Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 64
>4 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerd Blómkálsréttir Grænmetið í garði Kristínar Gestsdótt- ur hefur sprottið svo vel í sumar að hún segist vera græn í geffli. EINMUNA blíða hefur verið all- an fyrri hluta septembermánað- ar, þótt kuldaboli sé eitthvað að baula núna. Hann bítur ekki fast hér sunnanlands, þótt blómkálið kveinki sér aðeins, en sprotakál- ið (brokkálið) sýnir nýja sprota nær daglega og hvítkálið gefur honum langt nef og heldur áfram sinni sprettu. Helst er það kartöflugrasið sem lætur á sjá enda kominn tími á það. Nú loks sjást haustlitir á trjánum, öspin og ýmsar víðitegundir hafa klæðst gulri kápu fyrir nokkru og nokkuð er síðan lyngið skrýddist sínum fögru haustlit- um og mátti finna það á berjum að frostið hafði aðeins kysst þau. Mófuglarnir hafa flutt sig um set, sumir nær ströndinni, aðrir hafa nú þegar flogið yfir hafið. Tjaldurinn hópar sig og rauð- brystingur er í breiðum við Skógtjörnina. Margæsin er kom- in frá Norður-Kanada á sinn gamla stað í marhálminn, en hún á aðeins stutta ferð eftir til Skotlands. Blómkálsbakstur með hakki í. þennan rétt er best að nota gott lambahakk, en stundum er erfitt að fá það, einnig má nota lambahakk og svínahakk til helminga. Svo má nota bara svínahakk, en nautahakk hentar ekki. _______500 g lambahakk______ ______1 Vi isk. salt ó hakkið_ _________Vá isk. pipar______ _______1 Vi tsk. oregano______ 500 g blómkál (án leggja) __________21/2 dl vatn________ Vi tsk. salt á blómkálið 30 g smjðr (ekki smjörlíki) % dl hveiti 2 dl blómkálssoð 3 dl mjólk eða 3 dl rjómobland Vá tsk. múskat ____________2egg____________ __________Va tsk, salt________ 2 msk, rifinn Parmigianoostur 100 g rifinn Óðalsostur Vi dl brauðrasp 1. Takið blómkálið í litlar hríslur og sjóðið í 2% dl af vatni og salti í 3 mínútur, hellið soðinu af og geymið. Saxið síðan blóm- kálið örh'tið. 2. Steikið hakkið. Best er að gera það í tvennu lagi, annars verður of mikil kæling á pönn- unni og hakkið brúnast illa. Óþarft er að nota olíu á pönn- una, hakkið er alltaf nógu feitt. Hafið góðan hita. Stráið salti, pipar og oregano út í. 3. Búið til þykkan uppbakaðan jafning. Setjið smjör í lítinn pott, setjið hveitið út í og þynnið með 2 dl af blómkálssoði og mjólk eða rjómablandi. Hrærið eggin út í og síðan salt, múskat og rif- inn Parmigiano- og Óðalsost. 4. Smyrjið eldfasta skál, stráið raspi inn í hana. Setjið síðan þunnt lag af jafningi á botninn, þá hakk og svo blómkál, síðan aftur jafning, hakk og blómkál og loks jafning efst. Stráið raspi yfir. 5. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 190°C. Bakið í 30 mínútur. Fljótlequr blóm- kóls/nskréttur _________500 g ýsuflak_______ __________1 Vi tsk, sali_____ 1 msk. gott, milt sinnep __________Vi dl rasp_________ ________400 g blómkól________ ________'A dl matarolíg______ ______smjör (ekki smjðrlíki)_ 1. Roðdragið ýsuflakið og skerið beingarðinn úr. Stráið á það salti og smyrjið með sinnepi. Stráið raspi á báðar hliðar flaks- ins. 2. Takið blómkálið í litlar hríslur og saxið síðan örlítið. Notið ekki leggi. 3. Notið stóra pönnu, hafið hægan hita. Setjið olíu á hana alla, setjið smjörið öðrum megin á hana og setjið blómkálið þar ofan á. Setjið fiskinn hinum megin. Setjið lok á pönnuna og veltið blómkálinu við öðru hverju. Snúið fiskinum við eftir 4-5 mínútur. Hafið þetta á pönn- unni í 10 mínútur en gætið þess að hitinn sé ekki mikill. ÍDAG \i;iVAIvt\lll Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Einar Kristinn og er 6 ára. Ef einhver veit um hjólið mitt vinsamlegast hafið samband í síma 898- 3025. Gullarmband tapaðist í Glæsibæ GULLARMBAND tapað- ist lO.september sl. í Ás- garði í Glæsibæ sem er fé- lagsmiðstöð aldraðra. Skilvis finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 553-2705. Ósaumuð stramma- mynd óskast ER einhver sem á ósaum- aða strammamynd af Hól- um í Hjaltadal? Vinsam- legast hafið samband í síma 893-2167. Veit einhver um filmurnar? MÁNAÐAMÓTIN maí- júní voru tvær filmur sett- ar í póst í Hveragerði. Filmumar voru af tveimur fermingarveislum, annarri 16.apríl og hinni 6. maí. Filmurnar hafa ekki kom- ið í leitirnar þrátt fyrir ít- rekaða leit. Ef einhver skildi vita um afdrif filmn- anna vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu í síma 483-4325. Dýrahald Tveir kettlingar fást gefíns TVEIR níu vikna kettling- ar, fress, fást gefins á góð heimili. Þeir eru kassa- vanir og einstaklega ljúfir. Upplýsingar í síma 564- 0445. Páfagaukur í óskilum LÍTILL gulur og grænn páfagaukur fannst í mið- bæ Kópavogs fyrir rúmri viku. Við höfum ekki rek- ist á tilkynningu um hvarf hans en einhver hlýtur að sakna hans. Eigandi fugls- ins hringi í síma 554-0916 eða 554-0915. Grillað í Þykkvabæ FIMMTUDAGINN 17. ágúst sl. var hald- inn sameiginlegur útigrilldagur við götuna Þykkvabæ í Árbæ. Þetta er þriðja sumarið í röð sem slíkur dagur er haldinn og nýtur hann sívaxandi vinsælda enda fjölmenna íbúamir ailtaf þegar slíkur dagur er. Það er safnast saman á róiuvelli við götuna með grillin og garðstóiana. Þarna er ekk- ert kynslóðabil og allir skemmta sér hið besta. Börnin una sér við leiktæki og hver og einn finnur eitthvað við sitt hæfi enda leikur veðrið jafnan við íbúana. Það er mikil samkennd og samstaða meðal íbúa götunnar en samt eykur það kynnin og styrkir tengslin að halda hátíð sem þessa. Fólkið verður samstillt og meðvitað við það að kynnast störfum og áhugamálum hvert annars. Það var griilað og borðað, farið í leiki, flutt ljóð og sungið. Ljóð dags- ins vakti mikla hrifningu eins og áður og var tekið hraustlega undir það. Ljóð dagsins: Nú Þykkvabæjar hátíð haldin er þvlhémakoma saman ætlumvér. Að grilla hér og grínast megum enn það gleðjast ailir Þykkva bæjarmenn. Á róluvelli reit ég góðan vel þar rúmgott er og hentugt, að ég tei. Og vegasaltið varla langt er frá þarvel sér una bömin stór og smá. í klifurgrind og kassabfl ég fer og kannski mætti líka renna sér. En braut er þröng og breiður rass hjá mér svo botninn situr fastur, því er ver. í trjánum svifa fuglar grein af grein og gömul þrastamamma ei er sein. Hér ómar loftið allt af tæram söng því undir taka fuglar dægrin löng. Ó.R. Tapad/fundió Dökkbrúnt kvenveski tapaðist DÖKKBRÚNT kven- veski, sem er eins og bak- poki í laginu, tapaðist föstudaginn 15.september sl. ef til vill við Skauta^ höllina í Reykjavík. I veskinu voru öll skilríki, pappírar og óframkölluð filma sem er eigandanum afar dýrmæt. Vinsamleg- ast hafið samband í síma 562-1752 eða 899-3706. Pro-Style hjól hvarf frá Unufelli ÉG fékk grænt Pro-Style hjól í sumargjöf frá for- eldrum mínum í sumar. Hjólið hvarf frá húsinu mínu að Unufeili 24. maí sl. um kvöldið. Ég heiti Víkverji skrifar... AHUGAMENN um fótbolta geta ekki látið framhjá sér fara heimasíðu knattspyrnufélags- ins Halifax Town, en hún er í um- sjón útgefanda vikublaðsins Skessuhorns, sem er gefið út á Vesturlandi í rafrænu og prentuðu formi. Fyrir þá sem ekki vita er Halifax Town knattspyrnulið í 3. deild á Bretlandi. Á síðunni er ítar- lega greint frá gengi liðsins, en það hefur ekki verið gott því Halifax- hreppur, eins og liðið er kallað á heimasíðunni, vermir nú botnsæti deildarinnar. Liðinu hefur aðeins tekist að vinna einn leik, á móti liði „hinna spræku Laugamanna í Sæl- ingsdal (Leyton Orient)“ eins og komist er að orði. Leikurinn endaði 2-0, en það voru „Geirmundur Hermannsson (Gerry Harrisson) og Stefán Vagnsson (Steve Kerrig- an)“ sem skoruðu. Það kemur því kannski ekki al- veg á óvart að búið er að reka þjálfarann. Frá þessu er greint á heimasíðunni með þessum orðum: „Þau stórtíðindi gerðust í ensku knattspyrnunni á mánudagskvöld að knattspyrnustjóri hins ástsæla en ógæfusama smáliðs Halifax Town, Markús Liljuson (Mark Lill- is) var brottrækur ger úr Kalda- dalsskíri (Chaterdaleshire). Upp- sögn Markúsar kemur í kjölfar hörmulegrar byrjunar liðsins í ensku 3. deildinni í ár en liðið hef- ur aðeins unnið einn leik og var það óviljaverk. Ekki hefur verið til- kynnt um eftirmann Liljusonar en ýmis nöfn, öll óþekkt með öllu, hafa verið nefnd.“ Stjórn Halifax-hrepps fékk nóg og rak Markús eftir að liðið tapaði fyrír „Mannamótsflöt (Mansfield)“. Jafnframt kemur fram á heimasíð- unni að leikmennirnir Pétur Bryti (Peter Butler) og Þórgnýr Kyrri (Tony Parks) muni stýra liðinu meðan leitað er að nýjum knatt- spyrnustjóra. Hægt er að kynnast gengi Halifax-hrepps með því að fara inn heimasíðuna www.skessuhorn.is. XXX ISÍÐUSTU viku voru gerðar op- inberar skýrslur sem hafa að geyma samanburðartölur um sam- keppnishæfni landa og um spill- ingu í nokkrum löndum heims. Sjálfsagt eru þessar skýrslur gagn- legar, en Víkverji telur þó að var- ast beri að taka þær sem einhvern stórasannleik. Víkverji var t.d. að blaða í skýrslu um samkeppnis- hæfni íslands. Þar er m.a. getið um að einn af veikleikum íslenska efnahagskerfisins sé járnbrauta- samgöngur. Flestir myndu álykta að í skýrslunni kæmi annað hvort fram að hér á landi væru engar járnbrautir eða þá að ísland væri þar í neðsta sæti. Hvorugt er hins vegar raunin. ísland er í 50. sæti af 59 samanburðarlöndum á lista þar sem fjallað er um gæði járnbraut- arsamgangna og í 56. sæti á lista þar sem löndunum er raða upp eft- ir lengd járnbrauta. í annarri skýrslu var gerður samanburður á spillingu í heimin- um. Norðurlöndin eru þar efst á blaði yfir lönd með minnsta spill- ingu. í sjónvarpsfrétt þar sem fjallað var um þessa skýrslu var hins vegar dregin sú ályktun að ísland og Noregur væru spilltu löndin á Norðurlöndunum þó að þau væru við toppinn á listanum. XXX VÍKVERJI getur ekki annað en undrast viðbrögð við útboði á rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Umræða um tilboð Sam- skipa hefur verið frekar á neikvæð- um nótum. Næstum enginn hefur hins vegar orðið til þess að fagna því að ríkið skuli hafa fengið hag- stætt tilboð í reksturinn. Víkverji, sem er einn af skattborgurum þessa lands, getur a.m.k. ekki látið hjá líða að fagna því að Samskip skuli hafa sent inn hagstætt tilboð í reksturinn og að von sé til þess að ríkissjóði takist að spara 133 milljónir króna á þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.