Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 43 LISTIR „Þær voru að fara út að dansa þegar ég kom.“ Mynd frá Viitasaari í Finnlandi. nunna þótt hún væri að njóta næturlífsins." Mynd frá Baskalandi. Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Ein af myndunum á sýningunni í Galleríi Man. V eröld sem var Frásögn ljós- myndarans MYJVPLIST Listasafn Reykja- víkur / Halnarliús RAX RINNEKANGAS LJÓSMYNDIR Sýningin er opin frá 10 til 18 og stendur til 23. ágúst. RAX Rinnekangas er fjölhæfur listamaður og eftir hann liggja ekki aðeins átta ljósmyndabækur heldur einnig kvikmyndir, greinasöfn, ljóðabækur, smásögur og skáldsög- ur. Myndirnar sem hann sýnir nú í Listasafni Reykjavíkur eru hluti af afar metnaðarfullu verkefni sem einnig hefur verið gefið út í stórri Ijósmyndabók í folio-broti. Yfir- ski-iftin er „Spiritus europæus" eða hinn evrópski andi og myndirnar eru teknar hér og þar í Evrópu, frá Rússlandi suður til Spánar og meira að segja er hér að finna myndir frá Islandi, til dæmis mynd af þeim Huldu Hákon og Jóni Oskari fyrir framan málverk eftir Jón. í þessum myndum reynir Rax að fanga kjarna hins evrópska, ekki glansyfirborðið sem fréttatilkynningar frá Brussell sýna okkur eða einhverja hug- myndafræði um hina sönnu Evrópu heldur andann eins og hann birtist í fólki, borgarlífi og landslagi. Fjöl- breytileiki hins hversdagslega virð- ist vera Rax efst í huga og myndir hans eru ávallt yfirlætislausar og kyi’rlátar. Mannamyndirnar eru uppstilltar, þó án nokkurs tildurs, og vandlega undirbúnar, lýstar og hugsaðar út frá byggingu og lit- brigðum. Jafnvel götumyndir virðast vera unnar eins og um stúdíóverk væri að ræða. Þessi vandvirkni og rólega nálgun Fantasíur og landslag í Múlalundi VALGARD Jörgensen sýnir nú í kaffistofu Múlalundar, Hátúni lOc. Myndirnar eru sextán að tölu og all- ar til sölu. „Þær eru af ýmsum gerð- um, bæði fantasíur og landslag,“ seg- ir Valgard. „Flestallar eru myndirnar gerðar með olíupastel á flauelspappír, hann er hálfloðinn og það gerir það að verkum að myndirnar eru mikið lif- andi. Ein þeirra, sem ég kalla Nafla veraldar, er þó gerð á pastelpappír með krítarpastel," heldur hann áfram. Þetta er fjórða sýning Valgards en áður hefur hann sýnt tvisvar á skilar sér í kyrrlátri yfirvegun, ekki síst í mannamyndunum þar sem fólkið stendur rólegt og kyrrt og horfir gjarnan beint í myndavélina. Svipbrigðin eru látlaus og yfir and- litunum er einhver eilífðarró hvort sem við sjáum gamla menn í baska- landi halla sér fram á stafi sína eða stúlkur í Finnlandi prúðbúnar á leið á ball. Þessi andlit virðast horfa eitt- hvað dýpra inn í veruleikann en gengur og gerist. Alla vega er eins og þau sjái í gegnum glansmyndina og skynji veröld sem á sér dýpri rætur og lengri sögu, eitthvað sem stendur af sér breytingar og stríð og verður ekki kæft hvernig sem hugmynda- fræðingar, braskarar og stríðsheiT- ar hamast. Líkast til er það einmitt hér sem Rax greinir hinn evrópska anda, í þessari þolinmóðu samsömun við hversdagsleikann. Bak við hverja mynd er örstutt saga eða hugdetta sem Rax skráir í bók sína. Þannig hefur hann orð á því við myndina af Jóni Oskari og Huldu að „hjónaband þeirra er eins og heima- land þeirra" og um gömlu baskana segir hann að „í hjarta mæðrasamfé- lagsins sé hópur af körlum". Þessir stuttu textar veita okkur innsýn í ferðalag Rax og leit hans að hjarta Evrópu. Á ferðum sínum er hann sí- fellt að leita eftir svipmyndum sem fanga það hversdagslega stolt sem hann sækist eftir eða hið undursam- lega augnablik í náttúrunni eða borginni. Óvænta samsetningu myndhluta sem þó mynda heild og segja okkur eitthvað nýtt um veröld- ina og okkur. Þannig verður þessi ferðasaga í myndum að eins konar frásögn sem er leit ljósmyndarans og skáldsins að sínum eigin veru- leika og sinni eigin sögu. Jón Proppé Vopnafirði, í fyrsta sinn árið 1966, og einu sinni á Blönduósi. Sýninguna í Múlalundi segir hann vera forsmekk að stærri sýningu sem hann hyggst halda í Reykjavík næsta haust. Myndlistina hefur hann verið að fást við í frístundum allt frá barns- aldri en er annars lærður húsamálari MYJVÐLIST G a 11 e r í M a n, Skólavöröuslíg 14 LEIRLIST & BLÖNDUÐ TÆKNI Margrét Kjartansdóttir & Sigur- borg Jóhannsdóttir. Til 29. ágúst. Opið á verslunartíma. SAMSÝNING þein'a Margrétar Kjartansdóttur og Sigurborgar Jó- hannsdóttur á sér litlar forsendur aðrar en praktískar, eftir því sem best verður séð. Margrét sýnir raðir af einföldum keramíkvösum sem eru frjálslega mótaðir úr flöttum leir og þaktir glerjungi. Þetta eni lífrænii’ Sigurrós Stefánsdóttir Ágúst- kvöld í Lónkoti SIGURRÓS Stefánsdóttir hef- ur opnað sýningu í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði. Sýningin stendur til 31. ágúst. og hefur starfað við þá iðn. „Ég lærði svolítið úti í Danmörku í kh’kju- ski-eytingum og málverkaviðgerðum en annars er ég að mestu leyti sjálf- menntaður í myndlistinni,“ segh’ hann. Sýningin í Múlalundi stendm' til föstudagsins 25. ágúst nk. og er opin kl. 8-16.30 virka daga. og líflegir vasar en helsti staðlaðir, því ef það væri ekki fyrir mismun- andi hæð væru þeir allir eins. Það er spurning hvort hæðarmunurinn nægir til að vega upp einsleitni þeirra; hvort Margrét hefði ekki gert betur að sýna fjölbreyttari ítem. Verk Sigurborgai’ eru mun snún- ari og því snöggtum athyglisverðari út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Það ei' nefnilega ekki alls kostar á hreinu hvað listakonan ætlar sér með verkum sínum. Ef þau eru ein- göngu minni úr æsku eins og Sigur- borg lætur í veðri vaka í meðfylgj- andi tvíblöðungi er hætt við að þau verði saknaðarsætsúpunni að bráð, svona rétt eins og Húsið á sléttunni. En þar sem Sigurborg býr yfir prýðilegi'i tækni og leitar fanga í jafnmerkilegu forðabúri og Baby Dear - viktoríanskri myndaspilsbók fyrir dagskólabörn - og millistríðs- árgöngum hins sígilda danska vikur- its Familie Journal - Bamse og Dukke Lise - er engu líkara en hún búi yfir meðvituðum grun um tak- mörk þess barnalega saknaðaróðs sem hún bregður upp á veggjum sýningai'salarins. I þeim óljósa vend- ipunkti sem liggur á mörkum smekkleysu og smekkleysu sem verðugra aðfanga - og vitnisburðar um veröld sem var - hefur Sigurborg kosið að staðsetja sig. Það verður gaman að sjá hvorum megin hún fell- ur þegar hún fer að hreyfa sig næst. Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Valgard Jörgensen og nokkur verkanna í kaffistofu Múlalundar. Grófarhús Tryggvagötu 15 1 01 Reykjavík o piö 15-22 Menningarnótt í Borgarbókasafni Laugardaginn 19. ágúst gefst almenningi kostur á aö skoöa nýtt aðalsafn Borgarbókasafns í Grófarhúsi, |Tryggvagötu 15. Kynning á tillögum að deiliskipulagi miðborgarinnar kl. 15 og 20 Magga Stína og hr.ingi.r spila kl. 18 og 19 Sindri Freysson og Vilborg Dagbjartsdóttir lesa í bamadeildinni kl. 19:30. Athugið að safnefni verður ekki lánað út. Starfsemi aöalsafns hefst innan skamms og veröur þaö auglýst síöar. RS BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍICUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.