Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Sumarstöðvar loðnu . _ Isbrúnin i janúar Hrygningarloðna Síldar- og loðnuseiði Lirfurek, loðna KAFBATURIN KÚRSK o Lirfurek, sild Gjöful fískimið í hættu ENN hefur engrar geislunar orðið vart frá kafbátnum Kursk sem sökk í Barentshafi í upphafi vikunnar. í Barentshafi eru ajfar gjöful fiskimið og uppeldisstöðvar fiska. Norðmenn og Rússar hafa því verulegar áhyggj- ur af þessum málum, en engra við- bragða hefur orðið vart á mörkuðum fyrir fiskafurðir Norðmanna. Geislun gæti haft gííúrlega neikvæð áhrif á líf- ríkið í Barentshafi og lagt fiskistofna í rúst. Þó geislun verði engin eða Mtíl og áhrifin í samræmi við það, er hætta á því að markaðurinn bregðist við með þeim hætti að hann hafni fiski úr Bar- entshafi um skemmri eða lengri tíma. Norðmenn taka bróðurpartinn af þorskafla sínum í Barentshafi og sömu sögu er að segja af loðnunni, en þarna eru einnig mikilvægar uppeld- isstöðvar fyrir síld og loðnu. Aukin þátttaka Samherja í fískeldi SAMHERJI hf. hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í íslandslaxi hf. í Grindavík og 85% hlutafjár í Víkur- laxi ehf. í Eyjafirði. Fjárfesting Samherja í þessum félögum nemur samtals um 215 milljónum króna. Fyrir er Samherji næststærsti hlut- hafinn í Fiskeldi Eyjafjarðar með um 11% hlutafjár. íslandslax hf. rekur strandeldis- stöð við Grindavík og er framleiðslu- geta hennar um 1.000 tonn á ári. Þá rekur félagið seiðaeldisstöð við Grindavík og eru núverandi afköst stöðvarinnar um ein milljón seiða á ári. Þá hefur íslandslax nú fest kaup á seiðaeldisstöð að Núpum í Ölfusi af Guðmundi A. Birgissyni. Fram- leiðslugeta stöðvarinnar er tvær - Félagið kaupir 50% hlut í íslands- laxi og 85% hlut í Víkurlaxi milljónir seiða á ári. Víkurlax ehf. er með fiskeldiskvíar í Grýtubakka- hreppi í Eyjafírði og hefur verið með laxeldi í sjó þar síðustu 11 ár. Mikill vöxtur í fiskeldinu „Það hefur verið mikill vöxtur í fiskeldi í heiminum síðustu misseri og við höfum trú á að sú þróun haldi áfram. Aðstæður til fiskeldis hér eru góðar og öll skilyrði fyrir hendi til að atvinnugreinin eflist til muna í náinni framtíð," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja. Hann segir að margt bendi til þess að á komandi árum muni æ stærri hlutur þess fisks sem fer á markað koma úr fiskeldisstöðvum. „Það er yfirlýst stefna Samherja að fylgjast ávallt sem best með þeirri þróun sem á sér stað í sjávarútvegi og svara kalli tímans. Áukin þátt- taka félagsins í fiskeldi er liður í því. Samherji hefur að undanförnu verið með umfangsmikla starfsemi í Grindavík og með kaupunum á hlut í íslandslaxi eykur félagið þátttöku sína í atvinnurekstri á svæðinu enn frekar," segir Þorsteinn Már. Lækkandi verð á þorskkvóta á Kvótaþingi Verðið hefur ekki verið lægra í 10 mánuði VERÐ á þorskaflamarki á Kvóta- þingi Islands hefur lækkað töluvert að undanfömu og er nú komið nið- ur fyrir 100 krónur í fyrsta sinn í nærri heilt ár. Þorskkvóti á Kvótaþingi fór nið- ur fyrir 100 krónur á fimmtudag eða í 98,22 krónur en í gær seldist kflóið á 96,75 krónur en þá voru viðskipti með alls 92.760 kíló. Verð- ið fór síðast undir 100 krónur þann 25. október í fyrra, þegar kílóið fór á 99,25 krónur, en þá voru viðskipti með alls 10 tonn. Hæst hefur verðið farið í 126,26 krónur þann 27. apríl sl. en lægsta verð sem greitt hefur verið fyrir þorskaflamark á Kvóta- þingi er 84 krónur, 18. september 1998, á fyrsta starfsmánuði þings- ins. Alls urðu viðskipti með alls 380.946 kíló af þorskaflamarki á Kvótaþingi íslands í vikunni og var meðalverðið 101,12 krónur. Verð á þorskaflamarki fór einnig niður fyrir 100 krónur undir lok síðasta fiskveiðiárs og segir Björn Jónsson, fulltrúi hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, þessa þróun eðlilega á þessum árstíma. Töluvert framboð er af þorskkvóta á þinginu en í gær seldust ekki tæp 250 tonn sem voru í boði. Nú þegar aðeins eru tvær vikur eftir af fisk- veiðiárinu eru alls 7.504 tonn eftir af heildarþorskkvótanum. Lítið framboð af ýsu og ufsa „Það var mikil hreyfing á þorsk- kvóta um og eftir páska og þá fór verðið hátt. Síðan hefur hins vegar verið tregari veiði en menn bjugg- ust við og framboðið því aukist og verðið lækkað. Útgerðarmenn eru því margir að laga kvótastöðuna hjá sér en þeir sem þurfa að kaupa eru þolinmóðir og bíða eftir enn frekari lækkun. Framboðið er þannig meira en eftirspurnin," seg- ir Björn. Verð á ýsukvóta á Kvótaþingi hefur aftur á móti hækkað lítillega undanfarnar vikur, enda aðeins rúm 1.700 tonn eftir af ýsukvótan- um og útlit fyrir að hann klárist fyrir fiskveiðiáramót. I gær voru seld 57.693 kfló af ýsukvóta á Kvótaþingi á 79,50 krónur og voru þá enn ef'tir tilboð í tæp 48 tonn. Ýsukvótínn hefur hæst farið í 91 krónu á Kvótaþingj en það var þann 3. janúar sl. I vikunni urðu viðskipti með alls 225.007 kíló af ýs- ukvóta á Kvótaþingi og var meðal- verðið 79,24 krónur. Þá er einnig töluverð spurn eftir ufsa á þinginu en í gær voru seld rúm 15 tonn af ufsa á 41,02 krónur en þá voru enn eftir tilboð í rúm 185 tonn. Alls voru viðskipti með 101.607 kfló af ufsakvóta í vikunni og var meðalverðið 38,66 krónur. Borunarheim- ildum úthlutað við Færeyjar Tólf olíufyrirtæki mega hefja leit Þórshöfn. Morgunblaðið. ALLS fengu tólf fyrirtæki leyfi á fimmtudag til að byrja að leita að ohu á færeyska landgrunninu suðaustan við eyjamar, nánar til tekið á svo- nefndu Gullhomi. Eyðun Elttpr, sem fer með olíumálin í landstjóminni, út- hlutaði leyfunum en umsóknarfrest- ur rann út 17. maí og höfðu þá 23 fyr- irtæki sótt um. Af fyrirtækjunum 12 era tvö færeysk, Atlants Kolveltni og Foroya Kolveltni, og geta þau nú leit- að að olíu í samstarfi við alþjóðlegu leitarfyrirtækin sem þau starfa með. Mestar líkur era taldar á að oMa finnist í Gullhominu sem er skammt frá landgranni Hjaltlands. Úthlutun- in fór fram við hátíðlega athöfn í Nor- ræna húsinu í Þórshöfn á fimmtudag- inn. Öll landstjórnin með Anfinn Kallsberg lögmann í broddi fylkingar var viðstödd ásamt fulltrúum á Lög- þinginu. Lokið var við fyrstu útboðslýsing- una vegna olíuleitar 17. febrúar sl. og fyrirtækin 23 lögðu fram samanlagt 17 umsóknir en mörg þeima eiga þegar samstarf sín í milli. Úthlutað var sjö leyfum að þessu sinni, þar af fjóram í Gullhominu. Sunnan við lín- una sem skiptir hafsvæðinu milli Færeyja og Hjaltlands hefur fundist mikið af olíu. Svæðin era misstór, frá 214 ferkílómetram upp í 1.278 fer- kflómetra og gildistíminn einnig mis- munandi, frá sex upp í níu ár. Færeysku fyrirtækin starfa með tveimur fyrirtækjum. Annars vegar Faroese Partnership og vinna þar saman Amerada Hess, British Gas, DONG og Atlantic Petrolium en síðastnefnda fyrirtækið er færeyskt. Hins vegar Agip en þar starfa saman ítalska fyrirtækið Agip og færeyska fyrirtækið Atlants Kolveltni. Fengu fyrirtækin tvö, sem Færeyingar eiga sjálfir aðild að, úthlutað svæðunum sem talin eru álitlegust, þau liggja næst bresku svæðunum og Bretar stunda þegar oMuvinnslu skammt frá. Líkurnar á oMufundi eru taldar verulegar vegna þess að hafsbotninn þai' sem nú verður heimilað að bora er svipaður botninum þar sem Bretar stunda vinnsluna. Norsk Hydro og Texaco hafnað Önnur fyrirtæki sem fengu leitar- leyfi era norska Statoil, PhilMps, Ent- erprice, Veba, BP Amoco og Anarda- ko. Meðal fyrirtækjanna sem ekki fengu leitarheimild era Norsk Hydro og Texaco. Er talið sennilegt að þau muni draga sig alveg út úr áætlunum um oMuleit við Færeyjar en Elttpr segist samt vona að þau muni taka þátt í næsta útboði sem Mklega verð- ur eftir nokkur ár. Við úthlutunina var þeim fyrirtækjum hyglað sem hafa látið í Ijós eindreginn vflja til að kanna fleiri svæði en Gullhornið og nýta færeyskt vinnuafl. Að sögn Herálvs Joensen, yfir- manns olíumálaráðs Færeyja, munu fyrirtækin 12 verja um hálfum öðram milljarði danskra króna, sem svarar 14 milljörðum ísl. kr., í fyrstu tilraun- imar til að finna olíu á færeysku svæði. Einnig munu þau veija 100 milljónum, tæpum milljarði ísl. kr., í að þjálfa færeyskt starfsfólk til starfavið olíuleitina. Samkvæmtfær- eyskum lögum ber fyrirtækjunum að nýta sér aðstöðu í höfnum landsins við leitina og færeyskt vinnuafl og fyrirtæki eftir mætti. Telur Joensen að þau hafi hlítt þeim ákvæðum. Joensen álítur að búast megi við að fyrstu boranir hefjist í ágúst og sept- ember á næsta ári. Beri leitin árang- ur er gert ráð fyrir að raunveraleg ol- íuvinnsla muni hefjast eftir fimm ár. Tekjur Færeyinga geta orðið miklar, fyrirtækjunum er gert að greiða 27% skatt auk sérstaks koltvísýrings- katts. Elttor varaði í ræðu sinni fólk við of miklum væntingum um skyndilegt olíuævintýii. „Sem stendur eram við á stigi olíuleitarinnar, ekki olíu- vinnslu,“ sagði hann. Mistök við kynningu á lífeyrisreglum Kostnaður talinn nema milliörðum Lundúnum. Reuters. FYRIR mistök brezkra stjómvalda hafa ekkjur og ekklar þar í landi ekki verið upplýst um löngu ákveðnar breytíngar á ellilífeyrisreglum og munu mistökin valda brezka ríkis- sjóðnum um 13 milljarða punda auka- útgjöldum, andvirði um 1550 millj- arða króna. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu þingnefndar, sem sinnir eft- irUti með reikningshaldi ríkisins. I skýrslunni era það sögð alvarleg mistök af hálfu stjórnvalda, að hafa ekki kynnt eins og vera bar niður- skurð í ellilífeyriskerfi ííkisins (SER- PS), sem fólst í því að greiðslur til ekkna og ekkla hefðu lækkað um helming þegar nýju reglurnar áttu að taka gildi í aprfl sl. Ákvörðun um reglubreytingarnar var tekin árið 1986, þegar ríkisstjórn íhaldsflokksins var við völd, en engin tilraun var gerð til að kynna þeim sem ákvörðunin snerti breytingam- ar, allt fram á þetta ár. Eftir að upp- víst varð um mistökin hét félagsmála- ráðherra núverandi ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, Alistair Darl- ing, því í marz sl. að gildistöku nýju reglanna yrði frestað fram í október 2002. Vísaði Darling á fimmtudag ábyrgðinni á mistökunum til íyi'ir- rennara sinna í embætti. Að sögn þingnefndarinnar má ætla Brezkar ekkjur. að mistökin hafi valdið því að þúsund- ir brezkra borgara hafi gert áætlanir um framtíðina á grandvelli þess að þeir fengju greiddan að fullu lífeyri látins maka. Segist nefndin reikna með að tilraunir til að bæta úr mis- tökunum og fresta gildistöku reglu- breytinganna muni þegar upp verði staðið kosta brezka skattborgara um 13 milljarða punda, eða 1550 millj- ai'ða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.