Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Spár f im hagnað <3g rafmvanjíarjtjr hagnaðfjr f> fyrri fííriRí ÍTCfrrc fifí fjrrírfTCfrjr/m cnm mynrí,-, Urvmfnvínifnfrr Vfif Upphæðir I milljónum króna Meðalspá Raun- Hagnaður Frávik verðbréfa- verulegur mínus meðalspár Félag fyrirtækjanna hagnaður meðalspá fráhagnaði Baugur hf. Búnaðarbanki íslands hf. 334 393 Ekki búið að skiia uppgjöri 339 -54 16% Flugleiðir hf. -1274 -1197 77 6% Grandi hf. 268 Ekki húið aö skila unnniöri Hf. Eimskipafélag islands 660 523 -137 26% Íslandsbanki-FBA hf. 1264 750 -514 69% Landsbanki íslands hf. 573 503 -70 14% Marel hf. 155 98 -57 58% Opin kerfi hf. 180 137 -43 31% Samherji hf. 394 Ekki þúið að skila uppgjöri Ekkibúið að skila uDoaiöri -49 Skeljungur hf. 236 158 -78 49% Tryggingamiðstöðin hf. 111 99 -12 12% Þormóður rammi-Sæberg hf. 165 20 -145 723% Össur hf. -2122 -3553 -1431 40% Meðalspá Búnaðarbankans verðbréfa, Islandsbanka-FBA, Islenskra verðbréfa, Kaupþings, Landsbankans viðskiptastofu og Landsbréfa Of mikil bjartsýni í spám verðbréfa- fyrirtækj anna ELLEFU fyrirtæki af þeim flmm- tán sem mynda úrvalsvísitölu Verð- bréfaþings íslands hf. (VÞÍ) hafa nú skilað milliuppgjörum sínum. Fyrsta júlí sl. birti Morgunblaðið spár nokk- urra verðbréfafyrirtækja um af- komu þessara félaga og sú niður- staða sem nú liggur fyrir er töluvert lakari en fram kom í spánum. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu skila öll fyrirtækin, að Flugleið- um hf. undanskildum, verri afkomu en verðbréfafyrirtækin spáðu og munar að meðaltali 32% ef Þormóð- ur rammi-Sæberg er tekinn út úr, en skekkjan þar er afar mikiL Þessi fyr- irtæki skila líka öll verri afkomu en í fyrra, að undanskildum Opnum kerf- um. Skýringin á því að Flugleiðir eru með betri niðurstöðu en verðbréfa- fyrirtækin gerðu ráð fyrir er líklega sú að í uppgjöri þess er skattskuld- binding upp á 537 milljónir króna sem komin er til af sölu eigna. Ef þessi óreglulega tekjufærsla er tekin út úr rekstrarreikningi félagsins er tap þess 1.734 milljónir króna í stað 1.256 milljóna. Tap er þá 460 milljón- um króna undir meðalspá sem þýðir að frávik meðalspár írá hagnaði er þá 27%. fatnaði Rýmum til fyrir nýjum vörum. Aðeins fjögur verð f rá 500 NATAMA TÍSKWÖRWVERSLWN - LAÖQAVEQI 87 - SÍMI 511 6665 30% minni hagnaður Landsbanka Islands HAGNAÐUR Landsbanka íslands hf. minnkaði um 30% á fyrri helmingi þessa árs frá sama tíma í fyrra og var 503 milljónir króna nú en 722 milljónir þá. Eiginfjárhlutfall miðað við CAD-reglur lækkaði lítillega og var 8,7% í lok júní, en arðsemi eigin fjár fór úr 14,8% í fyrra í 8,8% nú. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að afkoma af hefð- bundinni bankastarfsemi hefði batn- að verulega. Hann taldi að þessi bati væri um hálfur milljarður króna ef tekin væri saman aukning í hreinum vaxtatekjum og þóknunartekjum. Á móti sagði hann bankann hafa orðið fyrir tapi af markaðsskuldabréfa- eign upp á svipaða tölu og þess vegna sæist þessi bati ekki í hefð- bundnu starfseminni. Halldór sagði einnig að mikill árangur væri að nást í lækkun rekstrarkostnaðar og að það sæist best á því að rekstrargjöldin á tíma- bilinu hækkuðu um 10% en heildar- eignir bankans ykjust um 20% frá sama tímabili í fyrra. Halldór sagðist telja að þetta sýndi að verið væri að bæta grunnrekstur bankans veru- lega milli ára. Markaðsskuldabréf bókfærð á 660 m.kr. yfir markaðsverði f Landsbanki íslands m. ÆLm Úr milliuppgjöri samstæðu 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna Vaxtagjöld Hreinar vaxtatekjur Aðrar rekstrartekjur Hreinar rekstrartekjur Rekstrargjöld Framlag á afskriftarreikning Skattar Hagnaður af reglulegri starfsemi 9.640,4 6.721.7 2.918.7 1.576,0 4.494.7 3.287,0 526.3 178.3 503,1 7.025,0 4.467.3 2.557,8 1.720.4 4.278,2 2.974,7 565,1 16,6 721,8 +37,2% +50,5% +14,1% -8,4% +5,1% +10,5% -6,9% +974,1% -30,3% Hagnaður tímabilsins 503,1 721,8 -30,3% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 216.477,2 193.139,8 +12,1% Eigið fé 11.602,7 11.436,2 +1,5% Skuldir 204.874,5 181.703,6 +12,8% Skuldir og eigið fé samtals 216.477,2 193.139,8 +12,1% Kennitölur jan. -júní 2000 1999 Breyting Arðsemi eigin fjár 8,8% 14,8% Eiginfjártilutfall 8,7% 8,8% Vaxtamunur 2,9% 3,0% Vaxtahækkun á fyrri hluta ársins gerði það að verkum að markaðs- skuldabréf féllu í verði og sést þessa stað í eignasöfnum fjármálafyrir- tækja. Landsbankinn átti í lok júní samanlagt 25,7 milljarða króna í markaðsskuldabréfum, þar af 10,3 milljarða í veltubók en 15,4 milljarða í fjárfestingarbók. Þau bréf sem færð eru í fjárfestingarbók þarf ekki að færa á markaðsverði og var bók- fært verð þeirra 660 milljónum króna yfir markaðsverði. Þetta þýðir með öðrum orðum að hefðu þessi bréf verið lækkuð niður að markaðs- verði og færð til gjalda í rekstrar- reikningi hefði bankinn verið rekinn með tapi á fyrri helmingi ársins. Á móti má nefna að bankinn á töluvert af skráðum hlutabréfum í fjárfest- ingarbók og eru þau vanmetin um 407 milljónir króna í reikningum bankans. Gæði útlána að aukast Landsbankinn greiddi 550 milljón- ir króna inn á afskriftareikning í ár en 570 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Spurður um þessa lækkun og útlán bankans almennt sagðist Hall- dór teija að gæði þeirra hefðu aukist á fyrstu sex mánuðum ársins. Út- lánaaukningin hefði aðallega verið í gegnum fjárfestingarbankastarf- semina til stórra fyrirtækja vegna fjárfestinga, en aukningin hefði verið mun minni til almennings í gegnum almenna viðskiptabankakerfið. Halldór var spurður hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af að eigin- fjárhlutfallið hefur lækkað úr 9,6% um áramót í 8,7% um mitt ár. Hann sagðist ekki telja svo vera, því á fyrri hluta ársins hefði verið greiddur út arður og hlutfallið mundi hækka á seinni hluta ársins. Stefna bankans væri að vera með eiginfjárhlutfall á bilinu 9-10%. Á fundi bankaráðs Landsbankans í gær var samþykkt að koma á kaup- aukakerfi fyrir starfsmenn. Kerfið er tvíþætt, annars vegar kaupauki sem byggist á því að rekstrar- markmiðum bankans hafi verið náð og hins vegar kaupréttur að hluta- bréfum í bankanum. Morgunblaðið/Sverrir Landsbanki íslands tapaði um hálfum milljarði króna af markaðsskuldabrófaeign á fyrri hluta ársins. Mikil viðskipti með hlutabréf deCODE á formarkaði í gær GENGI á hlutabréfum deCODE genetics hækkaði um 2,5 Banda- ríkjadali í viðskiptum á Nasdaq í gær og var lokagengið 27,06, en hæst fór gengið í 30,50 í gærmorg- un. Lokagengið í fyrradag var 24,56 Bandaríkjadalir. Benedikt Pálmason, sérfræðing- ur hjá Búnaðarbanka íslands- Verðbréfum, segir að mikil við- skipti hafi verið á formarkaðnum í Bandaríkjunum. Það séu viðskipti sem eigi sér stað utan hefðbundins tíma, þ.e. áður en opnað er. Hann segir að viðskiptin á formarkaðnum hefðu verið með tæplega 80 þúsund hlutabréf, sem sé mun meira en venjulega. Á hádegi vestanhafs hafi veltan verið komin í 1,8 milljónir bréfa. „Þetta er feikilega mikil velta en hún nemur um 51 milljón Bandaríkjadala og er mesta velta sem orðið hefur með bréf í deCODE hingað til fyrir utan fyrstu tvo dagana er bréfin voru boðin til kaups. Ég tel að íslend- ingar eigi einhvern þátt í þessum viðskiptum. Gengið var svo að trappast niður eftir því sem leið á daginn,“ segir Benedikt. Islensk erfðagreining og F. Hoff- mann-La Roche tilkynntu í gær að vísindamenn íslenskrar erfðagrein- ingar hefðu kortlagt erfðavísi sem leggur nokkuð af mörkum til myndunar alzheimer-sjúkdómsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.