Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Starfsmannaskortur á sambýlum er vandamál MÁLEFNI fatlaðra hafa komist í umræðu nýverið. Fyrst vegna Hríseyj armálsins svokallaða og síðan vegna skorts á starfs- mönnum á sambýli. Ég hef starfað í þess- um geira í árabil og "ífeel ástandið einna verst í dag miðað við það sem ég þekki und- anfarin ár. Starfs- mannaskortur á sam- býlum í Reykjavík og nágrenni er svo mikill að dæmi er um að 6 stöðugildi hafi vantað á eitt sambýli sem jafngildir 6 starfsmönnum í 100% vinnu. Pað þarf sífellt að vera að þjálfa nýja starfsmenn sem svo endast kannski í ár og því leggst auka vinna og álag á þá sem hafa starfað lengur auk yfirvinnu sem samkvæmt lögum má skylda á stuðningsfulltrúa þegar starfsfólk ^Vantar. Handleiðsla fyrir starfs- menn sem oft verða fyrir tilfinn- ingalegu áreiti í starfi er af skorn- um skammti og jafnvel engin þannig að samstarfsmenn þurfa að aðstoða hver annan í gegn um at- vik sem leggjast þungt á sálartetr- ið. Einu fríðindin sem stuðnings- fúlltrúar hljóta er frítt fæði í vinn- unni enda æskilegt að starfsmenn sitji til borðs með skjólstséðingum sínum á matartímum. Hússjóður sambýla hlýtur pen- ingastyrk frá ríkinu sem á að nægja fyrir matarkostnaði starfs- manns. Fyrir skömmu var ákveðið að greiða matarpening miðað við fjölda starfsmanna en ekki stöðugildi. Sambýli þar sem vantar starfsmenn hljóta því minni pen- ing. Það breytir því samt ekki að starfs- menn í yfirvinnu eiga að borða með skjól- stæðingum sínum og eru það því íbúarnir sem greiða þann pen- ing úr eigin vasa. Það virðist sem tvær deildir starfi í málefnum fatl- aðra. Ein sem reynir að bæta kjör þeirra og önnur sem reynir að ná af þeim því sem hægt er. Helstu óþægindi íbúa á sambýl- um eru að nýtt fólk birtist inn í líf þeirra sem þeir tengjast í skamm- an tíma eða þangað til þetta fólk finnur betur launuð störf. Mörg dæmi eru um að starfsmenn Ijúki ekki við samning sinn og hætti skyndilega að mæta í vinnu. Flest- ir sem eiga við andlega fötlun að stríða eru mjög viðkvæmir fyrir breytingum og það hjálpar þeim lítið í þroskaferli sínu að geta ekki treyst því hvort sú manneskja sem er hjá þeim í dag verði líka á morgun. Mikið óöryggi skapast því á sambýlum og hefur þetta ástand Fatlaðir Engin lausn virðist vera í aðsigi, segir Jón Berg- mann Kjartansson, sennilega vegna þess að ástandið hefur enn ekki verið viðurkennt sem vandamál. meiri áhrif á andlega líðan íbúa en ég hefði trúað væri ég ekki sjónar- vottur að því. Engin lausn virðist vera í sjón- máli sennilega vegna þess að ástandið hefur enn ekki verið við- urkennt sem vandamál. Það er eins og að fatlaðir hafi gleymst í mál- efnum um fatlaða. Hríseyjarmálið er ágætis dæmi um það þar sem pólitískir hagsmunir voru settir í forgang. Sjónvarpsstöðvar hjálp- uðu fötluðum lítið með „Séð og heyrt“-fréttastíl sínum og fjölluðu um málið frekar til að hneyksla sjónvarpsáhorfendur en til að sýna fram á sannindi. Greint var frá því að flytja ætti fatlaða einstaklinga nauðuga í einangrunarbúðir í Hrís- ey eins og til að losa borgina við óþægindi. Enginn athugaði málið frá sjónarhorni fatlaðra. í Hrísey átti að stofna sambýli fyrir 6 ein- staklinga og yrði enginn þeirra fluttur þangað nauðugur. Aftur á móti eru tugir fatlaðra á Reykja- víkursvæðinu sem þola alls ekki hraða og áreiti borgarinnar og þurfa og vilja komast út úr henni í friðsamt umhverfi. Vegna pólitísks ágreinings var málinu lokað áður en það hlaut sanngjarna umfjöllun og þessir einsaklingar því kyrr- settir á borgarsvæðinu. Það er verulega sárt að horfa upp á hátt- setta menn í félagsmálageiranum vera svo annt um sína pólitísku rassa að þeir gleymi skjólstæðing- um sínum. Lausnir Hundruð fatlaðra bíða eftir að komast á sambýli. En ef 100 sam- býli verða byggð á morgun er eng- um þeirra þoðlegt að búa í þeim vegna þess að fólk fæst þar ekki til starfa. Það mundi leysa húsnæðis- vanda margra og á sama tíma veita þeim tilfinningalegt jafnvægi ef við leituðum líka út fyrir borgarmörk- in þar sem áreitið er minna og möguleiki er á vinnuafli. Þar má vel vinna árangursríkt starf og eru Sólheimar í Grímsnesi gott dæmi um það. Það yrði þó ekki endanleg lausn. Megin ástæða fyrir starfs- mannaskorti á sambýlum er léleg laun. Það er ekki hægt að búast við því að stuðningsfulltrúi gefi sig 100% í starf sitt þegar hann fær aðeins 50% af því sem hann á skilið í launaumslagið sitt. Stuðningsfull- trúi á sambýli er í launaflokki A Jón Bergmann Kjartansson sem þýðir að grunnlaun hans eru á bilinu 80.000 til 90.000 kr. á mán- uði, eftir aldri og menntun starfs- manns. En samkvæmt kjarasamn- ingum SFR á lýsing á launaflokki B mun betur við starf stuðnings- fulltrúa á sambýlum. Þar segir að starfsmaður í launaflokki B hafi umsjón með verkefnum á ákveðnu sviði stofnunar, að hann skuli geta veitt skjólstæðingum upplýsingar og leiðbeiningar og einnig leiðbeint og stýrt öðrum starfsmönnum. Allir stuðningsfulltrúar á sam- býlum hafa umsjón með einhverj- um þáttum starfseminnar sem þar sem fram. Allt frá öryggismálum til umhirðu í garði. Ibúi á að geta leitað upplýsinga og leiðbeininga til allra starfsmanna sambýlis því annars þyrfti forstöðumaður alltaf að vera á vakt. Stuðningsfulltrúi er því umsjónarmaður eigin vaktar þegar forstöðumaður er ekki til staðar. Allir starfsmenn sambýlis vinna eftir þjálfunaráætlun hvers íbúa fyrir sig og gegnir hver starfsmaður tenglahlutverki eins íbúa og hefur umsjón með honum og þjálfun hans. Þessi starfsmaður getur því leiðbeint öðrum starfs- mönnum með skjólstæðing sinn og þá sérstaklega nýju starfsfólki. Allt starf stuðningsfulltrúa fell- ur undir lýsingu á launaflokki B en er samt metið í launaflokk A. Haldist það óbreytt mun starfs- mannaskortur á sambýlum aukast enn frekar því að þeir sem halda áfram störfum eru keyrðir út á yf- irvinnu og aukaálagi og fá fljótt nóg af því. Vilji ráðamenn leysa þennan vanda þurfa þeir að meta starf stuðningsfulltrúa á sambýlum eftir launaflokki B. Þá fyrst kemst kannski jafnvægi á starfsmanna- mál á sambýlum. Höfundur er myndlistarmaður og stuðningsfulltrúi á sambýli. Ll A U G KÓPAV OGSBÆR Lausar stöður í Digranesskóla •Umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi •Tónmenntakennara •Sérkennara í sérdeild einhverfra •Stuðingsfulltrúa Launakjör samkv. kjarasamningum KÍ, HÍK og Launanefndar sveitarfélaga •Umsjónarmanns Dægradvalar Umsjónarmaður ber m.a. ábyrgð á skipu- lagningu daglegrar starfsemi og stjórnar starfi Dægradvalar. Launakjör samkv. kjarasamningum SfK og Kópa- vogsbæjar. •Ræstis í 50% starf Launakjör samkv. kjarasamningum Eflingar og Kópavogsbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2000. Upplýsingar gefa skólastjóri, Sveinn Jóhannsson eða Einar Long Siguroddsson aðst.skólastjóri í síma 554 0290 eða 851 1036 Starfsmannastjóri Starfsfólk óskast í vöruafgreiðslu okkar sem allra fyrst. Upplýs- ingar gefa Jóhann og/eða Jón í s. 515 2208. Vöruflutningamiðstöðin hf., Klettagörðum 15, 104 Reykjavík. Kennari óskast Af sérstökum ástæðum vantar okkur kennara að Grunnskólanum í Breiðdalshreppi næsta skólaár. Um er að ræða blandaða kennslu, þó mest á yngsta aldursstigi. Kostur væri að við- komandi gæti sinnt íþróttakennslu að auki. Upplýsingar gefur Ómar Bjarnþórsson skóla- stjóri í síma 475 6696 eða 895 3533. Óskum eftir að ráða starfskrafta við gistihús á landsbyggðinni strax. Vaktavinna, góð frí. Upplýsingar í síma 487 7782 KÓPAVOGSBÆR Matráður óskast Starf matráðs starfsmanna er laust til umsóknar nú þegar. Laun samkv. kjarasamningum Eflingar og Kópa- vogsbæjar. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur Guð- mundsson, í sfma 554 0475. Starfsmannastjóri augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar tii birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.