Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 * MINNINGAR + Guðjón Guð- mundsson fædd- ist á Stóra-Lamb- haga, Garðahreppi, 18. júní 1914. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans 6. ágúst sfðastliðinn og fór útfór hans fram frá Dómkirkj- unni 14. ágúst. í síðustu viku lést í * Reykjavík Guðjón Guð- mundsson raffræðing- ur, fyrum rekstrastjóri Rafmagnsveitna ríkis- ins. Guðjón var um margt sérstæður maður. Hann var hæglátur, mjög gamansamur og átti það til að vera mjög stríðinn. En hann var rökfast- ur og gat verið ákveðinn, ef þörf var á. Guðjón tengist Blindrafélaginu frá stofnun þess og allt til dauðadags. Þannig var að árið 1923 fæddist lítil stúlka inn í fjölskyldu Guðjóns. Henni var geflð nafnið Rósa Guðrún og þar hafði bæst enn eitt barnið í systkinahóp Guðjóns. Þegar Rósa var lítil missti hún sjónina alveg. Það má nærri geta hvílíkt áfall þetta hef- ur verið Rósu litlu, sem þá vai’ fjög- urra ára gömul, og einnig fyrir fjöl- skylduna. Þá var engin sérstök menntun til handa blindum bömum og leiðir til endurhæfíngar eða náms voru harla fáar. Þegar fatlað barn kemur inn í fjölskyldu, getur tvennt gerst: Ann- aðhvort verður barnið hluti fjöl- skyldunnar, tekur þátt í lífshlaupi hennar og margs konar áhugamál- um, eða barnið verður að vistast inn á stofnun eða þar til gert heimili, sem því hentar. Rósa ólst upp í for- eldrahúsum og naut foreldra sinna og systkina. Þau studdu hana og hvöttu til dáða ásamt öðrum ætt- mennum hennar. Þegar Blindrafélagið var stofnað árið 1939, varð Rósa meðal stofn- enda þess. Fljótlega varð hún í for- ystusveit félagsins og um árabil var hún formaður Blindra- félagsins og mótaði starfsemi þess mjög. Á meðan Rósu naut við, og þó nokkru eftir and- lát hennar árið 1984, naut Blindrafélagið stuðnings og starfs- krafta systkina hennar og fleiri ættmenna. Guðjón tók þátt í fé- lagsstarfi Blindrafé- lagsins af miklum krafti. Hann varð for- maður bygginganefnd- ar Blindrafélagsins, sat í stjórn þess um árabii. Og átti einnig sæti í stjóm Blindra- vinnustofunnar. Guðjón hafði yfir- umsjón með byggingaframkvæmd- um félagsins og hefur það áreiðanlega ekki verið létt verk, á þeim tímum, sem félaginu var mjög fjár vant og varð eingöngu að treysta á velvild samborgaranna. Allar raf- teikningar í eldri byggingu félagsins vann Guðjón og ætíð gaf hann vinnu sína. Á 50 ára afmæi Blindrafélags- ins árið 1989, var Guðjón sæmdur gulllampa félagsins, æðsta heiðurs- merki, sem Blindrafélagið veitir. Þegar aldurinn tók að færast yfir Guðjón, dró hann úr afskiptum sín- um af málefnum Blindrafélagins, en ætíð hélt hann sambandi við félagið og var vakinn og sofinn yfir velferð þess. Hann fylgdist vel með og var óþreytandi að miðla af þekkingu sinni á margs konar málum. Nú fer að nálgast fjóra áratugi sá tími, er ég hef verið í tengslum við Blindrafélagið. Barn að aldri gekk ég til liðs við félagið og átti því láni að fagna að kynnast mæta vel mörgum stofnendum þes. Á þessum mörgu árum hef ég komist í kynni við fjölda fólks, sem hefur lagt málefnum blindra og sjónskertra lið með marg- víslegum hætti. Guðjón er einn þeirra, sem ég og fleiri innan Blindrafélagsins minnast með miklu þakklæti og hlýhug. Hann var ekki mikið fyrir að hreykja sér, en allt, sem hann vann og gerði, var unnið af fyllsu samviskusemi og alúð. Frá Blindrafélaginu eru sendar þakkir fyrir gengnar stundir. Fjöl- skyldu hans og ættingjum vottum við dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Guðjóns Guð- mundssonar. Gísli Helgason. Undii- malbikuðu bílastæði álvers- ins í Straumsvík er bæjarstæðið Stóri-Lambhagi í Hraunum suður. Þar var Guðjón fæddur en var settur í fóstur að Straumi aðeins tveggja ára gamall. Hraunin voru fátæktar- bæli og berklaveik móðir hans var þá komin á Vífilsstaði þar sem hún lést ári síðar. Þriggja ára flutti hann með fóstur- foreldrum til Krýsuvíkur og þaðan aftur í Garðahreppinn - nú að Hlíð í Garðahverfi. Sjö ára flytur hann enn og nú til föður síns sem þá hafði stofnað nýtt heimili að Undralandi í jaðri Laugar- dalsins í Reykjavík þar sem listhús stendur nú. Enn er flutt 1923 og nú spölkorn inn í Laugardalinn að Austurhlíð, en það bæjarstæði er nú undir malbik; uðu bílastæði Laugardalshallar. í Austurhlíð gerðist faðii- Guðjóns ráðsmaður hjá Carli Olsen bónda sem var umsvifamikill athafnamaður utan búrekstrarins. Hjá Carli fóru saman stórhugur og peningaráð, jörðin var ræktuð upp, rekið svínabú og kúabú og landbúnaðartæki keypt strax og þau urðu föl. Eftir umrót bernskuáranna er komin festa og unglingsárin er Guð- jón á kafi í búskapnum í Austurhlíð. Keyrir nýmjólkinni um bæinn, fyrst á hestvögnum en síðan próflaus á vörubíl; rekur kýmar um Suður- landsbraut niður á Skelltún nyrst í Norðurmýrinni, nálægt Hlemmi; stundar heyskap í Akurey og skýtur rottur í rjáfri svinahússins sér til dægrastyttingar. Unghngsárin í Austurhlíð voru alla tíð hugstæð, enda hafði hann áhuga á landbúnaði jafnt sem land- inu sjálfu - ekki síst skógrækt og landgræðslu. Laugardalurinn var honum einkar kær en hann hafði einnig sterkar taugar til Garðahverf- isins og Hraunanna. Hugurinn stóð til menntaskóla- náms en efnin leyfðu það ekki og rafvirkjanámi varð hann að fresta um ár, því faðir hans mátti ekki missa hann frá búverkunum. Hann var einn þeirra fjölmörgu sem ekki var mulið undir í þá tíð. Starf að rafveiturekstri varð ævi- starf Guðjóns og lengst af hjá RAR- IK, Rafmagnsveitum ríkisins þar sem hann starfaði óslitið frá stofnun 1947 þar til hann fór á eftirlaun 1984. í áratugi var Guðjón einn áhrifa- mesti maðurinn í raforkugeiranum. Starfsævi hans verður ekki rakin hér en af öllu því starfi var rafvæðing sveitanna honum hugstæðust. Tengsl Guðjóns við RARIK voru áfram sterk þó hann léti af störfum og allt til hins síðasta fylgdist hann grannt með því sem var að gerast hjá fyrirtækinu og í raforkugeiranum. Minjamál voru honum hugstæð og af lifandi áhuga fylgdist hann með um- ræðu síðustu missera um fyrirhug- aðar stórvirkjanir og nýtingu lands- ins. En áhugamálin voru síður en svo bundin við starfsvettvanginn, þau voru óþrjótandi. Leikhús og menn- ingannál í víðustu merkingu, um- hverfismál og stjórnmálin ekki síst - þjóðmálaumræðan eins og hún lagði sig. Andinn var frjór og fjörugur og hann lét sig málin varða. Þegar undirritaður hóf störf hjá RARIK fyrir hart nær aldarfjórð- ungi er sérstaklega minnisstætt hversu Guðjón var laus við alla íhaldssemi, þrátt fyrir þrjátíu ára starf í fyrirtækinu. Allai- tillögur þóttu umræðu verðar, þótt þær væru óvenjulegar eða róttækar og gengju þvert á viðteknar venjur. Þrátt fyrir mikinn aldursmun náð- um við strax vel saman og allan tím- ann eftir starfslok hans höfum við haldið góðu sambandi, alveg fram undir það síðasta. Fyrir þær mörgu ánægjulegu og lærdómsríku sam- verustundir vil ég þakka nú að leið- arlokum. Þeim fer ört fækkandi sem svo sannarlega upplifðu tímana tvenna. Það er ekkert sameiginlegt með samfélaginu á bernskuárum Guðjóns og samfélagi nútimans, nema mann- fólkið sjálft - það er samt við sig. Hann átti langa, viðburðaríka og góða ævi. Við Sigríður þökkum honum sam- fylgdina og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð, en vegna dval- ar erlendis gátum við því miður ekki verið viðstödd útförina. Guðmundur Guðmundsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast fyrsta yfirmanns míns hjá Rafmagnsveitum ríkisins - Guðjóns Guðmundssonar. Fyrir bráðum tuttugu og sjö árum hóf ég störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins og var Guðjón fyrsti yfir- maður minn. Þá var starfsemi RAR- IK stór í sniðum og fjöldi starfs- manna og alltaf mikið um að vera. Starf mitt hjá RARIK í upphafi fólst m.a. í ritarastörfum íyrir Guðjón. Guðjón var hafsjór af fróðleik og hafði ríka þörf fyrir að koma á blað skoðunum sínum á þeim málefnum sem honum lágu á hjarta. I öll þau ár sem við unnum saman féll aldrei skuggi á samstarf okkar. Áhugamál Guðjóns voru mörg og margvísleg en það sem mér stendur kannski næst er áhugi hans á góðri tónlist. Árið 1980 réðumst við nokkr- ir vinnufélagar hjá RARIK í að stofna kór - okkur til mikillar ánægju - og studdi Guðjón okkur af heilum hug og var alltaf til staðar á tónleikum kórsins. Mig langar fyrir hönd RARIK-kórsins að þakka hon- um fyrir allan þann stuðning og ein- lægan áhuga hans á því sem kórinn tók sér fyrir hendur gegnum árin. Alltaf þegar Guðjón kom í heim- sókn á skrifstofu RARIK eftir starfslok hans þar hafði hann tíma til að stoppa hjá mér og spjalla. Síðasta heimsókn hans verður mér eftir- minnileg, en þá varð mér ljóst að Guðjón vinur minn gekk ekki heill til skógar, en að svo skammt væri að leiðarlokum gerði ég mér ekki grein fyrir. Að lokum langar mig til að þakka Guðjóni fyrir alla þá vinsemd og vin- áttu sem hann sýndi mér í gegnum árin. Fjölskyldu Guðjóns sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Ásgerður Á. Pálsdóttir. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON BJÖRNHÓLM ÞORS TEINSS ON + Bjöm Hólm Þor- steinsson fæddist á Akureyri 1. apríl 1980. Hann lést af slysförum 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 17. ágúst. Elsku Bjössi. Að fá að þekkja þig, og að fá að njótar ástar þinnar þetta ár er ég innilega þakklát fyrir, og að þurfa að kveðja þig á þennan hátt finnst mér eins og að kveðja stór- an hluta af hjarta mínu og sál. Jafnt því að vera yndislegur * v unnusti varstu mér sem besti vin- ur og sálufélagi. Þú stóðst alltaf við hlið mér í veikindum og sorg- um og ég trúi því að þú munir gera það áfram þótt ég sjái þig ekki og fái ekki að finna fyrir faðmlögum Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I WH blómaverkstæði 1 IIIinnaII Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. þínum og kossum. Að minnast glað- værðar þinnar og styrkleika hjálpar mér 'að komast yfir sorgina sem nístir hjarta mitt. Þér hlotn- aðist sá hæfileiki að geta litið á lífið björt- um augum og þér tókst alltaf að kæta mig og alla í kringum þig. Hvert sem þú komst náðir þú að vinna hjarta og sál allra sem þú kynntist og verður þín sárt saknað af öllum sem nokkru sinni hittu þig. Elsku Bjössi minn, þú varst fyrsta ástin mín og þú munt eiga stað í hjarta mínu um alla eilífð. Þú varst eins og nýtt ferskt jarð- arber, alltaf geislandi af fegurð. Stundum súr, því það komu slæmir dagar. En þú varst alltaf og munt ætíð verða annar betri helmingur hjarta míns. Guð geymi þig. Þín heittelskaða, Edith O. Elsku Bjössi. Að hafa fengið að eiga þig sem bróður er mér allt. Allar þær stundir sem við áttum saman eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Eins og þegar ég spautaði á mig ilmvatni í bílnum þínum, það leist þér sko ekki á, svo þegar ég var að hjálpa þér að vinna í sjoppunni og við vorum bæði svo útkeyrð að við settumst inn í bílinn þinn og hlustuðum á Bubba. Svo ef ég var veik stóðstu alltaf við hlið mér eips og stytta. Elsku bróðir minn. Ég á eftir að sakna þín svo sárt, ég á eftir að sakna þess að geta ekki litið til hliðar í næsta rúm og séð þitt fal- lega andlit og að heyra ekki í tón- listinni í bílnum þínum langar leið- ir og að hafa ekki neinn til að deila þeim hlutum með sem ég bara deildi með þér. Ástin mín, það er svo mikið sem mig langar að segja þér, en nú ert þú á betri stað og líður miklu betur. Ég geymi allar minningarnar í brotnu hjarta mínu. Elsku besti bróðir minn. Ég kveð þig nú en ekki í síðasta sinn því við munum hittast aftur á betri stað. Stórs hluta hjarta míns er sakn- að og enginn getur lifað án hlutar sem vantar, þú ert sá hluti, þín sárt er saknað. Þín litla systir að eilífu. Gunnlaug. Það er með sárum söknuði þeg- ar ég hugsa til þess að þú sért tek- inn burt frá okkur í blóma lífs þíns, elsku Brói minn, og ótal hugsanir fara um huga minn þegar ég hugsa um og minnist þeirra stunda sem við áttum saman þótt um skamman tíma væri. Það kemur þó fyrst upp í huga minn hve hlýr og góður þú alltaf varst við okkur og alltaf tilbúinn til að hjálpa mér, hvort sem það var að ná í mig eða keyra mig þangað sem ég þurfti, eða aðstoða mig á einhvern annan hátt. En nú þegar þú ert kominn í faðm Drottins þá er það með sár- um og þungum tárum að ég kveð þig núna í þetta sinn, elsku Bjössi minn. En eitt er þó til huggunar, að ég veit að þú ert á góðum stað og að alltaf verður þú eins og fallegt blóm greipt í hjarta mér. Fallegar rósir lifna og visna síð- an en fegurð þeirra og hlýja lifa í minningu alla tíð og eins er það með þig. Ég fel því góðum Guði að taka þig í faðm sinn og líta eftir þér en kveð þig með trega. Einnig vildi ég biðja almáttugan Guð að taka þær Helgu Sjöfn og Fjólu, sem með þér fóru, í sinn faðm og bið Drottin að vaka yfir fjölskyldum þeirra. Þín systir að eilífu. Birna Hólm. Elsku vinur og frændi. Það kom mér á óvart þegar ég fékk hring- inguna um að nú værir þú farinn. Allar minningarnar um þig eru svo margar að hvergi er hægt að koma þeim hér fyrir, nema bara að geyma þær í huganum. Ég minnist þín alltaf sem góðs og skemmtilegs stráks, þú varst alltaf vinur vina þinna og hljópst í skarðið þegar eitthvað amaði að. Ég veit að þér líður vel, en ég á samt alltaf eftir að sakna þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ég votta fjölskyldu Björns Hólms og öðrum ástvinum samúð mína. Elva Björk Óskarsdóttir. Elsku Bjössi okkar. Þegar við fréttum af þessu hræðilega slysi ætluðum við ekki að trúa því. Það er svo erfitt að átta sig á því að þetta hafi gerst. Við söknum þín öll og getum ekki hætt að sjá fyrir okkur þennan hræðilega atburð. Þegar við krakkarnir hittumst úti í sjoppu biðum við ósjálfrátt eftir svarta bílnum og tónlistinni. Það brást ekki að þegar þú varst að vinna eða varst úti í sjoppu voru alltaf allir krakkarnir í kring- um þig að spjalla og hlusta á tón- list. Þú varst alltaf í góðu skapi og reyndir að koma þeim sem voru leiðir í gott skap, svo komst þú okkur alltaf til að brosa. Þegar ballið var með Utangarðs- mönnum varst þú að vinna og það gat enginn leyst þig af, þig sem langaði svo að fara, en þrátt fyrir það varstu hress og skemmtilegur. Kæri vinur. Þú veist að það fólk sem deyr ungt er það fólk sem Guð elskar mest. Megi Guð geyma þig, Helgu og Fjólu. Elsku Gulla og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Arndís, Súsanna, Pálína, Hanna, Valný og Anna Karen. Bjössi var alltaf skemmtilegur og þegar maður var í vandræðum var hann til í að hjálpa eða þegar maður þurfti að fara eitthvað var hann til í að skutla manni. Þegar maður keypti bland í poka fyrir 50 kr. þá gaf hann manni alltaf fyrir 150-200 kr. Alltaf þegar maður kom heim úr vinnunni þá var mað- ur vanur að heyra dúndrandi tón- list úr bílnum hans. Hann vildi gera allt fyrir alla og hann vildi vera vinur allra og ef hann átti einhverja óvini þá reyndi hann að verða vinur þeirra. Hann var einn góðhjartaðasti drengur sem ég hef hitt og ég mun alltaf muna eftir brosinu hans (fallegt bros). Einn af vinum hans._ Kristján Ulfarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.