Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ -<■ Dýraglens Grettir Ferdinand Ásar eru hærri en kóngar, ekki satt? Gosar Hvað sem hann heitir Kóngar eru hærri en drottningar. Og drottningar eru hærri en Flosar.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Margt býr í þokunni Aðalheiður Jónsdóttir skrifar: JÆJA, þá hafa laun forseta íslands verið hækkuð og þó ekki hækkuð, því sjálfur á hann alls ekki að fá meira í sinn hlut en verið hefur, aðeins að hækka sem nemur skattinum sem hann á að borga af launum sínum eins og aðrir landsmenn, ekki sýnist ástæða til að gagnrýna það. En ann- að er vægast sagt undarlegt, forsæt- isráðherra fullyrti á sínum tíma að aðrar hækkanir kæmu ekki til greina. Segja má að margt býr í þok- unni. Nú gerist það að sex einstakl- ingar fá launahækkanir og þær ekki svo litlar. Vissi forsætisráðherra ekki að handhafar forsetavalds fengju launahækkanir; þeir heiðurs- menn forsætisráðherra, forseti Al- þingis og forseti Hæstaréttar? Vissi hann ekki að fyrrverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, fengi helm- ingslaunahækkun, hafði 500.000 krónur í eftirlaun auk ýmissa fríð- inda en fær nú 1.000.000 króna eftir- laun á mánuði? Vissi hann ekki að Halldóra Eldjárn, ekkja Kristjáns Eldjáms fengi nú 600.000 krónur í eftirlaun eftir mann sinn? Hvers vegna þessi blekkingarleikur? Voru allar þessar hækkanir, eftir allt sam- an, geymdar í heilabúi forsætisráð- herra þrátt fyrir allar fullyrðingar um að engar launahækkanir yrðu? Mér sýnist reyndar að allt þetta fólk hafi fengið launahækkanir nema for- seti íslands. Var leikurinn til þess gerður að hækka laun þessa fólks? Svona skrípalæti eiga ekki að geta gerst hjá alvöru þjóð. Hún getur ekki sætt sig við að hafa í forystu menn sem ekkert mark er takandi á. Hér gæti verið fyrirmyndar þjóðfé- lag ef stjómað væri af réttsýni og mannviti. En hvað gerist ef hvomgt er fyrir hendi? Hér er góðæri, segir Davíð, það hljómar nógu fagurlega en fjöldi fólks verður ekkert vart við góðærið hans Davíðs, heldur aðeins vaxandi dýrtíð. Þjóð á villigötum Þjóðarsálin er sjúk, hún hefur vað- ið í villu og svíma svo lengi, þekkir ekki sjálfa sig og veit ekki hvar hún stendur, hún hefur gengið með mein- semd í maganum án þess að gera sér grein fyrir því. En hún hefur að mestu leyti kallað þetta yfir sig, það verður hún að skilja ef hún á að fá lækningu, hún hefur flotið sofandi að feigðarósi. Nú er annaðhvort að duga eða drepast! Hún verður að endurskoða afstöðu sína, gagnrýna sjálfa sig miskunnarlaust og skera upp herör gegn þeim sem eiga sinn þátt í ófömm hennar. Þijátíu þúsund manns undir hungurmörkunum er hrikalegt ástand hjá einni af ríkustu þjóðum heims. Er það þolandi leng- ur? Hvað á allt þetta fólk að gera, sem ekki getur lifað af laununum sín- um? Leita til hjálparstofnana eða deyja úr hungri eins og fjöldi fólks í fátækustu löndum heims? Dauðinn er reyndar það sem allir verða ein- hvern tíma að lúta, líka þeir sem skammta sér og öðram kjörin hér á jörð. Verða þeir þá ekki jafn snauðir, þegar kallið kemur, eins og þeir sem ekki gátu lifað af laununum sínum? -Nei, svo þarf ekki að vera, kannski ákveða þeir að svo miklir fjármunir verði lagðir í kistumar þeirra, geng- ið svo vígreifir með peningapokana sína upp að hinu Gullna hliði. Líklega ættu þeir að komast þangað ekki síð- ur en kerlingin hans Jóns, sem þrammaði þangað með sálina hans Jóns síns lokaða inni í skjóðu alla leið upp að hinu Gullna hliði og líklega gætu þeir ekki síður en hún kvatt þar dyra - sýnt Sankti Pétri hvað þeir ættu undir sér - hér væm sko engir ölmusumenn á ferð. V erkalýðshreyfí ngin á brauðfótum Ég ætla að bregða mér dálítið aft- ur í tímann og líta á samskipti þáver- andi ríkisstjórnar og verkalýðs- hreyfingarinnar, mig minnir að Steingrímur Hermannsson hafi þá verið forsætisráðherra. Þá samdi verkalýðshreyfingin við ríkisstjórn- ina um að greiðslur til aldraðra og öryrkja skyldu miðast við lægstu laun og fylgja almennri launaþróun (mig minnir að þá hafi einnig verið hækkuð skattleysismörkin). Þetta gekk alllangan tíma, allt þar til ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar og Fram- sóknar komst til valda. Þá var eitt af hennar fyrstu verkum að lækka skattleysismörkin niður í 63.000 krónur og kippa greiðslum til aldr- aðra og öryrkja úr sambandi við al- menna launaþróun, svo að síðan hafa kjör þessara hópa stöðugt rýrnað. Þetta er einn af þeim smánarblettum sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar getur aldrei af sér þvegið - og ekki datt verkalýðshreyfingunni í hug að hreyfa mótmælum. Kannski hefur hún fengið smá dúsu fyrir að þegja. Annars virðist verkalýðshreyfingin búin að vera sem slík, að minnsta kosti þegar hún er að semja fyrir hina lægst launuðu. Þá virðist það vera atvinnurekendur og ríkisstjórn sem ráða ferðinni. Það em þeir lægst launuðu sem eiga að gæta þess að stöðugleikinn haldist 90.000 kr. eftir þrjú eða þrjú og hálft ár í mánaðar- laun. Getur þetta gengið endalaust? Þeir verkalýðsforingjar sem ekki vilja sætta sig við svona smánar- samninga em reknir úr forystusæti. Svona er þróunin á íslandi í dag, rétt áður en siglt er inn í nýja öld. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Fumgerði 1, Reykjavík. — MAUVIEL Koparpottar og -pönnur Frönsk gæðavara (uppáhald fagmanna) PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.