Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 45 LISTIR Rætur / Þræðir / Hrat Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Jdna Imsland: An titils, handunnin hör og ull, 1999. Hansi Huber. Fk:ttai hör og viður> 1999. MYJVDLIST Hafnarborg Sverrissalur Apótck HÖR Beate Maria Friedl/Evelyn Gyrcizka/Guðrún Jónsdúttir Kol- beins/Guðrún Marinósdóttir/ Hrafnhildur Signrðardóttir/ Ingibjörg Styrgerður Haraldsdótt- ir/Ingiríður Oðinsdóttir/ Jóna A. Imsland/María yalsdóttir/ Auður Vésteinsdóttir/Ólöf Einarsdóttir/ Þorbjörg Þórðardóttir/ Þuríður Dan Jónsdóttir/ Hansi Humber. Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. HÖR er merkilegt og nytsamt efni, vinnsla þess samofín sögu mannsins um þúsundir ára, þótt iðnbyltingin hafi að stórum hluta stöðvað þá þróun, önnur og auð- unnari efni í sívaxandi mæli komið til sögunnar. Linum usiatissimum, er einsárs planta af ætt tvíkímblaða runna eða jurta með um 220 tegundir og hefur verið ræktað í 4-6000 ár í Austur- álfu. Linaceae, eða jurtir af línætt eru með sterkbyggðar seigar trefj- ar í rótum og auðugar af línolíu, var ræktað á Islandi til forna og er ræktað víða um lönd til framleiðslu á spunalínþráðum/ hör, og vegna fræolíunnar. Ein tegund vex villt á Islandi, villilín, Linum catharticum, með hvít blóm 10-20 sm á hæð, er fremur sjaldgæft og sumar upp- sláttarbækur segja villilín ekki þekkt fyrirbæri, þá hafa nokkrar tegundir verið ræktaðar í görðum hér á landi. Lín er nytsamt til margra hluta, en hefur aðallega verið notað í klæði og dúka, jafnvel er til fínn skrifpappír með lérefts- áferð. Aríar fluttu línfræið til Evrópu á sínum tíma. Myndlistarmenn og hönnuðir hafa sem kunnugt er í vaxandi mæli leitað til upprunalegra efna fortíðar og á það jafnt við um samsetningu og blöndun lita með náttúi’uolíum og efna úr náttúrunni. Við sjáum þetta í ýmsum tegundum núlista- málverka þar sem stuðst er við gamlar akademískar aðferðir í blöndun lita, jafnvel gerð þeirra og eftirmeðferð. Málararnir rífa þá sjálfir litina og nota síður kemískar olím-, það á einnig við olíulausa liti sbr. eggtempera og margt fleira. Þá leita stöðugt fleiri beint til nátt- úrunnar eftir hugmyndum og efn- um, sem þó er ekki nýtt því mód- ernistarnir ruddu hér brautina í upphafi 20. aldar, einnig að nota til- fallandi afganga og rusl, kom þó einkum fram hjá dada- hreyfing- unni. Sjónræn fegurð eyðingarafl- anna og þess sem afbakast og af- lagast hefur verið þekkt stærð allt frá því að fegurðarhugtakið varð til og fræg er hér skilgreining Mark- úsar Árelíusar, keisara í Róm, sem ég hef áður vísað til og greint frá að hluta. Afturhvarfið til náttúrunnar og hins upprunalega hefur þannig orð- ið æ ríkari þáttur í athöfnum lista- manna eftir því sem eyðingin tæknibyltingarinnar hefur orðið al- tækari og ógnar nú vistarkerfí jarð- arbúa. Það á einkum við eftir að menn uppgötvuðu skaðsemi ýmissa kemískra efna sem listamenn voru farnir að nýta sér, svo sem ýmis plastefni og epoxy sem er gerð úr efnasamböndum þar sem súrefnis- atóm myndar brú milli tveggja at- óma, en vinna í þessum efnum hef- ur kostað ófáa listamenn heilsuna og aðra lífið. Öll möguleg náttúru- efni eru dregin fram í dagsljósið og leitað til eldri gilda um leið og aðrir listamenn sem hafna beinu návígi við fljótandi efni, eru á kafi í hug- myndafræði, fjöltækni og margvís- legri tilbúinni smíð iðnaðarins. Nefna má þessi stefnumörk æðra stig grasrótar, en hugtakið hefur verið teygt á ýmsa vegu og á til að mynda lítið skylt við þá áráttu að dýrka utangarðsfyrirbæri, hvunndaginn í sinni hráustu og al- gjörustu mynd eða ljúfsárri fortíð- arþrá, nostalgíu. Hér er einungis um að ræða afturhvarf til ekta, náttúrulegra og óskaðlegra efna, iðulega með fegurð þeirra og fersk- leika að leiðarljósi. Þetta vakir einmitt fyrir lista- fólkinu sem stendur að sýningunni Hör í Sverrissal og Apóteki Hafn- arborgar, og hér er Ingibjörg Styr- gerður Haraldsdóttir hinn drífandi kraftur, en hún og eiginmaður hennar, Smári Ólafsson, hafa stundað hörrækt frá 1993, samfara því að kynna sér ræktun þess og vinnsluaðferðir víða um lönd% Skylt er einnig að taka fram, að Áslaug Sverrisdóttir hefur fengist við ræktun og merkilegar tilraunir með hör, sem fleiri náttúruefni til textflgerðar. Þetta er allt mjög áhuga- og lofs- vert og verður fróðlegt að sjá hvernig mál þróast á næstu árum. En það sem við sjáum á sýningunni er að hópur kvenna úr Textflfélag- inu hefur tekið efnið upp á arma sér einkum hvað gerð smáhluta snertir, þá hefur Ingibjörg Styr- gerður fengið þrjár skólasystur sín- ar frá Vínarárunum til að taka þátt í framníngnum. Fágætur blær fág- unar er yfir sýningunni, sem er vandvirknislega sett upp auk þess sem sýnishorn af hör og tækjum til vinnslu hans er í horni Apóteksins til áréttingar og skilnings á ferlinu. Það er íslenzka línið sem er í öndvegi, einnig hjá útlenzku gest- unum og geta skoðendur virt fyrir sér ýmsa vinnslumöguleika þess í vinnubrögðum listakvennanna, en gerð textfla er enn algjörlega í höndum kvenna hér á landi, einnig að stórum hluta til í útlandinu. Naumhyggjan og einfaldleikinn ráða ríkjum í verkum listakvenn--- anna fjórtán, hlutir nytjaforms og þekkilegar lágmyndir, en einnig smáskúlptúrar. Náttúruleiki efnis- ins dreginn fram, það unnið í blautu formi og/eða steypt, en einnig með öðrum efnum í bland svo sem þæfðri ull, blaðagulli, vír, pappír, bývaxi, eir, birki, sandi o.fl. Einna fyrirferðarmestar á sýn- ingunni eru þær Ingiríður Óðins- dóttir með lágmyndir sínar og Þor- björg Þórðardóttir með smáskúlptúra og lágmyndir í bland. Þá er áberandi að verk Þorbjargar * eru heilust og formsterkust en skálar Guðrúnar Marinósdóttur hins vegar fíngerðastar. Það er óvenju mikill yndisþokki yfir sýningunni og þótt minna beri á svipmiklum tökum í gerð verk- anna búa þau yfir fegurð hins smá- gerða ásamt innileika sem ber ekki að vanmeta. Má hér enn vísa til orða Rilkes; hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt... Bragi Ásgeirsson Það sem enginn sér en fínnur Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hluti af sýningu Anne Katrine Dolven í Gallern i8. MYYDLIST Galleríi8, Ingólfsstræti 8 MÁLVERK & MYNDBÖND ANNE KATRINE DOLVEN Til 10. september. Opið fimmtu- dagatil sunnudaga frá kl. 14-18. FRÁ fyrstu tíð hefur Anne Katr- ine Dolven verið að fást við sam- hverfur, einhvers konar mynstur sem lýsir sér líkt og tveggja flata togstreita. Hver þekkir ekki mynd- ina sem má lesa á tvo ólíka vegu allt eftir því hvort horft er á hvíta flötinn í miðjunni eða svörtu fletina sem af- marka formteikninguna í miðjunni. Annað hvort sér maður bikar á miðri myndinni eða skuggamyndir tveggja samhverfra prófíla sem snúa hvor móti öðrum. Muni ég rétt var það sól- in milli tveggja sjávarkletta á Lofot- en sem færði Dolven þessa symmetr- ísku sýn í öndverðu. Síðan er eins og hún sé að reyna að eyða skilunum milli bakgrunns og forgrunns í verk- um sínum. Reyndar er það einmitt það sem gerist þegar horft er á verk hennar að íletirnir tveir sem oftast eru skil- greindir sem for- og bakgrunnm- neita að láta undan síga og áhorf- andinn veit ekki gjörla hvernig túlka skuli það sem fyrir augu ber. Með tækni sem byggir á jafnri sköfun lit- arins yfir spegilslétta álplötu verða skilin milli myndar og heildar sér- kennilega tvíbent. Ólíkt flestum lönd- um sínum sem fram komu á níunda áratugnum notaði Dolven Ijósa liti og föla. Þar með voru verk hennar full- komlega laus við þunglyndislega dramatík svörtu málaranna, svo sem þeirra Erik Annar Evensen og Bjorn Sigurd Tufta. Yfir þeim hvfldi þó yf- irskilvitlegt svipmót þess háttar tímaleysis sem reynir að lýsa í senn ytri og innri veruleik. Grískar amfór- ur - tvíhanka vasar - yíir norskri strönd gat verið myndefnið án þess að nokkuð frekara væri beinlínis hægt að njörva niður með vissu. Það er einmitt óvissan um stund og stað - hér eða þar; nú eða þá - sem Anne Katrine tekst að fanga með svo sérkennilega skilvíslegum hætti. Hvernig hún fer að því er vissulega hluti af leynilegum samningi hennar við efni og aðferðir en drjúgan þátt í velheppnaðri tjáningu á hinu óræða má skrifa á kostnað jafnræðis alls þess sem fram fer á fletinum. Áhorf- andinn er aldrei íyllilega öruggur um að það sem hann sér fyrir framan sig taki ekki einhverjum breytingum hreyfi hann sig eilítið til hliðar. Hann getur ekki verið viss um nema flötur- inn sem óneitanlega er sá dekkri lýs- ist ekki upp þegar breytt er um sjón- arhorn. Og myndefnið; það er undarlega þarmalegt eins og röntgenmynd af kviðnum. Slíkt minni er til þess fallið að grafa undan öniggri skynjun því þó svo við vitum af innvolsinu í okkur og heyrum jafnvel í því gaulið sjáum við það aldrei nema við óvenjuleg- ustu ki-ingumstæður á sérdeildum spítalanna. En Dolven er ekki að fást við list sína til að hrella okkur eða áminna um óvissu tilverunnar heldur til að sýna okkur fram á takmörk skilningarvitanna; að margt er sem maðurinn ekki sér. Og eitt af því sem maður sér ekki en finnur - með innyflunum ef ekki vill betur - er tilfinning og tilfinning- ar. Ekkert er ljósara og þó óljósara en einhver tilfinning. Hún getur komið sem stingur, hiti, bruni eða fiðringur og hvernig eigum við nú að tjá eitthvað jafnóljóst og ósýnilegt og slíka tilfinningu eða tilfinningai-? Með myndböndunum nálgast Dolven þessa vitund sína um hinn mikilvæga en óhöndlanlega hluta tilverunnar með einföldum en nærfæmum efnis- tökum. Hrjúfar hendur fara um hár í verkinu. Ég held á höfði þínu í hönd- um mér og hendur umvefja egg í myndbandinu Ylur en bæði eru frá síðasta ári. Eins og í málverkunum er ekkert gefið íhugunarlaust. Áhorf- endur verða að taka sér tíma til að átta sig á því sem fram fer. Þannig er hið sýnflega ekki endilega það sem sýnist heldur hitt sem kemur í ljós þegar að er gáð. Einungis ef skyn fylgir skynjun komumst við nær kjarna hlutanna; einnig listinni. Halldór Björn Runólfsson FjÖRÐUR - miöbœ Hafnarjjaröar Ósölulokí±g - gerið góð kaup í vingjamlegri verslunarmiðstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.