Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Asdís Sif Gunnarsdóttir er nýkomin heim úr listnámi í New York Stöðugt að upp- lifa eitthvað Asdís Sif Gunnarsdóttir er nýkomin heim -------------------------7-- eftir þriggja ára listnám í New York. I til- efni af heimkomunni framdi hún gjörning sem heitir einmitt Heimkoman. Unnar Jónsson spjallaði við hana um námsárin og Heimkomuna. FYRIR rúmlega þrem árum ákvað Asdís Sif Gunnarsdóttir að fara í listnám til New York þar sem hún byrjaði í BA-námi í School of Visual Arts. Núna er hún komin heim að loknu námi og um síðustu helgi bauð hún hópi fólks á gjörning í heimahúsi í Þingholtunum þar sem hún var í að- alhlutverki og nefndist gjörningurinn „Heimkoman". Ásdís segir margar ástæður hafa verið fyrir ákvörðun sinni um að fara til New York í listnám: „Það voru eig- Cilega þrjár ástæður fyrir því að ég vildi fara þangað en aðallega sú að úti er meira val en hér heima. Það er t.d. möguleiki að velja kvikmyndagerð og leiklist sem er eitthvað sem mig lang- aði að læra líka. Ég er bandarískur ríkisborgari og því var skólinn ekki eins dýr fyrir mig og aðra Islendinga. Svo var bara eitthvað í New York sem kallaði á mig. Ég sótti um í tíu skólum eða svo og komst inn í þá flesta en valdi School of Visual Arts þegar ég kom út. Hann valdi ég af því »ð hann er mest miðsvæðis og líka ódýrastur af þessum dýru skólum. Síðan eru kennararnir mjög góðir í þeim skóla - nokkuð sem er mjög mikilvægt. Hann er líka vel tækjum búinn, sem er alltaf kostur." Á fínum skrið í New York Hvernig var lendingin í New York? „Það tók mig svona ár að sættast við borgina. Eftir að það tókst komst ég á fínan skrið - náði að mestu að sneiða hjá öllu stressi og var búin að komast að því hvar allt var og farin að þekkja vel inn á borgina. Ég bjó í Brooklyn og eftir árið var ég búin að kynnast mjög mörgu fólki. Það hafði líka svolítið að segja að ég var sett ^þeint í grunnnám fyrstu önnina í skól- anum, sem ég var búin með hér heima, en svo strax á annarri önn fór ég beint inn á annað skólaár og þá fór þetta strax að batna. Það var mikið bóknám í skólanum en ég kláraði það á fyrstu tveimur árunum þannig að síðasta árið var alveg frjálst. Ég var þá í viðtölum hjá kennurum og í kúrs- um sem ég valdi sjálf. Það kom mér þó nokkuð á óvart hversu margir nýttu sér námið illa og voru ekki með á nótunum í því sem var að gerast.“ List beint í æð Asdís segir að þótt mikið sé að ger- ast í listalífi New York taki nokkum tíma að læra að þekkja inn á það, og ’það gerist ekki endilega strax. Um leið og fólk sé komið á rétt ról fái það þó listina eiginlega beint í æð: „I skólanum var líka alltaf verið að benda manni á að fara að sjá ákveðnar sýningar á stóru söfnunum - en gallerísenan er allt annað mál. Það eru bara ákveðnir kennarar, tengdir henni, sem benda manni á hvað er að gerast, hvenær og hvar. Annars held ég að mesti munurinn á námi í Reykjavík og New York sé sá að úti talar fólk lítið saman um það sem það er að gera. Mesta umræðan •er við kennara en nemendurnir voru 'svolítið hver út í sínu horni. Það er mildð lagt upp úr sam- keppni allt frá byijun þannig að fólk vinnur lítið saman, nema kannski helst þegar fer að líða á námið. Til dæmis voru flestir þeir sem ég vann með að sýningum fólk sem ég var ekki með í skóla heldur kynntist í - S'rooklyn. Það opnast líka allar dyr fyrir manni þegar maður kynnist fólki sem er skapandi og maður hefur einhveija til að leita til með hug- myndir sínar og spumingar." Asdís segir það fara eftir karakter hvers og eins hvernig þeir pluma sig í svona stórborgum: „Það skiptir miklu máli hversu opinn þú ert og hvort þú tekur áhættur og náttúra- lega líka hvað þú ert að gera. Svo þeg- ar eitthvað eitt opnast fer allt á fullt.“ Einn af hópunum sem Ásdís var hluti af og skipulagði myndaðist í leiklist- arkúrsi hennar: „Við vorum saman í heilan vetur í skólanum og eftir það stofnuðum við hóp sem við kölluðum „Leiklistýper- formances". Ég hafði miklar hug- myndir um þetta samstarf og einn kennari vildi hitta okkur og vinna með okkur. Við sýndum tvær sýning- ar í leikhúsi skólans en samt voru ein- hvemveginn allir að hugsa um sjálfa sig.“ Ásdís hefur þróað áfram margar af þeim persónum sem urðu til á þess- um tíma og hugmyndimar sæki hún aðallega í sjálfa sig og hugarheim sinn: „Ég hef fundið svo margar pers- ónur í sjálfri mér. Þetta er náttúra- lega að sumu leyti leiklist sem ég hef verið að stunda og ég er mikið að vinna með sjálfa mig og tilfinningai- mínar. Ég hef verið að uppgötva vinnubrögðin í því og gerði t.d. eitt verk sem er samtalsþáttur við sjálfa mig og ég kalla ,Ásdísi og Sif‘. Ásdís notar frekar óhefðbundnar vinnuaðferðir: „Ég veit hvað ég er að fara að gera en ég veit ekki nákvæm- lega hvað á eftir að gerast. Allt gerist mjög hratt og ómeðvitað. Ég tek t.d. öll mín myndbönd sjálf og nota oft tónlist í verkum mínum og oft syng ég lögin sjálf eða leik þau eftir.“ Dæmi um það er gjörningur sem Ás- dís var með í New York sem hún kall- ar „Ceremony 1“: „Þá hafði ég svona hugmynd í kollinum um eitthvað sem lengdist út frá höfðinu og þá bjó ég til kertahatt. Þetta verk tengist svolítið þjáningu. I myndbandinu var ég með kertahattinn á höfðinu og kveikti á öllum kertunum og svo hermdi ég eft- ir lagi með Fleedwood Mac. Þjáning- in lýsir sér að mestu leyti í andlitinu á mér. Þessu myndbandi blandaði ég svo saman við gjöming, þannig að það myndaðist nk. spegilmynd með Morgunblaðið/Golli Ásdís er komin heim frá New York og ætlar sér að stoppa eitthvað að þessu sinni. Ljósmynd/Ásdís Sif Gunnarsdóttir Verkið Kossinn eftir Ásdisi. Þar leitaðist hún við að fá fólk til þess að kyssast. Verkið var sýnt á tveimur sjónvörpum og var fólk alltaf að reyna að nálgast hvort annað á skjánum. Ljósmynd/Soffía Þorsteinsdóttir Svona sá Soffía Þorsteinsdóttir veruna í verkinu Heimkomunni, Ásdísi. Filmundur áfram á nálægum slódum Danskur gæða- húmor FILMUNDUR er ennþá á Norður- landaslóðum þessa vikuna og kann- ar áfram hvort frændur okkar séu að gera eins góða hluti og íslenska kvikmyndagerðarfólkið sem fer sig- urför um heiminn þessa dagana. Mynd vikunnar heitir Den eneste ene og er rómantísk gamanmynd sem rekur rætur sínar til Danmerk- ur. Danir hafa löngum sýnt það og sannað að á góðum degi era þeir meðal bestu kvikmyndagerðar- manna í Evrópu. Nú upp á síðkastið hefur mörlandinn orðið áþreifan- lega var við það hasarmyndaæði sem virðist hafa gripið baunann með myndum á borð við I Kina spiser de hunde og Bleeder. Það er hinsvegar margt annað kræsilegt að gerast í danskri kvikmyndagerð - meðal annars Den eneste ene sem frumsýnd var í fyrra í heimaland- inu. Myndin varð ein af vinsælustu myndum ársins og hlaut góða dóma danskra fjölmiðla sem sumir hverj- ir töluðu um hana sem ákveðið tímamótaverk í danskri kvik- myndagerð. Myndin segir frá tveimur sjónarhomum og þriðja sjónarhornið var sjálfur gjömingur- inn og þetta var allt að gerast á sama tíma.“ Ásdís vinnur mikið með myndbandsvarpa og oft era gjörningarnir tilraunir til að færa myndbandið inn í þrívítt form eða þá eitthvert samspil milli tveggja eða fleiri skjáa. Andleg lending í Þingholtunum „Núna á sunnudag- inn síðasta kl. 15 var ég með gjörning í heima- húsi í Þingholtunum þangað sem ég bauð fá- um, þar sem þetta átti að vera svolítið „prívat“. Gestimir áttu að koma með myndavél en ég breyttist í einhvers kon- ar vera sem e.t.v. túlkar breytinguna á mér and- lega og lendinguna á Islandi. Ég var inni í gufubaði allan tímann og Ingibjörgu Magna- dóttur fól ég það hlut- verk að vera sú sem stjómaði öllu fyrir utan gufuna. Hún var nokk- urs konar spákona sem sýndi fólkinu það sem hún fann, þ.e.a.s. mig. Gest- imir máttu bai'a kíkja á mig einn í einu og notuðu stækkunargler og vasaljós til þess að skoða verana bet- ur. Þeir fengu stutta stund til að sjá verana, tóku svo mynd af henni og svo lokaði spákonan hurðinni. Eftir þessa lífsreynslu fór fólk fram og fékk kaffi og spákonan fór með fólkið eitt og eitt út á svalir og spáði fyrir því. Þannig að eftir gjörninginn áttu allh' þátttakendur eina ljósmynd af atburðinum, augnablikið sem þau fengu til að skyggnast inn í hugarást- and mitt og verða vitni að heimkom- unni.“ Eitt allsherjar leikhús „Efth' að ég kom heim hefur mér fundist ég þurfa að lenda einhvern- veginn með allar mínar hugmyndir hér og ég upplifi góða strauma til að framkvæma hluti. Það er eitthvað sem kallar á mig hér,“ segir Ásdís. Og það stendur mikið til: „Núna síðustu helgina í september ætla ég að endur- taka alla gjöminga mína í Gula hús- inu á homi Lindargötu og Frakka- stígs. Ég kem til með að ráða fullt af fólki í hlutverk eftir því sem hæfir hverjum og einum best. Svo sýni ég Iíka myndbönd. Þetta verður eitt alls- herjar leikhús og algjör könnun á því hvað gjörningur er og hvernig hann virkar. Sem dæmi ætla ég að prófa að láta aðra leika mína gjörninga og svo fer ég einnig inn á hvernig gjörningar fara inn í myndband og koma þaðan út aftur. Kannski er markmiðið að láta gjörninginn þannig lifa líkt og leikverkið. Ég hef mikla trú á að leik- húsið eigi heima alls staðar." Ásdís hvetur alla til að mæta á gjörninga sína: „Maður þarf stöðugt að vera að upplifa eitthvað og hrista upp í sjálfum sér til þess að hafa kraft til að halda áfram.“ tveimur pör- um sem reyna að fóta sig í Kaup- mannahöfn. Sös er snyrti- dama sem er með ítölskum kvennabósa og Niller smiður sem er ásamt eiginkonu sinni að fara að ættleiða barn frá Burkina Faso. Leiðir Niller og Sös liggja saman þegar Niller fær það verk að setja upp eldhúsinnréttingu hjá Sös. Hún er þá í miðju kafi að losa sig við ít- alska unnustann sem hefur verið henni ótrúr. Á sama tíma ráðast ör- lög konu Nillers á leið hennar til að sækja fósturdótturina. í kjölfarið gerast óvæntir atburðir sem eiga eftir að taka margar og skemmti- legar u-beygjur áður en yfir lýkur. Þetta er sjötta kvikmynd leik- stjórans Susanne Bier og hefur hún hlotið lof fyrir þessa frumlegu og skemmtilegu hversdagsfrásögn. Sérstaklega þykja kvenpersónur myndarinnar dregnar skemmtileg- um línum og að sama skapi er ekki laust við að karlpeningurinn fái einn laufléttan á lúðurinn. Að venju verður myndin sýnd í kvöld og á mánudag í Háskólabíói. Þess skal getið hér að Filmundur tekur sér frí á meðan kvikmyndahá- tíð stendur til þess að fá sem best notið alls þess sem þar er í boði. Hann snýr síðan aftur tvíefldur að henni lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.