Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 36
Ljósmynd/Þorsteinn Guðmundsson
Hveravellir.
Auðkúlu-
heiði
Ef hugað er til ferðar yfír Auðkúluheiði er
sjálfsagt að byrja ferðina norðan frá, segir
Jón Torfason sem skoðar heiðina með aug-
um gamals gangnamanns og ferðalangs.
Auðkúluheiði í
Húnaþingi nær
frá daladrögum
, ^ Svína- og
Blöndudals fram
w til Hveravaila
milli Langjökuls
og Hofsjökuls. Telst sú leið um 60
km löng í beinni loftlínu. Austur-
mörk heiðarinnar fylgja Blöndu en í
vestri nær hún að svonefndri Mið-
kvísl og Búrfjöllum og er víðast
hvar ekki mjög breið. Heiðin smá-
hækkar fram, hálsarnir norðan til
eru í 400 til 500 metra hæð en svo er
talið að Breiðmelur við Hveravelli
sé 600 metra yfir sjávarborði.
Eftir endilangri heiðinni, þó meir
eftir henni austanverðri, liggur
Kjalvegur, öllum farartækjum fær
að sumarlagi því árnar hafa nú verið
brúaðar. Utan vegar verða engar
stórvægilegar hindranir í vegi fót-
gangandi manni því vatnsföll eru fá
og væð víðast hvar en auðvitað þarf
hvarvetna að viðhafa skylduga
gætni. Annars einkennist landslag-
ið af ásum, öldum, flóum og fellum.
Ferðin hefst á Blönduósi
Ef hugað er til ferðar yfir Auð-
kúluheiði eftir Kjalvegi, hvort sem
farið er á fæti, bifreið, hestum eða
hjóli, er sjálfsagt að byrja ferðina
norðan frá, helst að kaupa kostinn í
Kaupfélaginu á Blönduósi til að
styrkja verslun í heimabyggð. Frá
Blönduósi eru rösklega 100 km á
Hveravelli þannig að engan asa þarf
við að hafa ef bifreið er farkostur-
inn. Gangandi ferðalangur eða hjól-
andi getur auðveldlega fengið far
fram í Blöndudal og á þá eftir 70-80
km að Hveravöllum sem væri hæfi-
legt að skipta í tvo áfanga eða þrjá
eftir fararbúnaði og farkosti. Það
má einnig minna á að Norðurleið
hefur undanfarin ár skipulagt rútu-
ferðir milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar um hásumarið þannig að farið
er norður Sprengisand og suður
Kjalveg.
Frá Blönduósi er beinasta leiðin
upp Svínvetningabraut. Þessi sveit
kallast Ásar. Eins og nafnið bendir
til eru hér ásar þvers og krus, vaxn-
ir lyngi og grasi og gott land fyrir
sauðfé. Þeim, sem vanir eru slíku
landslagi, finnst ekki annað land
fegurra, jafnvel ekki í súld og rign-
ingu.
Þegar komið er fram hjá Ytri-
Löngumýri er beygt til hægri og
stefnt fram Blöndudalinn. Neðan
LjósmyndAJ nnar Agnarsson
Gilsárgil í Blöndudal.
vegar eru Höllustaðir þar sem nú-
verandi félagsmálaráðherra á sínar
rætur. Vegurinn liggur frekar upp á
við og eftir að komið er yfir svo-
nefnt Gilsárgil, hrikalegt kletta-
gljúfur þar sem skyggnast má ár-
þúsundir aftur í jarðsöguna, er
snarbeygt til hægri og farið að pot-
ast upp heiðarbrekkurnar. Þar í
hlíðinni er vélarhús Blönduvirkjun-
ar en lítið ber á því frá veginum því
það er allt neðanjarðar. Helstu um-
merkin eru nokkrir starfsmanna-
bústaðir í brekkunum vestur frá
Eiðsstöðum.
Þegar komið er upp brekkurnar,
sem er auðvelt á bíl en kostar hjól-
reiðamenn og gangandi drjúga
svitadropa, því þar er allbratt, blas-
ir inntakslón Blönduvirkjunar við á
hægri hönd. Það fyllir svonefnda
Eiðsstaðaflá og teygir sig langa leið
fram eftir neðan vegar. Handan
flárinnar eða lónsins er Heygarðs-
ás. Þar er hlið á afréttargirðingunni
þar sem safnið er rekið um til réttar
í göngum á haustin. Lengra til vest-
urs er Svínadalsfjall og enn lengra
Vatnsdalsfjall. í norður og norð-
vestur blasa Langadalsfjöllin við en
nær er Blöndudalur. Loks er svo
þrívörðuháls en þar marka þrjár
vörður stefnuna fram heiðina.
Eftir nokkurn spöl verður fyrir
allhár hóll, nefndur þramarhaugur,
á vinstri hönd. Þaðan má sjá yfir
mestalla heiðina og í góðu skyggni
sést vel til jöklanna í suðri og vestri,
Hofsjökuls, Langjökuls og Eiríks-
jökuls, svo og til fellanna á heiðinni
en í austri eru fjöll Skagfirðinga þar
sem Mælifellshnjúk ber hæst.
Þramarhaugur er kenndur við
harðvítuga kvensnift en bær henn-
ar, Þröm, liggur nánast í norðaust-
ur frá haugnum niður í Blöndudal.
Þröm var harður húsbóndi því hún
lét smalaþræl sinn bera strokkinn á
bakinu allan daginn. Eitt sinn tók
hana að lengja eftir smalanum, fór
að leita hans og fann hann kúgupp-
gefinn sofandi hjá svokallaðri
Smalatjörn og réð honum bana þeg-
ar í stað. Það fer alltaf hrollur um
mann þegar samtök atvinnurek-
enda eða ráðamenn í þjónustu
þeiri-a taka að ráða til sín starfsfólk
úr Blöndudal.
Vegurinn er nú heldur á fótinn en
allur bratti er búinn svo auðvelt er
bæði að ganga og hjóla og bílar fara
náttúrlega með geysihraða. Nokkuð
fyrir framan Þramarhaug er Vallgil
á vinstri hönd og er þá orðið
skammt í Blöndugil. Það er víða um
200 metra djúpt og hrikalegt en er
ekki vatnsmikið lengur eftir að áin
var virkjuð. Frá veginum eru að
jafnaði 2-4 km að gilinu og víðast
hvar hæg gönguleið. Þeir sem erfitt
eiga um gang ættu að staðnæmast
sunnan við vatnið Galtaból en þar er
skammur spölur að gilinu. Þar heita
Réttir og mótar þar fyrir gömlum
rústum. í Blöndugili er fjölbreyti-
legur gróðpr. Þótt það sé breitt átti
Grettir Ásmundarson að hafa
stokkið yfir það á einum stað og
heitir þar Grettishlaup, en eitthvað
mundi vefjast fyrir nútímamönnum
að leika það eftir.
Bungur og vötn
Nokkurn spöl framan Vallgils rís
lágt fell, Arnarhöfði, og þar við eru
Lómatjarnir. Á hægri hönd er hins
vegar Friðmundarvatn austara sem
er örgrunnt. Ur því rann Fiskilæk-
ur út í Gilsvatn en hann er nú horf-
inn undir rennslisskurði Blöndu-
virkjunar. Friðmundarvötnin eru
tvö, það austara og vestara, og eru
kennd við Friðmund sem nam land
innst í Vatnsdal samkvæmt Land-
námu. Vestan vatnanna er Frið-
mundarhöfði (509 m hár) talsvert
Bakverkinn burt
Hlífið bakinu
EINKENNI frá stoð-
kerfi eru ein al-
gengasta ástæða
fjarvista frá vinnu og
jafnframt algeng or-
sök tímabundinnar og varanlegrar
örorku, oftast vegna bakveiki og
óþæginda í hryggsúlu. Nærri lætur
að um slíkt sé að ræða í öðru hverju
tilviki. Á milli 70 og 80% fólks finna
fyrir meiri eða minni óþægindum í
baki einhvem tímann á lífsleiðinni.
Þannig eru bakverkir vandamál í
öllum starfshópum. Gera má ráð
fyi-ir að þriðji hver maður fái bak-
verk á ári hverju. I Bretlandi og í
Svíþjóð er talið að 10-20% veik-
indadaga megi rekja til bakverkja.
Fimm til tíu prósent þeirra sem
missa úr vinnu vegna bakverkja
lenda í langvinnum fjarvistum.
Bakverkir lagast fremur fljótt
hjá flestum en 60-70 % hafa jafnað
sig eftir 6 vikur og 80-90% eftir 12
vikur. Hraði batans er háður sjúk-
dómsgreiningu og þeirri aðstöðu
sem fólk hefur til að jafna sig.
Gera má ráð fyrir að draga megi
verulega úr veikindafjarvistum
vegna bakverkja með því að menn
snúi sér frá verkefnum sem ýfa
upp bakóþægindin en sinni öðrum
verkum er hlífa bakinu. Með sam-
ræmdum aðgerðum vinnuveit-
enda, starfsmanna og starfsmann-
heilsuvemdar geta slíkar aðgerðir
dregið úr veikindafjarvistum um
nærri helming.
Það sem ræður mestu um hvort
menn geta snúið aftur til starfa er
vinnan og vinnuumhverfið, sálfé-
lagslegir þættir og það hversu
langvinnir bakverkirnir em. Vinnu
og vinnuumhverfi er mikilvægt að
haga þannig að starfsmanninum
líði sem best og að tæki og búnað-
ur séu stillt eins og hentar hverj-
um og einum. Áríðandi er að þeir,
sem þurfa að lyfta byrðum í vinnu
sinni, fái leiðbeiningar við það og
noti viðeigandi hjálpartæki. End-
urtekin „smáslys" við meðhöndlun
byrða geta leikið bak og hryggsúlu
grátt er til lengdar lætur þó að
menn finni í raun lítið fyrir þeim í
fyrstu.
Bakverkir eiga ekki aðeins rót
sína að rekja til líkamlegs álags
þ.m.t. vegna offitu,
heldur koma sálfélags-
legir þættir einnig við
sögu. Þar má nefna
kvíða, þunglyndi, mikla
ábyrgð á vinnustað,
streitu, óöryggi og
óánægju. Þetta er mik-
ilvægt í ljósi þess að
geðsjúkdómar ásamt
stoðkerfissjúkdómum
eru helstu orsakir lang-
tímaörorku. Tengsl
bakverkja og geðheilsu
eru óljós en nokkuð af
samspilinu skýrist af
því að hvort tveggja,
bakverldr og geðsjúk-
dómar, byija snemma á
ævinni. Bakverkir
byrja oft síðla á ungl-
ingsárum og fram yfir
fertugt, en algengi
þeirra er mest á ald-
ursbilinu 45 til 60 ára.
Bakverkir koma aftur_
og aftur hjá mörgum. I
Kanada hefur komið í
ljós að fimmtungur þeirra sem for-
faliast frá vinnu vegna bakverkja
gerir það aftur innan árs og 36%
innan þriggja ára. Algengast er að
fólk á aldrinum 25 til 44 ára for-
fallist aftur og aftur.
Hvað er til ráða? Mikilvægt er
að orsök bakverkja sé rétt greind
en slíkt ræður miklu um horfur og
meðferð. Auk góðrar vinnuaðstöðu
þarf að sinna heilsufari og félags-
legum þáttum eftir því sem við á
með tilliti til einstaklingsins, fjöl-
skyldu og vinnu. Mikilvægt er að
hvetja fólk til að snúa sem lyrst til
starfa aftur þar sem líkamlegar og
andlegar afleiðingar óvirkni og at-
vinnuleysis auka á fötlun sem bak-
verkir valda. Slíkri hvatningu þarf
að fylgja mat á vinnuumhverfi til
þess að forða óþarfa álagi á bak,
einkum skal draga úr störfum þar
sem einstaklingurinn þarf að
bogra, snúa upp á sig eða lyfta
þungu. Best er að skipta oft um
stöðu, sitja, standa og hreyfa sig
hóflega á víxl.
Kristinn Tómasson,
M.Sc., Dr. Med., yfirlæknir,
Vinnueftirliti ríkisins. www.ver.is
• Grein þessi er að mestu byggð á And-
erson GBJ. Epidemiological features of
chronic low-back pain. The Lancet (1999)
354:581-585 Jayson, MIV. ABC of work
related disorders: Back pain. BMJ (1996)
313:355-358
i
í
\
: