti
hann síðan uppi er hann lagði á
flótta.
Bjargvættur bankans var þar
staddur í viðskiptaerindum þegar
grímuklæddur ræninginn kom þar
askvaðandi inn vopnaður voldugum
kuta.
„Sá gamli hefur eflaust litið svo
á að ræninginn væru nú svo sem
bara með hníf í hendi og að hægð-
arleikur væri að koma í veg fyrir
glæpinn," sagði talsmaður lög-
reglunnar í viðtali.
Viðskiptavinurinn hugaði beið
átektar eftir því að ræninginn
gerði sig líklegan til að yfirgefa
bankann með seðlabúntin undir
höndum og þrumaði síðan spari-
bauknum sínum, sem er úr massífu
járni, í höfuð hans. Vankaður
reyndi ræninginn að halda áfram
flótta sínum að reiðhjóli sem hann
hafði klárt utan við bankann en
hljóp þess í stað í fang laganna
varða.
Linda
sælkera-
simpansi
► TANNLAUS simpansi sem býr í
dýragarðinum í Madríd er farinn
að matreiða ofan í félaga sína.
Hann hefur
komið þeim
á bragðið
með að
stappa
ávexti og
grænmeti -
sem er áður
óþekktur
hegðunareig-
inleiki hjá
öpum.
Tímaritið New Scientist heldur
því fram að aparnir séu þar með
fyrstu dýrin utan mannsins sem
stappar fæðu sína einungis
bragðsins og lögunarinnar vegna.
Simpansar beita ýmsum aðferð-
um til þess að afla sér matar en
hafa ekki svo vitað sé lagl sig
fram við að breyta gæðum hans.
Tennur Lindu, eins og sælker-
inn heitir, voru dregnar úr henni
af túrhestaljósmyndara sem
stundar iðju sína við strandlengju
svo hún biti ekki túrhestana. Hún
fór þó ekki að stappa matinn sinn
fyrr en hún var flutt í dýragarð-
inn.
Nú eru flestir félagar hennar í
dýragarðinum farnir að apa upp
eftir henni matreiðsluhættina.
Af þessari hegðun hafa vísinda-
menn dregið þá ályktun að þar
séu komin enn ein rökin fyrir því
að mannskepnan sé ekki eins ein-
stök og áður var ætlað.
Köfnuðu
Sælkerinn Linda
úr fýlu
► LÖGREGLAN í Ontario í Kan-
ada hefur úrskurðað að þrír bænd-
ur hafi kafnað úr fýlu.
Málsatvik eru þau að þeir þurftu
að klifra ofan í 18.000 lítra mykju-
tank á dreifara til að gera við hann.
Ódaunninn var hinsvegar svo ríkur
ofan í tankinum að þeir misstu
brátt meðvitund og létu síðan lífið.
Lögreglan hefur útskýrt að or-
sök dauðsfallsins sé sú að bænd-
urnir önduðu að sér of miklu magni
af banvænu metangasi sem mynd-
ast í mykju. Það var ekki ætlun
mannanna að klifra ofan í tankinn
heldur féll einn þeirra ofan í og
hinir fóru á eftir og gerðu mislukk-
aða björgunartilraun.
Mennirnir voru úrskurðaðir látn-
ir áður en læknisaðstoð barst.