Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR ÁRNASON + Sigurður Árna- son fæddist á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 14. júlí 1900. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 10. september síð- astliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Árni Árnason, f. 20.6. 1861, d. 8.4. 1937, bóndi á Vestur- Sámsstöðum, og k.h. Þórunn Jónsdóttir, f. 16.1. 1870, d. 19.7. 1927, húsfreyja. Systkini Sigurðar voru: Arnheið- ur Þóra, f. 4.5. 1895, d. 24.6. 1967, bjó í Reykjavík; Þorbjörg, f. 16.2. 1897, lést sama ár; Sara Þorbjörg, f. 10.4. 1898, d. 21.9. 1987. Bjó í Reykjavík; Jón, f. 16.6. 1899, d. 28.6. 1996, bjó á Sámsstöðum; Árni, f. 2.3. 1902, d. 27.12. 1995, bjó í Reykjavfk; Tryggvi, f. 20.8. 1907, d. 21.10. 1970, bjó í Reykjavík. Sigurður kvæntist 1934 eftirlifandi eig- inkonu sinni Odu Hildi Árnason, f. 25.5. 1913, húsfreyju. Börn Sigurðar og Hildar eru: 1) Unnur, f. 1.4. 1936, býr í Þýska- landi, gift Alfred Rohloff og eiga þau fjögur börn, Björn Geir, Sigurð Alfreð, Björgu Ástrúnu og Steingrím Arthur; 2) Valborg, f. 2.7. 1937, býr í Reykjavík, en sonur hennar er Sigurður Freyr Marinósson; 3) Sara Hjördís, f. 16.10. 1939, býr í Reykjavík, gift Gunnari Ólafssyni og eiga þau þrjú börn, Hildi Jónu, Hjördísi Elísabetu og Gunnar Árna; 4) Árni Þorsteinn, f. 26.7. 1941, býr á Vestur-Sámsstöðum og á hann einn son, Grétar Þór- arin, en sambýliskona Árna er Aagot Emilsdóttir; 5) Þórunn Björg:, f. 1.7. 1943, býr í Garðabæ, gift Árna M. Emilssyni og eiga þau þrjú börn, Orra, Ornu og Ágústu Rós; 6) Hrafnhildur Inga, f. 19.3. 1946, býr í Garðabæ, gift Óskari Magnússyni og eiga þau einn son, Magnús, en Hrafnhildur á auk þess þrjú börn af fyrra hjónabandi með Jóni Viðari Magnússyni, Söru, Magnús og Andreu Magda- lenu; 7) Þórdís Alda, f. 25.2. 1950, býr í Mosfellsbæ, gift Gunnari B. Dungal. Barnabarnabörn Sigurð- ar og Hildar eru sextán talsins. Sigurður var bóndi á Vestur- Sámsstöðum 1932-1989 er hann og eiginkona hans fluttu á Kirkju- hvol á Hvolsvelli. Hann flutti síðan á hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ sl. vor. Sigurður verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Gráhvítt hár, skorið andlit, festu- legan svip ber í hvítan og mikilúðleg- an jökulinn. Þeir eru svipmiklir báðir tveir. Myndin rennur saman og þeir verða ein heild, maðurinn og jökull- inn hans. Þannig man ég eftir Sigurði tengdaföður mínum þegar fundum okkar bar fyrst saman á Sámsstöð- um. Hann stóð álútur við gluggann, hallaði sér fram í gráðið og horfði hugsi á jökulinn sinn. Það er ekki skrítið að Eyjafjallajökull skuli koma upp í hugann þegar horft er til baka og litið yfir farinn veg á langri ævi Sigurðar sem nú er öll. Nálægð manns og náttúru getur varla orði mehi en birtist í þeim sterku böndum sem Sigurður bast þessum tignarlega nágranna sínum 'alla ævi. Sigurður fæddist og bjó á Sáms- stöðum nánast alla sína tíð en þó nokkur síðustu árin á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þegar hann flutti þangað þótti hon- um það auðvitað hábölvað í fyrstu eins og títt er en sérstaklega þótti honum sú tilhugsun óbærileg að geta ekki horft til jökulsins á hverjum morgni þegar hann vaknaði. Þegar við hittumst fyrst var Sig- urður rúmlega áttræður og kannski ekki beint við því að búast að við mundum eiga langa samleið. En það var öðru nær, árin urðu hartnær tuttr ugu. Á níræðisaldri hafði Sigurður mig, nýútskrifaðan lögfræðinginn, undir í hrossakaupum. Var mér satt að segja skemmt þegar það rann upp fyrir mér en ekki urðu tilefni til við- skipta fleiri á milli okkar nema hvað hann gaf mér hönd dóttur sinnar. Var þar með allur skaði bættur. Sigurður var ljóðelskur maður. Hans upp- áhaldsskáld var Þorsteinn Erlings- son. Hann gaf bömum sínum öllum Eiðinn, keypti öll sjö eintökin sem til voru í kaupfélaginu. Sjálfur átti hann auðvelt með að setja saman vísur og gerði það óspart og af ýmsu tagi. Póli- tískar vísur, hrekkjóttar og beittar voru á tímabili í uppáhaldi en Hildur + Steinunn Ágústa Ólafsdóttir fæddist á Raufarhöfn 8. nóv- ember 1932. Hún lést á Landspit- alanum við Hringbraut 8. ágúst síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Bústaðakirkju 16. ágúst. Allt síðan ég var lítil stelpa og upp- götvaði að við erum fimm frænkum- ^ar sem bemm nafn Steinunnar ommu og langömmu okkar hefur mér fundist eins og ég tilheyrði merkilegu leynifélagi. Kannski fannst Stennu frænku það líka því um síðustu jól sendi hún mér eintak af einu hópmyndinni sem til er af okkur nöfnunum og þykir mér af- skaplega vænt um það. Hún var ald- ^irsforsetinn í þessum hópi og er fékk líka fallegar ástarvísur frá sín- um bónda. „Finnst þér þetta ekki gott hjá mér?“ sagði hann gjarnan glettnis- lega þegar hann hafði farið með ein- hveija vísuna fyrir mig af blaðsnifsi eða umslagsbút. Hló svo og bætti við: „Þetta er óttalegt bull.“ Ekki urðu vísurnar lakari ef eitthvað var við höndina til að skola þeim niður með en það gerði Sigurður gjarnan. Hin síðari ár voru það bjargvættar miklir sem færðu honum dreitil. Var þá við- kvæðið ætíð: „Það er eins og vakni við, vor í mínu hjarta,“ en sú hending er úr vísu eftir Sigurð sjálfan sem hann mun hafa ort til Hildar sinnar, svolátandi: Þá ég drep á þínar dyr/ þó sé nóttin svarta/Það er eins og vakni við/vor í mínu hjarta. Þegar ég fann að því að fyrsta og þriðja línan rím- uðu ekki saman var honum bara skemmt, vildi ekki gefa á því neina skýringu. Sagði að ég hefði ekkert vit á kveðskap. Sigurður Árnason var stórhuga maður. Hann fór gjarnan sínar eigin leiðir, hvort sem hann sundreið Markarfljótið eða reisti sér og sínum híbýli. Þegar hann byggði íbúðarhús- ið á Sámsstöðum gat hann ekki farið eftir opinberum teikningum heldur stækkaði húsið um einn tvo metra á alla kanta. Hann sagði mér eitt sinn að það væru 56 gluggar í húsinu og hann hefði sjálfur kunnað málin á þeim öllum. Saup svo á. Þegar við Hrafnhildur fengum að setja okkur niður á Sámsstaðajörð- inni hjá Árna bróður hennar var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig það legðist í Sigurð sjálfan. Ekki þurfti nú að hafa áhyggjur af því. Hann vildi bara að við gættum þess að hafa húsið nógu stórt. Um staðarvalið, á bökkunum neðan Sámsstaða, sagði hann að það væri fallegasti staður í heimi og þeir sem allt vissu héldu að það væri jafnvel fallegra þar en í himnaríki. Hann kemst að því núna. Hvíl þú í friði._ Óskar Magnússon. okkur hinum góð fyrirmynd í skör- ungsskap og þrautseigju. Því miður hitti ég frænku sjaldan eftir að ég fullorðnaðist og minnist hennar best þegar hún bjó fyrir ofan okkur í Þórshamri á Raufarhöfn sem ákveð- innar konu er hló og var alltaf góð við mig. Hún hlýtur að hafa verið þolin- móð líka að leyfa okkur Óla að spila Dýrin í Hálsaskógi aftur og aftur. Elsku Stenna frænka, þú passaðir mig þegar ég var lítil, nú ætla ég að passa myndina og minninguna um þ'g- Guð styrki ykkur Hreinn, Jóndi, Ólí, fjölskyldur ykkar og aðra að- standendur sem líka syrgja. Steinunn Ásgeirsdóttir. Sigurður Ámason, afi minn, hefur eflaust orðið því feginn að fá hvíldina, enda lífshlaup hans orðið langt; 100 gæfurík ár. Þó svo að við andláti hans hafi verið búist um nokkra hríð verð- ur maður ávallt hryggur í bragði þeg- ar líf slokknar, og hugurinn leitar uppi minningar. Sem barn var ég svo lánsöm að eiga þess kost að dveljast af og til hjá afa og ömmu á Sámsstöðum. Afi var um sextugt þegar ég fæddist, en enn- þá stór og stæðilegur maður og gekk vaskur til verka. Ég sé afa fyrir mér á leiðinni út í fjós, skreflangan, í víðum gallabuxum og svörtum stígvélum og með húfuna lauslega tyllt á kollinn. Oftar en ekki var hann að fara með í hálfum hljóð- um eigin kveðskap eða annan’a. Þá trítlaði ég í humátt á eftir honum og gætti þess að segja ekki orð. Ég naut þess alltaf að heyra hann fara með ljóð með sínum skemmtilegu áhersl- um. Og þvílík ógrynni sem hann kunni af ljóðum. Lengi vel hélt ég að vísan ,Afi minn fór á honum Rauð, eitthvað suð- ur á bæi“ væri ort um hann afa Sigga, því hann var oft á hesti á leið suður á bæi, en hann var mikill hestamaður. Taldi hann það ekki eftir sér að taka krakka með í útreiðartúr, og í minn- ingunni var það ætíð á fögrum sum- arkvöldum. Afi unni sveitinni sinni heitt og hefur sú tilfinning skilað sér til afkomenda hans. Mér finnst Fljótshlíðin fegurst sveita. Afi fylgdist lengi vel með þjóð- málaumræðunni og hafði sínar skoð- anii’ á mönnum og málefnum og voru athugasemdir hans oft gráglettnar. Einnig var hann mjög áhugasamur um hvað afkomendur hans höfðu fyr- ir stafni og var honum umhugað um að okkur farnaðist öllum vel. Ég og bömin mín heimsóttum afa Sigga síðast í byrjun ágúst. Þau sungu fyrir hann „í Hlíðarendakoti" og virtist það vera honum til mikillar ánægju. Vildi hann gjarnan halda í höndina á litla drengnum mínum. Það fannst mér falleg sjón. Þar héldust í hendur ungur og aldinn; lítill drengur að stíga sín fyrstu spor út í lífið og gamall maður sem hafði lokið sínu lífsverki. Táknrænt fyrir hvemig ein kynslóð tekur við af annarri. Amma mín, samleið ykkar afa í líf- inu var löng, en nú er komið að kveðjustund. Kveðjustundir em allt- af tregafullar, en þú nýtur þess að hafa stóra og samheldna fjölskyldu þérvið hlið. Guð blessi minningu afa míns, Sig- urðar Árnasonar. Hildur Jóna Gunnarsdóttir. Þegar löng æfi eins og fóður míns sem spannaði 100 ár er á enda er eins og skorti orð til að ná saman upp- hafinu og endinum. Upphafið þekki ég auðvitað aðeins af frásögnum og á síðasta skeiði Hfshlaupsins hafði pabbi búið við svo svipaða heilsu í langan tíma að manni fannst sem pabbi yrði alltaf á einhvem hátt ná- lægur og eins, rétt eins og fjöllin sem fyrir augu manns ber, dags daglega. STEINUNN ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR Faðir minn var fæddur í Fljótshlíð- inni og bjó þar alla tíð. Hann hafði Eyjafjallajökul, Þórsmörkina og Tindfjallajökul nærri sér í austrinu, Vestmannaeyjar í suðrinu og lágreist Núpsfjallið lokar Hlíðinni til vesturs. Norðan við er grænn haginn og Sléttafellið þar efst og enn norðar Hekla sem ekki sést frá Sámsstöðum, en þó er alltaf tilfinning fyrii’ nálægð hennar. Inni í þessum eðal ramma var pabbi að vaxa úr grasi upp úr aldamótunum 1900. Sveitin var bú- sældarleg, þéttbýl og hlýleg jafnvel í norðanátt og er enn. Fólkið á bæjun- um margt skyldmenni hans og ein- hver tengsl vora oftast íyrir hendi milli nágrannana. Hann var á fimm- tugasta árinu þegar ég fæddist og er ég yngst af sjö bömum foreldra minna. í æsku áttaði ég mig ekki á því hvað pabbi hafði þá þegar gengið í gegnum miklar breytingar í búskap- arháttum og nýjungum í vinnutækni almennt. Á sveitabæina hófu innreið sína, fyrir miðja öldina, hestasláttu- vélar, heyrakstrarvélar, síminn, raf- magnið, vélknúnar jarðvinnsluvélar og ökutæki ýmiskonar. í loftinu flugu ekki lengur aðeins fuglamir heldui’ drynjandi vélar sem komu fólki til að steinhætta vinnu og stara þess í stað upp í himininn eða hlaupa í skelfingu inn í bæ. Biýrnar yfir fljótin sem ver- ið höfðu farartálmar frá ómuna tíð auðvelduðu nú alla aðdrætti og út- réttingar. Þannig fækkaði hindrun- um og létti á vonleysinu hjá fólki. Handaflið og líkamsþrekið hafði ekki eins mikla þýðingu lengur þannig að nú reyndi meira á áræðni og opinn huga. Þama sést hvernig sagan virð- ist oft vilja endurtaka sig. Pabbi keypti sér svokallaðan „boddí“ bíl og keyrði fólk um hérað á sínum yngri áram og heyrði maður margar sögur af þeim ferðum í æsku. Löngu síðar fékk hann sér Land Rover jeppa og endurnýjaði gamla ökuskírteinið sitt frá 1929 til öryggis. Á tímabilinu milli þessara tveggja bíla vora aðeins til traktorar af ýmsum gerðum á búinu. Rauði gamli Farmallinn með pabba við stýrið er eldgömul mynd sem til er í huganum. Mamma kom til landsins 1932 alla leið frá Danmörku svona rétt til að heimsækja ættland foður síns. Oda Hildur ílentist á íslandi svo um mun- aði því þarna austur í Rangárvalla- sýslu kynntist hún Sigurði, hávöxn- um og grannvöxnum bóndasyni og eftir því sem myndir og frásagnir herma var hann með mikið rauðjarpt hár. Þau giftu sig 1934, hann var þrjá- tíu og fjögurra og hún tuttugu og eins árs, og hófu búskap í gamla bænum á Vestur- Sámsstöðum, íreisulegu húsi sem amma og afi höfðu byggt og búið í áður. Á þessum tíma var amma dáin en afí bjó þarna og einnig Jón bróðir pabba og fjölskylda hans og Sara systir þeirra. Fjölskyldan stækkaði ört á næstu 15 áram og auk þess var yfirleitt alltaf vinnufólk á heimilinu. Búið var í gamla húsinu til 1950 en þá vora foreldrar mínir búnir að byggja sér stórt og myndarlegt íbúðarhús með mörgum vistarveram neðar í landinu, nær þjóðveginum. Rýmkað- ist nú heldur betur um barnaskarann og annað heimilisfólk. Allir tóku þátt í daglegum störfum þegar aldri var náð, úti sem inni og árstíðaskiptin sáu um tilbreytnina í störfum. Pabbi gat verið vinnuþjarkur en stundum þótti honum líka prýðilegt að fleygja sér með bækur sínar upp í rúm og lesa og fara með ljóð. Ljóð og söngur var hans mesta yndi. Kunni pabbi og systir hans Sara ósköpin öll af ljóðum og lausavísum. Heilu kvæðabálkana gátu þau þulið, ef svo bar undir, eftir uppáhalds höfunda sína. Stundum heyrðust þau fara með textana raulandi eða syngjandi. Oft setti pabbi saman vísur og var hann ágætlega fær í því. Mikið var líka sungið á bænum við ýmis tækifæri og vora alltaf til hljóðfæri meðan ég man,íyrst orgel og seinna píanó og fleiri hljóðfæri. A V-Sámsstöðum hafa alltaf verið til margir hestar og margir þeirra vora mjög góðir. Þeir sem ég heyrði af og höfðu verið reið- hestar pabba löngu fyrir mína daga áttu að hafa verið miklir kostagripir og vora að sjálfsögðu ortar vísur um þá. Sjálf átti ég og kynntist nokkram stólpagæðingum frá honum. Öll eign- uðumst við systkinin hesta frá pabba og mömmu. Ég held að pabbi hafi fylgst glöggt með nýjungum eða eins og þá var kostur á, talið það áríðandi rétt eins og hann taldi það bráða nauðsyn að fylgjast alltaf með „veðurskeytun- um“ yfir há annatímann svo að ein- hver vitglóra væri í búskapnum. Það sem skorti einna helst voru auðvitað peningarnir til frekari framkvæmda því yfirleitt skorti ekki framkvæmda- gleðina. Hann var oft að bjástra við viðbyggingar á útihúsum, þurfti að koma fyrir fleiri svínum, kúm eða kálfum. Við íbúðarhúsið byggði hann og Arni bróðir minn seint á búskapár- tíð pabba eða milli 1981-2. Vai’ Ami þá fluttur aftur austur á Sámsstaði og það er eins og maður heyii pabba segja: „Þá er eins og vakni við vor í mínu hjarta“ um leið og hann hefur litið út um eldhúsgluggann til að fylgjast með framkvæmdunum. Hann hafði alltaf gaman af að fylgjast með framkvæmdum og spurði alltaf um hvað hver væri að gera eða fara eða hvernig gengi, nærri því fram á síðasta dag. Ýmis kaflaskipti verða í lífi hverrar manneskju og era þeir eflaust mis- langir og misgóðir. Líklega hefur nokkurs konar síðara bindi byrjað hjá pabba og mömmu þegar öll börn- in þeirra vora farin að heiman. Þá mætti segja mér að tómarúm hafi myndast, kannski einhver söknuður en öragglega hefur hávaði minnkað á heimilinu. Mamma hafði þessi uppvaxtarár okkar haldið styrkri hendi utan um gangverkið innanhúss sem krafðist mikillar fæðuframleiðslu, þrifa og saumaskapar. Faðir minn vai’ gæfu- maður á marga lund því það er ýmis- legt í lífi sérhvers manns sem ekki er viðráðanlegt. Heilsuhraustur var hann mestan part ævinnar, eignaðist góð tengdabörn sem öllum öllum þótti afar vænt um hann og hlógu oft með honum á góðum stundum. Mörg mannvænleg barnaböm og barna- bamabörn hafði hann og eignast þeg- ar hann lést. Árin færðust yfir og er pabbi var 89 ára gamall fluttu þau mamma út á Kirkjuhvol, dvalarheimili aldi-aðra á Hvolsvelli. Fannst honum sárt að yf- irgefa Sámsstaði og þá sýn sem alltaf hafði birst honum dag hvem um æv- ina að undanskildum örfáum dögum sem hann notaði til ferðalaga. Sýnin hans var eiginlega suðaustrið og er þar Eyjafjallajökull enn kominn til sögunnar. Hann var svo tengdur þessu fjalli að hann gat vart hugsað sér Iífið án hans. En hann hafði mömmu og saman fluttu þau einn haustdag úr Fljótshlíðinni og jökull- inn hvarf bak við hæð þótt undarlegt megi virðast. Æ síðan talaði hann oft um hvað sér þætti samt gott að vita af jöklinum svo nálægum. Stundum fannst manni hann og fjöllin vera eitt og hið sama. Því lengra sem hann fór frá þeim því verr leið honum. Sumir kynnu að kalla þetta átthagafjötra en era þeir ekki bara í lagi meðan menn eru ánægðir á „sínum“ stað? Margri gleði fylgir því miður líka sársauki ef breyting verður á högum. Þegar ég hugsa um pabba og lífshlaup hans nú, sé ég svo vel að það eitt að eiga sér sinn stað í lífínu gefur því heilmikið gildi. Það merkilegasta við þetta allt saman er að ég upplifði hann aldrei sem svokallað náttúrabam og ekki minnist ég þess að hann væri eitthvað sérstaklega að taka það fram hve jök- ullinn væri fallegur í dag eða í gær. Hann var sjálfur partur af þessari heildarmynd sem Fljótshlíðin er og í þeirri mynd átti hann sér sinn stað. Þar var stólparót pabba grafin langt í jörðu niður meðan hann lifði og í dag er hann svo lánsamur að geta horfið aftur til þeirrar rótar. Pabbi fór sjald- an langt, tvisvar til útlanda á 100 ár- um, það var allt og sumt og eitthvað ferðaðist hann innanlands með fjöl- skyldunni. Hann var því ekkert alltaf að fara eitthvað og það er kúnst, bara að vera. Oft sagði hann og löngu áður en hann varð háaldraður maður „En samt er gaman að hafa lifað svo lang- an dag“ og er línan úr kvæði eftir Örn Amarson sem hann hélt talsvert mik- ið uppá og mér þykir hún eiga vel við í niðurlagi þessarar kveðju. Pabbi var fimmti í röð sjö systkina og era þau nú öll látin. Blessuð sé minning þessa systkinahóps frá V-Sámsstöðum og Guð varðveiti þau öll. Þórdís Aida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.