Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 HJÁLMAR KRISTIANSEN + Hjálmar Krist- iansen fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1931. Hann lést á heimili sínu 12. ágúst siðastliðinn. Poreldrar hans voru Óskar Wilhelm Kristiansen, f. 21. júní 1901 í Noregi, d. 13. október 1939 og Sigríður Hjáhnars- dóttir, f. 23. apríl 1910 á Hrafnaflöt á Blönduósi, d. 7. maí 1986 í Hvammi, Húsavík. Systkini hans: Sigríður Kristín, f. 7. júní 1929 og andvana drengur, f. 26. september 1931. Hjálmar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni 10. júní 1962, Guð- rúnu Steindórsdóttur, f. 19. jan- úar 1940 í Hólshúsum, Gaulverja- bæjarhreppi. Foreldrar hennar, Steindór Gíslason, f. 22. júní 1912 á Rútsstöðum, Gaulverjabæjar- hreppi, d. 22. desember 1971 og Margrét Ingibjörg Elíasdóttir, f. 25. maí 1914 á Selfossi. Börn Hjálmars og Guðrúnar: 1) Stúlka, f. 13. janúar 1962, dáin sama dag. 2) Gunnar Svanur Hjálmarsson, f. 30. apríl 1963, kvæntur Guðrúnu Kötlu Kristjánsdóttur, f. 22. sept- ember 1961. Barn þeirra er Kristjana Ósk, f. 28. febrúar 1983. 3) Margrét Anna, f. 31. október 1966, gift Jóni Rún- ari Gíslasyni, f. 20. ágúst 1963. Börn þeirra eru Hjálmar, f. 28. nóvember 1984, Elva Rún, f. 29. mars 1990 og Dagný Sif, f. 13. júlí 1996. 4) Dóra Kristfn, f. 28. nóvember 1967, gift Magnúsi Hafsteins- syni, f. 12. nóvember 1968. Börn þeirra eru Guðrún Björk, f. 20. febrúar 1986, Magnús Már, f. 3. maí 1992, Ómar Ingi, f. 12. mars 1997 og Karen María, f. 3. desember 1998. Áður átti Hjálmar Ingibjörgu Ármann, f. 19. ágúst 1954, gift Jóni Stefáni Árnasyni, f. 31. mars 1953. Börn þeirra eru Árni Þór, f. 12. septem- ber 1974, Eiríkur, f. 27. apríl 1977 og Bryndís, f. 7. september 1988. Hjálmar lauk almennri skóla- göngu þess tíma og hefur lengst af starfað sem bifreiðasljóri bæði á rútum og vörubifreiðum. Útför Hjálmars fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Það er erfitt að hugsa um að þú eigir aldrei eftir að koma til okkar eins og þú gerðir á hverjum degi. Margar góðar minningar koma upp í hugann á svona stundu. Minn- ingar frá því að við krakkarnir vorum litlir þegar við fórum í útilegur. Þá var stundum farið að veiða, kveiktur varðeldur eða vaðið í lækjarspræn- um. Þú hafði ferðast mikið um landið sem rútubílstjóri og var gaman að ferðast með þér, þú þekktir nánast hveija þúfu. Börnin mín spyrja um þig og sakna þín. Allra bíltúrana sem þú fórst með strákana að skoða bíla eða lömbin og folöldin á vorin. Þeim þótti alltaf gaman að fá að fara í afa bíl. Þú varst mikill ljóðamaður og ligg- ur eftir þig fjöldinn allur af vísum. Það er sérstaklega ein vísa sem ég hef alla tíð munað sem þú ortir um okkur systkinin þegar við vorum lítil. Bömin mín litlu ljóshærðu þijú lífsgötu fara að ganga veiti þeim alfarið visku og trú á veginum grýtta og stranga. (Hjálmar Kristiansen.) Ég kveð þig með söknuðu elsku pabbi minn. Minningin um þig lifi. Þín, Dóra Kristín. Elsku afi minn. Ég trúi ekki enn þá að þú sért horfinn út úr mínu lífí. Á laugardagsmorguninn fékk ég þær sorglegu fréttir að þú hafir kvatt þennan heim snemma um morgun- inn. Það var mikið áfall fyrir mig en eins og þú veist þótti mér alveg gífur- lega vænt um þig og verður það mikil breyting á að þú skulir aldrei koma aftur í heimsókn til að fá þér tíu dropa af kaffi og spjalla við okkur. En núna veit ég að þú ert í góðúm höndum uppi hjá guði og ekkert get- ur hent þig þar. það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma upp í huga mér að ég gæti haldið áfram að skrifa í allan dag en það er margt sem stendur upp úr, t.d. allar ferðirnar okkar saman norður með ömmu og Guð- rúnu Björk, það kom varla það sum- ar að við færum ekki norður að heim- sækja hana Ingibjörgu Bergmann á Blönduósi, það var mjög gaman þar til að ég fór að vinna á sumrin og komst ekki með ykkur. Fyrir nokkrum árum fórum við á 200 ára minningarafmæli fræga Ijóðaskáldsins Hjálmars Jónssonar frá Bólu og gleymi ég ekki þegar þú samdir eina vísu og lést mig fara upp á svið og lesa hana, þessa vísu man ég enn þá og hún gleymist trúlega aldrei. Hún hljóðar svona: Allt er til að létta lund, og laða best úr geði. Þakka mæddan frændafund, er fyllir hugann gleði. Þú varst mikið fyrir að semja ljóð og geymdi ég alltaf afmæliskortin sem þú og amma gáfu mér því alltaf voru ljóð inni í kortunum. Þegar ég var pínulítill fór ég oft með þér í vörubflinn sem þú keyrðir og útbjóstu öryggisbelti í vörubflinn til að ég gæti farið með þér. Það voi-u afskaplega góðar stundir hjá okkur saman. En allra leiðinlegast fannst mér fyrir þig að þú gætir ekki tekið æf- ingaleyfi á bfl fyrir mig, þú varst búinn að ákveða það fyrir löngu en samt sem áður tek ég bflprófið og ég veit að þú hjálpar mér með það. Jæja, elsku afi minn núna er komið að því að kveðja. Ég kveð þig með söknuði og varðveiti þig ávallt í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þinn afastrákur og nafni, Hjálmar Jónsson. Elsku afi. Mér finnst erfitt að trúa því að þú sért ekki hjá okkur lengur og ég sjái þig heldur ekki á hverjum degi. En mér líður betur að vita að þér líður vel hjá Guði. Við áttum margar góðar stundir saman og erfitt að velja á milli þeirra. Það var mjög gaman að ferðast með ykkur ömmu og Hjálmari norður í land á sumrin, og ég gleymi aldrei hitanum sem við fengum eitt sinn þegar við vorum á leiðinni heim. Það var alveg óbærilegt að sitja í bílnum og við fórum að einhverju litlu vatni + Björg Þórorms- dóttir fæddist á Sævarenda í Fá- skrúðsfirði 26. febr- úar 1919. Hún lést í fj ór ðungssj úkrahús- inu Neskaupsstað 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Indr- iðadóttir fædd 4. maí 1890 dáin 7. nóvem- ber 1959 og Þórorm- ur Stefánsson fædd- ur 23. aprfl 1894 dáinn 12. maí 1981. Björg var elst fjórtán systkina, á lífi eru Oddný, Þóra Karolína og Aðalheiður. Látin eru Þór, Óskar, Steinþór, Margeir, Páll, Ingibjörg, Flosi, Indriði, Ind- íana og Steinþór. Björg giftist Magnúsi Guð- mundssyni fæddum 10. júlí 1924. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon fæddur 30. júlí 1885 dáinn 14. september 1931 og Ingi- björg Guðmundsdóttir fædd 1. ágúst 1894 dáin 24. mars 1967. Björg og Magnús eignuðust þrjá syni, Guðmund Inga, Hákon og Elsku besta amma, nú ert þú farin frá okkur en minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Söknuðurinn er mikill og tómarúmið einnig. Okkur Stefán Þórorm. Guð- mundur Ingi fæddur 16. mars 1954 kvæntur Dagbjörtu Sigrúnu Sigurðar- dóttur og eiga þau þrjár dætur, Björgu, Sigríði og Kristínu. Eiginmaður Bjargar er Kjartan Viðars- son og eiga þau tvo syni, Guðmund Inga og Viðar. Sambýlis- maður Sigríðar er Gunnar Már Gunn- arsson og eiga þau einn son, Dag Inga, auk þess sem Gunnar Már á dótt- urina Súsönnu Margréti. Hákon fæddur 14. ágúst 1957 ókvæntur. Stefán Þórormur fæddur 22. maí 1960 vistmaður á sambýlinu Stekkjatröð 1, Egilsstöðum. Björg og Magnús bjuggu mest allan sinn búskap í Bæ, Fáskrúðs- firði, en síðustu tvö árin bjuggu þau á dvalarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði. Útför Bjargar fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. systurnar langar að þakka þér kær- lega allar yndislegu stundirnar sem þú veittir okkur, þú og afi. Þið voruð alltaf fastur punktur í uppvexti okk- ar, afi og amma í Bæ. Þú varst alltaf með eitthvað i höndunum og þú varst vön að bjóða alla nýja einstaklinga sem fæddust í fjölskylduna vel- komna með teppi sem þú prjónaðir, við eigum öll, ömmubörnin og lang- ömmubörnin, teppi sem þú prjónaðir handa okkur. Það eru einnig ófáir sokkarnir og vettlingarnir sem við höfum slitið í gegnum tíðina sem þú prjónaðir handa okkur, engum mátti verða kalt. Elsku amma, takk fvrir allt og guð geymi þig. Elskulegaammanjóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá. Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far þú í friði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínumlitluvinumfrá. Vertusæl umallaraldir, alvaldshendifalinver, inn á landið unaðshjarta, englar Drottins fvlgi þér. (Höf. ók.) Elsku afi, megi Guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Björg, Sigríður og Kristín. Þökk þér allt og (júl't þér taki, englar himins þér yfir vaki, ljós þér lýsi um Drottins vegi, það bjarmar upp á nýjum degi. Hvfl í friði, elsku langamma. Langömmudrengirnir. BJÖRG ÞÓRORMSDÓTTIR og fórum að vaða og busla þar til að kæla okkur. Ég man að oftast þegar ég átti af- mæli fékk ég ljóð, sem þú hafðir sam- ið handa mér, í afmæliskortinu frá þér og ömmu. Þetta er það sem helst stendur upp úr af þeim: Vertþúalltaf.vinamín, visku og láni falin, þá skulu verða sporin þín sönn og hrein um dalinn. Takk fyrir þetta og að vera svona góður afi, alltaf til í að spjalla við mann um lífið og tilveruna. Þú varst mjög góður sagnamaður og ég man sögumar sem þú sagðir mér frá því ég var lítil, t.d. þegar við tvö fórum saman í smá labbitúra á morgnana þegar við áttum bæði heima í Smára- túninu. Þaðan á ég góðar minningar. Takk fyrir, elsku afi, fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég kveð þig með söknuði. Þín, Guðrún Björk. Elsku afi. Mérlíðurekkiilla ogekkiheldurvel, þvíævineráþrotum og ekki gull í skel. Egheffeiauðinnelskað og aldrei tíl þess fann; egeríættvið soninn en ekki hinn ríka mann. Enbezterorðaðefna, þótt engan hafi dal; og byrja bók að skrifa með bara skal, eg skal! Því fýrir frægð og heiður egframtíðmínasel. Mér líður ekki illa ogekkiheldurvel. (Káinn.) Þakka fyrir góðar samverustund- ir, afi minn, ég á eftir að sakna þín mikið. Kristjana Ósk. Hann Hjálmar vinur minn er allur, fréttina af fráfalli hans fékk ég á ferðalagi austur á Héraði, síðastlið- inn laugai’dag akandi um blómum skrýdd héruð angandi af töðuilm, mig setti hljóðan, alltaf kemur lát vinar óvænt, þó svo að ég vissi að Hjalli, eins og við félagar hans köll- uðum hann, hefði átt við erfið veik- indi að stríða um margra ára skeið. Ég held að það hafi verið 1963 eða 4 sem ég kynntist Hjalla fyrst, þá unglingur austur í Flóa, allar götur síðan höfum við vitað hvor af öðrum. Er ég fór að gera út bfla var Hjalli oft í vinnu hjá mér í lengri eða skemmri tíma, en hans aðalævistarf var bif- reiðastjóm, bæði á rútum og vörubfl- um, margar nætur áttum við saman í vegavinnuskúrum sem og fleiii vinnustöðum víðs vegar um Suður- land og víðai’. Hjalli var mikill sögu- og kvæðamaður, hagyrðingur góður eins og nafni hans og forfaðir Hjálm- ar á Bólu. Ég á margar góðar minn- ingai’ er Hjalli gekk skáldagyðjunni á vald og þuldi heilu kvæðabálkana utanað bæði eftir sjálfan sig og aðra. Sérlega er mér minnisstæð ferð á Hveravelli fyrir allmörgum árum í sólskini og blíðskaparveðri ásamt sameiginlegum félaga okkar SigurfP-' Boga blaðamanni á Degi, við skiluð- um farminum á tilsettan stað og héldum af stað heim. Er komið var fram undir kvöld, eitthvað minnir mig að hafi fundist á bak við sætis- bakið hægra megin, og ekki er að orðlengja það að aldrei hefur mér fundist Hjalli fara á öðrum eins kost- um í kveðskap og sögnum eins og í þeim frjálsa fjallasal, frjáls eins og fuglinn er hann svífur þöndum vængjum á vit örlaga sinna, aldrei fyrr eins stutt heim að loknu dags- verki. Oft ræddum við um lífið og tfl- veruna og duldist manni ekki aW-- Hjalli bar ör á sálu eftir sína æsku, en hann fór sem barn frá sínu fólki, og ólst upp á mörgum stöðum á hálf- gerðum hrakhólum og bar hann nokkra beiskju í brjósti til æskuár- anna. Sennilega verður ekki sagt að Hjalli hafi safnað auði efnishyggj- unnar en hann var því auðugri til andans, og gaf mér og mínum líkum mammonsþjónkurum tilefni til að hugsa sitt ráð, og velta fyrir okkur tflgangi lífsins og öllu því marg- breytflega litrófi sem því fylgir. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að vera samferðarmaður Hjalla vinar míns í um 40 ár og kveð hann með þökk og hrærðum hug, og éjr veit og vona að nú ekur hann sinn veg ' á blómum skrýddum grundum með töðuilm, tilbúinn að kasta á mig vísu þá ég mæti. Farðu heill kæri vin. Guðrúnu konu þinni, börnum, tengdabörnum og bamabömum bið ég blessunar á sorgarstundu. Sigurður Karlsson. Elsku Hjálmar. Að allt sé í lagi þegar maður vaknar á morgnana er ekki sjálfgefið, því kynntumst vi^. laugardaginn 12. ágúst þegar Anna hringdi í okkur. Ekki datt okkur í hug að við vær- um að sjá þig í síðasta sinn á fimmtu- deginum. Þú varst svo hress. Karpað var um frystikistuna en mest hlegið. Svo var kvatt með sjáumst fljótlega. Eitt af þínum áhugamálum voru ferðalög um landið, að ferðast með þér var eins og að hafa lifandi landa- kort meðferðis, hver þúfa, hver steinn, þú gast alltaf sagt okkur nöfnin og oftast einhverja sögu með. Aldrei heyrði maður þig kvarta vegna veikinda þinna. Bara hress í dag var svarað þegar spurt var þó maður sæi vel hversu þjáður þú varst. Eins og á brúðkaupsdaginn okkar Svans kom ekkert annað greina en að mæta þó einungis væm ekki nema tveir dagar í þína stærstu aðgerð. Hafðu þökk fyrir okkar viðkynni. Mínirvinirfarafjöld feigðin þessa heinita köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar.) G. Katla Kristjánsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undii' greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.