Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 32 af 76 fuglategundum sem verpa á fslandi eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Morgunblaðið/Albert Kemp Farga þurfti 89 kindum eftir að bíll með um 290 fjár valt yst í Stöðvarfirði í fyrrinótt. Fjárflutningabíll fór fram af háum kanti 89 kindur drápust eða varð að lóga á staðnum FJARFLUTNINGABÍLL fór út af veginum við Gvendarnes yst í Stöðvarfirði í fyrrinótt og valt. Fór bfllinn fram af 5-6 metra háum kanti áður en hann valt. Ökumaður bflsins slapp án teljandi meiðsla. Bjarni Gíslason, slökkviliðs- stjóri á Stöðvarfirði, segir aðstæð- ur hafa verið tiltölulega slæmar þar sem bíllinn fór út af veginum, bæði vegna þess hve hár kantur- inn er og ökutækið þungt. Tildrög slyssins eru óljós en Bjarni segir veginn, sem er bundið slitlag, hafa verið þurran og veður gott. Kalla þurfti á tækjabíl Ökumaður bílsins festist í hon- um og þurfti að kalla á tækjabfl slökkviliðsins á Stöðvarfirði til að ná honum út. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað og hlaut minni háttar meiðsl sem verður að teljast mesta mildi mið- að við aðstæður. Um 290 kindur voru í bílnum en verið var að flytja þær í sláturhús Goða hf. á Höfn í Hornafirði þegar óhappið varð. Urða eða farga þurfti 89 kindum, að sögn Eyjólfs Kristjónssonar, verkstjóra hjá Goða, en á hádegi voru þær kindur sem lifðu settar á bíl og er verið að aka þeim til Hafnar. Hann sagði óvíst hve mik- ið af þeim skrokkum væru ómarðir og í söluhæfu ástandi. „Blikktromman er meðalþeirra bóka 20. aldar sem lengst munu lifa." Úr umsögn sænsku akademíunnar um Gunter Grass þegar hún ákvað að veita honum Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1999. * ■* i. . . Fjöruspói er í bráðri hættu skv. válistanum og er ástæðan einkum sú hversu lítill varpstofn tegundarinnar er. 42% íslenskra v/m-m.cÆEi. varpfugla þurfa sérstaka aðgæslu FJÖRUTÍU og tvö prósent ís- lenskra varpfugla þurfa sérstaka að- gæslu hér á landi sé miðað við al- þjóðlega staðla, að því er fram kemur í nýjum válista Náttúru- fræðistofnunar íslands sem kynntur var fjölmiðlum í gær. Eru alls 32 af 76 fuglategundum sem verpa á Is- landi, eða hafa orpið að staðaldri, á válistanum og þar af eru sex tegund- ir taldar í bráðri hættu. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar íslands, gerði grein fyrir því á fréttamanna- fundi í gær að válisti yfir fugla væri annar í röð válista sem Náttúru- fræðistofnun vinnur að en þeim er ætlað að taka til allrar lifandi nátt- úru landsins. Fyrsti hluti þessara ís- lensku válista kom út árið 1996 en í honum var fjallað um blómplöntur, byrkninga, fléttur, mosa og ýmsa botnþörunga. Mun stefnt að því að sá næsti í röðinni fjalli um hrygg- leysingja. Við gerð válistans nú var notast við hættustaðla Alþjóðanáttúru- verndarsamtakanna (IUCN) og leið- beiningar fyrir gerð válista. Kom fram í máli Kristins Hauks Skarp- héðinssonar, sem vann að gerð vá- Iistans, að þar skipti máli hversu stórir stofnar væru, hve staðbundnir þeir væru og hvort þeir væru á nið- urleið og þá hversu hratt stofninn minnkaði. Rakti hann að forsendur þess að fuglategundir væru settar á válist- ann væru þrenns konar og geta fleiri en ein átt við í hverju tilfelli. Nefna má að 18 af 32 tegundum eru á vá- listanum vegna þess hversu stofnar þeirra væru litlir, 9 af 32 verpa á til- tölulega fáum eða afmörkuðum svæðum á landinu og allt að tíu teg- undum á válistanum hefur fækkað umtalsvert. Kemur þar ýmislegt til, t.d. hafa sumir fuglar verið ofveidd- ir. Bæði grágæsinni og hrafninum hefur þannig fækkað um meira en 20% á undanförnum 10 árum vegna ofveiði. Haftyrðill og keldusvín út- dauðir sem varpfuglar A válistanum eru fuglategundir fiokkaðar í sex flokka, útdauðar teg- undir, tegundir sem útdauðar eru sem varpfuglar í íslenskri náttúru, tegundir sem eru í bráðri hættu, tegundir sem eru í hættu, tegundir sem eru í yfirvofandi hættu og Stuttnefja er í yfirvofandi hættu en meira en 20% fækkun hefur átt sér stað á siðustu 10 árum. tegundir sem eru í nokkurri hættu. I ljós kemur að ein fuglategund er útdauð, þ.e. geirfuglinn sem dó út 1844. Tvær tegundir, haftyrðill og keldusvín, eru útdauðar sem varp- fuglar í íslenskri náttúru og fugla- tegundimar sex, sem em taldar í bráðri hættu, em brandönd, fjöm- spói, gráspör, skutulönd, snæugla og strandtittlingur. Skiptir í öllum tilfellum höfuðmáli að stofnar þess- ara tegunda era afar litlir, oftast undir fimmtíu fuglum. Haföm, helsingi, húsönd, skeið- önd og þórshani era taldar meðal tegunda sem era í hættu en athygli vekur síðan að bæði fálkinn og hrafninn era taldir upp meðal teg- unda sem séu í yfirvofandi hættu. Brandugla, flórgoði, gargönd, grágæs, gulönd, himbrimi, hrafns- önd, sjósvala, skrofa, stormsvala, stuttnefja, súla og svartbakur era einnig taldar meðal tegunda í yfir- vofandi hættu. Grafönd, stormmáfur og straum- önd fylla síðan þann flokk tegunda sem taldar era í nokkurri hættu. Kemur fram í válistanum að ýms- ar gamalgrónar varpfuglategundir á íslandi eigi nú undir högg að sækja. Sú niðurstaða eigi hins vegar ekki að koma á óvart miðað við þær breyt- ingar sem orðið hafi á náttúra ís- lands af manna völdum. Óvild gagn- vart ránfuglum og ýmsum öðram keppinautum mannsins úr fuglarík- inu eigi einnig þátt í því hvemig komið er fyrir sumum varpstofnum auk þess sem mikilvægt sé að auka fræðslu um stöðu válistafuglanna í íslensku umhverfi, rannsóknir á þeim og skipulega vöktun þeirra. Loks þurfi einnig að haga fugla- veiðum þannig að þær valdi ekki hrani stofna og að varpstöðvar og önnur búsvæði tegundanna njóti vemdar. 80% álkustofns heimsins að finna á íslandi Jón Gunnar tók skýrt fram að vá- listinn fæli ekki í sér aðgerðir heldur væri hann einfaldlega visindalegt mat á ástandi stofna, í honum væru birtar upplýsingar þar að lútandi og reynt að flokka þær með ákveðnum hætti auk þess sem síðan væru sett- ar fram tillögur um hvernig bregð- ast mætti við þeirri vá sem að sum- um tegundum steðjar. Gerði Ævar Petersen fuglafræð- ingur, sem vann válistann ásamt Kristni Hauki, í gær grein fyrir þeim tillögum sem settar væru fram. Ymsar framkvæmdir svo sem vega- gerð, virkjun vatnsfalla, stækkun þéttbýlis og fleira gætu haft veraleg áhrif á tilvist fuglastofna og mönn- um bæri að huga vel að öllum þess- um þáttum. Ævar benti á að íslendingar hefðu skyldum að gegna í þessum efnum, í gildi væra alþjóðasamningar um vernd fugla en síðan bæra þeir einn- ig siðferðilega ábyrgð. Að því þyrfti nefnilega að huga að ýmsar tegundir sem hér verptu væri ekki að finna annars staðar í heiminum. Til dæmis væri að finna á Islandi 80% álku- stofns heimsins og því væri ljóst að Grágæsum hefur fækkað um meira en 20% á síðustu 10 árum. illa gæti farið fyrir þessum stofni ef slys ætti sér stað hér á landi. Umsjón með gerð válistans hafði Álfheiður Ingadóttir. í ritinu eru Ijósmyndir af öllum þeim fuglateg- undum sem á válistanum era auk út- breiðslukorts fyrir tegundir. Sam- starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á sviði fuglarannsókna fá válistann endurgjaldslaust en almenningi gefst kostur á að kaupa sér eintak á skrifstofu stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.