Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Pegar sorgin
knýr dyra
LÍFIÐ er ferðalag
um augnablik já-
kvæðrar upplifunar og
sársaukafullrar
reynslu sorgarinnar.
Augnablik, sem setja
mark sitt á líf einstakl-
ingsins, inntak þess og
þroska.
Að vera manneskja
er að finna til. Sorgin
hlífir engum og birtist
að óvörum. Hún tekur
á sig ýmsar myndir,
hefur djúpstæð áhrif á
hugsun og hegðun og
tengist því fyrst og
fremst að vonir og
væntingar hafa brugð-
ist og framtíðaráform raskast.
Sorg er hluti heilbrigðs lífs og
henni þarf að finna farveg, sem mið-
ast að því að læra að lifa með þeim
missi sem á okkur er lagður og lifa í
sátt við það ör sem myndast við miss-
inn.
Að finna þennan farveg getur
reynst flókid og tekur langan tíma.
Næturnar eru langar og dagarnir
stuttir ef þá dagar yfirhöfuð.
lyrgjandinn lifir í djúpum dal myrk-
irs, sársauka og vanlíðanar, sem á
ér enga samsvörun við neitt sem
ann hefur upplifað áður. Atorka og
lífsgleði eru víðsfjarri, depurð og
vonleysi grípur um sig og starfshæfni
skerðist.
Með þessa reynslu í farteskinu var
lagður grunnur að stofnun Nýirar
dögunar, samtaka um sorg og sorg-
arviðbrögð, 1987. Kraftmikill og
samstilltur hópur sjálfboðaliða reið á
vaðið og sýndi fram á brýna þörf á
slíkum vettvangi fyrir syrgjendur.
Vettvangi, þar sem þeir gátu komið
saman og með sameiginlegum stuðn-
ingi oi'ðið að liði við úr-
vinnslu eiTiðra sorgar-
tilfinninga. Farvegur
var fundinn í formi sam-
veru og fræðslu um mál,
sem lítill gaumur hafði
verið gefinn að.
Fram til þessa höfðu
syrgjendur, á Islandi,
átt í fá hús að venda og
kynslóð fram af kynslóð
ríkti það viðhorf að sorg
snerti einungis þá sem
fyrir henni urðu. Það vill
svo til að sorg snertir'
alla og mætir flestum
okkar á lífsleiðinni.
Tjáning tilfinninga og
samskipti við þá sem
andstreymið hafa reynt, ásamt
markvissri faglegri fræðslu, tengd
sorg og sorgarviðbrögðum, skiptir
höfuðmáli í viðleitni til sjálfshjálpar,
eftir átakalegan missi. Með því öðlast
Sorg
Við viljum að
samtökin, segir Kristín
Eyjólfsdóttir, séu
vettvangur nýrrar dög-
unar fyrir syrgjendur.
syrgjandinn frekari skilning á sorg-
arferlinu og einkennum þess og verð-
ur hæfari til að takast á við lífið, án
þeirra sem farnir eru.
Með þetta að leiðarljósi hefur Ný
dögun byggt upp starfsemi sína og
stuðningsþjónustu og sett sér
markmið sem miða að því að styðja
syrgjendur, á leið sinni til sjálfshjálp-
Kristín
Eyjólfsdóttir
- Gœðavara
Gjafavara — maiar- og kaflistell.
Allir verðflokkar. +
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
3 VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 552 4244.
Full búð af nýjum bútasaumsefnum !
M.a. jólaefhi, handlituð efni, Thimbleberries-
efni og efnifrá Debbie Mumm.
VIRKA
Mörkin 3, sími 568 7477.
Opið
Mánud.-föstud. kl. 10-18,
laugard. frá 1. sept.-31. maí
frá kl. 10-14.
ar. Starfsemi samtakanna lýtur fyrst
og fremst að fræðslu, stuðningi, ráð-
gjöf og upplýsingaþjónustu og og eru
þau öllum opin.
Ný dögun hefur, um árabil, staðið
fyrir reglubundnum fræðslufundum
yfir vetrartímann og fengið til liðs við
sig fagfólk, sem miðlað hefur af þekk-
ingu sinni og persónulegri reynslu.
Félagið hefur nú verið starfrækt í
13 ár og hefur fjárhagslegur grund-
völlur, starfsemi og rekstur byggst á
velvilja styrktaraðila og öflugu starfi
sjálfboðaliða.
Það er löngu orðið ljóst að brýn
þörf er á samtökum á borð við Nýja
dögun og mikilvægt að fjárhagslegar
stoðir félagsins verði styrktar enn
frekar.
Þakka ber stjórnvöldum, sveitar-
félögum, félagsmönnum, sem og öðr-
um, er veitt hafa félaginu fjárhags-
legan og siðferðilegan stuðning í
gegnum árin.
Þrátt fyrir þann velvilja sem Nýrri
dögun hefur verið sýndur, með fjár-
framlögum, er enn langt í land að
samtökin hafi fjárhagslegt bolmagn
til að starfa, að fullu, í þeim anda sem
þau voru stofnuð til.
Til þess að það geti orðið þarf fé-
lagið áfram að geta leitað til hinna
ýmsu styrktaraðila með von um já-
kvæð viðbrögð og skilning.
Ljóst er að auka þarf fjárframlög
til mannúðarmála á Islandi og koma
á öflugu samstarfi íslenskra fyrir-
tækja og mannúðarsamtaka, til hags-
bóta fyrir báða aðila.
Almenn siðferðileg þátttaka og
sameiginleg ábyrgð á velferð ein-
staklinga þessa lands hlýtur að vera
mál okkar allra.
Með auknum fjárhagslegum
stuðningi er Ný dögun betur í stakk
búin til þess að takast á við markmið
sín og þróa áfram og byggja upp
starfsemi sína.
Það er ósk okkar, sem störfum á
vettvangi sorgarinnar, að mögulegt
verði að þróa áfram þýðingarmikið
starf Nýrrar dögunar, gera það sýni-
legra og aðgengilegra þeim sem það
sækja og í samræmi við þai-fir syrgj-
enda á Islandi. Við viljum að samtök-
in séu vettvangur nýrrar dögunar
fyrir syrgjendur.
Höfundur er þroskaþjálf! og
starfsmaður Nýrrar dögunar.
Vagnhöfða 17
■ 112 Reykjavík
3 Sími: 587 2222
■i Fax: 587 2223
Gerið verðsamanburð
Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
Fjölskyldan,
félagsráðgjöf
og krabbamein
DÆMI um við-
fangsefni félagsráð-
gjafa á krabbameins-
lækningadeild:
Fertugur kvæntur
maður sem á þrjá
drengi á aldrinum 10,
13, og 15 ára greinist
með krabbamein.
Þessi maður rekur íyr-
irtæki með konu sinni.
Reksturinn gengur
þokkalega og þau lifa
góðu lífi ef ekkert
óvænt gerist. Þau eiga
nýtt hús og jeppa og
börnin þeirra eru í
tónlistarnámi og
íþróttum. Þessi hjón
hafa ekki lagt til hliðar í varasjóð,
þau hafa fremur kosið að ferðast og
lifa lífinu, eins og þau segja sjálf.
Það er reiðarslag að greinast með
ki-abbamein og það verða miklar
breytingar í lífi fjölskyldunnar. Eig-
inkonan ber nú rneiri ábyrgð. Hún
er ekki aðeins að hjálpa manni sín-
um við að takast á við sjúkdóm og
erfiða krabbameinsmeðferð, hún
gerir einnig hluti ein sem þau hjón
deildu áður, bæði í fyrirtækinu og á
heimilinu. Þá hefur hún áhyggjur af
líðan barnanna og af fjárhagnum en
vill hlífa manninum sínum við því
sem og öðru. Við þetta bætast stöð-
ugar hringingar og spurningar frá
áhyggjufullum vinum og ættingjum.
Hjá unglingunum í fjölskyldunni
eru veikindi og dauði fjarlæg hug-
tök. Mörgum kann að finnast þeir
ósnortnir af veikindunum en líklega
hugsa þeir því meira. Yngsti dreng-
urinn virðist skyndilega háðari for-
eldrum sínum en áður og vill sofa í
hjónarúminu þeirra. Af og til fær
hann heiftarleg reiðiköst.
Heimilisfaðirinn hefur miklar
áhyggjur af fjölskyldu sinni og af-
komunni því hann veit að fjarvera
hans frá vinnu getur kostað hann
húsið og fyrirtækið. Hann hefur
ekki greitt í sjúkrasjóð eða lífeyris-
sjóð og hann er illa tryggður. Aldrei
datt honum í hug að hann gæti orð-
ið alvarlega veikur, það er eitthvað
sem hendir aðra. Ovissan hræðir
hann en hann veit ekki hvaða
spurninga hann getur spurt. Hann
reynir að að fela óttann og bera sig
vel. Á sjúkrahúsinu hittir hann ótal
heilbrigðisstarfsmenn sem veita
mikið af upplýsingum sem hann
gleymir jafnóðum. Hann finnur fyr-
ir reiði og vill skamma einhvern.
Framkoma vina og kunningja
breytist. Sumir verða vandræðaleg-
ir og segja eitthvað óviðeigandi og
skrýtið. Þetta er ekki illa meint,
þetta er óöryggi. Margir verða nán-
ari en áður, aðrir hverfa alveg.
Þessi fjölskylda hefur lent í áf-
allakreppu sem flestir
kynnast fyrr eða síðar
á lífsleiðinni. þær að-
stæður skapast og sú
tilfinning birtist að
skyndilega er eins og
fótunum sé kippt und-
an okkur og tilverunni.
Við getum ekki lengur
treyst á þær forsendur
sem við höfðum og
ekkert verður eins og
það var áður.
Aðstoð félags-
ráðgjafa
Meginhugsunin í
starfi félagsráðgjafa er
virðing fyrfr manngildi
og sérstöðu hvers einstaklings með
faglega heildarsýn að leiðarljósi.
Þetta felur í sér að alltaf beri að
skilja manneskjuna í sínu samhengi
og í samspili við umhverfið og að-
Ráðgjöf
Hlutverk félagsráðgjafa
á krabbameinslækn-
ingadeild er að styðja
þann veika og ástvini
hans, segir Anna Rósa
Jóhannesdóttir, við
að takast á við þær
breytingar og erfíðleika
sem illkynja sjúkdómur
leiðir af sér.
stoða út frá þeim aðstæðum sem
einstaklingurinn býr við. Á sjúkra-
húsum er þessi þjónusta kölluð sál-
félagsleg þjónusta þar sem hugtök-
in félagsleg ráðgjöf og
tilfinningalegur stuðningur fara
saman. Á þann hátt er reynt að
taka tillit til þeirra þátta sem hafa
áhrif á líf þess veika og ástvina
hans.
Félagsleg ráðgjöf er að upplýsa
einstaklinga og fjölskyldur um fé-
lagsleg réttindi og samræma þá
þjónustu sem fjölskyldan á rétt á.
Það er dýrt að veikjast m.a. vegna
læknis- og lyfjakostnaðar og vinnu-
taps. Félagsleg ráðgjöf í dæminu
hér að framan er að kynna sér rétt-
indi fjölskyldunnar vegna veikinda
og tekjumissis og aðstoða hana við
að nýta sér þau bjargráð sem finn-
ast. T.d. geta þetta verið
Tryggingastofnun ríkisins, sjúkra-
og lífeyrissjóðir, félagsþjónusta,
skólar barnanna og skattayfirvöld.
Anna Rós
Jóhannesdóttir
VILT ÞÚ BESTU FRAMKÖLLUNINA?
Fujifilm Ijósmyndapappír endist 334% lengur en sá næst besti*
jik FUJI FRAMKÖLLUN Ljósmyndavörur, Skipholti 31 • Úlfarsfell, Hagamel 67 • Barna og fjölskylduljósmyndir, Núpalind 1 • Ljósmyndastofa Grafarvogs • Framköllun Mosfellsbæjar • Framköllunarþjónustan, Borgarnesi
U UM Í.AND ALLT Ljósmyndavörur, Akureyri • Myndsmiðjan, Egilsstöðum • Ljósey, Höfn • Filmverk, Selfossi • Fótó, Vestmannaeyjum • Geirseyrarbúðin, Patreksfirði • Myndastofan, Sauðárkróki.