Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 216. TBL. 88. ARG. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spreng- ingí London London. Reuters, AFP. LÖGREGLAN í London lokaði hluta miðborgarinnar, nálægt höfuð- stöðvum bresku leyniþjónustunnar MI6, eftir að skýrt var frá spreng- ingu á svæðinu í gærkvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki væri vitað til þess að sprenging- in hefði valdið manntjóni og kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar. Slökkviliðsmenn og sprengjusér- fræðingar hersins voru sendir á staðinn. Ljósmyndari Reuters var í grennd við höfuðstöðvar MI6 og sagði að lögreglan hefði lokað svæð- inu, meðal annars nálægri brú. Hann kvaðst ekki hafa séð nein merki um sprengingu en Sky-sjón- varpið sagði að nokkrir sjónarvottar hefðu heyrt tvær sprengingar og séð reyk yfir byggingu MI6 við suður- bakka Thames. Að sögn sjónarvott- anna varð a.m.k. önnur sprengingin inni í byggingu leyniþjónustunnar. Sky hafði eftir hátt settum lög- regluforingja að ekki hefðu orðið miklar skemmdir á byggingunni. Höfuðstöðvar MI6 eru um það bil kílómetra frá þinghúsinu. Nokkrum sprengjum var komið fyrir í London fyrr á árinu og ein þeirra sprakk undir Hammersmith- brú. Lögreglan sagði að skæruliðar úr röðum norður-írskra lýðveldis- sinna, sem leggjast gegn friðar- samningnum á Norður-írlandi, hefðu verið að verki. ---------------- Whitewater Clinton- hjónin ekki ákærð Washington. Reuters. ROBERT Ray, óháður saksóknari í Bandaríkjunum, sagði í gær að Bill Clinton Bandaríkjaforseti og eigin- kona hans, Hillary, yrðu ekki sótt til saka vegna Whitewater-málsins sem snýst um lóðaviðskipti þeirra í Arkansas þegar Clinton var þar rík- isstjóri. Ray kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra Clinton-hjónin, vegna ónógra sann- ana. Rannsóknin beindist að því hvort hjónin hefðu gerst sek um lögbrot af ásettu ráði í Whitewater- málinu, m.a. meinsæri eða tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarinn kvaðst ætla að senda þremur dómurum áfrýjunar- dómstóls lokaskýrslu sína um málið. Þeir sem nefndir væru í skýrslunni fengju tækifæri til að gera athuga- semdir við hana á næstu mánuðum. Ray á næst að ákveða hvort ákæra eigi Clinton forseta, eftir að hann lætur af embætti, í tengslum við rannsóknina á sambandi hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. MORGUNBLAÐIÐ 21. SEPTEMBER 2000 5 690900 090000 Milosevic Júgóslavíuforseti á kosningafundi í Svartfjallalandi Segir framtíð Júgóslavíu í veði í kosningunum Berane, Belgrad. Reuters, AP. Svartfellskir lögreglumenn fylgjast með hópi stuðningsmanna Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, fyrir kosningafund hans á herflugvelli í Svartfjallalandi í gær. SLOBODAN Milosevie, forseti Júgóslavíu, fiutti ávarp á kosninga- fundi 1 Svartfjallalandi í gær og lagði áherslu á að úrslit forseta- og þingkosninganna í Júgóslavíu á sunnudag réðu úrslitum um hvort sambandsríkið héldi velli. Er þetta í fyrsta sinn í fjögur ár sem Milosevic fer til Svartfjallalands. Kosningafundurinn var haldinn á herflugvelli nálægt bænum Berane í norðurhluta Svartfjallalands. Milosevic var fluttur þangað með þyrlu og um 400 serbneskir her- og lögreglumenn frá Belgrad gættu hans á flugvellinum. Vopnaðir lög- reglumenn og hermenn, sem styðja stjórn Svartfjallalands, voru hins vegar á varðbergi í Berane, nokkra kflómetra frá flugvellinum. Eftir ávarpið hélt Milosevic strax aftur til Belgrad og sú ákvörðun forsetans að takmarka heimsóknina við herflugvöll endurspeglar vax- andi spennu í Svartfjallalandi fyrir kosningarnar á sunnudag. Svartfellska stjórnin hefur hótað aðskilnaði og rofið nánast öll tengsl sín við stjórnvöld í Belgrad. Hún hefur ákveðið að taka ekki þátt í kosningunum en leyfa íbúunum að greiða atkvæði. Óttast að Milosevic steypi svartfellsku stjórninni íbúar Svartfjallalands eru klofnir í afstöðunni til þess hvort landið eigi að lýsa yfir sjálfstæði eða vera áfram hluti af júgóslavneska sam- bandsríkinu. Ráðamenn á Vesturlöndum óttast að Milosevic kunni að beita valdi til að steypa svartfellsku stjórninni, sem gæti leitt til borgarastyrjaldar, bíði hann ósigur í kosningunum. Milosevic fordæmdi leiðtoga Svartfjallalands og serbnesku stjórnarandstöðunnar, lýsti þeim sem „kanínum, rottum og jafnvel híenum sem vilja breyta þessari stóru þjóð í kjölturakka eftir duttl- ungum erlendra húsbænda sinna“. „Það ræðst af serbnesku og svartfellsku þjóðinni hvort sam- bandsríkið heldur velli,“ sagði Milosevic. „Umheimurinn hefur ekkert betra að gera en að valda átökum milli Serba og Svartfell- inga.“ Milo Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, sakaði Milosevic um að reyna að hræða Svartfellinga fyrir kosningarnar þar sem hann vissi að sigurlíkur hans væru litlar. „Ef Milosevic ákveður að stofna til hernaðarlegra átaka við Svartfjalla- land þá eigum við ekki annars úr- kosti en að verja ríki okkar og frelsi,“ sagði Djukanovic. Um 20.000 stuðningsmenn Milos- evic voru á fundinum í Svartfjalla- landi. Rúmlega 100.000 manns sóttu kosningafund helsta keppinautar forsetans, Vojislavs Kostunica, í miðborg Belgrad í gærkvöld. Klofningur í röðum danskra evrusinna Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KLOFNINGUR er kominn upp milli dönsku stjórnmálaflokkanna sem berjast fyrir aðild Danmerkur að evrópska myntbandalaginu. Anders Fogh Rasmussen, formað- ur Vinstriflokksins, og Uffe Elle- mann-Jensen, fyrrverandi formað- ur flokksins og utanríkisráðherra, gagnrýna Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra harðlega og segja hann hafa eyðilagt fyrir fylg- ismönnum evrunnar. Lars Lokke Rasmussen, vara- formaður Vinstriflokksins, bað í gær kjósendur um að greiða ekki atkvæði gegn evrunni í því skyni að refsa forsætisráðherranum. Hann benti á að það kæmi einnig borgaralegu flokkunum illa ef að- ild að myntbandalaginu yrði felld, og því væri betra að bíða með að refsa forsætisráðherranum fram að kosningum. Jafnaðarmenn, íhaldsmenn og miðdemókratar saka Vinstriflokk- inn um hentistefnu og að reyna að koma ábyrgðinni á ósigri yfir á aðra til þess að koma vel út í næstu þingkosningum. Rasmussen forsætisráðherra segist enn hafa trú á að fylgis- menn evrunnar geti haft betur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. sept- ember. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur boðað að í dag verði birtir útreikningar sem eigi að sýna svart á hvítu hvaða efnahagslegu áhrif það hefur fyrir danska ríkið, einstaklinga og fyrirtæki ef aðild að myntbandalaginu verður felld. ■ Sjálfstæðið/26 Ráðgast um viðbrögð við mótmælum S AMGÖN GURÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins efndu til skyndifundar í Lúxemborg í gær til þess að ræða mótmæli sem blossað hafa upp víða í Evrópu gegn háu bensínverði. Nokkur ESB-ríkjanna hafa látið undan kröfum mótmæl- endanna um að lækka álögur á eldsneyti en önnur neitað að gefa eftir og á fundinum var reynt að ná samkomulagi um að samræma við- brögð landanna við háu olfuverði. Mótmælunum var haldið áfram á Spáni, Irlandi, í Svíþjóð og Þýska- landi í gær. Spænskir bændur aka hér dráttarvélum um miðborg Ler- ida á Norður-Spáni til að mótmæla hækkunum á olíu- og bensínverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.