Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN í FYRRI grein minni um bók Björns Lomborgs fjallaði ég nokkuð um umdeilda aðferðafræði hans. Ég varaði við því að menn taki niðurstöðum hans sem heilögum sannleik og noti þær til að rétt- læta kæruleysi í um- hverfismálum. Pað skal endurtekið hér. Skoðum svo nokkur dæmi um efnistök Lomborgs: 1. í kafla um fólks- fjölgun og matvæla- framleiðslu gerir Lomborg sig strax sekan um afar ódýr efnistök. Helst er á honum að skilja, að af því fólksfjöldasprengingin stafi af auknu langlífi en ekki aukinni fæð- ingatíðni sé það ekki vandamál að mannfjöldinn á jörðinni, sem var vel undir 2 milljörðum um síðustu aldamót, stefni úr þeim 6, sem við erum núna, í nálægt 10 kringum 2050. Vissulega stafar aukið langlífi af samspili þess að matvælafram- leiðsla hefur aukist, heilbrigðis- þjónusta komið til þar sem hún fannst ekki áður, tekist hefur að hefta ýmsar farsóttir, alþjóðlegt hjálparstarf kemur fólki til bjargar þar sem neyðarástand ríkir, o.s.frv. Það er hins vegar tæpast hægt að kalla það annað en barnalegt að láta að því liggja að þar með sé sannað að helstu vandamál samfara því að brauðfæða 6 milljarða manna á líðandi stund, hvað þá 10 eftir 50 ár, séu leyst. Fyrir það fyrsta metur Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin, WHO, það svo að 1,2 millj- arðar manna séu í dag vannærðir. Það jafn- gildir með öðrum orð- um því að sambærileg- ur mannfjöldi og bjó á jörðinni allri um 1850 sveltur þar í dag. Auk- in matvælaframleiðsla hefur ekki komið til án fóma, heldur veldur þvert á móti stór- auknu álagi á um- hverfið. Gríðarleg notkun tilbúins áburð- ar, skordýraeiturs, hormóna og lyfja, til- heyrandi mengun jarðvegs og lyfjaó- næmi, stórauknar áveitur sem aft- ur valda vatnsskorti og seltumeng- un jarðvegs, skógareyðing í þágu akuryrkju, gríðarleg orkunotkun í vélvæddum landbúnaði, erfðabreyt- ingar o.fl. o.fl. eru frádráttarliðir á kostnaðarhliðinni. Síðast en ekki síst hefur fram- leiðslan aukist með stóraukinni sér- hæfingu eða einhæfni (monocult- ure) í landbúnaði. Svæði, jafnvel stórir heimshlutar, sem áður voru sjálfum sér næg um flestar helstu tegundir matvæla framleiða nú að- eins eina eða tvær tegundir og em alfarið háð útflutningi á þeim og innflutningi á öðrum matvælum til eigin nota. 2. Vandamálum sem tengjast ís- kyggilegri þróun í vatnsbúskap stórra svæða á hnettinum reynir Lomborg að eyða með einfaldri tölfræði um að það rigni meira en nóg ef tekið er meðaltal yfir jörðina í heild. Sjá bls. 137 - 138. Staðreyndin er hins vegar sú að á stómm svæðum er áveitubúskap- Umhverfismál Lomborg lætur hjá líða, segir Steingrímur J. Sigfússon í síðari grein sinni, að fjalla svo heitið geti um ýmis umhverfís- vandamál sem á síðustu árum hafa valdið vax- andi áhyggjum. ur byggður á því að ganga á foma neðanjarðarvatnsgeyma (aquifers). Gmnnvatnsstaðan og þar með vatnsborðið í bmnnum og bólum á flatlendi Indlands og Kína lækkar nú að meðaltali um 1 til 2 metra á ári og þannig mætti áfram telja. Meira að segja í hinum auðugu suð- vesturríkjum Bandaríkjanna veldur vatnsskortur vaxandi erfiðleikum ár frá ári. Hafa þó Bandaríkjamenn lítt skeytt um nágranna sína í suðri og oftar en ekki tæmt fljót, ár og læki með öllu þannig að nú blasa við þurrir farvegir þar sem áður streymdi vatn suður yfir landa- mærin. Það sem Lomborg virðist ekki taka með í reikninginn er að vatn sem bundið er í Grænlandsjökli eða streymir út í hafið um ósa Amazon- fljótsins er íbúum Saudi-Arabíu, Líbíu, Arizona eða Punjab lítil huggun. 3. Umfjöllun Lomborgs um gróð- urhúsaáhrif og loftslagsbreytingar vegna losunar gróðurhúsaloftteg- unda er af svipuðu tagi og áður er nefnt. Fyrst er reynt að gera lítið úr málinu með því að taka dæmi um ónákvæmni í spám og skort á sönnunum. Nema hvað; erfiðleik- arnir samfara því að spá nákvæm- lega fyrir um viðbrögð lofthjúpsins sökum hins geysiflókna samspils margra þátta eru engar nýjar frétt- ir. Ekki heldur að vegna hinnar sveiflóttu náttúru sem dyntótt veð- urfar, eðli málsins samkvæmt, býr yfir er afar erfitt að sanna að til- teknar mælingar, t.d. frá síðustu árum/áratugum sem sýna hraða hlýnun lofthjúpsins, séu breytingar af völdum gróðurhúsaáhrifa en ekki sveifla (hlýskeið). Mælingar sem taka til lengri tíma, eins og hitamælingar sem ná aftur til ár- daga iðnbyltingar, og fylgni milli hækkandi hitastigs og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda eru sterkar vísbendingar sem erfitt er að líta framhjá. Aukin óregla (öfg- ar) í veðurfari síðustu áratugina fellur einnig inn í myndina sem vís- bending í sömu átt. Síðan leiðir Lomborg að því líkur að e.t.v. væri skynsamlegra að bregðast við afleiðingunum heldur en ráðast að rótum vandans. Með öðrum orðum, reyna ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur takast á við breytt loftslag. Það er satt best að segja ótrúlegt að maður sem ætlast til þess að hann sé tekinn alvarlega í umræð- um um umhverfismál skuli setja slíkar hugleiðingar frá sér í ljósi þess hversu hrikalegar afleiðingar þessara breytinga eru taldar geta orðið (hækkun sjávarborðs, breyt- ingar á Golfstraumnum o.s.frv.). Sú spurning vaknar einnig hvort allt starf Sameinuðu þjóðanna og Río-Kyoto-ferlið sé þá vitleysa og hvort forustumenn þeirra yfir 130 ríkja sem hafa þegar undirritað Kyoto-sáttmálann hafi allir verið plataðir uppúr skónum? Hvort Björn Lomborg einn viti betur? 4. Þá kafla bókarinnar sem fjalla um skiptingu jarðargæða og þar sem reynt er að hrekja þá viðteknu skoðun að misskiptingin fari vax- andi læt ég væntanlegum lesendum eftir að dæma. Þeir sem hafa áttað sig á stærðargráðu auðæfa Bills Gates annars vegar og heildarþjóð- artekna margra fjölmennra Afríku- ríkja hins vegar vita svarið. 5. Fáir félagsfræðingar, mann- fræðingar eða landfræðingar eða einfaldlega hverjir þeir sem þekkja til í fátækrahverfum risaborganna hygg ég að muni afgreiða sam- þjöppun fólks og vandamál því tengd jafn léttúðlega og Lomborg gerir í bókinni, sbr. bls. 46 - 47. Upplausn fjölskyldna og rótgróinna samfélaga, stórfelldir fólksflutning- ar og vöxtur fátækrahverfa, sér- staklega í risaborgum þróunarland- anna, eru einmitt eitt hrikalegasta birtingarform fátæktar og mann- legra hörmunga á okkar tímum. Kofaþyrpingar utaní ruslahaugum eða nær væri að segja ruslafjöllum Manilla-borgar, sem heimsbyggðin fékk að sjá myndir af á dögunum þegar tugir grófust undir haugun- um og fórust, voru lítið sýnishorn. 6. Loks má nefna að Lomborg lætur hjá líða að fjalla svo heitið geti um ýmis umhverfisvandamál sem á síðustu árum hafa valdið vaxandi áhyggjum. Má þar sem dæmi nefna uppsöfnun þrávirkra lífrænna efna, sem við á norður- slóðum höfum ærna ástæðu til að hafa áhyggjur af. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um bók Björns Lomborgs. Vel kemur til greina að auka þar nokkru við þó síðar verði, einkum ef svo illa tækist til að einhverjir færu að taka bókina sem nýjan stórasannleik í þessum efnum. Höfundur er alþingismaður, formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs. Hvert er hið raunverulega ástand heimsins? Steingrímur J. Sigfússon Grunnskólinn in og ábyrgð Á undanförnum ár- um hafa orðið tölu- verðar framfarir í mál- efnum grunnskólans, þó svo að fjárhagsleg geta margra sveitarfé- laga hafi sett þeim skorður og geri það að verkum að staða skól- ans er mismunandi eftir sveitarfélögum. Stærsta framfara- skrefið er vafalítið ein- setning grunnskólans sem hefur þó ekki enn tekist að uppfylla í stærstu sveitarfélög- unum aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu vegna mikils byggingarkostnaðar við fjölgun kennslustofa. Einnig hefur orðið lenging skóladagsins. Þrátt fyrir að þessum markmiðum væri náð eigum við enn langt í land með að leggja jafnmikið til skóla- mála og aðrar menningarþjóðir gera. Enginn mælir því gegn að besta fjárfestingin er menntun upp- rennandi kynslóðar og enginn get- ur firrt sig ábyrgð hvorki foreldrar, sveitarfélög né ríkisvaldið þó svo að rekstur grunnskólans heyri nú und- ir sveitarfélögin. En það er ríkið sem setur skólan- um lög og það er einnig ríkið sem ákvarðar það fjármagn sem sveitar- félögunum er ætlað til reksturs skólanna. I ljós hefur komið að nær öll sveitarfélög eyða mun meira fjármagni til skólanna í dag en þeim var upphaflega ætlað til verksins. Þegar undirbúningur að flutningi grunnskólans stóð sem hæst vakti ég ítrekað athygli á því á fjármálaráðstefn- um sveitarfélaga að rekstur grunnskólans yrði mun kostnaðar- samari en áætlanir gerðu ráð fyrir. I því sambandi benti ég á þætti eins og blöndun nemenda með sérþarf- ir í hinn almenna grunnskóla eins og lögin gerðu ráð fyrir. Sá kostnaður yrði vax- andi bæði hvað varðaði aukinn launakostnað og aukið skólahúsnæði en við yrðum að hafa þann metnað að standa vel að þjónustunni. Lenging skóladagsins, einsetningin og aukn- ar kröfur foreldra á hendur skólun- um ykju kostnaðinn. Það sem fæst- ir vildu horfast í augu við var, að allur þessi málaflokkur í heild sinni, grunnskólinn, var í miklu fjársvelti í höndum ríkisins. Það var ástæðan fyrir því að margir sem voru í sömu stöðu og ég að vinna að skólamálum og vera jafnframt í sveitarstjórn studdu eindregið yfirfærsluna í þeirri von að það mætti bæta hag grunnskólans. Annað stórmál sem var óleyst við yfirfærsluna voru launakjör kenn- ara og þeirra stétta sem starfa í grunnskólunum. Hvað kennara varðar breyttist mikið við einsetn- inguna, en þeir höfðu gegnum árin bjargast með óhóflegri yfirvinnu en nú er ekki lengur hægt að kenna einum bekk fyrir hádegi og öðrum eftir hádegi. Reyndar var þetta fyr- irkomulag þjóðinni til háborinnar Sigrún Gísladóttir , sveitarfélög- ríkisvaldsins skammar því að enginn kennari nær að sinna kennslu, nauðsynleg- um undirbúningi og góðu samstarfi við nemendur og foreldra með slíku álagi. Þannig að einsetningin kem- ur í veg fyrir mikla yfirvinnu og er það vel, en þá er eftir að leysa launamálin í heild sinni. Þetta voru aðalrökin í málflutningi mínum fyr- ir því að sveitarfélögin þyrftu meira fjármagn við yfirfærsluna. Frá því að yfirfærslan átti sér stað hafa aðrir kostnaðarþættir bæst við eða orðið mun umfangs- meiri. Það eru hlutir eins og tölvu- væðingin og nýjar kennslugreinar eins og upplýsinga- og tæknimennt og kröfur um „heilsdagsskóla" eða gæslu og námskeiðahald fyrir Skólamál Vandinn er einungis sá, segir Sigrún Gísladótt- ir, að peninga vantar til að standa undir rekstr- inum... þá verðum við að forgangsraða rétt. yngstu börnin. Svo að ekki sé talað um háværar kröfur foreldra um það að börnin fái niðurgreiddan mat í skólanum, sem mörg sveitar- félög sinna að einhverju leyti nú þegar. Foreldrum, sem flestir vinna fullan vinnudag utan heimilis, finnst þetta ekki óréttmætar kröf- ur. En vandinn er einungis sá að peningana vantar til þess að standa undir rekstrinum. Meðan skólahús- næðið er enn ófullkomið, skóladag- urinn of stuttur, kennslugögn vant- ar, aðallega tölvur og tölvustofur, og ekki fæst starfsfólk vegna lágra launa til þess að vinna í skólanum þá verðum við að hafa það hugfast að forgangsraða rétt. Næsta skólaár er svo sannarlega fyrirkvíðanlegt vegna skorts á kennurum. Skólastjórar hafa auglýst kennarastöður frá því snemma í vor án nokkurs árangurs. Bara í Reykjavík einni vantaði í maí hvorki meira né minna en 90 kennara. Þetta er mun alvarlegri staða en við skólastjórar á höfuð- borgarsvæðinu höfum upplifað. í ljós hefur komið af fæstir þeirra sem luku kennaraprófi í vor hafa hug á kennslustörfum og allur sá fjöldi kennaramenntaðs fólks sem er í öðrum störfum fæst ekki til þess að snúa sér að kennslu. Það er einnig alvarlegt umhugsunarefi með ungu kennarana sem hafa látið eftir löngunn sinni að taka því starfi sem þeir höfðu menntað sig til, en hafa síðan eftir nokkur ár í kennslu gefist upp og horfið til ann- arra betur launaðra starfa eða menntað sig burt frá skólunum. Al- varlégast við þetta er að kennar- arnir sem við missum á þennan hátt munu aldrei skila sér aftur til starfa út í skólana. Kennarastarfið er krefjandi og margslungið starf í eðli sínu en um leið heillandi og gefandi fyrir þá sem hafa til að bera hæfni og þá persónulegu eiginleika sem gera þá að farsælum kennurum. Það er þess vegna engan veginn á færi allra að verða góður kennari þó svo að menntunin sé fyrir hendi. Þess vegna er líka svo mikilvægt að eft- irspurnin eftir kennslustörfum sé meiri en framboðið. Það er því alls ekki bjart framundan í augum okk- ar sem berum ábyrgð á rekstri skólanna. Ekki nóg með að ekki takist að fá kennara fyrir skóla- byrjun í haust, en svo vitum við af reynslu að við þetta munu bætast ófyrirséðar ráðningar kennara vegna forfalla eins og veikinda og barnsburðarleyfa. Staða flestra sveitarfélaga í dag er viðkvæm. Skuldirnar aukast þrátt fyrir góðan ásetning um hið gagnstæða og þeim reynist erfitt að ná skuldunum niður. Stærsti og út- gjaldamesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélaga í dag er grunnskólinn. Sveitarstjórnarmenn hafa sýnt eindreginn vilja og metn- að til þess að standa vel að rekstri grunnskólans og að uppfylla lögin sem ríkið leggur þeim á herðar. Ráðamenn þjóðarinnar tala gjaman um gildi menntunar fyrir framtíð íslands sem efnahagslega sjálf- stæðrar þjóðar. Um réttmæti þessa getum við öll verið sammála og þá verða allir að taka höndum saman við að gera sveitarstjórnunum þetta mögulegt og eitt af því er ekki síst að gera þeim kleift að bæta launa- kjör kennara og gera þau sam- keppnishæf við hinn frjálsa vinnu- markað. Nú er starfandi nefnd á vegum ríkisins við að fara ofan í rekstrar- kostnað grunnskólans og endur- skoða samninginn sem gerður var við yfirfærsluna. Bind ég miklar vonir við þessa endurskoðun svo að tryggja megi fjárhag sveitarfélag- anna og þá um leið gera þeim fært að uppfylla lögin og reka grunn- skóla sem stendur undir nafni og hefur möguleika á að ná þeim markmiðum sem grunnskólalögin og nýjar aðalnámsskrár kveða á um. Höfundur er skólastjóri Flataskóla í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.