Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 1
4 II STOFNAÐ 1918 188. TBL. 88. ARG. LAUGARDAGUR 19. AGUST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þrotlaust unnið að björgunartilraunum við sokkna rússneska kafbátinn Enn sögð veik von um að einhverjir séu á lífí Múrmansk. Reuters. VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti lét svo um- mælt í gær að það hefði verið lítil von til þess frá upphafí að takast mætti að bjarga áhöfn kjarn- orkukafbátsins Kúrsk, sem nú hefur hvílt laskað- ur á botni Barentshafs í viku. Háttsettur foringi í rússneska flotanum sagði hins vegar að enn væri von til þess að fínna mætti einhverja á lífi af þeim 118 manns sem um borð eru. Pútín, sem sneri til Moskvu í gær úr sumarleyf- isdvöl við Svartahaf, varðist ásökunum um að hafa sýnt slysinu skeytingarleysi. Sagði hann það hafa verið sína fyrstu ósk, eftir að honum barst tilkynningin um hvað gerzt hefði, að fljúga beint á vettvang. Hann hefði hins vegar ákveðið að gera það ekki vegna hættunnar á að vera hans þar gæti truflað björgunaraðgerðir. Yfirmaður rússneska norðurflotans, Vjatsjesl- av Popov, talaði í gær í fyrsta sinn opinberlega um slysið. Sagðist hann enn halda í veika von um að hægt væri að bjarga skipverjum Kúrsk. „Öll nwlrn .flnlrmn Lrifl 1V Knínrrf r,/í nimií ..nul*-n-fv,I • n 2S unvd nui-aiio I1Í3Ilii Ucuizit au cmu vexiYcim, au bjarga fólki, að bjarga sjóliðunum okkar. Nú ger- um við allt sem okkur er frekast unnt. Mennirnir í björgunarhylkjunum eru uppgefnir, en þeir unna sér ekki hvíldar. Þeir vita að þarna niðri eru fé- lagar þeirra,“ sagði hann í samtali við rússneska ríkissjónvarpið RTR. Popov staðfesti, að bank eða annað lífsmark hefði ekki verið numið frá skipverjum Kúrsk frá því á mánudag. Neyðarlúgan sögð skemmd Igor Babenko, talsmaður flotans, sagði á blaða- mannafundi í Múrmansk að fjórum sinnum hefði tekizt að stýra björgunarhylki að neyðarlúgu Kúrsk, en í öllum tilvikum hefði misheppnazt að festa hylkið loftþétt yfir lúgunni. Annar talsmað- ur flotans sagði í Moskvu að sjálf neyðarlúgan væri líklega skemmd, sem gerði björgun enn erf- Reuters Sérþjálfaður kafari brezka sjóhersins hugar hér að búnaði þeim sem vonazt er til að nýtist til að tengja LR5-björgunarkafbátinn, sem sést í baksýn, við björgunarlúgu Kúrsk. Gert er ráð fyrir að brezk-norska björgunarliðið komist á vettvang í Barentshafi í dag. iðari, jafnvel þótt hins sérsmíðaða brezka björg- unarkafbáts nyti við, sem væri á leiðinni á vett- vang. Um 20 skip og fjöldi þyrla og flugvéla eru notuð við björgunarstarfið, þótt það mæði mest á björg- unarmönnum í köfunarhylkjunum. Að sögn RTR-sjónvarpsins hafði einu sinni rétt tekizt að tengja björgunarhylki við kafbátinn, en síðan varð frá að hverfa þar sem rafhlöður tæmd- ust og komust björgunarmenn upp á yfirborð við illan leik. Popov flotaforingi sagði Kúrsk hafa laskazt í sprengingu í bátnum, en verið væri að kanna hvað hefði valdið henni. „Það varð sprenging í einu rými í kafbátnum, en ástæðan fyrir sprenging- unni gæti hafa verið utanaðkomandi - ég á við árekstur, eða sprenging um borð,“ sagði hann. Virðist þessi skýring hans vera tilraun til að tengja tvær tilgátur um orsök slyssins sem áður hafa komið fram. Rússar hafa áður sagt að þeir teiau árekstur hafa vaiáio skemmdunurn á KÚl'sk, en jarðskjálftafræðistofnunin í Noregi segist hafa numið tvær sprengingar á hafsvæðinu, þar sem Kúrsk sökk sl. laugardag, með um tveggja mín- útna millibili. Sú seinni hefði verið álíka sterk og sprengikraftur tveggja tonna af TNT. Bretar og Norðmenn á svæðið í dag Áætlað var að björgunarlið frá Bretlandi og Noregi næði á slysstaðinn í dag, skip með hinn sérhannaða brezka björgunarkafbát íd. 14 að ís- lenzkum tíma og sérþjálfaðir norskir djúpkafarar um sjö tímum síðar. Sennilega er LR5 síðasta von áhafnar Kúrsk, en hann er nýsmíðaður og hefur aldrei verið reyndur við aðstæður eins og þar sem Kúrsk liggur, á rúmlega 100 metra dýpi þar sem sterkir hafstraumar leika. ■ Spurningar vakna/29 Atkvæði til sölu BANDARÍSKA netþjónustu- fyrirtækið eBay greindi frá því í gær, að það hefði stöðvað tilraunir fólks til að selja at- kvæði sitt í komandi forseta- kosningum á uppboðssíðu eBay. Hjá vefgáttinni Yahoo mun tilrauna til atkvæðasölu einnig hafa orðið vart. Segir í fréttatilkynningu frá eBay að fyrirtækið hefði feng- ið fjölda ábendinga um upp- boð, þar sem atkvæði einstakl- inga voru boðin til kaups. Var byrjunarboð einn Bandaríkja- dalur, andvirði tæpra 80 króna. Að sögn Kevins Purs- glove, talsmanns eBay, voru að minnsta kosti þrjú uppboð á Netinu stöðvuð í gær, þar sem slíkar atkvæðasölutil- raunir uppgötvuðust. „Hvers vegna ætti hinn bandaríski borgari að vera skilinn eftir slyppur og snauð- ur? Þingmenn selja hæstbjóð- anda sín atkvæði reglulega," sagði maður sem bauð atkvæði sitt til sölu. Hann gat ekki nafns öðru vísi en sem „cel- ebpikz". Gore bætir stöðuna Los Angeles, La Crosse. Reuters. AL Gore og George W. Bush, fram- bjóðendur demókrata og repúblík- ana í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum 7. nóvember nk., hófu kosningaherferðh' sínar í gær í kjöl- far landsþings demókrata sem lauk í Los Angeles á fimmtudag. Gore hlaut yfirleitt góða dóma fyr- ir ræðu sína á þinginu meðal óháðra kjósenda í rýnihópi sem lét álit sitt í ljós meðan á ræðunni stóð. Óákveðn- ir kjósendur gáfu Gore yfir 50 stig af hundrað, sem er meira en Bush fékk fyrir sína ræðu á landsþingi repúblíkana. Skipuleggjendur skoðanakönnun- arinnar sögðu að konur hefðu yfir- leitt gefið Gore mun betri einkunn en karlar. 60% óákveðinna kjósenda gáfu Gore jákvæða einkunn fyrh- ræðuna í heild. Svo virtist í gær sem þessi já- kvæðu viðbrögð við ræðunni skiluðu sér í betri útkomu í skoðanakönnun- um, þar sem spurt er hvorn fram- bjóðandann, Bush eða Gore, kjós- endur vilja frekar sjá taka við lyklavöldum að Hvíta húsinu. Fyrir- tækið Voter.com Battleground birti í gær niðurstöður könnunai' sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, síð- Reuters A1 Gore, ásamt konu sinni, Tipper, og Joseph Lieberman með konu sinni, Hadassah, hefja kosningaferð á fljútabáti í Wisconsin í gær. ustu daga flokksþingsins. Mældist fylgi Bush 47% en Gores 42%, sem er mun minni munur en mældist í byrj- un vikunnar, þegar Bush var með 10% forskot á keppinautinn. Gore og varaforsetaefni hans, Jos- eph Lieberman, lögðu í gær upp í Reuters Andakt 1 Róm UNGIR kaþúlikkar haida á kertum í bænagöngu um götur Rúmar í gær. Heimsmút kaþúlsks æskulýðs nær hámarki á morgun, þegar reiknað er með að allt að 1.200 þús- und manns frá 163 þjúðlöndum verði við messu í útjaðri Rúmar. --------------- kosningaferðalag á fljótabáti eftir Mississippi-fljóti frá Wisconsin til Missouri. Bush og varaforsetaefni hans, Dick Cheney, voru í gær á heimaslóðum Gores í Tennessee-ríki. ■ Varamaðurinn/30 Reynt að blása lífi í friðarum- leitanir Tel Avív, Tókýó, Jerúsalem. AFP, Reuters. DENNIS Ross, sérlegur samninga- maður Bandaríkjastjórnar í mál- efnum Miðausturlanda, reyndi í gær að sannfæra leiðtoga ísraela og Pal- estínumanna um nauðsyn þess að halda annan leiðtogafund þar sem friðarsamningum yrði náð. Ross átti viðræður við Ehud Barak, forsætis- ráðherra ísraels, og háttsetta emb- ættismenn úr röðum Palestínu- manna í gær en ótti við hryðjuverk í ísrael, afstaða ísraelsstjórnar og nýlegar yfirlýsingar Yassers Arafat, leiðtoga Palestínumanna, virðast til þess fallnar að veikja vonir um að varanlegur friður náist áður en Pal- estínumenn lýsa yfir sjálfstæðu ríki hinn 13. næsta mánaðar. Israelska ríkisstjórnin tjáði Ross á fimmtudag að engin von væri til þess að annar leiðtogafundur yrði haldinn nema Palestínumenn breyttu afstöðu sinni. En ráðuneyti Baraks staðfesti í gær, að Bill Clint- on Bandaríkjaforseti myndi eiga tvíhliða fundi bæði við Barak og Ara- fat þegar þeir verða allir saman- komnir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Arafat varar við „sprengingu" Arafat, sem staddur var í Japan í gær að afla sjálfstæðu Palestínuríkis stuðnings, sakaði Israelsstjórn um að taka friðarferlið ekki alvarlega og varaði við því að ef samningar tækj- ust ekki yrði friðarferlið fyrir „sprengingu". Sagði hann tregðu Baraks til að standa við gefin loforð um stöðu Jerúsalem vera það sem hindraði samninga nú. MORGUNBLAÐtÐ 19. ÁGÚST 2000 0900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.